Morgunblaðið - 23.10.1973, Side 15

Morgunblaðið - 23.10.1973, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1973 15 Unglingar á Miami kveikja í umrenningi Miami, 22. október. AP. FJORIR hlæjandi unglingar helltu bensíni yfir umrenning á Miami um helgina og kveiktu f honum. Umrenningurinn gat nafngreint einn unglinganna áður en hann lézt. Unglingarnir kveiktu f öðrum manni, en hann hélt lífi. Þeir reyndu einnig að kveikja f þriðja manninum. Umrenningurinn, Charles Scale, svaf bak við auða byggingu þegar unglingamir, sem voru all- ir um 15 ára gamlir, helltu bensíni yfir hann og hentu siðan logandi eldspýtum á hann. Eldur- inn læsti sig um andlitið, hend- urnar og líkamann. Hann staulað- ist inn í gang og beið eftir lögregl- unni. Hinn maðurinn, sem var kveikt f, gat slökkt eldinn. Þriðji maður- inn komst undan. Mennirnir voru húsnæðislausir. Fórnarlömbin og unglingarnir voru blökkumenn. I Boston rændu sex unglingar konu að nafni Evelyn Waglerfyrr i þessum mánuði og neyddu hana til að hella yfir sig bensíni og kveikja í sér. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. Um 350 hafa farizt í flóðum á Spáni Madrid,22. okt. AP. ASTANDIÐ á geysistórum flóða- svæðum f suður- og suðaustur- hluta Spánar lagaðist f dag, en talið er að 350 manns hafi týnt lífi, tvo þorp hafa eyðilagzt og tjónið er metið á margar millj- ónir dala. GIEREK BOÐAR HREINSANIR Varsjá, 22. október, AP. EDWARD GIEREK, formaður pólska kommúnistaflokksins til- kynnti í dag að verðbinding á matvörum yrði áfram í gildi næsta árið, en það er fjórða árið í röð. Hann varaði einnig við þvf, að hreinsanir væru fyrirhugaðar innan pólska kommúnistaflokks- ins. Hann skýrði þetta þó ekki nánar. Gierek komst til valda í Póllandi fyrir rúmum þrem árum i kjölfar mikilla óeirða vegna verðs á matvörum. Fischer: Verð heimsmeistari næstu 10 árin Manila, 22. okt. AP. BOBBY FISCHER sagði f gær, að hann gerði ráð fyrir þvf, að hann yrði heimsmeistari f að minnsta kosti tfu ár og að hann mundi verja titilinn árlega, en ekki á þriggja ára fresti. Fischer sagði fréttamönnum í klukkustundarþætti i sjón- varpinu á Filippseyjum, að árlegt heimsmeistaramót væri gott fyrir skákfþróttina, hann sjálfan og alla sem hlut ættu að máli. Hann kvaðst telja líklegast, að Boris Spassky yrði næsti áskorandi, en nefndi einnig Mikhail Tal og Alex Karpov. Heimsmeistarinn kom til Filippseyja i boði Ferdiand Marcos forseta til þess að setja fyrsta alþjóðlega skákmót Filippseyja. Lubomir Kavalek frá Banda- ríkjunum er efstur á mótinu eftir sigur sinn gegn Ljubomir Ljubojevic frá Júgóslavíu i fjórðu umferð. Kavalek hefur gert jafntefli við Bent Larsen og sigrað Max Wotulo frá Indónesíu og Miguel Najdorf frá Argentinu. Nfu stórmeistarar taka þátt í mótinu, sem er annað sterkasta skákmótið á þessu ári, næst á eftir millisvæða- mótinu f Leníngrad. Sjón- varpað er beint frá mótinu. Verst úti hafa orðið fylkin Granada, Murcia og Almeria þar sem um 250 manns er enn saknað. Flóðin byrjuðu á föstudags- kvöld og náðu yfir um það bil 50 þúsund ferkílómetra i einhverj- um gróðursælustu héruðum Spán- ar. Þetta eru talin einhver mestu flóð á Spáni á síðari tfmum. Þúsundir manna hafa misst heimili sín og atvinnulíf í þessum landshluta mun taka mikinn afturkipp. Flóðin geta lfka haft áhrif á efnahag þjóðarinnar og leitt til aukinnar verðbólgu. Maria Callas komin aftur Hamborg, 22. okt. AP. ÓPERUSÖNGKONAN Maria Callas kom til Hamborgar á sunnudag. Ætlar hún að taka upp þráðinn í sönglistinni, þar sem frá var horfið fyrir átta árum. Fyrstu tónleikamir verða í Hamborg, en siðan fer hún í hljómleikaferð um heiminn ásamt óperusöngvaran- um Guiseppe di Stefano. A fundi með fréttamönnum sagði söng- konan, að hún hefði ákveðið að byrja aftur að syngja opinberlega af persónulegum ástæðum, sem hún vildi ekki skýra frá. Þau di Stefano og Callas munu halda tón- leika i Evrópu, Asíu, Astralíu og Bandarikjunum. Pablo Casals — einn af mestu tónlistarmönnum aldarinnar látinn FALLINN er f valinn einn af mestu tónlistarmönnum þess- arar aldar, Pablo Casals, selló- snillingur, pfanóleikari, hljóm- sveitarstjóri og tónskáld — en jafnframt mikill mannvinur og boðberi friðar; maður, sem kannski hefði fremur átt að fá friðarverðlaun Nóbels en full- trúar styrjaldaraðilanna í Indó- Kfna, þó svo þeir hafi unnið þarft verk og þakkarvert með friðarsamningum sfnum. Fyrir um það bil tveimur ár- um var flutt í New York eitt af siðustu tónverkum Pablo Casals, „Óður til Sameinuðu þjóðanna" hét það og var flutt á hljómleikum samtakanna, þeg- ar þau héldu hátíðlegt 25 ára afmæli sitt. Texta verksins hafði gert skáldið Wyston Hugh Auden, sem fyrir skömmu kvaddi þenn- an róstusama heim án þess að hafa fengið bókmenntaverð- laun Nóbels, sem margir höfðu vænzt árum saman. Kannski góð dæmi um það, sem veröldin ekki verðlaunar nú um stundir. Það var táknrænt fyrir Casals að skrifa óð til Sameinuðu þjóð- anna, þvi löngum var það ein- lægasta von hans og ósk, að friður og kærleiki mættu ríkja manna og þjóða í milli. Casals glataði aldrei trúnni á hið góða í manneskjunni þrátt fyrir allt, sem hann sá til hennar og heyrði á sinni löngu ævi. Lífs- ljós hans var vonin um, að mannkynið næði einhvern tíma þeim þroska að geta ieyst ágreiningsmál sín með friðsam- legum hætti. — Meiri þörf fyrir trésmið Pablo Casals var fæddur í þorpinu Vendrell í Katalóníu á Spáni, 29. desember 1876 og var því tæpra 97 ára að aldri, er hann lézt. Heimsfrægð hlaut hann fyrst og fremst sem selló- snillingur, ekki sízt fyrir túlk- un sina á verkum Jóhanns Sebastians Bachs, — hann leiddi m.a. sellósvitur Bachs til þeirrar virðingar og þess dálæt- is, sem þær nú njóta, og árum saman heilsaði hann hverjum nýjum degi með þvi að leika hluta úr einhverri þeirra. Tónlistarnám hóf Casals barn að aldri. Faðir hans var organ- isti i Vendrell og varð hans fyrsti kennari. Honum þótti þó miður, þegar drengurinn reyndist hafa meiri áhuga á tónlist en öðrum verkum nyt- samlegri. Hann taldi meiri þörf fyrir góðan trésmið í Vendrell en atvinnumann í tónlist. Móðir Pablos gerði sér hins vegar ljósa óvenjulega hæfileika son- arins og studdi hann með ráð- um og dáð. Hún yfirgaf heimili sitt til þess að geta farið með hann til náms í Madrid, Brtissel og París — og einhverju sinni, þegar hungrið svarf að þeim, seídi hún af sér hárið, sem var hennar mesta prýði og stolt. Arið 1895 réðst Casals sem einleikari til óperuhljómsveit- arinnar í Paris. Upp úr þvf hófst hljómleikaferill hans fyrir alvöru, og hann vakti æ meiri athygli fyrir sérstaka tækni sína og túlkun. Árið 1901 fór hann fyrst til Bandarikj- anna og ferðaðist síðan viða um Iönd. Flúði einræði Francos Casals var bundinn fóstur- jörð sinni sterkum böndum, og hans hjartans mál var að flytja spænskri alþýðu sígilda tónlist. Árið 1919 stofnaði hann Sin- fóníuhljómsveitina í Barcelóna og stjórnaði henni til 1936, er borgarastyrjöldin brauzt út. Casals var eindreginn andstæð- ingur Francos og hét því, er hann náði völdum á Spáni, að stíga þar aldrei framarfæti. Ekki fór hann þó lengra frá löndum sínum en hann mátti til, heldur settist að Frakk- landsmegin landamæranna í smábænum Prades i Pyrenea- fjöllum. Þar gerði hann allt, sem í hans valdi stóð, til að hjálpa katalónskum flótta- mönnum og hélt víða hljóm- leika til að af la þeim fjár. Eftir að nasistar hertóku Frakkland höfðu þeir nánar gætur á Casals, en handtóku hann aldrei; hann hafði hægt um sig þau árin og hélt hvergi hljómleika. Að heimsstyrjöld- inni lokinni tóku kunnir tón- listarmenn að heimsækja hann f Prades og árið 1950 stóðu þeir fyrir fyrstu Bachtónlistarhátið- inni í Prades, þar sem Casals spilaði á hljómleikum í fyrsta sinn í tólf ár. A hátfðinni árið eftir kynnt- ist Casals eftirlifandi eiginkonu sinni Martitu, sem var um 40 árum yngri en hann. Casals hafði verið kvæntur tvisvar sinnum áður. Fyrsta kona hans var portúgalskur sellóleikari, Guilhermina Suggia, sem hann gekk að eiga árið 1906. Árið 1914 kvæntist hann svo banda- riskri söngkonu, Susa Metcalfe og kom oft fram með henni sem meðleikari á píanó. Martita var kornung stúlka, þegar hún kom til FTades og gerðist nemandi Casals í sellóleik. En smám saman varð hún honum ómet- anleg stoð og stytta, og eftir að Casals fékk aðkenningu að hjartaslagi árið 1957 átti hún stóran þátt í því, að hann komst til starfa á ný. Heimili áttu þau hjónin i Puerto Rico. Var hús þeirra kallað E1 Pesebre — Jatan — eftir tónverki, sem Casals hafði samið í Prades á styjaldarárun- um. Og i því skyni að hvetja mannkynið til friðar, flutti hann þetta verk sitt víða um lönd alit fram á sfðustu ár — meðal annars f aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna árið 1963. Trú hans á framtíð þeirra bilaði aldrei, þótt hann mætti oft horfa á það með sársauka, hversu vanmáttug samtökin voru andspænis þeim ófriðar- bálum, sem heimska og hatur mannkynsins kveiktu. „Þvi hvað verður um okkur ef við hættum að trúa þvf, að á þessu geti orðið breyting?" sagði hann einhverju sinni. „Ef við missum vonina um frið á jörðu og sigur kærleikans er til einsk- is að halda áfram að lifa. „ — mbj. EPLENT Fimm sakaðir um njósnastarfsemi í Svíþjóð Stríðsuppbót Aþenu 19. október. AP. SAMTÖK grískra sjómanna á far- skipum náðu samkomulagi við skipaeigendur í dag, þess efnis, að þeir fá allt að 100% bónus fyrir hvern þann dag, sem þeir eru á styrjaldarsvæðinu í Miðaustur- löndum. Stokkhólmi, 22. okt. NTB. SÆNSKA lögreglan handtók I dag fimm menn, sem hafa verið sakaðir um njósnir og brot á lög- um um prentfrelsi. Jafnframt var gerð húsleit hjá tfmaritinu FIB/- Kulturfront og lagt hald á ýmis skjöl og allt myndasafn blaðsins. Tveir hinna handteknu voru blaðamenn hjá Kulturfront. Ástæðan fyrir þessum aðgerð- um er greinaflokkur, sém tíma- ritið hefur birt um 1B (Informasjonsbyráet) sem til- heyrir sænsku leyniþjónustunni. Sænski ríkissaksóknarinn hefur lýst því yfir, að þær upplýsingar, sem voru gefnar um IB i fyrr- nefndum greinarflokki, hafi verið mikilvægar öryggi landsins. Sak- sóknarinn sagði, að mennirnir yrðu ákærðir um óbeinar njósnir, þar sem ekkert lægi fyrir, sem benti til þess, að þeir hefðu verið með uppljóstranir um IB í þágu erlends ríkis. Hins vegar hefðu uppljóstranir þeirra verið svo um- fangsmiklar, að þeir hefðu átt að gera sér grein fyrir, að þeir væru sama sem að gera sig seka um njósnir. Einn hinna handteknu er fyrrverandi starfsmaður IB, og það mun hafa verið hann, sem gaf fréttamönnunum flestar upplýsingarnar um IB og starf- semi þess. Húsleit hefur verið gerð hjá hinum handteknu, en lögreglan hefur neitað að segja til um, hvort þar hafi nokkuð fundist, sem bendi til alvarlegri njósna en beir séu nú sakaðir um. Ef þeir verða sekir fundnir fyrir það broí, sem saksóknarinn ber á þá, geta þeir fengið allt að sex ára fangelsisdóma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.