Morgunblaðið - 23.10.1973, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 23.10.1973, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1973 — Vopnahlé Framhald af bls.l herrann, Henry Kissinger, fór til Lundúna í dag eftir viðræður í Tel Aviv við Goldu Meir forsætis- ráðherra, Moshe Dayan land- varnarráðherra og fleiri ráða- menn. Ekkert var látið uppskátt um viðræðurnar. I London ræðir hann við Sir Alec Douglas-Home utanrikisráðherra, sem skoraði í dag á stríðsaðila að virða vopna- hléð í hvívetna. I Bangdad hafði írakska frétta- stofan eftir áreiðanlegum heimildum, að sovézki forsætis- ráðherrann, Alexei Kosygin, væri kominn til Kaíró, en sú frétt var ekki staðfest. Moammar Khadafy ofursti, þjóðarleiðtogi Líbýu, kallaði striðið „óperettustríð" I viðtali við Le Monde í dag og kvaðst ósammála leiðtogum Egypta og Sýrlendinga um markmið og leiðir. Hann kvaðst aldrei mundu fallast á vopnahlé, sem Banda- rikjamenn og Rússar þröngvuðu fram. Einni klukkustundu áður en vopnahléð tók gildi sagði útvarpið í Damaskus að vopnahlés- áskorunin væri í athugun, en lét ekkert uppi um, hvað sýrlenzkir ráðamenn hygðust fyrir. Fjögur Arabaríki, Dubai, Kuwait, Qatar og Bahrain bönnuðu í dag olíuflutninga til Bandaríkjanna og fóru þannig að dæmi Saudi-Arabíu, Libíu, Abu Dhabi og Líbýu. Irak hvatti til þjóðnýtingar allra bandariskra eigna í Arabaheiminum og þjóð- nýtti 23.75%hlut Royal Dutch Shell í fyrirtækinu Basrah Petroleum. Vopnahlésáskorunin, sem Öryggisráðið samþykkti í nótt, var árangur Moskvuferðar Henry Kissingers utanríkisráðherra um helgina og hann og Leonid Brezhnev flokksforingi sömdu hana í sameiningu. Fréttaritarar telja, að sókn ísraela yfir Súez- skurð og inn í Sýrland hafi sann- fært Breshnev og Kosygin, að Arabar mundu tapa stríðinu. Samkvæmt vopnahlés- áskoruninni eiga stríðsaðilar að halda kyrru fyrir í stöðvum sín- um og hætta bardögum. Hefjast á strax handa um að framfylgja ályktun Öryggisráðsins eftir stríðið 1967 þess efnis, að Israelar hörfi frá herteknum svæðum bak við „örygg og viðurkennd landa- mæri“ og hefja þegar í stað samningaviðræður um „tryggan og varanlegan frið í Miðaustur- löndum“. Ályktunin var sam- þykkt með 14 atkvæðum gegn engu, en Kína sat hjá. I Washington er sagt að hvorki Rússar né Bandaríkjamenn telji vopnahléið nokkra lausn á vanda- málunum í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs, en sagt er, að vopnahléð sé órækur vottur um batnandi sambúð risaveldanna og vilja þeirra til þess að taka hönd- um saman um að verja þær til- raunir, sem þau hafa þegar gert til að draga úr spennunni í heiminum. Bandarískum vöru- og birgða- flutningum til Israels er haldið áfram að fullum krafti þrátt fyrir vopnahléið að sögn bandarískra landvarnarráðuneytisins. Fyrr í dag hermdu fréttir, að Banda- rfkin hefðu tilkynnt Israel, að vopnafluttningum yrði að mestu hætt og að Rússar hefðu sent Aröbum samhl jóða skilaboð. Bæði Egyptar og ísraelar láta í ljós vantrú á vopnahléinu í einka- viðræðum, nema því aðeins að vissa fáist fyrir því, að varanleg lausn finnist. I frétt Kariróút- varpsins um vopnahléið var talað um ótilgreind loforð Leonid Brezhnevs flokksforingja, en Egyptar krefjast endurheimtar Sinaiskaga. — Nixon Framhald af bls.l sinni röð vegna þess, að öll sönn- unargögnin væru í fórum forseta- embættisins. Þessari yfirlýsingu Cox svaraði Nixon með því að kalla Elliott Richardson dómsmálaráðherra á sinn fund og krefjast þess, að hann vísaði Cox frá embætti. Því neitaði Richardson, kvaðst frá upphafi hafa gefið Cox frjálsar hendur um málsmeðferð og á þeirri forsendu hefði þingið sam- þykkt skipan hans í embætti. Jafnframt sagðist Richarson ósammála málamiðlunartilskipun forsetans, sérstaklega fetti hann fingur út í það atriði, að Cox skyldi hætta að leita til dómstóla ti! að fá afhent hverskonar gögn, er forsetaembættið kynni að hafa í fórum sfnum. Sagði hann síðan af sér I mótmælaskyni við með- ferð Nixons í málinu. Þá kallaði forsetinn til sín að- stoðardómsmálaráðherrann, William Rúckelshaus, og fól honum að reka Cox. Hann neitaði því einnig og sagði af sér í mót- mælaskyni við málsmeðgerð alla. Nú kallaði forsetinn til þriðja manninn úr dómsmálaráðu- neytinu, Robert H. Bork, setti hann í embættið, skipaði honum að reka Cox, taka rannsóknarsveit hans undir ráðuneytið og halda áfram rannsókninni þaðan. Bork er 46 ‘ára að aldri, laga- prófessor frá Yale, þar til hann tók við starfi Cox í dómsmála- ráðuneytinu I júní sl. Þegar er Cox hafði verið rek- inn, voru skrifstofur hans inn- siglaðar og menn úr alríkislög- reglunni settir þar til vörzlu. Var sagt, að leyfi Henry Petersons þyrfti til að komast þar inn og taka þaðan plögg, en haft var fvrir satt, að Petersen væri sjálfur mjög að hugsa um að segja af sér svo og fjölmargir aðrir starfsmenn dómsmálaráðuneytis- ins. KRÖFUR UM KÆRUR Sem fyrr segir hafa kröfur um kærur á hendur forsetanum verið býsna háværar um helgina vegna máls þessa. Þingmenn höfðu á sunnudagskvöld lýst yfir fylgi við þá ráðstöfun og fjölmargir þing- menn, sem áður hafa verið þeim algerlega andvígir sögðu, að slíkt skref yrði nú að taka til alvarlegr- ar íhugunar. Melvin Laird, fyrrverandi landvarnaráðherra og nú starfs- maður Hvíta hússins, og Fred Buzhardt, lögfræðingur Nixons I Watergatemálinu, sögðu, að kröfuraddir þessar myndu fljót- lega þagna, þegar birt hefði verið greinargerð forsetans um málið. Taldi Buzhardt víst, að þingið mundi a.m.k. bíða eftir því að sjá, hvað kæmi fram í úrdrætti forset- ans af böndunum og ummælum Johns Stennis. Stennis, sem er 72 ára að aldri, hefur orð fyrir að vera strang- heiðarlegur og kröfuharður þing- maður. Af hálfu verkalýðsfélaganna bandarísku, sem áttu sinn þátt í að koma Nixon til valda með því að beita sér ekki gegn honum, hefur komið fram hörð gagnrýni á forsetann. George Meany, forseti AFL — CIO, sem hefur um 13.4 milljónir manna innan sinna vébanda, er sagður byrj- aður að Ieita stuðnings við kröfu- gerð um að forsetinn verði ákærður og neyddur til að segja af sér. Þá hefur Arnold Miller forseti sambands námaverka- manna, sem telur um 200.000 manns, sent Carl Albert, forseta fulltrúadeildarinnar, símskeyti, þar sem segir: „Bandaríska þjóðin hefur fengið nóg!“ „ANDIGESTAPÖ" Blöð á Vesturlöndum hafa mörg gagnrýnt ráðstafanir Nixons, þar á meða! „The Times" í London, sem segir, að andi Gestapó hafi leikið um tært októberloftið f Washington sl. laugardag, þegar lögreglumenn FBI lokuðu skrif- stofum Cox. — Opið bréf Framhald af bls.l 3. júni 1973 og segist ekki geta lagt beiðnina fyrir hreppsnefnd Sand- víkurhrepps, þar sem í beiðninni séu ekki nógar upplýsingar um kaupkjör. Skömmu seinna fréttir þú af þessu og kemur að máli við mig. Ég sagði þér, að jörðin væri til sölu og hvað til stæði. Þú baðst mig að doka við með þetta meðan þú athugaðir málið, sem ég og gerði. Umbjóðandi minn, sem er félagslega sinnaður maður, vildi gjarna gefa sveitarfélagi sinu kost á þessum verðmætum, ef það teldi sig þurfa á þeim að halda. Eg ætla ekki að rekja hér þau rök þín sem forsvarsmanns ört vaxandi hreppsfélags fyrir því, að láta þetta ekki ganga því úr greipum, en umbjóðandi minn féllst á þau. Niðurstaðan varð sú, sem öllum er kunn, að Selfosshreppur kaupi allt landið en fái fermetrann á 11 króna jafnaðarverði en greiðslur fari fram á 30 ára tímabili, út- borgunarlaust og afborgunarlaust fyrsta árið. Þetta verð á fermetra er lægra en í öllum kaupum Sel- fosshrepps á landi síðastliðin 3 ár. Mér er það mikið undrunar- og hneykslunarefni, hvernig þeir, sem að undirskriftasöfnuninni stóðu, hafa umgengizt tölur í þessu máli. Þeir sögðu fólkinu, að kaupverðið væri 90 milljónir króna og þessi tala kom í flenni- fyrirsögnum tveggja dagblaða. Fólki þótti þetta full hátt verð, sem vonlegt var, og skrifaði undir mótmælaskjalið. Síðan komu út- skýringar á því, hvernig tala þessi er fundin. Við raunverulegt kaup- verð bættu þeir, sem söfnuðu undirskriftum, vöxtum í 30 ár meðan greiðslufrestur vargefinn, en þá koma út tæpar 90 milljónir króna. Með þessari blekkingaraðferð hefði kaupverðið hækkað til mik- illa muna, ef boðin hefðu verið 50 ára greiðslukjör í stað 30 ára. Skyldi Páli sýslumanni ekki hafa blöskrað, þegar hann sá undir- skriftaplöggin? Sannleikurinn er sá, að greiðslukjör þau, 'sem hér var boðið upp á, eru alveg einstök og betri en ég þekki til um nokkur önnur fasteignakaup á Islandi á síðari árum. Umbjóðandi minn hefði engum boðið þessi greiðslu- kjör nema hreppsfélaginu og vissulega eru þau mikilvægur þáttur kaupanna, ekki sizt í verð- bólguþjóðfélagi. Verðgildisrýrn- un peninga gagnvart fasteignum hefur verið og er gegndarlaus, eins og allir vita, og þeir, sem hafa skuldbundið sig í fasteigna- kaupum til að greiða fasta krónu- tölu um nokkurt árabil greiða sí- fellt með verðminni krónum og græða þeim mun meira, sem greiðslutimabilið er lengra. Nú- virði kaupverðs, sem greiðist á löngu árabili minnkar því i hlut- falli við verðbólguna og verð gildisrýrnun peninga á tímabil- inu. Engu er hægt að spá um fram- tíðina, en fátt bendir til þess að hægt verði að stöðva þessa þróun. Ef miða má við verðbólguþróun síðustu 30 ára, þá er núvirði þessa kaupverðsharla lítið. Bendi ég þér á dæmið af skrifstofustjóranum, sem hafði í upphafi árs 1942 500 krónur í mánaðarlaun, en hefur nú, 30 árum síðar, kr. 52.600,- á mánuði. Krónan í dag er minna virði í launaumslagi hans en eins- eyringurinn árið 1942. Mér segir svo hugur um, að síðasta krónan, sem greidd verður I kaupverði Votmúlajarðanna árið 2003 verði harla iítils virði miðað við verð gildi krónunnar í dag, hvað þá miðað við notagildi jarðanna fyrir Selfosskaupstað á því herrans ári. Ég ætla nú ekki að hafa þetta lengra. Ég vil i sjálfu sér ekki blanda mér í deilur Selfyssinga um þetta mál, en gat þó ekki orða bundizt um framangreind atriði í tilefni af þvi, sem dembt hefur verið yfir umbjóðanda minn. Ing: R. Helgason. ----------«----------- r — Isfisksala Framhald af bls. 2 aðstæður leyfðu. Er þetta mjög í samræmi við reynslu af þessum viðskiptum undanfarin ár og horfur á þörfum islenzku útgerðarinnar fyrir sölumögu- leika á ísfiski í V-Þýzkalandi. Fundarmenn lýstu þeirri von sinni, að samkomulag þetta og viðræðurnar leiddu til þess, að ákvæði viðskiptasamnings Islands og Efnahagsbandalag Evrópu um lækkun og niður- fellingu tolla af íslenzkum fisk- afurðum í bandalagslöndum kæmu að fullu til framkvæmda. Þá hélt þýzka viðræðunefndin þvi að gera það, sem I hennar valdi stendur, til þess að ákvæði viðskiptasamnings Islands við Efnahagsbandalag Evrópu um lækkun og niðurfellingu tolla af íslenzkum fiskafurðum í banda- lagslöndunum kæmu að fullu til framkvæmda. Þá hélt þýzka viðræðunefndin því að gera það, sem í hennar valdi stendur, til þess að löndunarkostnaður í V-Þýzka- landi lækki þannig, að hann verði hinn sami hjá íslenzkum og þýzk- um skipum, en þessi kostnaður hefir ætíð verið nokkru hærri fyrir íslenzku skipin. Þýzka viðræðunefndin bauð og samtökum útvegsmanna að kynna sér starfsreglur sérstakrar stofnunar þýzku útgerðarinnar, sem annast skipulagningu á ísfisksölum þýzkra skipa í V- Þýzkalandi með það fyrir augum að gerast aðilar að henni. Munu samtökin hér taka það boð til rækilegrar athugunar. Nefndirnai voru sammála um gagnsemi þessara viðræðna og samþykktu að stuðla að frekari viðræðum á þessu sviði. — Bæjarútgerð Framhald af bls. 2 inn í Reykjavík, Birgir Isleifur Gunnarsson, til máls. I upphafi sagðist hann fagna komu Snorra Sturlusonar mjög, og óska að gæfa myndi fylgja skip- inu og áhöfn þess um alla fram- tíð. 27 ár væru nú liðin, frá þvi að fyrsti Bæjarútgerðartogar- inn kom, og hefði Bæjarútgerð- in verið stærsta útgerðarfyrir- tæki borgarinnar þennan tíma. Lengi hefði B.Ú.R. átt níu tog- ara, og eins og alþjóð væri kunnugt, þá hefði útgerð þeirra gengið misjafnlega. Mörg þess- ara skipa hefðu verið orðin úr- elt og því tími til kominn að endurnýja flotann. Nú væru tveir stórir togarar komnir og sá þriðji bættist i hópinn um áramót.i Borgarstjóri sagði ennfrem- ur, að það væri ekki bara tog- arnir, sem létu fólki í té at- vinnu. Starfsemi útgerðarinnar væri ekki síður umfangsmikil í landi, og hefði verið ómetanleg lyftistöng fyrir Rvík. Útgerðin og fiskiðnaður væru með mikilvægari þáttum atvinnu- lífs í Reykjavík. Þegar ákveðið hefði verið árið 1970, að ríkið veitti 80% lán til skuttogara- kaupa, sveitarfélag 7.5% og eig- andi greiddi 7.5% af heildar- verði skipsins hefði borgar- stjórn stuðlað að því, að fleiri aðilar en B.Ú.R. gætu eignazt skuttogara, og nú væru horfur á að 7 nýir og stórir skuttogarar kæmu til Reykjávíkur. Þá sagði Birgir Isleifur, að ekki væri nóg að endurnýja skipaflotann. Aðstaða í landi væri ekki sem bezt, og ætti það einkanlega við frystihús B.Ú.R. Nú hefði verið ákveðið að end- urnýja frystihúsið. Stjórn B.Ú.R. hefði nú sótt um lóð á landfyllingunni, sem fyrirhug- uð er á Grandanum. Hefur hafnarstjóra verið skrifað og formlega sótt um lóð undir frystihús. Þess væri að vænta, að B.Ú.R. yrði eitt fyrsta fyrir- tækið, sem úthlutað yrði lóð á þessu svæði. Starfsmannafjöldi B.Ú.R. er oft mikill, og þegar mest er um að vera hjá fyrirtækinu, starfa þar um 400 manns, þ.e. á togur- unum, i frystihúsinu og í fisk- verkunarstöðinni. — Sleggjudómar Framhald af bls. 2 útsendingu. Það er verkaskipting hjá okkur og menn velja efni eftir áhuga. Ég hef hins vegar litið á þessa þætti sem kynningarþætti, en ekki gagnrýnisþætti. Ég er vanur að vinna mína þætti sjálfur og þetta kvöld flutti ég þætti um Asmund, Flóka og Hring, en í þessu tilviki veit ég, að Ölafur hafði tvo aðstoðarmenn, þá Jón Reykdal og Ingiberg Magnússon." I þættinum i Vöku var m.a. sagt, að „inntakið (I verkum Sverris) er lítið annað en skraut- legt yfirborð“ — og lögð er áherzla á „vélræna endurtekn- ingu“, í verkum hans. Þá er einnig minnst á „yfirborðslegan skrautvarning í formi væminna litasamsetninga“ þótt höfundur viðurkenni „handbragð“ Sverris. Loks er minnt á, að Sverrir „standi i öðrum verðflokki en þeir handverksmenn, sem selja framleiðslu sina i rammagerðar- verzlunum“ — og hafa ýmsir spurt, hvað það komi list Sverris við. Þess má geta, að gagnrýnin á Sverri Haraldsson var lesin upp í Vöku, án þess að höfundar væri getið eða upplesari sæist á skján- um. Hvað þá að listamaðurinn sjálfur fengi að verja hendur sínar og verk í hinu óhlutdræga ríkisútvarpi. Morgunblaðið sneri sér til Sverris Haraldssonar og spurði hann, hvað hann vildi segja um þetta: „Eg hef lítið um þetta að segja," svaraði Sverrir, „en þó það að mér’fannst myndatakan ekki síður misþyrming en um- sögnin. Myndatakan fannst mér mjög undarleg, þar sem yfirleitt voru tekin mjög litil brot úr eldri verkum og sums staðar var eins og klippt væri ar myndunum. Þetta virkaði eins og misþyrming á mig, og ég þekkti varla mínar eigin myndir. Þó var sjónvarpið áður búið að sýna sömu myndir í sjónvarpsfréttum, án þess að nokkuð væri athugavert. Þessi myndataka fannst mér bera lítinn svip af sýningunni. Annars er þessi nafnlausa umsögn ekki nema viðbót við það, sem ég hef fengið að hlusta á, mér á bak, i 12 ár frá ýmsum kollegum mfnum, sem mála á annan hátt en ég.“ — Sykursjúkir Framhald af bls. 2 menn samtakanna, að hér sé því um talsvert átak að ræða. Til fjáröflunar í þessu skyni hefur fjárhagsnefnd samtak- anna hafið undirbúning að sölu jólakorta í ár, eins og á sl. ári. Ennfremur hyggjast samtökin leita eftir stuðningi fyrirtækja, einstaklinga og jafnvel félaga- samtaka í von um, að þessir aðilar veiti málefninu lið. Allar gjafir til Samtaka sykursjúkra eru frádráttarbærar á skatta- framtali gefenda. Stjórn Samtaka sykursjúkra leggur geysimikla áherzlu á víð- tæka fræðslustarfsemi, enda segja stjórnarmenn, að engum sjúklingum sé meiri þörf á því að þekkja eðli sjúkdómsins en þeim, sem við sykursýki eiga að stríða, og eins hvernig bregðast eigi við, þegar vanda ber að höndum. Samtökin hafa þegar gefið út fræðslurit, „Nokkur orð um sykursýki", þar sem er að finna margháttaðan fróðleik um eðli sykursýki, hvernig megi þekkja hana og hvaða lffs- hætti sykursjúkir veröi aö til- einka sér til að lifa bærulegu lífi þrátt fyrir sjúkdóminn. Sykursýki er sem kunnugt er ólæknandi sjúkdómur, og til að halda hinum í skefjum verða sjúklingar að fá reglulega insúlingjöf. Hún ein nægir þó ekki, heldur verða sjúklingar að tileinka sér sérstakt matar- æði, stunda mikla hreyfingu og vera viðbúnir að mæta ýmiss konar aðstæðum, sem sjúkdóm- inn varða. Til nánari fróöieiks um þetta skal bent á ofan- greindan bækling, „Nokkur orð um sykursýki", en hann má fá hjá Samtökum sykursjúkra, Reykjavik, P.O. Box 5292, Reykjavfk. En fleira er að gerast í fræðslumálum sykursjúkra. Þannig mun í næsta mánuði hefjast regluleg útgáfa að riti samtakanna, og verður þar að finna fræðsluþætti og fróðleiks- mola, er gætu komið að gagni. Er stefnt að því, að ritið komi út þrisvar á ári og verða rit- stjórar þess Jón Hnefill Aðal- steinsson og Örlygur Þórðar- son. Einnig er ætlunin í næsta mánuði að halda nokkurs konar afmælisfund samtakanna, þar sem reynt verður að hafa bæði f ræðslu- og skemmtiefni. Auk þessa eru samtökin með fleira á prjónunum, eins og að koma á stofn sumarbúðum fyrir sykursjúk börn, námskeiðahald fyrir foreldra og aðra aðstand- endur sykursjúkra barna. Stjórn Samtaka sykursjúkra, Reykjavík skipa eftirtaldir menn: Helgi Hannesson deildarstjóri, formaður; Þórir Helgason læknir, varaformað- ur; ritari Hjalti Pálsson fram- kvæmdastjóri; Magnús L. Sveinsson deildarstjóri, gjald- keri, og meðstjórnandi Þórir Ólafsson blikksmiður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.