Morgunblaðið - 23.10.1973, Side 24

Morgunblaðið - 23.10.1973, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1973 fclk í fréttum ZL SÝNINGU Alfreðs Flóka 1 Bogasal Þjóðminjasafnsins lýkur á sunnudag, Flóki sýnir þarna hátt á fjórða tug mynda, og hér sést hann við eina þeirra, „Töfraaugað, eða gleðitárið", ásamt Inu Bekke, „músu“ sinni danskri, sem hann segir vera sér mikil uppretta listrænnar hvatningar, auk þess sem hún sé „expert I hathajóga". Sýningin er opin frá 2-10 daglega. (Ljosm Mbl. Sv. Þorm.) Keith Richards, sem er einn af „The Rolling Stones", var dæmdur f tæplega hundrað þúsund króna (fslj sekt fyrir hlutdeild sína í eiturlyfjamáli fyrr íþessari viku. * Alice Babs og Duke Ellington ætla að halda sameiginlega tón- ieika í Kaupmannahöfn síðast íi þessum mánuði. Tónleikarnir verða helgaðir minningu Bens Websters, sem lék á tenórsanófón með hljómsveit „hertogans", en Ben er nýlátinn. * Söngkonan Janis Joplin lét lífið í október 1970, en þá hafði hún tekið of stóran skammt af her- ónini en sama ár lézt Jimi Hendrix, einnig af völdum eitur- lyfjaneyzlu. Nú hefur vinkona Janis, Mary Friedman skrifað ævisögu hennar, sem hún nefnir „Grafin Iifandi — ævisaga Janis Joplin". Hún segir, að í bernsku hafi Janis verið frábrugðin öðrum börnum. Gáfur hennar hafi snemiya komið í ljós, svo og list- rænir hæfileikar. Hún hafi verið vel lesin og haft hugsunarhátt frá brugðinn hinna barnanna, enda hafi hún ekki verið vinamörg. Hún hafi verið ákaflega viðkvæm, og hafi gert allt sem hún hafi getað til að skera sig ekki úr hópi skólasystkina sinna, en það hefði henni aldrei tekizt. Öryggisleysi hennar hafi meðal annars komið fram í sjúklegum metnaði og þörf fyrir ástúð. Mary segir, að þrátt fyrir þá viðurkenningu, sem Janis hlotnaðist ffyrir söng sinn, hafi hún aldrei fundið sanna hamingju. í þau tvö ár, sem hún var á frægðartindinum hafi Janis lifað í stöðugum ótta við að missa vin- sældir sínar, og hafi þá leitað á náðir áfengisins eða eitur- lyfjanna. Hún „sló í gegn“ á popp-hátið í Monterey árið 1967, þar sem hún söng með hljómsveitinni „Big Brother and the Holding Company", og þá tók umboðsmað- ur Bob Dylans; Albert Crossman, hana undir sinn verndarvæng. Eftir það fór stjarnan hennar ört hækkandi; hún kom fram á fjöl- mörgum hljómleikum og hljóm- plötur hennar runnu út eins og heitarlummur. Þann 4. okt. 1970 tók hún inn of stóran skammt af eiturlyfjum, eins og fyrr segir. Var það í sjötta sinn á nokkrum mánuðum, og reyndist þá vera meira en líkam- inn þoldi. Ástæðan fyrir því, að skapazt hefur nokkurs konar goðsögn um Janis Joplin er sennilega vegna þess, hve sérstæður söngur hennar var, en einnig vegna þess, að hún varð eins konar tákn brostinna vona æskunnar á þvl tímabili, sem frægðarsól hennar skein skærast. Næmi hennar, sem hafði svo sterk áhrif á aðdáendur hennar. gerði henni sjálfri lífið öbærilegt, og varð henni að lokum að falli. 4 Tveir danskir geðlæknar, Jens Bang og Finn Jörgensen, skrifuðu nýlega grein I danskt læknablað, og setja þar fram athyglisverð sjónarmið. Þeir segja, að oft missi geðlækningar algjörlega marks og geti jafnvel verið beinlínis skað- legar fyrir skjúklingana og þjóð- félagið, þegar um er að ræða minniháttar geðveilu. Þeir segja að þannig sé algengt, að fólk með ýmis vandamál leiti lænis, hjá því finnist svo ymis einkenni taugaveiklunar, sem finna megi hjá flestu fólki. „Sjúk- lingarnir" gefist svo upp á að leysa vandamál sín sjálfir, en ætlast til þess, að fagmennirnir ÞEIR eru léttir á brún, feðgarnir Kristján Guðmundsson og Guðmund- ur Ágústsson, þar sem þeir halda á Silfurlampanum tfttnefnda. Þeir höfðu fengið hann á uppboði á Hótel Sögu fyrir aðeins 48.590 krónur og töldu báðir, að það væri lágt verð fyrir svo merkan grip. Sagt var frá þvf f frétt f Morgunblaðinu daginn eftir uppboðið, að enn kynnu að standa deilur um lampann, þvf að þeir feðgar vildu báðir eiga hann. Ekki er þó um harða deilu að ræða fremur að hún sé f léttum dúr, þvf að þeir eru ánægðastir með að lampinn skyldi komast í hendur fjöskyldunnar. En í leiðinni er gaman að varpa fram einni spurningu; Hvaða verðlaun skyldu lenda næst á uppboði? (læknarnir) geri það fyrir það. Þessi afstaða minnki mögu- leikana á því, að fólk komizt fyrir rætur vandamálanna sjálft, og geti þannig sigrazt á erfiðleikum sínum. Læknar segja ennfremur, að áhugi á sálfræði og geðheilsu hafi farið ört vaxandi hin slðari ár, en umræður um þessi mál í ræðu og riti hafi haft þau áhrif, að margir, sem kynna sér þau, dragi þá ályktun, að þeir sér sjálfir haldnir alls konar andlegum kvillum, sem þeir hefðu lfklega alls ekki tekiö eftir annars. Afleiðingin verði sú, að fólk skirrist við að takast sjálft, á við vandamál sín, leiti læknis, og þar með þykist það hafa velt sinni eigin ábyrgð yfir á þjóð- félagið. Nýlega keyptu Robert M. Pass og Walter Klein frá St. Louis í Bandaríkjunum bifreið, sem verið hafði í eigu Adolfs Hitlers, fyrir upphæð, sem svarar rúm- lega einni og hálfri milljón fslenzkra króna. Þeir hafa nú lýst þvf yfir, að þeir ætli að halda sýningu á bifreiðinni, og verja síðan ágóðanum til hjálparstarf- semi við Gyðinga. * Hundurinn gelti að enskum kennara, Cyril Williams að nafni. Cyril var ekkert ánægður með það, svo að hann gelti að hundin- um. Það hefði hann ekki átt að gera, því að eigandi hundsins stefndi honum fyrir rétt, og mála- lok urðu þau, að Cyril var dæmd- ur f 5 sterlingspunda sekt, og við- urkenndi um leið, að hann hefði móðgað hundinn og eiganda hans. 1 lok þessa mánaðar kemur út tvöfalt hljómplötu-albúm með WHO, en nú erú liðin tvö ár síðan sfðasta hljómplata þeirra kom út. „Albúmið" heiíir hvorki meira né minna en „Quadrophrenia“, sem getur útlagazt.,fjórvfddarræði“ á íslenzku. 4 4 Væntanleg er ný hljómplata með Alice Cooper, og hefur pföt- unni verið valið nafnið „Muscle of love“. I einu laginu tekur Liza Minelli undir kórsöng, en þetta lag heitir „Teenage Lament“, eða „táningakveinstafir". Liz Taylor og Richard Burton snæddu saman kvöldverð í Röm s.l. þriðjudag, og sást þá til þeirra. Talsmaður þeirra hjóna neitar því þvermóðskulega, að nokkur sé á milli þeirra annað en góð vinátta, og segir að sögusagn- ir um það, að skilnaður sé ekki lengur á döfinni, séu úr lausu lofti gripnar. 4 4 Bandaríska kvenréttindakonan Germeine Greer fékk skilnað frá eiginmanni sínum, Paul Du Feu, í London s.l. föstudag. Eiginkona Pablo Casals sagði fréttamönnum nú f vikunni, að maður hennar hefði fengið hjartaslag um síðustu áramót. Sellóleikarinn heimsfrægi er nú 96 ára gamall. Kona gans sagði, að áfalli hans hafi verið haldið leyndu til þess að húsið fylltist ekki af fólki, sem hefði raskað ró hans. Hún sagði, aðhann væri all- ur að hressast, og væri nú tekinn til við selloleikinn að nýju. HÆTTA A NÆSTA LEITI — Eftir John Saunders og Alan McWilliams Hvað er að herra, er bílinn bilaður? Nei, nei, það er ekkert svoleiðis, góði. Geturðu vfsað okkur á samkomusalinn? (2 mynd) Okkur skilst, að það sé verið að prófa fólk fyrir leikflokk skólans og. . (3 mynd) Þú hlýtur að vera blindur, Mark. Hvers vegna að eyða tfma f að horfa ð prufurnar, þegar þetta er akkúrat ungi maðurinn, sem við þurfum á að halda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.