Morgunblaðið - 23.10.1973, Page 28

Morgunblaðið - 23.10.1973, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1973 Ed McBain: ó heljarþröm 19 „En heimilt?" „Stöku sinnum." „Ég hringi á Roger.“ „Nei, verið ekki að hafa fyrir því. Ég ætlaði að spyrja yður fá- einna spurninga." „Ö.“ Hún virtist undrandi, augnabrúnirnar drógust upp á ennið. Hann tók eftir því, að þær voru svartar, og þá velti hann þvf fyrir sér, hvort öskuljóst hárið væri litað; hann komst að þeirri niðurstöðu, að svo hlyti að vera, fjandkornið engin kona var með svo skringilega samsetningu af öskuljósu hári og svörtum augna- brúnum. Plat, hugsaði hann. Frú Christine Scott hefur rétt nýlega sprottið út úr brezkum skemmti- leik. ....... „Hvers konar spurningar?" „Um það sem gerðist hér í gær.“ „Ja." „Segið mér hvað gerðist." „Ég hafði fengið mér gönguferð hér bak við húsið,“ sagði Christ- ine. „Mér finnst gott að ganga með ánni. Og veðrið var svo stór- kostlegt, svo mikil litadýrð og blærinn svo hlýr...“ „Já, hvað svo?“ „ . . . ég sá Mark koma á fleygi- ferð frá húsinu, hlaupa að garð- skúrnum. Ég sá strax á andliti hans, að eitthvað voðalegt hafði gerzt. Ég hljóp þess vegna að skúrnum um leið og Mark kom út með kúbeinið. - Hvað er um að vera? spurði ég.“ „Og hverju svaraði hann?“ „Hann sagði: - Pabbi hefur læst sig inni í vinnustofunni og hann svarar okkur ekki. Við ætlum að spenna upp hurðina. Það var allt og sumt.„“ „Og síðan?“ „Sfðan flýtti hann sér heim að húsinu og ég fylgdi á eftir honum. Alan og David voru uppi fyrir framan hurðina. Tengdapabbi var þarna inni þótt henn hefði stóra vinnustofu niðri.“ „Notaði hann þetta herbergi mikið?“ „Já, þetta var afdrepið hans, býst ég við. Þarna geymdi hann eftirlætis bækurnar sínar og hljómplöturnar. Afdrep." „Var það vandi hans að Iæsa hurðinni?" „Já.“ „Læsti hann hurðinni alltaf, þegar hann hélt sig þarna uppi?“ „Eftir því, sem ég veit bezt, já. Ég þurfti oft að fara upp til að kalla á hann í mat eða eitthvað, og hurðin var alltaf læst.“ „Hvað gerðist svo eftir að þér komuð upp með Mark?“ „Nú, Alan sagði, að þeir hefðu reynt að opna hurðina, en hún væri sennilega læst og þeir ætl- uðu að brjóta hana upp.“ „Virtist þér hann áhyggjufullur vegna föður sins?“ „Já. Já, að sjálfsögðu var hann það. Þeir höfðu barið og sparkað í hurðina og verið með alls konar hávaða, en ekki fengið neitt svar. Hefðuð þér ekki haft áhyggjur?" „Ha? Jú, jú, auðvitað. Og hvað gerðist svo næst?“ „Þeir stungu kúbeininu í rifuna milli hurðarinnar og dyrastafsins og spenntu lásinn upp.“ „Síðan?“ „Síðan reyndi Mark að opna hana, en gat það ekki. Svo að þeir spenntu hana upp og sáu .. . sáu . ''....að gamli maðurinn hafði hengt sig, ekki satt?“ VERKSMIDJU ÚTSALA! Opin þriðjudaga kl. 2-7e.h. og föstudaga kl.2-9e.h. Á ÚTSÖLJUNNI: Flækjulopi Vefnaöarbútar Hespulopi Bílateppabútar Flækjuband Teppabútar Endaband Teppamottur Prjónaband Reykvikingar reynið nýju hraóbrautina upp i Mosfellssveit og verzlið á útsölunni. ÁLAFOSS HF MOSFELLSSVEIT „Jú.“ Rödd Christinu var orðin að Iágu hvísli. „Jú, það er rétt.“ „Hvert ykkar tók fyrst eftir þessu?“ „Ég. Ég stóð aðeins álengdar, þegar þeir spenntu hurðina upp. Ég horfði beint inn i gættina og ég sá þennan . . . þennan líkama hanga þama og ég . . . ég vissi að í þýóingu Björns Vignis. það var tengdapabbi og . . . og ég. Ég æpti upp!“ „Hver sá þetta næstur?" Við höfum á lager úrval af fallegum hlutum til skreytinga á verzlunargluggum, t.d. eins og myndin sýnir. Gísli Jónsson & Co. H/F. Sundaborg Klettagarðar 1 1. velvakandi Velvakandi svarar í sfma 10- 100 kl. 10.30—11.30. frá mánudegi til föstudags. £ Raunalegur klæðaburður Ungur maður sem segist vera „stammkúnni" á skemmtistöðum borgarinnar hringdi nýlega, og var þungt niðri fyrir. Fórust honum svo orð: „Það er kominn tími til að þessum fíflalátum með hálstau á skemmtistöðum fari að linna. Að „séffunum" á þessum stöðum skuli vera látið haldast uppi að heimta, að viðskiptavinir þeirra gangi um í einhverjum vissum „múnderingum” er með öllu óþolandi. Þetta er fáranlegt, eins og t.d. sézt af þvl, að ég á eitt bindi til í eigu minni — þ.e.a.s. það, sem ég hendi á mig áður en ég fer út um helgar, og sömu söguna er að segja um kunn- ingjana. Þessir menn sem hafi í hávegum þá reglu, að ekki sé hleypt öðrum inn á staðina en þeim. sem eru með hálsbindi, hafa greinilega ekki orðið varir við það, að þetta fígúruverk er Iöngu komið úr tízku hjá þeim, sem eru ekki farlama gamal- menni. Þetta þekkist hvergi nema hér, — mér er sem ég sæi danska vertshúshaldara haga sér svona. Það eina, sem mér dettur í hug til þess að fá þessu breytt, er að menn taki sig nú saman, og láti vera að hengja jólatrésskrautið á sig áður en þeir fara á staðina. Það yrði fróðlegt að sjá hvort yfir- mennirnir á stöðunum yrðu mjög stifir á meiningunni þegar þeir sæju fram á að missa allan þann „bissness". Það væri kannski hægt að skilja afstöðu veitingamanna i þessu máli, ef fólk væri alemnnt svo uppstrilað á þessum stöðum þeirra, að bindislausnir skæru sig úr, en það er nú ekki því að heilza. Látið er óátalið, að stelpur- nar séu í gallabuxum og hverju sem er. Annars má maður kannski þakka fyrir meðan manni er ekki uppálagt að mæta í kjól og hvítt með föðurmorðingja. En ég skora sem sagt á alla þá, sem eru sama sinnis og ég um þetta mál, að láta ekki bjóða sér upp á þessa ósvífni lengur, heldur fara hér eftir bindislausir á staðina. Verði almenn samtök um þetta, þá skulum við bara sjá hvort það fara ekki að renna tvær grímur á kappana þegar þeir sjá fram á að tómahljóð verður í gull- kistunum.“ % Kynþáttafordómar á Islandi Ami J. Gunnarsson skrifar: „Velvakndi góður. 1 útvarpsþættinum „Spurt og svarað" s.l. föstudag varpaði stjórnandi þáttarins fram þeirri spurningu hvort rétt væri, að blökkumenn væru í bandaríska varnarliðinu á Kef lavíkurflug- vellinum, enda þótt kveðið væri svo á varnarsamningi Islands við Bandarikin. að svo skyldi ekki vera. Svar Páls Ásgeirs Tryggva- sonar, deildarstjóra f utanríkis- ráðuneytinu, var á þá leið að í varnarsamningum væri ekki ákveðið af hvaða iitarhætti varnarliðsmenn ættu að vera. Því vel ég máls á þessu hér, að þetta er ekki í fyrsta sinn, sem tæpt er á þessu máli á opinberum vettvangi. En mér er spurn: Er þá virkilega til kynþáttahatur hér á Islandi? Ég verð nú að viðurkenna það, að ég hef ekki orðið var við að hér sé mikið um hörundsdökkt fólk, enda hef ég ekki verið mikið á ferðinni á Keflavíkurflugvelli. En sé það svo. eins og fram kom í svari Páls Ásgreis að stefnt sé að þvf, að hlutfall blökkumanna í herliði Bandarikjanna erlendis sé svipað og hlutfall blökkumanna meðal Bandarikjamenna heima fyrir, hvað er þá eiginlega að því? Ætli þeir, sem haldnir eru kyn- þáttafordómum haldi, að á meðal blakkra varnarliðsmanna kunni að leynast mannætur, eða eitt- hvað ennþá hryllilegra? Annars segi ég nú fyrir mitt leyti að ekki vildi ég vera varnarliðsmaður á Islandi. Það hefur alla tíð komið fram við þessa menn eins og væru þeir eitthvað óæðra sköpunarverk, en við, hinir göfugu Islendingar. Ekki hefur farið mikið fyrir hinni „íslenzku gestrisni“, sem við höfum alltaf start okkur af. Meðan verið er að væla um að gera umhverfið „manneskju- legra“ höldum við gettó með á þriðja þúsund manns mitt á meðal vor. Skemmtilegt fyrir okkar litlu, góðu og hlutlausu þjóð — eða hvað? Nei, það verður að mega ætlast til þess, að það sé svolítið „system í galskabet". Ami J. Gunnarsson.“ £ tsbirnir og hvftbirnir Barnakennari skrifar: „Það hefur færzt f vözt hin síðari ár, að skepnur þær, sem nefndar hafa verið hvítbirnir, séu kallaðir ísbirnir. Þegar hvítabimirnir í Sædýra- safninu voru fluttir hingað á milli gryfja þar um daginn voru fjöl- miðlar komnir þar á vettvang til að fylgjast með flutingnum. Þeg- ar sagt var frá þessu voru dýrin alls staðar nefnd ísbirnir. Þessi ruglingur mun stafa af áhrifum úr dönsku, en f öllum bænum, fréttamenn og aðrir þið, sem hafið það að atvinnu að fara rétt með íslenzkt mál, vandið ykkurbetur. Barnakennari." ER FLOGINN ÚR SUDURGÖTUNNII Hátún 6A HÁTÚNl 6A, SÍMI 24420 VIÐURKENNDAR ELDTRAUSTAR — fyrir kyndiklefa hvar sem eldvörn þarf — Standard stærðir — Sérstærðir SÆNSK GÆÐAVARA VHHWKENNING ■■UNAMALASTOFNUNAI BlKISINS E. TH. MATHIESEN H.F. SUÐURGÖTU 23 HAFNARFIRÐI — SlMI 50152 I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.