Morgunblaðið - 01.11.1973, Síða 4

Morgunblaðið - 01.11.1973, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÖVEMBER 1973 22-0-22- RAUDARÁRSTÍG 311 BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 tel. 14444 • 255551 IBÍLALEIGA car rentalI BlLALEIGA JÓNASÁR & KARLS Ármúla 28 — Sími 81315 /55 BÍLALEIGAN VfelEYSIR CAR RENTAL •»24460 í HVERJUM BÍL PIOIMEER ÚTVARP OG STEREO CASETTUTÆKI w SKODA EYÐIR MINNA. SHO Ofl utout AUÐBREKKU 44-46. SiMl 42600. FEROABILAR HF. Bítaleiga. - Sími 81260. Fímm manna Citroen G.S stat- ion Fimm manna Citroen G.S 8—22 manna Mercedes Benz hópferðabilar (m bilstjórum) HOPFERÐIR Til leigu í lengri og skemmri ferðir 8—50 far- þega bílar. KJARTAN INGIMARSSON, sími 86155 og 32716. Friðartímar FYRIR nokkrum dögum dró til mikilla tíðinda I heiminum. Bandaríkjastjórn bauð öllum sínum herjum að vera búnir hinu versta. Slfkt hafði ekki gerzt síðan John F. Kennedy setti Nikita Krjutsjoff úrslita- kosti hér um árið, er sovéski valdhafinn hugðist koma sér upp eldflaugum við bæjardyr Bandaríkjamanna, á Kúbu. Bóndinn f Kreml lét sér segjast og spennan minnkaði á nýjan leik. En ófriðarhættunni varþó ekki endanlega bægt frá, held- ur var hún aðeins falin undir friðsemdarhjali stórveldanna. Sennilega hefur menn ekki greint á um, að á síðustu árum hefur þokast nokkuð í friðarátt. Hinir bjartsýnustu í hópi smærri spámanna hafa fleiprað um, að nú væru friðartímar. Þeir hafa fordæmt þá, sem vilja fá haldbetri friðartrygg- ingu en einhliða afvopnun Atlantshafsbandalagsins og kallað þá kaldastrfðsæsinga- menn. Þeir hafa gapað hvur upp í annan og þveran og sagt, að á slíkum friðartfmum væri tal um öryggi og vernd stein- runnið kaldastrfðshjal, sem ekki sæmdi vitibornum og framsæknum mönnum. Barns- legt brjóstvit þeirra, eða öllu fremur óskhyggjuvit þeirra eitt hefur ráðið ferðinni, og hefur hún þvf verið heldur ógæfuleg. Auðvitað myndu allir hafa fagnað þvf, ef treysta hefði mátt skálaræðum stórveldis- herranna á undanförnum árum um batnandi samskipti. En lesa hefur mátt milli línanna, að grunnt væri á hinu góða. Frið- artalið var mjög viðeigandi, en aðeins örfáir utanríkisráðherr- ar hafa treyst sér til að byggja utanríksisstefnu sína á þvf. Bezt sást nú alvöruleysið og skrumskælingin á veruleikan- um nú á dögunum, er Brésneff, aðalritari rússneska komm- únistaflokksins, varð að sleppa þvf að flytja ávarp á alfriðar- þingi í Mbskvu, þar sem hann var of önnum kafinn við að senda hersveitir áleiðis til Arabalandanna. Hin alvarlega aðvörun, sem fólst f útköllun allra banda- rískra hersveita varð til þess, að Sovétstjórnin ákvað að hætta við áform sín um að senda hersveitir til Arabaland- anna. En á þeim tíma, sem leið milli þess að Bandarfkjastjórn kvaddi út heri sína og Sovét- stjórnin ákvað að hætta við her- flutninga til Miðjarðarhafs- landanna, var loft sannarlega lævi blandið. Heimurinn stóð á heljarþröm. Ljóst er, að ástand- ið var svo alvarlegt, að jafnvel fslenzki utanrfkisráðherrann hefði veigrað sér við að ræða um friðartíma í þeirri andrá. Flestir hafa nú lært, að minna skilur á milli friðar og ófriðar en jafnvel svartsýnustu menn höfðu talið. Friðarlilj- urnar fölna á einni hélunótt eins og önnur blóm. Sá velviljaði maður Neville Chamberlain tryggði á sínum tfma „frið um vora daga“. Mannsævisfriður Chamberlain stóð f eitt ár og vegna þess „friðar“ voru Bandamenn ver búnir undir seinni heimsstyrj- öldina en skyldi. Enginn efast um, að brjóstvit Chamberlains var meira en marga annarra, en hann hefði sparað þjóð sinni mikinn harmleik, hefði hann trúað þeim staðreyndum, sem á borðinu iágu. Einar Ágústsson utanrlkis- ráðherra segist vilja vera áfram í Nato. Hann telur Is- lendinga eiga samleið með Natoþjóðunum. Samt segir utanrfkisráðherra ástæðulaust að taka skýrslur Nato eða Nato- rfkja um mikilvægi vamar- stöðvarinnar við Keflavík alvarlega. Rétt er að benda íslenzka utanríkisráðherranum á, að ef hann telur, að Nato vilji hafa her sinn hér á landi í einhverjum annarlegum til- gangi og gefi íslenzku ríkis- stjórninni villandi eða jafnvel ósannar skýrslur, þá væri ut- anrikisráðherra sæmst að slást algjörlega í fylgd kommúnista og berjast fyrir úrsögn úr Nato. Svo einföld sannindi ætti ráðherra að geta séð af brjóstviti sfnu einu saman. spurt og svarad Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hringið f sfma 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og biðjið tun Lesendaþjónustu Morg- unblaðsins. ÓLÖGLEG MÖSKVASTÆRÐ Sfmon Guðjónsson, Stigahlfð 30, spyr: 1. Hvers vegna fá skip og bátar að stunda netaveiðar í Faxaflóa með ólöglega möskva- stærð? 2. Hvaðan kemur heimild til slfkra veiða? 3. Mábúast við slíkri heimild fyrir togbáta eða er verið að mismuna fiskimönnum rétt einu sinni? Benedikt Guðmundsson, sem sér um athuganir á veiðarfær- um á vegum Landhelgisgæzl- unnar, svarar: Að sjálfsögðu eru engin leyfi gefin til að stunda veiðar með ólögleg veiðarfæri og ef við komumst að slíku, bæði varð- andi þorskfiskanet og önnur veiðarfæri, sendum við skýrslu um málið til yfirvalda í viðkom- andi heimahöfn, þ.e. sýslu- manns, bæjarfógeta eða saka- dóms, og þar er málið síðan tekið fyrir og afgreitt sem dómsmál. GÆSALAPPIR OG SPURNINGARMERKI Björn Arnason spyr: 1) Hvers vegna eru notaðar öðru vísi gæsalappir í íslenzku en dönsku og ensku? 2) Eru til einhverjar reglur um notkun gæsalappa og stað- setningu þeirra miðað við punkta o.s.frv.? 3) Leysir spurningamerki kommu af hólmi, ef hún er sett milli aðalsetningar og auka- setningar? Gunnar Guðmundsson, fyrr- verandi skólastjóri, svarar: 1. Gæsalappir eru í dönsku og þó einkum ensku oft af annarri (letur)gerð en hér tíðkast. I ens'ku eru auk þess oft notaðar einfaldar gæsalappir (, . . . ’). Sumir nota þær til að mynda, þegar beinni ræðu er skotið inn í aðra beina ræðu. 2. Við lok málsgreina setja prentarar punktinn ýmist á undan eða eftir gæsalöppum. (.“ “.) eftir smeKK eoa geo- þótta. Lfkt gildir um kommu við lok setninga. Þó gera sumir þann mun að hafa kommuna framan við gæsalappir (,“), ef setningin er sjálfstæð, en aftan við þær (“,), ef setningin er ósjálfstæð. 3. Já, ekki tíðkast að setja kommu með spurningarmerki. RÆKTUN AnamAðka Ami Magnússon, Grindavík, spyr: Hvernig er bezt að ala ána- maðka, sem búið er að tína? Er hægt að rækta ánamaðka í köss- um eða á annan veg og þá hvernig? Svör við þessari spurningu fengust (eftir mikla leit að fróðum manni á þessu sviði) hjá Magnúsi Gunnþórssyni í Hafnarfirði: Það er gott að ala þá á mosa. Þó ekki beint klettamosa, eins og finnst hjá Grindavík, heldur öðruvfsi mosa, sem ég get ekki beint lýst, en það er talsvert af honum hérna í Hafnarfirði, t.d. ofan við Reykjanesbrautina. Einnig er gott að hafa þá í mold. Ef menn vilja láta þá vaxa ört, er gott að gefa þeim undanrennu, en láta þá þó ekki vera of lengi f henni, því að hún súrnar. Það er líka gott að láta þá fá lauf og slíkt; þeir éta þetta allt. Það er sjálfsagt ágætt að hafa þá í kössum. Ég hef hins vegar haft maðkana í plastílátum og þeir hafa lifaðgóðu lífi þar. Ég var t.d. að sleppa möðkum, sem ég var búinn aðhafaí ílátunum í hátt á annan mánuð. Minnið í vasabók! Don Powell aftur á kreik ÞEIR höfðu verið að hljóðrita lög á næstu stóru plötu sína. Það var föstudagur og ÞEIR voru I Olypicupptökustúdlóun- um. Komið var kvöld og erfið- ur dagur að baki. ÞEIR settust niður og hlustuðu á upptökuna, sem ÞEIR höfðu verið að sljúka við. ÞEIR virtust þreytu- legir, entónlistin ekki. Enn eitt dúndurlagið, sem ÞEIR höfðu skapað. ÞEIR. SLADE. Don Powell veitti blaðamanni stutt viðtal. Don styðst enn við staf, en stafurinn virðist óþarfur. Don hefur náð sér furðuhratt eftir bílslysið í júní i sumar, og hann er ólmur i að halda áfram að lifa lífinu vel. I júní var hann um tíma á milli heims og helju — nú er hann aftur farinn að leika með SLADE, einni alvinsælustu hljómsveit Bretlands. Don á enn við að stríða minnisleysisköst, eftirköst slyssins. Hann dregur upp litla vasabók. Hann segist nota hana til að skrifa niður, hvar hann sé, þegar hann fer að sofa á nóttunni, og hvað hann eigi að gera næsta dag. Fyrst, eftir að hann kom af spítalanum, mundi hann aldrei, hvar hann var. Það gat verið vandræða- legt. „A fyrstu æfingunni með hljómsveitinni var ég búinn að gleyma öllum lögunum. Ég gat ekki munað neitt. Nýja platan hafði verið tekin upp áður en slysið varð . . . Eg gat ekki munað hana, svo að þeir urðu að spila alla plötuna aftur fyrir mig ... Ég gat ekki fyrir mitt líf munað eftir lögunum." Slysið, sem Don lenti f, vekur mann til umhugsunar um, hvað lífið í poppheiminum er í raun og veru stutt og menn fljótir að gleyma — og gleymast. Hvað býst Don við, að hann langi til að halda lengi áfram? „Við höfum ekki timasett það. Til dæmis ... segjum fimm ár í viðbót. Við höldum bara áfram. Svo lengi sem efniviður- inn er fyrir hendi og við njótum þess að spila hver með öðrum. Aðaláhugasvið okkar er raun- verulega að spila á sviði.“ Aðdáendur Slade hafa verið þeim tryggir og fylgt þeim um langt skeið; þeir hafa notið þess að sjá og heyra Slade spila á sviði. „Þannig hefur þetta gengið. Sumir krakkanna á hljóm- leikum okkar hafa komið til okkar og sagt „Eg hélt upp á ykkur fyrir fimm árum.“ Og þegar maður fer að hugleiða það, þá hljóta þeir að hafa verið 12 ára eða þar um bil og þeir fylgja okkur ennþá, sem er frá- bært. Það er par að heiman, frá Wolverhampton. Þegar við spil- uðum þar áður fyrr, sáum við þau alltaf og þau fylgja okkur ennþá. Það er einkennilegt, því að þau hafa aldrei almennilega talað við hljómsveitina, en við sjáum þau alltaf þarna. Við ætlum okkur alltaf að fara og tala við þau, en (smellir fingrum) þau eru farin . . . horfin." Og hvað með Frank Lea, bróður Jimmys, sem hljóp i skarðið á meðan Don var á spft- ala? „Eg veit það ekki. Ég held að hann vinni hjá tónlistarútgef- enda í London. Hann er bara að leita sér að hljómsveit. Það var einmitt það sem kom mér til að skiija, að eitthvað væri að mér, þegar ég var í spítalanum. Ég lá þarna og las tónlistarblöðin og sá „Slade leika á eynni Mön með forfalla- trommarann Frank Lea“. Ég hugsaði „Jæja, hvers vegna ligg ég þá hérna?“ Eftir það fór ég að spyrja spurninga."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.