Morgunblaðið - 01.11.1973, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÚVEMBER 1973
Hringsjá:
13
Svipast um á víðavangi þ jóðmálanna
I EFTIRFARANDI pistlum
verður víða komið við, en skamma
stund dvalið á hverjum stað, að-
eins vakin athygli þjóðfélagsins á
vörgunum á veginum framund
an, og nokkur varnaðarorð, vöku-
menn þjóðarinnar varaðir við að
dotta á verðinum.
Njósnir. Njósnirog gagnnjósnir
eru mjög tíðkaðar í ýmsum lönd-
um heims, og er þar til að dreifa
mörgum ríkjum. Á svokölluðum
friðartímum eru Rússar á þeim
vettvangi fyrirferðamestir og
ósvífnastir. Dípómatíska aðstöðu
sína með fjölmennum sendiráð-
um nota þeir óspart til að halda
virku njósnastarfi. Flestar lýð-
ræðisþjóðir á Vesturlöndum eru
vel á verði, og því verður klækj-
anna oftast vart fyrr en tjón hlýst
af.
Fyrir valdatöku núverandi
ríkisstjórnar áttu þessir „vinir“
okkar óhægt um vik hér á landi,
en illt var að varast flugvélar,
þeirra og skip, er sigldu undir
friðarfána fram með ströndum
lands vors. Nú vita „vinirnir", að
þeir eru hvarvetna velkomnir, út
til stranda og inn til dala, flokks-
bræður þeirra eru n.l. allsráðandi
í ríkisstjórn tslands.
Fundurinn í Kleifarvatni segir
sanna sögu. En hvað líður rann-
sókninni? Svarið er: Ekkert ligg-
ur á. Okkar dagur er í nánd hugsa
rauðstakkar. En tslendingar
minnist þessa heilræðis í Háva-
málum: „Gáttir allar / áðr gangi
fram/ of skyggnask skyli, / of
skoðask skyli. / Övíst es at vita /
hvar óvinir sitja / á fleti fyrir.“
„Má ég?“ „Vits es þörf / þeims
víða ratar. / Dælt es heima hvat.
At augabragði / verðr sás ekki
kann / ok með snotrum sitr.“ Ein-
ar Ágústsson er nú kominn úr
einni Bjarmalandsferð. Ekki hafa
þeir Magnús Kjartansson og Lúð-
vík skorið við nögl sér heimabún-
að Einars, enda þurfti vel til
vanda, því maðurinn skyldi sigra
allan heiminn á tvennum víg-
stöðvum. tslenskir segja, að ræða
Einars á Allsherjarþingi Samein-
uðu þjóðanna hafi hrifið svo þing-
heim, að fáir máttu vatni halda,
og hvað mest vöknuðu þeir, er
hvorki skildu orðin, -né efnið.
Margupphituð naglasúpa er sögð
afbragðs matur, þegar búið er að
bæta í hana Lúðvíks-lauk.
Þessi lauktegund ku vera einkum
holl fyrir eldri framsóknarmenn,
er tapað hafa áttunum, sumir
telja verkanir hans líkar og lyfja
þeirra, er Kremlverjar nota við
„heila-þvott". Eins og fyrr segir
var nefnd ræða Einars uppsuða
ársgamallar ræðu hans, með
nokkru nýjukryddi, frá Lúðvík og
M. Kjartanssyni. Þetta mátti Ein-
ar segja, og það gerði hann með
skörungsskap tslendingssins, nú
var Lúðvík víðsfjarri, svo ráð-
herrann gat leyft sér að mæla
nokkrar setningar frá eigin
brjósti, án þess að fá snuprur.
Þegar ráðherrann okkar þagnaði
glumdi kurteisislófaklappið við
og jók hróður okkar íslendinga
um 100%. Utvarpið kostar mann,
vinsælan fréttamann úti í Banda-
ríkjunum til að segja frá þessum
stórtíðindum, ræðunni, klappinu
og öllu því.
Fjöreggið á sölutorgi. „Hrimr
ekr austan, / hefsk lind fyrir, /
snýsk Jörmungandr / í jötumóði.
/ Ormr knýr unnir, / en ari hlakk-
ar,...“
Margar þjóðsögur okkar bregða
upp skýrum og skemmtilegum
myndum mannlegs lífs í dæmisög-
um og líkingum, ívafðar visku og
varnaðarorðum. Ein slík saga
greinir frá tröllkonum, er léku að
fjöregginu sínu, hentu því milli
sín sem krakkar handbolta. En í
fjöregginu var falið líf beggja. I
Ieyni stóð sá, er ná vildi fjöregg-
inu og hrifsaði það til sín, og hafði
svo líf kvennanna í hendi sér og
gat kúgað þær að vild. Flestir eru
frekir til fjörsins. Fjöreggshafinn
hneppti alla fjölskyldu kvenn-
anna í ánauð, kynslóð fram af
kynslóð.
Frá árdögum manna hefur hver
einstaklingur, hver ættleggur,
hvert mótað þjóðfélag, varið sitt
fjöregg, frelsi sitt með oddi og
egg, til síðasta blóðdropa. Forfeð-
ur vorir mátu frelsið meira öllum
öðrum gæðum lffsins, óræk sönn-
un þess er brottför þeirra frá óð-
ölum og öðrum eignum miklum í
Noregi, vegna þess þeir þoldu
ekki áþján Haralds hárfagra. Þeir
sigldu út á sollinn sæ, á smáfleyt-
um með skyldulið og brýnustu
nauðsynjar. Þessi hættulega ferð
var gerð til að leita að ónumdu
landi lengst í norðurhöfum, er
þeir höfðu óljósar spurnir af, þar
sem þeir vildu byggja, frjálsir og
óháðir einveldinu. Og þeir
„Fundu ey og urðu þjóð, úti í
köldum sænum“. Litla þjóðin
stofnaði fyrirmyndar ríki sem
frægt er. Þjóðinni tókst að varð-
veita fjöregg sitt í röskar þrjár
aldir, þrátt, fyrir marg ítrekaðar
tilraunir Noregskonunga til að
hrifsa það til sín. Valdasjúku
drottnurunum tókst þá fyrst að
svæla inni sjálfstæði Islendinga,
þegar fégráðugir valdastreitu-
menn á Islandi sviku þjóð sina i
tryggðum. Sú svarta saga skal
ekki rakin, ætla má, að allir Is-
lendingar þekki hana. Arið 1262
ætti nú sérstaklega að vaka í hug-
um okkar til viðvörunar.
Eftir margra alda kúgun og ves-
aldóm islensku þjóðarinnar hófst
frelsis-baráttan, er stóð í áratugi
og raunar aldir, háð af okkar
ágætustu mönnum, með pennann
að voþni og rök sögunnar sem
skjöld og sverð. Óþarft mun að
birta þá sögu hér, hún hlýtur að
vera vel kunn, ungum sem öldn-
um Islendingum.
Nú er öidin önnur en þegar
Noregskonungar ásældust fjöregg
íslensku þjóðarinnar, og Einar
Þveræingur varaði landa sína við
aðsteðjandi hættu, eggjaði þá lög-
eggjan, að neita hvers konarfang-
staðar konungsvaldsins á
íslenskri grund. Djúpir Islands ál
ar eru ekki lengur höfuðvörn
þjóðarinnar í sókn erlendra vald-
hafa, er vilja frelsi Islendinga
feigt, ná fjöregginu í sfnar hend-
ur. Nú er það ekki Grímsey, er
herveldið f austri ágirnist, það er
varnarliðsstöðin á flugvellinum
við Keflavík. Umboðsmenn og
þjónar þessa herveldis, fslenskir
menn, láta svo, að þeir vilji af
þjóðræknis ástæðum rekavamar-
liðið úr landi. Kommúnistar spara
aldrei að höfða til þjóðrækni og
þjóðarmetnaðar, þegar þeir sitja á
svikráðum við þjóð sfna. Þetta
hefur verið og er háttur þeirra f
öllum löndum, sem þeir hafa
svælt undir yfirráð sín. Sú lyga-
blekking hefur gefist þeim vel, og
svo getur enn orðið, ef andvara-
leysi er ríkjandi f þjóðfélögunum.
Ólafur forsætisráðh. hefur oft
sagt það sína skoðun, að varnar-
liðið ætti að hverfa í brott. í
„áföngum". Rússar ná þá hér fót-
festu í áföngum: fyrst fer vamar-
liðið, annað skrefið er að Islend-
ingar segi sig úr NATO, er þá
ljóst hvert þriðja skrefið verður.
Einari Þveræing tókst að sann-
færa þáverandi valdamenn á
landi voru um hættuna, er fælist í
beiðni konungs um Grimsey, og
því heppnaðist þjóðinni, að halda
sjálfstæði sínu enn lengi, þar til
ógæfumennirnir á Sturlungaöld
léku sér með fjöreggið og glopr-
uðu því í hendur Hákoni gamla.
Þegar nú herveldikommúnista
sækist eftir hernaðaraðstöðu á
landi hér, mætti ætla, að utan-
ríkisráðh. Einar Agústsson færi
að fyrirmynd nafna síns frá
Þverá, en hver er raunin? Ólán
okkar Islendinga er nú, að ekki
getur ólíkari menn að allri gerð
en þessa nefndu nafna: Þverár-
bóndinn vitur og viljasterkur,
göfugur maður, sem allirtrúðu og
treystu, og auðnaðist því, að snúa
málum til betri vegar, svo sem
fyrr segir. Einar Agústson mun
vera meinhægur maður í eðli
sínu, ekki gæddur mikilli visku,
en hún er ekki sjálfgefin, nema
að hálfu. Viljastyrkur litill, eða
enginn, enda er hann nú viljalaus
þjónn kommúnista. Svo hættulegt
er að fela slíkum manni gæslu
fjöreggs islensku þjóðarinnar, að
ekki má við svo búið standa. Al-
þingi verður að taka i taumana.
En er því þá trúandi til þess?
Margir efast sem eðlilegt er
Framsóknarfl., eini lýðræðis-
flokkurinn í ríkisstj. (m.k. telur
hann sig vera það), hefur nýverið
gert samþykktir m.k. tveimur
fundum, þar sem NATO er for-
dæmt fyrir aðgerðarleysi i land-
helgismálinu, þó vitandi vel, að
framkvæmdastj. bandalagsins
hefur gengið fast að Bretum með
skynsamlegar aðgerðir í máli
þessu. Farsæl áhrif J. Luns
hafa og þegar komið i
ljós, þegar þetta er ritað
Það er furðuleg ályktun, að
NATO geti með valdi, (hervaldi)
hrakið bresku herskipin út fyrir
landhelgina, slíkt mundi kosta
heimsstyrjöld. Sömu „lýðræðis-
sinnar" kenna einnig, að fyrst
varnarliðið fáist ekki til að verja
landhelgina, þá höfum við ekkert
með það að gera. Þeir, sem flytja
þennan boðskap hafa illt eitt i
huga, eða m.k. ganga nauðugir
eða viljugir erinda kommúnista,
ábyrgðarlausir aular og virðast
ætla afglöpum einum að trúa, eða
þá svínbeygðum flokksmönnum
sinum. En vart verður því trúað,
að þessi boðskapur erindreka
Kremlverja hljóti hljómgrunn alls
almennings á landi hérMikill
meirihluti Islendinga eru at-
hugulir, greindir menn, sem ekki
láta blekkjast. Sanntrúaðir rauð-
stakkar hrópa: „Burt með varn-
irnar, förum úr NATO.“ Sárt er
að viðurkenna, að það skuli vera
fleiri en sorinn í þjóðfélaginu, er
tekur undir hrópin.
Einar ráðherra var léttur I máli
við Arna Gunnarsson, lét þannig
orð falla, að hann hefði snúið á
viðmælendur sína, valdamenn i
Bandaríkjunum, sagt þeim
skorinort, að hann léti ekki sann-
færast um þýðingu varnarstöðvar-
innar við Kef lavík, hann vissi bet-
ur en þessir hernaðarsérfræðing-
ar. Nú, en ef þeir endilega vildu,
þá gæti komið til mála, að islensk-
ir menn tæku að sér stöðina, með
nokkrum erlendum tæknifræð-
ingum. Þessa viturlegu hugmynd
hafði Einarfrá Benedikt Gröndal,
og sem Magnús Kjartansson hafði
stungið með öðru nesti í mal ráð-
herrans. Bandaríkjamennirnir
munu hafa brosað góðlátlega að
þessum aulahætti, en lítið sagt við
þennan einfalda gest, með prúð-
mannlega andlitið.
Einar kvaðst vona, að næstu
viðræður um varnarsamninginn
færu fram í Reykjavík. Þ.e. að
leyndarráðið, Magnús Kjartans-
son stjórni raunverulega umræð-
unum, og Lúðvík verður væntan-
lega á næsta leiti.
tslendingar, látum ekki ræna
frá okkur fjöregginu I annað
sinn.
I næstu pistlum verður rætt um
ýms önnur þýðingarmikil þjóð-
mál, þó vart séu eins mikillar
ættarsem þessi.
9/10 1973.
Stgr. Davíðsson.
ÞEIM dögum fækkar, sem
veður leyfir langa setu á garð-
bekknum. Nú gerist tíð válynd
og veturinn tilkynnir nálægð
sína. Öll tré og garðrunnar hafa
kastað laufi og krían er flogin
hálfa leið að suðurpólnum. Við
sitjum flest um kyrrt og þökk-
um forsjóninni hvern logn-
kyrran dag og smávegis sólar-
glætu, þegar byrinn er hægur
fyrir mynsturský háloftanna.
En bið okkar verður þolanlegri
eftir ylhýru voru, ef við látum
hugann hvarfla til minninga
um þann gróður, sem nú hefur
sölnað fyrir nepju haustsins, og
hugum að því, hver tilhlökkun
það verður að sjá græn grös
vakna af vetrardvala á nýju
vori. Allt okkar líf er bundið
við vonina, og vegna vonar-
innar er tilveran dásamleg,
jafnvel í svartasta skammdeg-
inu.
Sannur ræktunarmaður er
með hugann við sinn gróður,
alla daga ársins og ekki slður,
þegar jörð er I fjötrum klaka
eða þakin fönn. Ef til vill er
aldrei meiri þörf á að veita
gróðrinum umönnun en einmitt
yfir vetrarmánuðina.
Með hliðsjón af því, mun
þessum þáttum haldið áfram I
vetur, en þó ekki jafn reglulega
og verið hefur. Sjálfsagt er að
taka til umræðu þau vandamál,
sem einstakir ræktunarmenn
hafa við að etja, eða gefa svör
við fyrirspurnum, er varða
garðyrkju.
Til þess, að svo megi verða,
þarf fólk að skrifa um sín
hugðarefni og má senda bréfin
beint I pósthólf 4009, Reykja-
vík. Nafnlausum tilskrifum
verður ekki sinnt, en hins
vegar ekki tilgreindur fyrir-
spyrjandi I svari. Æskilegt er,
að heimilisfang og helzt síma-
númer sé tilgreint, og má þá
vera, að haft verði beint sam-
band við bréfritara, ef fyrir-
spurn er þess eðlis, að ástæða
sé til nánari skýringa, eða þörf
á að veita leiðsögn bréflega eða
með viðtali.
Sú hefur- orðið reynslan af
þessum þáttum, að jafnan
hefur einhver orðið til þess að
leita viðtals um það efni, sem
um hef ur verið rætt.
Sjálfsagt hefur það ekki farið
framhjá þeim, sem lesið hafa
þessar rabbgreinar, að þær
eru fyrst og gremst hug-
leiðingar og ábendingar,
en ekki í fræðistíl
með ákveðnum upp-
skriftum, hvernig skuli staðið
að einstökum viðfangsefnum.
Um garðyrkju gildir hið sama
og um uppeldi barna og ungl-
inga, að það er einstaklings-
bundið, hvernig til tekst, og
árangurinn byggist fyrst og
gremst á þeirri fórnfýsi og
elsku, sem látin er óafvitandi I
té við ræktunarstörfin. Hina
einu og sönnu ræktunarþekk-
ingu fær enginn lært til fulln-
ustu af annars tilsögn og
reynslu. Við getum þó engu að
síður haft mikið og gott gagn af
að heyra viðhorf annarra, svo
við getum borið saman við eigin
vanda. En í öllu ræktunarstarfi
verður hver og einn að finna
sina aðferð til að ná góðum
árangri. Þinn tónn er ætíð
annar en vinar þfns. Minn
vegur kann að reynast systur
minni torfæra. Það er þetta,
sem veldur því, að allt ræktun-
arstarf verður heillandi við-
fangsefni þeim, sem uppgötva
unaðssemdir þess.