Morgunblaðið - 01.11.1973, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NOVEMBER 1973
15
Borgin Sues í Egyptalandi: ísraelskir skriðdrekar og brynvarðir liðsflutninga-
vagnar aka framhjá fjölbýlishúsum. Olíuhreinsunarstöð borgarinnar stendur í
björtu báli að baki húsanna.
Sjómenn í S-Afríku
krefiast 200 mílna
BRESKA tfmaritið „Fishing
News International" skýrir frá
þvf í októberhefti sínu, að út-
gerðarmenn og sjómenn f Suður-
Afrfku hafi krafist 200 mflna
fiskveiðilögsögu og valið ríkis-
stjórn sinni hörð orð fyrir að hafa
ekkert gert f málinu. Þeir halda
þvf fram, að ásókn erlendra tog-
ara hafi stóraukist, og sérstaklega
Leiðbeining-
ar um kynlíf
Róm, AP.
FLOKKUR marx-leninista á
Italfu hefur sent frá sér
strangar reglur og ýmsar upp-
lýsingar um kynlff, sem hafa
valdið andlegu róti hjá ýmsum
flokksmönnum. Talsmaður
flokksins sagði, að þetta hefði
verið gert, þegar f ljós kom, að
aðeins 30 prósent flokksmanna
nyti dægilegs kynlffs með
mökum sfnum. Ástæðan er
ósamlyndi um pólitfsk mál-
efni.
I kynlífsbæklingi marx-lenin
ista er lögð mikil áhersla á
farsælt kynlíf, þar sem voðinn
sé vís er menn þurfi að staul-
ast ófullnægðir til vinnu
sinnar. Sé þá engin von um
andlegan frið til að hugleiða
dýrð byltingarinnar. Hins
vegar varar flokkurinn ein-
dregið við samförum oftar en
einu sinni á nóttu og segir allt
annað vera „borgaralega
draugasögu", sem geri konuna
að kyntákni. Þá er auðvitað
lögð áhersla á, að kynlíf marx-
leninista fari fram eftir póli-
tískum línum.
Ljubovic og
Larsen efstir
Manilla, Filipsseyjum 31.
okt., AP.
STÓRMEISTARARNIR Lju-
bomir Ljubojevic frá
Júgóslavíu og Bent Larsen frá
Danmörku hafa forystuna,
eftir að hafa sigrað andstæð-
inga sína í H. umferð, á
alþjóðlega skákmótinu, sem
stendur yfir á Filippseyjum.
Ljubovic sigraði Cardoso, sem
er alþjóðlegur, filippfnskur
mcistari og de Castro, einnig
frá Filippseyjum, tapaði fyrir
Larsen.
séu rússneskir togarar orðnir
margir.
Talsmaður samtaka togaraút-
gerðarmanna sagði við frétta-
menn, að gífurleg auðæfi væru í
hafinu undan ströndum Suður-
Afríku og nýtísku erlendir
togarar mokuðu þeim nú upp i æ
ríkara mæli. Togurum frá Sovét-
rikjunum hefði fjölgað sérstak-
lega. Aður hefðu þeir að jafnaði
verið um 70, en væru nú orðnir
fleiri en 200. Þar að auki hefðu
fundist þess merki, að erlendu
togararnir notuðu alltof smáriðin
net.
STJÓRNIN TREG
Stjórn Suður-Afríku virðist
vera treg til að fylgja fordæmi t.d.
Kanada og gefa upplýsingar um,
hvað hún hugsar sér í sambandi
við fiskveiðilögsöguna. Opinber
Brússel, 31. október, NTB.
DEILURNAR MILLI Bandarfkj-
anna og bandamanna þeirra f
Evrópu, vegna skipunar um við-
búnaðarstöðu Bandaríkjahers f
sfðustu viku, voru ekki til um-
ræðu á rólegum fundi f fastaráði
NATO í Brússel í dag. Bandaríski
fulltrúinn gaf nokkrar upp-
lýsingar um ástandið f Miðaustur-
löndum, en strfðið milli tsraela
og Arabarfkjanna var ekki rætt f
smáatriðum.
Ráðið frestaði einnig umræðum
um hinn svonefnda nýja Atlants-
hafssáttmála um sambandið milli
NATO-ríkjanna. Sáttmálinn á,
samkvæmt áætlun, að vera til-
búinn, þegar Nixon forseti fer f
heimsókn til Evrópulanda á
næsta ári.
Ástæðan til, að málið var ekki
Washington 31. okt. AP.
ENGINN úr Nixonsfjölskyldunni
verður viðstaddur brúðkaup
Önnu Bretaprinsessu og Mark
Philips, þann 14. nóvember, af
þeirri einföldu ástæðu, að boðs-
kort hefur ekki borizt. Aðstoðar-
blaðafulltrúi Hvfta hússins sagði
í dag, að ekki væri litið á þetta
sem móðgun, þar sem þetta væri
ekki þjóðhöfðingjabrúðkaup, þar
stefna er sú, að fiskveiðilögsaga
sé viðkvæmt samningsatriði og
því minna, sem sagt sé á þessu
stigi, því betra.
Fishing News segir, að fiskveiði
í Suðaustur-Atlantshafi hafi
aukist skelfinglega að undan-
förnu. Aðaltegundin er skata
og talið er, að aflinn
hafi verið vel yfir milljón
tegundin er skata, og talið er, að
aflinn hafi verið vel yfir milljón
tonn á síðasta ári. Trúnaðar-
skýrslur sýna, að þótt aflamagnið
yfir heildina hafi aukist, þá hefur
afli á hvert skip minnkað og það
þótt miklu meira hafi verið unnið
fyrir honum. Það er einnig bent á,
að óhugnalega lítið sé nú orðið
um stóra skötu. Fiskarnir fari sí-
fellt minnkandi og bendi það ein-
dregið til, að of mikil ásókn sé í
stofninn.
tekið til umræðu er sú, að sum
aðildarlandanna hafa ekki látið í
Ijós álit sitt á fyrsta uppkastinu,
sem nú liggur fyrir. Á fundinum í
dag var aðallega fjallað um skipu-
lagsmál, eins og t.d. undirbúning-
inn undir fund utanríkisráðherra
Atlantshafsbandalagsríkjanna,
sem verður haldinn f Brússel f
desembermánuði. Fréttaskýrend-
ur segja, að það, hve fundurinn
gekk rólega fyrir sig í dag, bendi
til, að allir aðilar vilji kveða niður
þær deilur, sem hafa orðið um
viðbúnaðarfyrirskip. til Banda-
ríkjahers. Kissinger utanríkisráð-
herra hefur lýst yfir vonbrigðum
með viðbrögð annarra NATO-
ríkja, þegar Bandarfkin voru í
erfiðri aðstöðu. Að sögn hafa hörð
orð farið milli stjórna Banda-
ríkjanna og Vestur-Þýzkalands.
sem sjálfsagt þætti að Ieiðtogum
væri boðið.
Aðstoðarblaðafulltrúinn lagði
áherzlu á, að Nixonsfjölskyldan
hefði ekki búizt við boði í veizl-
una, þó svo að prinsessan hefði
verið gestur bandarísku forseta-
hjónanna og dætra þeirra í heim-
sóknum hennar til Bandaríkj-
anna.
Vilja kveða niður
deilur innan NATO
911
MX0NS FJÖLSKYLDAN
í PRINSESSIIBRÚÐKAUPIÐ
Réttlætír fram-
f októberhefti breska tfma-
ritsins „Fishing News“ er fjall-
að um uppbyggingu og endur-
nýjun fslenska togaraf lotans.
Margar myndir eru birtar af
nýjustu togurunum og tækni-
legar upplýsingar gefnar um
þá. I forystugrein blaðsins er
svo einnig fjallað um þá
ákvörðun fslendinga að hefja
nú uppbyggingu nýtfsku tog-
araflota.
I upphafi greinarinnar segir,
að hvaða álit, sem menn hafi á
einhliða útfærslu landhelg-
innar, sé Ijóst, að sú ákvörðun
að hef ja nú endurbyggingu tog-
araf lotans sýni einstakt traust á
framtíð fiskiðnaðar landsins.
Skipin, sem nú hafi verið af-
hent eða séu í smíðum, þýði
fjárfestingu, sem líklega fari
yfir 12 milljón sterlingspund.
Ríkisstjórnin og fiskiðnaður-
inn hafi þurft á töluverðu hug-
rekki að halda til að taka slíkar
ákvarðanir, en hugrekki og
staðfesta séu líka tvö einkenni
Islendinga, sem jafnvel óvin-
veittustu bresku togarasjó-
menn dragi ekki f efa.
byrjum að sjá, hvers vegna Is-
land hefur ákveðið að taka
skuttogarana í notkun; annars-
vegar höfum við tiltölulega góð-
an árangur bresku togaranna á
útmiðum og hins vegar áhyggj-
ur Islendinga yfir minnkandi
fiskstofni við strendurnar.
frystihUsin endurbætt
Það eru um 80 frystihús á
Islandi, og á undanförnum
árum hafa mörg þeirra verið
endurbætt og fengið nýjar vél-
ar. Þessi fjárfesting mun ekki
fást aftur ef haldið verður
áfram með gömlu strandveiði-
aðferðina. Með þeim veiðum
kom stundum mikill afli á Iand
á skömmum tima, en svo stóðu
frystihúsin líka auð um langan
tíma. Eins og Island hefur lagt
áherslu á, treystir það á fisk-
inn, sem seldur er úr þessum
húsum, til að afla mikils hluta
af gjaldeyristekjunum. Ef þau
halda áfram að þurfa að súpa
dauðann úr skel milli vertíð-
anna mun þeim veitast æ erfið-
ara að halda í fólk og ná aftur
f járfestingum sinum.
ER ÞAÐ TlMABÆRT?
Spurningin sé, hvort það sé
skynsamlegt á þessum timum
að skipuleggja svo stórbrotinn
flota. Nýju skipin séu miklu
meira en bara endurnýjun á
gömlum flota. Eins og sjá megi
á myndum, sem timaritið birtir,
séu þetta glæsileg nýtísku skip,
sem standist samanburð við
hvaða önnur skip, sem er. Þau
sýni bæði hæfni skipasmiða-
stöðva í Japan, Noregi, Póllandi
og á Spáni til „seríu smíða" og
sérfræðingsþekkingu íslenskra
fiskimanna á þvi, hvað best
henti.
MINNKANDI STOFN
Afkastageta þessara togara
verður mikil, segir Fishing
News, en henni verður beitt
gegn djúpsjávarfiskum og, að
sögn íslenskra fiskifræðinga, er
þegar of mikið álag á stofn-
inum. Arsaflinn, sem frystihús-
in fá hráefni sitt úr, hefur farið
minnkandi síðustu þrjú eða
fjögur árin.
En gegn þessu höfum við
árangurinn af veiðum bresku
togaranna, sem hafa veitt utan
tólf mílnanna. A fyrsta ári fisk-
veiðideilunnar við Island var
afli bresku togaranna aðeins
5000 tonnum fyrir neðan þau
170 þúsund tonna mörk, sem
Alþjóðadómstóllinn i Haag
mælti með. Þessi afli veiddist
þrátt fyrir áreitni íslensku
varðskipanna og þrátt fyrir, að
flotinn væri takmarkaður við
viss svæði og síðar enn minni
veiðisvæði undir vernd bresku
freigátanna. Með núverandi
verði á þorski og skyldum fiski
hefur þessi afli fært breskum
togaraeigendum tekjur, sem
gerðu mun meira en að bæta
upp aukakostnaðinn, sem það
hafði í för með sér að neita að
viðurkenna hina nýju lögsögu,
sem Island helgaði sér.
Það er í ljósi þessa, sem við
JAFNARI HRÁEFNISÖFLUN
Eins og í Norður-Noregi hafa
frystihúseigendur orðið að
finna leiðir til að fá hráefni
milli vertíðanna og eins og í
Noregi eru þeir nú að prófa þá
leið að nota afkastamikla út-
hafstogara.
Það er smíði þessara skipa —
fremur en þær þúsundir orða,
ritaðra og talaðra, sem tsland
hefur stutt mál sitt með — sem
hlýtur að sannfæra alla, nema
óforbetranlegustu bjartsýnis-
menn, um, að Island hyggst
ekki hörfa frá núverandi
stefnu sinni.
Lagalega hliðin á fiskveiði-
lögsögudeilunni kann á endan-
um að verða leyst á hafréttar-
ráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna. Við höfum, ásamt
mörgum öðrum, dregið í efa
skynsemi hvatvíslegra aðgerða
Islands. Það hefur vakið óvild,
sem verður lengi að hverfa. Það
hefur sýnt, að lítið land með
litinn flota til varnar getur ekki
varið stór veiðisvæði og hefur
ekki getað hindrað erlend skip í
að veiða á miðum, sem eig-
endur þeirra og áhafnir telja
sig eiga hefðbundinn rétt til.
EKKI GETAÐ
VARIÐ MIÐIN
Ef litið er á málið til dagsins i
dag, hefur Island ekki getað
varið sína nýju landhelgi. En
það er lftil huggun í þvi fyrir
breska og þýska togaraeig-
endur. Stefnan virðist vera —
hvort sem mönnum líkar betur
eða verr — að strandríki fái
víðfeðma fiskveiðilögsögu. Hin
mikla uppbygging islenska tog-
araflotans er eitt af fyrstu
merkjunum um þetta.
Sagan kann þvi að sýna, að
ísland hafi lagt réttan skilning
i þróunina, þegar það pantaði
hin nýju skip sin, og að þörf
meginatvinnuvegar hafi rétt-
lætt f járfestinguna.