Morgunblaðið - 01.11.1973, Side 18

Morgunblaðið - 01.11.1973, Side 18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1973 18________________ Tæknifræð- ingar líka í yfirvinnubanni TÆKNIFRÆÐINGAR heyja kjarabaráttu um þessar mundir og er yfirvinnubann einnig í gildi hjá þeim eins og verkfræðingum, sem Morgunblaðið skýrði frá í gær. Hafa tæknifræðingar haft samstöðu með verkfræðingum í kröfugerð, en yfirvinnubannið nær til allra tæknifræðinga, einn- ig þeirra, er starfa á vegum Reykjavfkurborgar, því að þar eru verkfræðingar hinir einu, sem hafa sérsamninga. Sparilán Landsbankans I MORGUNBLAÐINU i gær, þar sem talað var um sparilán Lands- banka Islands, urðu þau mistök, að sparilánin voru kennd við Seðlabankann. t aðalbakanum í Reykjavík er alls búið að opna um 1500 bækur í sparilánum Lands- bankans, en um allt land er alls búið að opna um 4000 bækur. — Jarðýta Framhald af bls. .'2. kaupa nógu stóra jarðýtu til þess að hrinda verkinu í fram- kvæmd og 40 tonna jarðýta var tilbúin á hafnarbakkanum í Reykjavík fyrir 6 vikum til flutnings út í Eyjar, þar sem verkefnin bíða. Er þessi ýta 40 tonn og önnur stærsta jarðýta á landinu, nýinnflutt frá Japan. Fyrirgreiðsla vegna kaupa á jarðýtunni er háð meðferð hjá Framkvæmda- stofnun rikisins, og stendur enn á afgreiðslu þessa brýna máls hjá Byggðasjóði. Ýtan bfður, athafnamennimir, hraunjaðarinn og Byggða- sjóður iíka, en á honum stendur. — Ljós 73 Framhald af bls. 2. landi, mannlíf, atvinnu, hús, landslag og fleira, og nokkur hluti myndanna er frá Færeyj- um. Litskuggamyndir Gunnars Hannessonar f Kjarvalssalnum spanna ferðir hans um landið, loftleiðis og landleiðis. M.a. er myndaflokkur um Vatnajökul, hálendið og Reykjavík, en vél- arnar, sem sýnt er í, voru sér- staklega fluttar til Iandsins fyrir þessa sýningu. Kjarvalssalnum er skipt nið- ur þannig, að fólk getur tyllt sér á 6 mismunandi staði og horft á myndir Gunnars, sem hann hefur valið úr 20 þús. litmyndum, en Gunnar er löngu orðinn heimskunnur fyrir myndir sínar frá íslandi. Þeir félagar í LJÓS 73 hafa lagt nótt við dag undanfamar vikur til þess að koma þessari sýningu upp. — Mótmæla Framhald af bls. 2. verðbólga eykst, og endar að lokum óhjákvæmilega með launa- stökki til leiðréttingar, en slíkar stökkbreytingar eru engum í hag. Heitir stjórn BHM á ríkisstjórn- ina að skoða mál þetta ofan í kjölinn og koma í veg fyrir, að óheillaskref verði stigið. — Sögualdarbær Framhald af bls. 32 flutningsmaður, Steinþór Gests- son og Guðlaugur Gíslason. Fram- sóknarþingmennirnir eru Ágúst Þorvaldsson og Björn Fr. Björns- son. Allir eru þessir þingmenn úr Suðurlandskjördæmi. Vestmannaeyiar: Atvinnufyrirtæk- in að f ara í gang I Vestmanneyjum eru nú milli 16 og 1700 manns að stað- aldri og er þetta nokkru fleira fólk en menn höfðu almennt þorað að vona að mundi halda til I Eyjum yfir veturinn, að því er Páll Zophaníasson bæjar- tæknifræðingur sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær. Páll kvað atvinnufyrirtækin í Eyjum smám saman vera að fara í gang. Vinnslustöðin er | þegar farin að taka á móti fiski og Eyjaberg tilbúið til móttöku. Unnið er að því að búa Fisk- iðjuna og Isfélagið undir að taka á móti loðnu eftir ára- mótin, og kunna þessar stoðvar einnig að taka á móti fiski í salt. Þá eru fiskimjölsverksmiðjurn- ar þrjár farnar í gang. Páll sagði ennfremur, að í 1 bænum væri haldið áfram við hreinsunarstörf og ýmis önnur aðkallandi verkefni, sem ekki hefði verið hægt að anna til þessa. Nefndi Páll í því sam- bandi viðgerðir á götum bæjar- ins, vamsveituna og holræsa- gerð. Hann kvað hins vegar eitt brýnasta verkefni vera undir- búningsvinnu fyrir nýtt íbúða- hverfi vestast i bænum. Undan- farin ár hafa að meðaltali 35 hús verið reist í Vestmanna- eyjakaupstað á ári, en ef vel ætti að vera kvað hann þau þurfa að vera tíu sinnum fleiri núna. Við hreinsun borgarinn- ar hefur vikrinum verið ekið til þessa svæðis og hann notaður í götur og lóðir, en á svæðinu er gert ráð fyrir 6-700 íbúðum — bæði einbýlishúsum og fjöl- býlishúsum. Aftur á móti á eftir að sjá um rafmagns- og vatnsleiðslur á þetta svæði, svo og skolpræsi. Þá sagði Páll, að búið væri að finna báða enda vatnsleiðslanna til Eyja, og vatnsmál Vestmannaeyinga yrðu leyst með bráðabirgða- búnaði. Eins kvað Páll sjúkrahúsið nú vera komið í notkun að hluta, læknirinn væri fluttur inn ásamt hjúkrunarkonu, en stefnt væri að því að fullgera sjúkrahúsið fyrir næsta sumar. Fjölni fagnað á Þingeyri Þingeyri 31. okt. FJÖLNIR IS 177, 150 lesta bátur, kom til Þingeyrar kl. 16 í dag og var innilega fagnað af fjölda Dýr- firðinga. Við komu skipsins bauð oddviti Þingeyrarhrepps, Þórður Jónsson frá Múla, skip og skips- höfn velkomin til heimahafnar. Þá hafa tvö skip bætzt í skipastól Dýrfirðinga, en fyrir stuttu kom skuttogarinn Framnes V hingað. Ibúum Þingeyrarhrepps var síðan boðið til fagnaðar um borð. Fjölnir var smíðaður í Slippstöð inni á Akureyri. Áætlað er, að báturinn fari á veiðar um næstu helgi og þá á línuveiðar, en í bátnum er norsk beitingavél, að sögn Magnúsar Amlin fram- kvæmdastjóra. — Hulda. Leiðrétting I BLAÐINU í gær misritaðist nafn Steingríms Gauts Kristjáns- sonar lögfræðings í frétt um vetrarstarf Norræna sumarhá- skólans. Biður blaðið velvirðingar á þessu. — 3ja vikna námskeið Framhald af bls. 3 máli væru nú undir viðbrögðum sjávarútvegsráðherra komnar. Þeir tóku þó fram, að þessum mótmælum nemenda væri ekki stefnt gegn Fiskmati ríkisins og kváðust vona, að þetta mál varp- aði engum skugga á hið góða sam- starf, sem verið hefði milli Fisk- matsins og Fiskvinnsluskólans. — Breytingar Framhald af bls. I með fyrsta konan í Svíþjóð, sem tekur við slíku starfi. Þessar breytingar á stjórninni, sem Palme hefur nú greint frá eru þær mestu, sem gerðar hafa verið í einu á 41 árs stjórnarferli jafnaðarmanna, að sögn NTB- fréttastofunnar. 20 þús. gestir hjá Sverri YFIR 20 þús. gestir sáu yfirlits- sýningu Sverris Haraldssonar á Kjarvalsstöðum, en henni lauk um síðustu helgi. Er þetta með yfirgripsmestu einkasýningum íslenzks listamanns, en mynd- irnar á þessari sýningu spönnuðu feril listamannsins s.l. 30 ár. — Hreinn sjór Framhald af bls. 32 inga, er sá, að tengja allt kerfið og leiða það f sjó á þremur stöðum, þ.e. við Gróttu, í Laugamesi og Geldinganesi, en þá yrði Laugar- neslögnin jafnlögn Geldinganes- lögninni, eða300 metrar. Sú lausn er ódýrust, talin kosta 890 milljónir með einfaldri hreinsi- stöð. Og hún hefur þann kost fram yfir hinar, að hægt er að byrja á henni báðum megin í borginni og þarf ekki að gera nýja lögn gegnum miðbæinn. Er þessi Iausn talin fullnægjandi, þægileg- ust og ódýrust í vinnslu. Heil- brigðisráð hefur fjallað um hana og samþykkt með því skilyrði, að hægt verði að setja mekaniska -biologiska hreinsum á útlögn frá Laugarnesi, ef meðþarf síðar. Allar þessar lausnir miða að því, að sjór verði svo hreinn. að nánast sé baðvatn allt í kringum borgina. Sagði borgarstjóri, að það væri álitamál, hverjar kröfur ætti að gera, en óvarlegt væri að gera nema ströngustu kröfur í þessu efni. Framtíðaríbúar Reykjavíkur myndu ætlast til þess af okkur. Einníg taldi hann, að óvarlegt væri að áætla minna en 15 ára framkvæmdatíma, þótt byrjað væri strax. Þá kemur spurningin um, hvar eigi að fá tekjustofna til þessara fram- kvæmda, og kvað borgarstjóri fróðlegt að fá að heyra, hvað borg- ararnir vildu á sig leggja til að gera þetta samkvæmt hæstu kröf- um. Kæmu þar til ýmsir fjár- mögnunarmöguleikar, svo sem að taka fé til þessa af framkvæmda- fé borgarinnar, sem yrði erfitt og kæmi niður á öðrum framkvæmd- um, vatnsskattur gæti komið þar til, en það þýddi hækkun hans, sérstakt holræsagjald mega sveitarstjórnir leggja á, sem mið- ast þá við hluta af fasteignamati. Eln um viðhorf borgarbúa til slíks væri gagnlegt að vita og þvi væru þessar tillögur og úrlausnir kynntar almenningi nú. Borgarstjóri sagði, að nauðsyn- legt væri að taka ákvörðun um valkosti áður en fjárhagsáætlun er gerð fyrir 1974, því við það miðast margar framkvæmdir. Nefndi hann þar sem dæmi Skúlagötuna. Lagnir þar yrðu að halla í austur eða vestur eftir því, hvort leiða á allt skolp út frá Gróttu eða bæði frá Gróttu og Geldinganesi eða líka frá Laugar- nesi. — Sadat setur kosti Framhald af bls. 1 hefðu reynt að neyða Arabalönd- in til uppgjafar, og kjarninn í öllum ágreiningnum lægi í sam- keppni stórveldanna um yfirráð í þessum heimshluta. Ráðherrann sagði þetta I veizlu, sem haldin var til heiðurs forsætisráðherra Ástralíu, Gough Whitlam. Sovézki sendiherrann í Pekíng sýndi engin svipbrigði meðan Chou hellti þannig úr skálum reiði sinnar og vandlætingar, segir NTB-fréttastofan. Engar vega- skemmdir vegna flóðsins MINNA varð úr vatna- vöxtum í Hvítá f Borgar- firði en menn höfðu óttazt. Að vísu flæddi algjörlega yfir veginn hjá Hvítárvöllum og við Ferjubakkasíkin á flóðinu í fyrrakvöld, en flóðið f ánni rénaði strax með útfalli. Urðu engar teljandi vegaskemmdir af völdum flóðsins í Hvítá, að sögn vegaeftirlitsmanna. — Títanbræðsla Framhald af bls. 32 tonna verksmiðja hentugust, en hagkvæmust yrði samt 200 þús- und tonna verksmiðja. 100 þús- und tonna verksmiðja þyrfti 209 starfsmenn og myndi nota 42 megawött. Magnús Kjartansson sagði, að sá svarti sandur, sem hér fyndist i miklu magni, innihéldi mikið magn af títan og járni, en ekki væri unnt að vinna hann með neinum þekktum aðferðum vegna ákveðinnar kristöllunar í sandinum. I Gambiu eru hins vegar miklar sandnámur með vinnanlegum sandi, og eins og markaðsástæður eru nú, er talið hagkvæmt að flytja hráefnið eða sandinn, að vísu eftir hreinsun, til Islands og síðan títangjall aftur út. Jafnframt sagði Magnús, að stálbræðsla, sem fyrirhugað væri að reisa til þess að vinna úr brota- járni hér heima, gæti hugsanlega notið góðs af járnframleiðslu þessa fyrirtækis. Magnús Kjartansson sagði, að I upphafi viðræðna í Vínarborg milli hans og fulltrúa Gambiu í haust, hefði fyrst gætt tortryggni um að Islendingar ætluðu að hagnast meir á þessari samvinnu en Gambiumenn. Magnús sagðist hafa tekið það skýrt fram, að Is- lendingar ætluðust ekki til sam- vinnu nema á jafnréttisgrund- velli, og sagði hann, að þetta væri i fyrsta sinn, sem til slíkrar sam- vinnu væri stofnað við Afríkuríki og byndu menn hjá Sameinuðu þjóðunum miklar vonir við þetta fordæmi. Gambiumenn og Is- lendingar myndu sameiginlega vinna að markaðsmálum fyrir af- urðir þessarar verksmiðju. Magnús Kjartansson var spurð- ur um hugsanlega staðsetningu þessarar verksmiðju og nefndi hann sérstaklega Norðurland, þar sem orkufrekan iðnað þyrfti við hlið stórvirkjunar eins og Detti- fossvirkjunar. Næsta skrefið, eftir að viljayfirlýsingin hefði verið undirrituð, væri svo að láta fara fram gagngera hagkvæmnis- rannsókn á fyrirtækinu, þar sem könnun Alexandrows var aðeins forkönnun. Vitað væri, að gæði Gambiusandsins væru mikil, en kanna þyrfti nánar t.d. í hve miklu magni hann væri til. Títan er eitt frumefnanna. Það er léttur málmur með mikið tær- ingarþol. Er það m.a. notað í flug- vélar, en aðalkaupandi títans er málningariðnaðurinn og fer mikið magn í gerð svokallaðrar títanhvítu. Aætlaður kostnaður við gerð slíkrar verksmiðju er tæplega 28 milljónir dollara, og er þá miðað við 100 þúsund tonna verksmiðju. Er það jafnvirði 2.352 milljóna króna. Verð á hverju tonni af títangjalli á heimsmarkaði í dag er 86 dollarar eða 7.224 krónur. 100 þúsund tonna verksmiðja þarf 200 þús- und tonn af sandi á ári. — Tíminn sakar Framhald af bls. 2. öryggismálum. Þannig segir um utanríkismál: „Ríkisstjórnin framkvæmi loforð sitt um brottför hersins á kjörtima- bilinu. Vara ber við nýjum varnarsamningi, sem einungis fæli í sér nafnbreytingu á her- stöðinni og nýja borgaralega búninga fyrir hina hernaðar- lega menntuðu starfskrafta. Aðild Islands að Atlandshafs- bandalaginu verði tekin til endurskoðunar." I framkvæmdanefnd Möðru- vallahreyfingarinnar eru eftir- — Minning Framhald af bls. 23. komið svo í Hverfið eða lyfjum þurft að koma þangað, að Þor- steinn annaðist ekki þá flutninga. Þessar ferðir hans urðu því ærið margar og stundum í misjafnri færð og misjöfnu veðri. Komu hestar hans þá oft í góðar þarfir og reyndust honum vel. Segir sig sjálft, að oft hefur vinnudagurinn orðið ærið langur, er bústörfin heima biðu eftir, að húsbóndinn kæmi heim. Mér er það líka vel kunnugt, að nágrannar Þorsteins i Vetleifs- holfshverfinu minnast hans með þakklátum huga. Þorsteinn hafði mikla ánægju af heimsóknum vina og kunn- ingja, enda var hann með af- brigðum gestrisinn. Var hann ræðinn við gesti sína, hafði sér- stakan áhuga fyrir þjóðlegum fróðleik og var sjálfur fróður um þá hluti. Hann var líka gæddur þeim hæfileika í ríkum mæli að koma auga á skoplegar hliðar til- verunnar og færa í þann búning, að viðmælendur hans höfðu ánægju af. Arið 1915 kvæntist Þorsteinn eftirlifandi eiginkonu sinni, Guð- rúnu Pálsdóttur, Jónssonar, bónda í Bakkakoti og Salvarar Jensdóttur, konu hans. Eignuðust taldir 8 menn, sem allir eiga sæti í miðstjórn Framsóknar- flokksins: „Arnór Karlsson fyrrv. formaður kjördæmissam- bands Framsóknarflokksins á Suðurlandi, Elías S. Jónsson blaðamaður á Timanum og for- maður SUF„ Eyjólfur Eysteins- son formaður Framsóknar- félags Keflavíkur, Friðgeir Björnsson fyrrv. framkvæmda- stjóri þingflokks Framsóknar- flokksins, Hákon Hákonarson, Akureyri, Kristján Ingólfsson varaþingmaður á Austurlandi, Magnús Gíslason varaþing- maður í kjördæmi Ölafs Jó- hannessonar og Ólafur Ragnai Grímsson prófessor. þau 12 börn og komust 9 þeirra til fullorðins ára. Þá átti Þorsteinn 3 börn með Guðríði Bjarnadóttur. öll eru börn Þorsteins mann- dómsfólk. Guðrún er einstök mannkosta- kona að allri gerð. Reyndist hún Þorsteini traustur förunautur. Óskipta aðdáun allra, sem til þekkja, vekur, hvernig hún ann- aðist Þorstein í löngu veikinda- stríði hans, háöldruð og oft sár- lasin. Þorsteinn var ekki ríkur af ver- aldarauði. Heimili þeirra hjóna var stórt og vafalaust ekki alltaf úr of miklu að spila. Haglveður lífsins fóru heldur ekki fram hjá honum. En hann var ríkur af góðum vilja til að veita þeim hjálparhönd, sem hjálparvana voru. Hann var ríkur af samúð með þeim, sem við veikindi og erfiðleika áttu að strfða, og hann var ríkur af áhuga á þvf að verða öðrum til gleði, enda tók hann sjálfur á móti gleðinni, þegar hún leitaði fundar við hann. Löngu æviskeiði er lokið, langt dauðastríð á enda. Samferðamenn Þorsteins þakka honum samfylgdina i þessum heimi og óska honum fararheilla Guðs í geim. Guðrúnu , börnunum og öðrum vandamönnum votta ég samúð. Jón Þorgilsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.