Morgunblaðið - 11.11.1973, Page 4

Morgunblaðið - 11.11.1973, Page 4
4 22*0*22- RAUÐARÁRSTÍG 31 \______________/ BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 BiLALEIGA CAR RENTALJ € BÍLALEIGAN 51EYSIR CAR RENTAL m24460 í HVERJUM BÍL PIONEER ÚTVARPOG STEREO KASETUTÆKI SAFNAST ÞEGAR . . SAMAN WÍEMUR § SAMVINNUBANKINN w SænsK - (si. frysllhúslí Þeir, sem hafa á leigu frystihólf hjá Sænzk-ísl. frystihúsinu eru vinsam- legast beðnir að greiða leiguna, sem féll í gjald- daga 1. september s.l., fyrir 20. november n.k. Að öðrum kosti verða hólf- in leigð öðrum. GUNNARJÓNSSON lögmaður löggiltur dömtúlkur og skjala- þýðandi í frönsku. Grettisgata 19a — Sími 26613. Mterii Ikmjrtu. LESIÐ DIIOLECn MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÖVEMBER 1973. Kristinn dómur og kristniboð SAGT ER f helgum ritningum, að síðasta dagskipun Krists hafi verið á þessa leið: „Farið og gjörið allar þjóðir að lærisveinum.“ Sjálfsagt er þar átt við, að sem flestir geti kynnzt þeim boðskap mannréttinda, frelsis og elsku, sem Fjallræðan sýnir svo fagurlega. Enda má segja, að fyrstu aldir þess tfmatals, sem nú ríkir að mestu um víða veröld, séu leynt og ljóst samfelld sigur- ganga þessarar fyrirskipunar. Þrátt fyrir ofsóknir, fordóma, pyndingar og fjöldamorð á hendur kristnum mönnum, breiðist kristnin þá út með óstöðvandi afli, fyrst um öll lönd við Miðjarðarhafið og sfðan lengra og lengra til norðurs og vesturs. Og það furðulegasta og dásamlegasta er, að þessar fyrstu aldir virðist það fyrst og fremst sannleiksrödd og kær- leikskraftur, sem sigrar. Aldrei var þá vopnum beitt af hálfu hinna kristnu, samt leggur kristnin fyrst og fremst að fót- um sér frægasta og voldugasta herveldi heims — Rómarveldi. En þetta er löngu liðin tíð. Og nú — þegar segja má, að flestar þjóðir beri einhver áhrif kristinnar menningar í löggjöf og siðum, samfélagsháttum og uppbyggingu, þá er kristniboð yfirleitt á undanhaldi í þeirri merkingu og með þeim krafti, sem áður var. Skal samt á engan hallað. bvf ýmsar þjóðir og fjöldi samtaka vinna mikið að kristniboði. Fjöldi kristinna manna, sem mununú vera um 1000 milljónir í heiminum, fer þó hlutfalls- lega minnkandi. En einmitt þá og á þessari öld bætist íslenzka þjóðin f hóp þeirra þjóða, sem stunda kristniboð af miklum krafti og ekki sfður árangri. Segja má, að ein blómlegasta grein á meiði íslenzkrar kristni sé alla leið suður í „svörtu Afrfku“, sem svo er stundum nefnd. Og einn af ungu prestunum, sem starfa þar, var hér á ferð í sumar. Suður í Konsó er kominn blómlegur söfnuður og sam- félag fólks með jöfnum mann- réttindum í sambúð og hugsun, þar sem almenn mannréttindi höfðu varla þekkzt meðal lægri stétta um allan aldur. Þar er komið sjúkrahús og læknisþjónusta, sem hjálpar ár- lega þúsundum sjúklinga til heilsu, sem áður voru aðeins á vegum töfralækna og furðu- kúnsta, með brennandi járnum, sem beitt var rauðglóandi á bert hörund særðra og sjúkra ásamt særingum og galdraþul- um. Hundruð manna fá þar nú hjúkrun og meinabót, sem Við gluggann eftir sr. Árelíus Níelsson annars ættu engra úrkosta völ nema kvala og dauða. Við sem hér njótum sjúkra- húsa og læknishjálpar, full- kominna tækja og full- komnustu lyfja, flugþjónustu og slysavarðstofu ókeypis fyrir sjúklinginn, getum ekki gert okkur böl hinna allslausu f hugarlund, þar er ekki „stokkið upp á stofu“. Og við gerum okkur þess varla heldur grein, að allt þetta er til fyrir áhrifin frá krafti Krists og kærleiks- kenninganna, sem fyrir- skipunin fræga: „Farið og gjörið allar þjóðir að læri- sveinum", bar og á að bera út um heiminn. Án kristins dóms gætum við verið á sama stigi og allslausa fólkið í Konsó. En þar er meira, þar er líka skóli, þar sem þúsundir læra að lesa og skrifa, ásamt þeim lær- dómum, sem leggja grunn að kristinni lífsskoðun, sá frækornum fegurra og full- komnara mannlífs í vitund fjöldans. Enginn er neyddur til neins. Öll skoðanakúgun liðinna alda er, að allra sögn, fjarlægt íslenzku kristniboði. Kristnin á að sigra vegna yfirburða sinna, eins og vorblærinn, sem kemur hægt og hægt, leysir brott klakann, hrekur brott skuggana, unz náðarásjóna Drottins Jesú verður sálum fólksins sumarsól nýrra og bjartari alda, betra samfélags. Hér skulu engin nöfn nefnd. Þau verða sfðar skráð í þann þátt fslenzkrar kirkjusögu, sem verður um kristniboð, og ávöxt- inn, sem Kristniboðssamband Islands leggur sem helgifórn á altari Krists. Það verður sérstök saga um kraftaverkið í auðninni á veg- um íslenzkrar kristni á 20. öld. Þar geta örfáir aurar orðið að skólum og spítölum en umfram allt að blessun, sem bætir böl og þjáningar, gefur nýjar vonir, nýtt líf til þeirra, sem búa f náttmyrkranna landi, mitt í sól- skini suðrænnar dýrðar. Kristniboðsdagur fslenzku kirkjunnar er nú 11. nóv. Dagur 'Krists og tilskipunar hans. Sækið kirkjur og samkomur. Kynnizt af myndum og frásögn- um öllum ævintýrum furðu- legri og gleðilegri, hvað er að gerast í Konsó. Og sýnið þökk, aðdáun og viðurkenningu þess- um brautryðjendum, sem þar hafa verið að verki og því blessunarrfka starfi, sem þar er unnið með þvf að leggja fram aura til afrekanna þar. r Íílorjciinililnbií) I HP Frá Bridgefélagi Kópavogs. Eftir 8 umferðir í sveita- keppninni er staða efstu sveita þessi: Bjama Péturssonar 132stig Helga Benónfssonar 127 stig Kára Jónassonar 120 stig Guðmundur Jakobss 114stig Bjarna Sveinssonar III stig Armanns Lárussonar 101 stig Þorsteins Þórðarsonar 82 stig Ragnars Halldórsonar 81 stig XXX Úrslit f annarri umferð í SVEITARKEPPNI Bridgefélags Hafnarfjarðar: Sveit Halldórs vann Ulfars 20-0 Sveit Kristjáns vann Þorgeirs 11-9 Sveit Óla Kr. vann Einars G. 14-6 Sveit Sævars vann Jóns G. 20-0 Sveit Sigurðar E. vann Sigurðar S. 20-0 Jafnt varðhjá sveit Þrastar og Ásgeirs 10-10. Staða efstu sveita er nú þessi: Sævar Magnússonar 39 sitg Sigurðar Emilssonar 33 stig Kristjáns Andréssonar 31 stig Einars Guðjohnsen 23 stig Halldór Einarsson 20 stig Þrastar Sveinssonar 17 stig Nýlega mættust sveitir Bridgefélags Hafnarfjarðar og Bridgefélags kvenna í sveita- keppni. Var keppnin hin skemmtilegasta og endaði með sigri kvennanna 123 stigum gegn 117. Keppt er um bikar og hefur hvort félagið um sig unn- ið einu sinni. Urslit í sameiginlegri tvf- menningskeppni Bridgefélags Hveragerðis og Bridgefélags Selfoss eftir 5. umferð 31. okt. 1973. Höskuldur Sigurgeirsson — Sigurður S. Sigurðsson 600 Sigfús Þórðarson — Vilhjálmur Þór Pálsson 584 Skafti Jósefsson — Jón Guðmundsson 579 Sigmundur Guðmundsson — Sigurjón Skúlason 577 Kristmann Guðmundsson — Sigurður Sighvatsson 571 Kristján Jónsson — Þórður Sigurðsson 570 Þórður Snæbjörnsson — Kjartan Kjartansson 558 Leif österby — Valgerður Þórðardóttir 555 Friðrik Larsen — Grímur Sigurðsson 547 Svavar Hauksson — Valur Valsson 546 Gunnar Þórðarson — Gísli Stefánsson 546 V aldimar Bragason — Már Ingólfsson 545 Sameiginleg sveitakeppni hefst í Landsbankasalnum á Selfossi fimmtudaginn 8. nóvember 1973. Þátttaka tilkynnist til stjórna félaganna, sem allra fyrst. Urslit f meistaratvímenning Bridgefélags Reykjavfkur urðu þau, að Jón Asbjörnsson og Páll Bergsson sigruðu eftir mjögtvf- sýna og harða keppni. Þijú pör skiptust á forystunni i síðustu umferðunum og skildi aðeins eitt stig í milli. 1 síðustu set- unni áttu þeir félagar heldur léttaandstæðinga.sem þeir not- færðu sér til hins ftrasta og þegar þeir dobluðu and- stæðingana í sjö gröndum og lögðu niður ás, þá var mælirinn fullur. Röð og stig efstu para var þessi: Jón Ásbjörnsson og Páll Bergsson 1414 Ásmundur Pálsson og Stef án Guðjohnsen 1407 Guðlaugur Jóhannsson og Öm Arnþórsson 1401 Jakob Bjamason og Hilmar Guðmundsson 1393 Hörður Blöndal og Símon Símonarson 1380 Gunnar Guðmundsson og öm Guðmundsson 1371 Gylfi Baldursson og Sveinn Helgason 1357 Hallur Símonarsson og Þórir Sigurðsson 1351 A.G.R. TlU vinsælustu lögin á tslandi þessa dagana, samkvæmt út- reikningum þáttarins „Tfu á toppnum": 1 (1) My friend Stan..............................Slade 2 (—) Candy girl ............................Pal Brothers 3 (—) Whyme ...........................Kris Kristofferson 4 (3) Top of the world ......................Carpenters 5 (6) Daydreamer ........................David Cassidy 6 (10) Sorrow ...............................David Bowie 7 (—) Photograph r...........................Ringo Starr 8(—) Ishallsing ........................ArtGarfunkel 9 (2) Angie .............................Rolling Stones 10 (5) I know it’s true ..................Maggi Kjartans Af listanum féllu fimm lög: Let me in — Osmonds (4), Joe the mad rocker — Jóhann G. Jóhannsson (7), Bad, bad boy — Nazareth (8), Kalli kvennagull — Svanfrfður (9) og The day that curly Billy shot down crazy Sam McGee — HoIIies (—). Nýju lögin fimm eru: 11 5-15 ................................................. 12 We’ve got to do it now......................New Seekers 13 Spácerace ................................Billy Prcston 14 Jesse ...................................RobertaFiack 15 Rock on....................................David Essex Það urðu því RoIIing Stones, sem fyrstir féllu úr leik sam- kvæmt nýja ákvæðinu um að iag megi ekki vera lengur en sex vikur á listanum. Angie er búin að rölta upp og niður listann undanfarnar se*- 'dkur, en hefur nú verið tekin úr umferð af viðkomandi yfir'.oídum. Þeir, sem halda áfram að greiða henni atkvæði sittj ’.asta dýrmætum atkvæðum á glæ; Angie verður ekki á .’ist'.num f næstu viku, hver sem útkoma kosninganna verður. I þættinum fyrir viku voru Pal Brothers fengnir til að spá um röð þriggja efstu laganna f næsta þætti, þ.e. áþessum lista, sem hér er birtur. Spá þeirra var þessi: 1 My friend Stan ...................................Slade 2 Angie ....................................Rolling Stones 3 Top of the world ............................Carpenters eða Candy girl ............................. Pal Brothers Þetta ætti að geta talizt sæmileg útkoma og Pal Brothers, þ.e. Magnús og Jóhann mega vel við una, ekki sfzt þar sem vonir þeirra um vinsældir lagsins Candy giri hafa rætzt. Raunar munaði sáralitlu, að lagið kæmist beint f efsta sætið. Það fékk 60 atkvæði, en vinurinn Stan fékk 63 atkvæði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.