Morgunblaðið - 11.11.1973, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.11.1973, Blaðsíða 19
1 KJARVALSSTÖÐUM sýna 6 ungir ljósmyndarar, Ljós 73, um þcssar mundir, 120 ljósmyndir úr daglega Iffinu, og hefur sú sýning vakið mikla athygli. Gestur sýningarinnar er Gunnar Hannesson, og sýnir hann í öðrum sýningarsalnum, Kjarvalssalnum, 6 litmyndaseríur frá ferðum sfnum um tsland. Er ástæða til að hvetja fólk að nota tækifærið og sjá þessar stórkostlegu myndaserfur Gunnars við beztu aðstæður. Við röbbuðum við þá félaga eitt kvöldið fyrir skömmu. t Kjarvals- salnum ganga 6 sýningarvélar stanzlaust og sýna um 600 litmyndir, sem eru valdar úr 20 þús. myndum. „Það er úrvalið mitt,“ sagði Gunnar, „það yrði snöggtum hærri tala, ef égteldi myndimar, sem eru undir rúmi. Ég er búinn að senda svo mikið út í heim, og oft gef ég félögunum og klúbbum myndaflokka, þegar ég fæ bréf frá þeim. Annars hefur það verið hálfgerður höfuðverkur að koma þessu saman." Hvernig skiptast myndaflokkarnir?" „Það er einn myndaflokkur um Vatnajökul, mesta ævintýri í heimi, tveir frá Reykjavfk, hálendið og þrír úr lofti yfir landinu." „Tekur þú aldrei svart-hvítar myndir?“ „Nei, ég hef aldrei á ævinni tekið svart-hvíta mynd. Það gæti gert mig taugaóstyrkan, en hins vegar fer ég allt að 5—10 sinnum á hvern stað til þess að ná þeirri litmynd, sem ég vil.“ Þeir félagar í Ljós byrjuðu að vinna saman fyrir þremur árum, en fyrri sýning þeirra var LJÓS 71. Eitt ár hefur farið í undirbúninginn að þessari sýningu, en láta mun nærri, að þeir taki til athugunar fyrir stækkun aðeinstíundu hverja mynd. Kostnaðurinn við að setja upp sýninguna í Kjarvalsstöðum er liðlega hálf millj. kr., en þeir stækkuðu allar myndirnar á Hverfisgötu 44 í íbúð, sem Gunnar lánaði þeim. Það var forvitnilegt að koma þar og sjá eljuna, sem liggur að bakiþessari sýningu, allt var þar á rúi og stúi, fullri ferð til þess að af sýningunni gæti orðið. I eina viku má segja, að þeir hafi unnið nótt og dag við frágang mynda, sem sumar eru mjög mikið stækkaðar. Fyrirmyndirnar eru úr öllum áttum, fólk, landslag og sitthvað, sem menn rekast á hér og þar, en allar þessar myndir eru til sölu og kosta frá 3500—7500 kr. Þær stærstu eru 80—120 sm. Þeir sem sýna eru Gunnar S. Guðmundsson offset-ljósmyndari, Pjet ur Þ. Maack guðfræðinemi,Skúli Magnússon hjáSurtseyjarfélaginu, Kjartan B. Kristjánsson optiker, Jón Ölafsson lyfjafræðinemi og Karl Jeppesen kennari, sem kom inn í LJÓS í staðinn fyrir Olaf Hákonarson. Sýningunni LJÓS 73 lýkur 13. þ.m., en hún er stærsta ljósmynda- sýning, sem hefur verið haldin á Islandi, og sama er að segja um litmyndasýninguna, sem má segja, að sé brautryðjandaverk á þessu sviði. Nú gefst fólki tækifæri að ferðast um landið f rólegheitum með þvi að horfa á myndir Gunnars Hannessonar við frábærar aðstæður, sem Björn Björnsson leikmyndagerðarmaður hefur hannað. — a.j. UÓS 73 í KJARVALSSTÖÐIJM Fuglager við Tjörnina eftir Karl Jeppesen. Efsta myndin Úr heita karinu f Sundlauginni er eftir Skúla Magnússon og miðmyndin í haga er eftir Gunnar S. Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.