Morgunblaðið - 11.11.1973, Síða 20

Morgunblaðið - 11.11.1973, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NOVEMBER 1973. Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Sfyrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson Fréttastjóri Björn Jóhannsson. . Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 1 0-1 00. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 22,00 kr. eintakið. Adögum Viðreisnar- stjórnarinnar var það eitt helzta árásarefni nú- verandi stjórnarflokka á þáverandi stjórnarvöld, að launþegar gætu ekki lifað af dagvinnutekjunum einum saman. Því hefði mátt ætla, að vinstri stjórn- in, stjórn „hinna vinnandi stétta“, hefði lagt á það höfuðáherzlu í þau tvö ár, sem hún hefur setið að völdum, að tryggja, að verkafólk gæti lifað af dag- vinnutekjum. En því er ekki að heilsa, ef marka má vitnisburð Alþýðusam- bands Norðurlands. Á nýafstöðnu þingi ASN, þar sem kommúnistar réð- ust m.a. gegn stuðnings- mönnum Björns Jónssonar og felldu frá trúnaðar störfum, var gerð ályktun um kjaramál. 1 henni segir m.a.: „Ástand mála nú er þannig, að fjarri er því, að mögulegt sé að lifa af dag- vinnutekjum einum saman. Verkalýðshreyfing- in getur ekki unað því ósæmilega ástandi lengur.“ Að loknum tveggja ára valdaferli vinstri stjórnar- innar er það þvf mat Al- þýðusambands Norður- lands, að ástandið í kjara- málum verkafólks sé málum ósæmilegt. I ályktun um skattamál, segir, að gera verði breyt- ingar á skattakerfinu, sem feli í sér „að af láglauna- fólki verði létt níðþungum skattbyrðum“. Það er því niðurstaða Alþýðusam- bands Norðurlands, að þær breytingar á skattakerfinu, sem vinstri stjórnin beitti sér fyrir í upphafi valda- ferils síns, hafi leitt til þess að skattbyrðin á láglauna- fólki hafi orðið „mðþung“. Bersýnilegt er, að stjórn- arherrunum er ljóst, að skattabreytingin, sem vinstri stjórnin beitti sér fyrir, hefur gersamlega misheppnazt, því að ekki er um annað meira talað í stjórnarblöðunum en nauð- syn þess, að breyta skatta- lögunum. Svo er nú komið fyrir vinstri stjórninni, að hún er önnum kafin við að stofnun ríkisins niður við trog og endurreisa Efna- hagsstofnunina og hún hef- ur í undirbúningi breyt- ingar á skattalöggjöfinni til þess að bæta fyrir þau hrapallegu mistök, sem gerð voru með skattabreyt- ingunum á þingi veturinn 1972. En vissulega er ástæða til fyrir launþega að hafa áhyggjur af fleiri málum en skattamálum og því, að verkafólk lifi ekki af dag- vinnutekjum einum sam- an. Hraði verðbólgunnar eykst í sífellu. Ef miðað er við tímabilið apríl 1972 — apríl 1973 nam verðbólgu- vöxturinn um 18% hér á Islandi eða ýmist tvöfalt eða þrefalt meiri en í ná- laegum nágranna- og við- skiptalöndum. Ef hins veg- ar miðað er við tímabilið ágúst 1972 — ágúst 1973 OSÆMILEGT ASTAND” í KJARAMÁLUM „ósæmilegt". Þyngri dóm er tæpast hægt að fella um efnahagsstefnu vinstri stjórnarinnar en þá, að hún hafi leitt til „ósæmi- legs ástands" í kjaramál- um. En ekki er nóg með, að fulltrúar norðlenzks verka- fólks telji ástandið í kjara- undirbúa og leggja fyrir Alþingi frumvörp til þess að gera að engu ýmsar ráð- stafanir, sem hún beitti sér fyrir af vanhugsuðu máli á fyrsta þingi hennar. Þannig hefur vinstri stjórnin nú ákveðið að skera Framkvæmda- kemur í ljós, að verðbólgu- vöxturinn nemur um 20% og fer að nálgast það að vera fjórfalt meiri en í helztu nágranna- og við- skiptalöndum. En eins og menn muna hét vinstri stjórnin því að halda verð- bólgunni í skefjum þannig, að hún yrði ekki meiri en í þeim löndum. Það loforð hefur verið að engu haft en jafnframt hefur vinstri stjórnin gert ýmsar breyt- ingar á vísitölunni, sem hafa valdið því, að verð- bólgan hefur skert kjör launþega mun meir en ella hefði verið. Framundan eru erfiðir kjarasamningar. Launa- fólk veit, að kjör þess eru lakari en fyrr vegna níð- þungrar skattabyrði og vaxandi verðbólgu. Á hinn bóginn hefur verið haldið svo á málefnum atvinnu- veganna, að iðnaðurinn á nú við verulega erfiðleika að stríða, nýju skuttogar- arnir eru reknir með veru- legu tapi og erfitt að sjá hvernig atvinnuvegirnir eiga að standa undir þeim auknu kjarabótum, sem af þeim er krafizt. Hér þarf fyrst og fremst að koma til gerbreytt stefna i einahags og atvinnumálum, sem gerir atvinnufyrirtækjun- um kleyft að starfa á heil- brigðum grundvelli og standa undir kjarabótum til starfsmanna sinna. Ytri skilyrði eru ákjósanleg en stjórnarstefnan hefur leitt til þess, að þau nýtast ekki sem skyldi. Hitt er ljóst, að núverandi ríkisstjórn hef- ur ekkert þrek til að breyta um stefnu. Hún er lömuð af innbyrðis ágreiningi og tortryggni og þess vegna er einskis að vænta af henni. Rey kj aví kurbréf Laugardagur 10. nóv.> Stjóm Olafe Jóhannessonar Sigur Ólafs Jóhannessonar yfir kommúnistum í landhelgismálinu var algjör, er hann beygði þá end- anlega á ríkisstjórnarfundi s.l. fimmtudag. Er ríkisstjórnin þvi um þessar mundir sannkölluð stjórn Ólafs Jóhannessonar. Hitt er svo annað mál, hvernig henni kann að reiða af eftir þau ógnar- átök, sem átt hafa sér stað. Raunar er þetta í annað skipti, sem vinstri stjórnin riðar til falls. Hún var einnig í upplausn fyrir hátíðarnar í fyrra, þegar átök- unum um efnahagsráðstafanir lauk meðgengisfellinguog raun ar var risið á henni lágt, það sem eftir var vetrar, eða allt þar til Bretar komu henni til aðstoðar með árásaraðgerðum sinum. í miðjum styrjaldarátökum þótti ekki tímabært að efna til stjórnar- kreppu, enda leituðust menn við að standa sem fastast saman. En þó að ríkisstjórnin félli ekki i eldraunum síðustu vikna og daga, fer því víðs fjarri, að stjórn- arherrarnir séu bjartsýnir um framvindu mála næstu vikur. Staðreyndin er sú, að kommúnist- ar veltu því fyrir sér dögum saman að rjúfa stjórnarsamstarf- ið, ekki eingöngu vegna sam- komulagsins við Breta, og kannski ekki einu sinni fyrst og fremst þess vegna, heldur vegna efnahagsmálanna og kaupdeiln- anna, sem framundan eru. Niður- staða allra þeirra hugleiðinga varð nánast sú, að þeir „köstuðu upp á það“, hvort beir ættu að sitja áfram í stjórn eða ekki. Og upp kom, eins og allir vita, ráð- herradómurinn. Afstaða Einars Ágústssonar Eins og Morgunblaðið hefur greint frá, hefur Einar Ágústs- son, utanríkisráðherra, tilkynnt kommúnistum, að hann ætli einn að fjalla um endurskoðun vamar- samningsins héðan í frá og muni ekki hafa það samstarf við Magnús Kjartansson, sem sá síðarnefndi hefur krafizt. Von- andi verður staðfesta Ólafs Jó- hannessonar i átökunum að und- anförnu til þess, að utanríkisráð- herrann breytí ekki þessari ákvörðun sinni og haldi kommún- istum algjörlega fyrir utan varn- armálin, eins og vera ber. Ef samráð lýðræðisflokkanna í öryggi s- og sjálfstæðismálum verður tekið upp að nýju, er eng- inn vandi að framkvæma endur- skoðun vamarsamningsins og tryggja öryggi landsins. Lýðræðis- flokkarnir allir styðja aðild að Atlantshafsbandalaginu og játa, að það hefur verið og er enn sú vörn, sem frelsi og sjálfstæði vest- rænna ríkja byggist á. En þeim, sem það er ljóst, er hitt ljóst líka, að við höfum skyldum að gegna í þessu samstarfi, ekki sizt þeim skyldum, að veikja ekki bandalag- ið meðan unnið er að því að setja niður deilur austurs og vesturs og leitazt við að ná samkomulagi um gagnkvæma minnkun herafla. Ef gengið er að endurskoðun vamar- samningsins með því hugarfari og þeim skýlausu yfirlýsingitm, að ekki megi skaða Atlantshafs- bandalagið og sízt af öllu vaki neitt slíkt fyrir íslepdingum, er auðvitað hægt að finna lausn. Því miður er sá tími ekki upp runninn, að ísland geti, fremur en nokkurt ríki annað, verið al- gjörlega varnarlaust. Þetta vita menn raunar og viðurkenna, þegar einslega er ræðzt við, þótt átök, bæði milli hinna svokölluðu vinstri flokka og innan þeirra, valdi því stundum, að ráðamenn tala býsna gálauslega um öryggis- og sjálfstæðismál þjóðarinnar. Samkomulagið yið Breta Auðvitað eru skoðanir manna skiptar á samkomulagi því, sem Ólafur Jóhannesson gerði við Ed- ward Heath, og ríkisstjórnin nú hefur samþykkt. Sjálfur lýsti hann því raunar yfir strax, að hann væri ekki fyllilega ánægður með þann árangur, sem náðst hefði, en hins vegar hefði ekki verið unnt að komast lengra, og enginn efast um, að það hafi verið bjargföst sannfæring hans, er hann kom af fundinum í London. Og þegar það er skoðað, að samningum á borð við þessa var frá upphafi unnt að ná, án þess að til nokkurra átaka kæmi við Breta og jafnvel hagstæðari samningum er auðvitað ekki unnt að tala um neinn sigur. Þvert á móti hafa Bretar nú um rúmlega eins árs skeið veitt nokkrum tugum þús- unda tonna meira en þeir voru reiðubúnir að semja um, og jafn- framt hafa togarar þeirra verið eftirlitslausir á miðunum og margsannað, að rányrkja þeirra hefur verið meiri en nokkru sinni áður, a.m.k. á síðari áratugum, því að allt kvikt hefur verið drepið og undirmálsfiskur oft meginhluti aflans. Þetta ástand var auðvitað með öllu óþolandi, og það mun ekki sízt hafa verið þess vegna, sem Ólafur Jóhannesson tók sér fyrir hendur að höggva á þennan hnút. Og svo auðvitað af þeirri ástæðu, sem ekki þarf að nefna, að manns- líf voru í stöðugri hættu og stór- slys gat orðið á miðunum á hverri stundu. Orðsendinga- skipti Ríkisstjórnin hugsar sér, að samningagerðin við Breta verði nú, eins og árið 1961, 1 formi orðsendingaskipta milli rlkis- stjórnanna. Orðsending íslenzka utanríkisráðherrans var tekin til umræðu á Alþingi sl. fimmtudag og siðan til meðferðar utanríkis- málanefndar. Stjórnarandstæð- ingar fengu ekkert svigrúm til að skoða orðsendingu utanríkisráð- herra áður en umræða var hafin, en meginumræðan verður á mánudag, og þá mun vafalaust verða ítarlega fjallað um efni orð- sendingarinnar. Sérstaka athygli vekja við fyrstu sýn tvö atriði. Hvergi er minnzt á Haagdómstól- inn né heldur á samninginn frá 1961, sem Alþjóðadómstóllinn hefur dæmt gildan. Virðist sem ríkisstjórnin hafi enga áherzlu lagt á það við Breta, að þvl sam-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.