Morgunblaðið - 11.11.1973, Page 27

Morgunblaðið - 11.11.1973, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1973. 27 Raforka til hey- kögglaframleiðslu? SKIPUÐ hefur verið þriggja | manna nefnd til að kanna hvort hentugt væri að nýta raforku við framleiðslu heyköggla ef hún yrði aukin svo, að hún fullnægði að verulegu leyti þörfum landbúnað- arins. Ennfremur á að áætla hversu mikið magn raforku þyrfti til slíkra nota og hvort sá mark- aður tengdist á hagkvæman hátt við stóraukna notkun raforku til húshitunar i sambandi við Sig- ölduvirkjun. Iðnaðarráðuneytið hefur skipað eftirtalda menn í nefndina: Stefán H. Sigfússon búfræði- kandidat, sem jafnframt er falið að gegha formennsku í nefndinni; Bergsteinn Gizurarson verkfræð- ingur; Sigurður Þórðarson verk- fræðingur. Innflutningur kjarnfóðurs fyrir nautgripi, sauðfé og hross nemur árlega um 50.000 tonnum, sem að útsöluverðmæti er á annan millj- arð króna. Er talið, að heyköggla- framleiðsla í stórum stíl gæti sparað um 75% af þessum inn- flutningi. Utsöluverð á kjamfóðri til bænda er um 25.000 kr. hvert tonn, þannig að hér er um veru- legt fjárhagsatriði að ræða. Hérlendis eru í dag framleidd tæp 5.000 tonn af heykögglum, en þyrfti að tifaldast ef framan- greindur spamaður í innflutningi á að nást. Batik Sigrúnar vekur mikla athygli erlendis SIGRUN Jónsdóttir vefnaðar- listakonu hefur verið boðið að sýna batikverk i Suður-Frakk- landi, en 62 lönd taka þátt I þess- ari sýningu, sem byggist á mál- verkum og höggmyndum. Fýrir skömmu sýndi Sigrún f Vármlande f Svfþjóð og vakti sýn- ing hennar mikla athygfL Eftir sýninguna f Svfþjóð var Sigrúnu boðið að senda verk á sýninguna til Frakklands. Sigrún er fyrsta batiklistakon- an, sem kynnti þessa listgrein á Islandi og það gerði hún fyrst með sýningu f Bogasalnum 1955 eftir 5 ára nám i Svíþjóð þar sem hún lagði megináherzlu á kirkju- lega vefnaðarlist. Alla liti, sem Sigrún notar, fær hún ómálaða og vinnur þá sjálf, en um er að ræða Kyp-liti, sem eru þeir sterkustu, sem notaðir eru i tau og þola margfalda sódasuðu. Sigrún fékk mjög góða dóma í sænskum blöð- um fyrir sýningu sína þar og fara hér á eftir dómar úr tveimur blöð- um. NyeVármlands-Tidningen: íslenzkur stórsigur í Jörsefors. „Sigrún Jónsdóttir frá Reykja- vík hefir hlotið mikinn frama af batiksýningu siimi í Jörsefors. Aðsókn að sýningunni hefir verið jöfn og góð og fólk hefir komið frá nálægum og f jarlægum stöðum. Salan hefir verið góð. Það er því með ánægju hægt að slá því föstu að nú munu mörg af hinum frábæru verkum Sigrúnar Jóns- dóttur prýða sænsk heimili og opinberar byggingar. Þessir munir eru meðal hins bezta í þessari listgrein, sem ger- ist á vorum dögum. Þessi sýning hefir verið há- punkturinn fyrir frú Ingrid Nygárd-Keers í Jörsefors, sem að öðru leyti hefur haft velheppnað sumar. Hið fórnfúsa starf hennar til að stuðla að listmennt hefur borið ávöxt. Vármland hefur orðið rfk- ara og enn frekar en áður aðlað- andi fyrir ferðamenn." Arvika tidnimgen: Óvenjuleg batik frá fslandi á sýningu I Jörsefors. „Þessa dagana stendur yfir óvenjuleg sýning í Jörsefors, rétt vestan við aðal byggðina. Brenndu ekki blaðið I FRÉTT I Mbl. í gær var sagt frá viðbrögðum ýmissa nemenda M.R. við efni nýjasta skólablaðs síns. Var sagt, aðallir nemendur í bekknum 6. Q. hefðu brennt blað- ið, en eftirtaldir nemendur hafa óskað að láta koma fram, að þeir brenndu ekki sín eintök af blað- inu: Ársæll Másson, Þórir Inga- son, Reynir Pálsson, Jón Ingvar Ragnarsson, Gísli Fannberg og Einar Már Guðvarðarson. I „Öskavillunni" sem stendur sunnan þjóðvegarins, skammt frá verzluninni, hefur Sigrún Jóns- dóttir opnað sýningu. Hún var opnuð síðastliðinn laugardag og á henni er mikill fjöldi batikmuna, jafnt fatnaður sem fallegar mynd- skreytingar fyrir almenning eða fyrir kirkjunnar. Sigrún Jónsdóttir er listakona, sem notar gjaman stóra fleti. T.d. er eitt af batikverkum hennar sextfu metra langt, skreyting, sem þekur heilan vegg og stærðin eins og hæfir opinberum listaverkum. Flest af fyrri verkum hannar eiga rót sína að rekja til víkinga- sagna með fornnorrænum ein- kennum. Á seinni árum hefur áhugi hennar beinzt að kirkjulegri list. Um fimmtíu kirkjur á Islandi hafa verk eftir hana innan veggja sinna og hægt er einnig að finna einstaka verk í kirkjum vors lands. A sýningu þeirri sem nú stend- ur yfir, má meðal margs annars sjá komposision með dramatisk- um einkennum, þar sem efnið er sótt aftur í víkingatímann. Þaðer af jarlsdóttur, sem flýr til að bjarga sínu eigin lífi og tveggja sona sinna. Hin unga kona og börnin eru sýnd á natúralistiskan hátt ásamt börnum sfnum. En hætturnar, sem umlykja þau eru aftur á móti sýndar umhverfis með mjög stílfærðum smáatrið- um. Áhugaverðast er þó vel unnin mynduppbygging fyrir Bústaða- kirkju í Reykjavík. Hún saman- stendur af mörgum fáguðum og fögrum litlum batikmyndum með fyrirmyndum úr Nýjates- tamentinu. Allt er bundið saman í eina heild, sem hefur stórbrot- inn svip, þrátt fyrir smæð hverrar myndar fyrir sig. Hver batikmynd er listaverk útaf fyrir sig, en þó renna þær saman i eina fagra heild. Það erfitt að trúa því að hér sé ekki um fullunnið verk að ræða, frumlegt og fagurt og mjög listrænt verk. Þó segir Sigrún Jónsdóttir að þetta séu aðeins fyr- irmyndir að myndvefnaði, sem hún ætli að láta aðra vinna og haf a umsjón með verkinu. Þetta sýnishorn getur vonandi lokkað lesendur til að skoða sýn- inguna. Sýningin er þess virði, að eftir henni sé tekið, hún er óvenjuleg. Það dregst efalaust lengi þar til við fáum á ný að kynnast á þennan hátt list frá landi, sem þrátt f yrir allt tilheyrir okkar norræna hópi, jafnvel þótt það sé nokkuð fjarlægt og hafi fengið eigin „prófíl“ I list og menningu." Myndin er af Sigrúnu Jónsdóttur vefnaðarlistakonu við þrjú verk sinna, sem fara til Frakklands. Frá vinstri: Tristan og Isold, Stefnumótið og Bæn um frið. Gútrar vðrur - sanngjarnt verff Straufrítt sængurveraefni frá kr. 245 - m. Hvítt, röndótt damask frá kr. 1 10 - m. Mislitt damask frá kr. 135,- m. Sængurveraléreft frá kr. 105.-m. Lakaefni, hvítt og mislitt frá kl. 1 35.- m. Lakaefni 2 m frá kr. 255 - Dúkadamask, frá kr. 1 74,- m. Dún og fiðurhelt, frá kr. 275.-m. Hvítt poplin. Náttfata-flúnel, frá kr. 1 75.-m. Kjólaefni, ótal gerðir. Smávára. Verzl. Donna, Grensásveg 48. Sími36999. -j óskar eftir starfsfólki í eftirtalin störf: fi BLAÐBURÐARFÓLK ÓSKAST Upplýsingar i síma 16801. ÚTHVERFI Nökkvavogur Vatnsveituvegur AUSTURBÆR Sjafnargata — Ingólfsstræti Hraunteigur — Hverfisgata 63 — 125 Freyjugata 28 — 49 Þingholtsstræti Laugavegur frá 101 — 171 GARÐAHREPPUR Börn vantar til að bera út Morgunblaðið á Flatirnar Uppl. hjá umboðsmanni í sima 52252. GARÐUR Umboðsmaður óskast i Garði. — Uppl. hjá umboðsmanni, simi 7164, og i síma 10100. KÓPAVOGUR Blaðburðarfólk óskast í Bræðratungu. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 40748. VYMURA VINYL veggma VYMURA VINYL VEGGFOÐRI Það er fallegt, endingargott. þvott- ekta, auðvelt í uppsetningu. Tilvalið i skóla, sjúkrahús. samkomu- hús, skrifstofur, opinberar byggingar — og auðvitað á heimli yðar. VYMURA VEGGFOÐUR má þvo og skrúbba, en þó heldur það alltaf sín- um upprunalega lit. Gerið ibúðina að faiiegu heimili með VYMURA VEGGFÖÐRI.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.