Morgunblaðið - 14.11.1973, Page 1

Morgunblaðið - 14.11.1973, Page 1
257. tbl. 60. árg. MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1973 Prentsmiðja Morgunblaðsins Chou ekki til Bandaríkjanna Peking 13. nóv. AP. CHOU En-lai forsætisráðherra Kfna sagði við fréttamenn í Pek- ing f dag, að hann myndi ekki heimsækja Bandaríkin fyrr en Bandarfkjamenn hefðu slitið stjórnmálasambandi við Taiwan- stjórn. Chou sagði: „Hvernig á ég að geta farið þangað meðan full- trúar klfku Chiang Kai-ckeks eru þar?“ Chou var spurður hvenær hann héldi, að Bandaríkjamenn myndi slíta sambandinu við Taiwan og hann svaraði: „Hvernig á ég að vita það, spyrjið Kissinger um það.“ Choú tók það fram, að Nixon væri engu að síður velkominn aft- urtilKína. Kissinger sagði í ræðu i kvöld í veizlu, sem hann hélt til heiðurs Chou En-Lai og Chi Peng-fei, utanríkisráðherra, að Bandaríkin myndi ætíð verðavinir Kfna, hver sem kynni að fara með völd. Hann lýsti ánægju sinni með árangur- inn af viðræðunum I þessari 6. heimsókn sinni til Kína og sagði, að viðræður slnar við Mao for- mann hefðu einkum snúizt um framtíðarmál. ICissinger sagði, að þær viðræður svo og viðræður sín- ar við Chou hefðu verið mjög gagnlegar og að hann væri þess fullviss, að vináttuböndin milli þessara þjóða myndu styrkjast með ári hverju. Á morgun verður gefin út sameiginleg yfirlýsing um viðræðurnar, en Kissinger heldur áleiðist til Tókfó á fimmtu- dag. Chou og Kissinger skála f veizlu í Peking. Neyðarástand 1 Bretlandi London 13. nóvember AP. EDWARD Heath forsætisráð- herra Bretlands lýsti í dag yfir neyðarástandi f landinu vegna yfirvofandi orkuskorts og gerði jafnframt ráðstafanir til að draga úr lánsfjármagni til að koma f veg fyrir fall sterlingspundsins. Ráðstafanir Heaths eru gerðar tii þess að gefa stjórn hans nauð- synlegt svigrúm til að mæta orku- skorti, sem ógnar á þremur sviðum svo og að bregðast við mesta vöruskiptahalla í sögu þjóðarinnar. Varð vöruskipta- jöfnuðurinn við útlönd í október óhagstæður um 300 milljón sterl- ingspund. Lágmarksvextir Eng- landsbanka voru hækkaðir í 13%sem eru þeir hæstu f sögu þjóðarinnar. ogebe: Tollalækkaniraf- greiddar í desemberbyr jun? UTANRÍKISR AÐHERR AFUND- UR Efnahagsbandalagsrfkjanna, sem koma á saman f desem- berbyrjun, mun að öllum Ifkindum taka afstöðu til bókunar númer 6, en það er sérsamningur tslands við Efhahagsbandalags- löndin um sölu fslenzks fisks til þeirra. Eins og komið hefur fram f fréttum hafa Bretar lofað að beita sér fyrir þvf innan banda- lagsins, að þessi sérsamningur taki gildi 1. janúar 1974. Ekki er talið líklegt, að Vestur-Þjóðverjar setji sig upp á móti gildistöku samningsins, þar sem þeim er mjög umhugað um að kaupa fisk af tslendingum. Þó gat Mbl. ekki fengið nein svör við þessu f utan- ríkisráðuneytinu f Bonn f gær. Talsmaður skrifstofu Efna- hagsbandalagsins í Brússel sagði í viðtali við morg- unblaðið í gær, að liklegt væri, að Bretar myndu leggja málið fyrir utanríkisráherrafund bandslagsins, sem verða ætti í desemberbyrjun. Þó sagði hann. að möguleikar væru á því, að málið yrði tekið upp fyrir þann tíma og afgreitt með fjar- riturum. Á þessari stundu væri þó allt óljóst um það. Hann sagði, að samkomulagið í landhelgisdeil- unni hljdi að gera gildistöku samnings Islendinga við banda- lagið alla mjög auðveldari, en óljóst væri enn um afstöðu Vestur-Þjóðverja, sem enn hefðu ekki náð bráðabirgðasamkomu- lagi við íslendinga. Talsmaðurinn sagðist þó enn ekkert hafa fengið um samkomulagið annað en stutt fréttaskeyti frá Reutherfrétta- stofunni og hún sagði ekkert nema að samkomulag hefði orðið og Alþingi hefði samþykkt það. Framhald á bls. 18 Jóhann Hafstein: Ekki afdráttarlaus viðurkenn- ing Breta nú, svo sem var 1961 JÓHANN Hafstein, fyrrver- andi formaður Sjálfstæðis- flokksins, gerði á eftirfarandi hátt grein fyrir atkvæði sfnu, er samþykkt var á Alþingi f gær að veita rfkisstjórninni heimild til að semja við Breta um landhelgismálið: „Herra forseti. Ég vil leyfa mér að gera grein fyrir atkvæði mínu með eftir- farandi hætti: Sjálfstæðismenn lögðu grundvöllinn að baráttunni fyrir réttindum Islendinga á landgrunninu öllu. Sbr. setn- ingu landgrunnslaganna frá 1948, sem síðari útfærslur fisk- veiðilögsögunnar hafa ætíð verið grundvallaðar á. Þeir hafa alla tíð lagt megináherzlu á samstöðu þjóðarinnar í þessu lífshagsmunamáli hennar og miðað aðgerðir sinar við það. Hið sama verður ekki sagt um núverandi stjórnarflokka i stjórnarandstöðu fyrir alþingis- kosningarnar á árinu 1971 né eftir þær, er þeir hafa haft uppi síendurtekin svika- og land- ráðabrigzl í garð sjálfstæðis- manna, þegar þeir hafa reynt að leiða landhelgismálið til sátta og fram á við á þeirri grundvallarstefnu, sem sam- staða hefur ríkt um meðal þjóð- arinnar. Það var einróma ályktun al- þingismanna þann 15. febrúar 1972, að þess skyldi freistað að leita áfram samkomulags við deiluaðila í málinu, Breta og Vestur-Þjóðverja. Því miður hefur ríkisstjórnin verið sjálfri sér sundurþykk f þessu máli, eins og mörgum öðrum. Málið hefur dregizt á langinn til mikils tjóns fyrir Islendinga. Hitt er svo jafnaugljóst, að sér- staklega Bretar hafa sýnt ein- staka óbilgirni og framkoma þeirra á Islandsmiðum með öllu óafsakanleg. Þegar borin er saman fyrir- huguð samningsgerð við Breta nú varðandi landhelgismálið og samningsgerðin frá 1961, er það augljóst, hversu samnings- gerðin er á marga lund óhag- stæðari íslendingum nú. Kemur þar að sjálfsögðu fyrst af öllu til álita, að sjálft deilu- atriðið, víðátta fiskveiðilögsög- unnar, er ekki viðurkennd af- dráttarlaust af hálfu Breta, svo sem raunin varð á árið 1961. Ennfremur eru engar yfirlýs- ingar i fyrirhuguðu samkomu- lagi nú um áframhaldandi ráða- gerðir tslendinga um útfærslu fiskveiðilögsögunnar á land- grunninu öllu. Ágalla slíkrar yfirsjónar er nú bægt frá með því, að fyrir Alþingi liggur til- laga til þingsályktunar frá sjálfstæðismönnum um rétt Is- lendinga til að færa út auð- lindalögsöguna allt að 200 mílum frá grunnlínum og einnig tillaga ríkisstjórn- arinnar um heimild íslendinga til þess. Hvort tveggja er byggt á þróun mála á alþjóðavett- vangi íslendingum í vil að loknum undirbúningsfundum hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem nú er framund- an. En fyrir liggur, að mikill meirihluti þjóða muni á ráð- stefnunni fylgja þeirri stefnu að sérstakur réttur strandríkj- anna sé viðurkenndur. Þegar svo horfir, munu sjálf deilu- atriðin í landhelgismálinu milli íslendinga og annarra þjóða leysast á sjálfri hafréttarráð- stefnunni og innan vébanda Sameinuðu þjóðanna. A þetta Framhald á bls. 18 Orkuskorturinn, sem ógnar Bretum er á þremur sviðum. Minni olía frá Arabarikjunum og yfirvinnubann kolanámuverka- manna og starfsmanna brezku rafmagnsveitnanna. Robert Carr innanríkisráðherra Breta, sagði á fundi í brezka þinginu i kvöld, að aðgerðir verkamannanna og verk- fallshótanir ógnuðu grundvallar- lífsskilyrðum í Bretlandi. Hér er um að ræða 270 þúsund náma- verkamenn og 18000 rafveitu- starfsmenn. Talið er, að aðgerð- irnar verði til þess, að kolafram- leiðsla minnki um 500 þúsund lestir á viku og taka verður upp rafmagnsskömmtun i ýmsum héruðum þegarí nótt. Mikil harka erileiðtogumnáma- verkamannanna og hafa þeir hótað allsherjarverkfalli strax eftir áramótin, fái þeir ekki 8—13 punda hækkun á vikulaunum. Segja þeir, að verkamennimir muni fyrr leggjast á beit en að hvika frá kröfum sinum. Verkfall þessara aðila gæti, að sögn Carrs innanríkisráðherra, lamað efna- hagslíf Bretlands, er þegar Framhald á bls. 18 Handalög- mál milli r Israela og SÞ-manna Tel-Aviv, 13. nóv. AP-NTB. GOLDA Meir forsætisráðherra Israels hélt f kvöld langa ræðu f þinginu f Tel-Aviv, þar sem hún neitaði að kalla heri tsraela til vfgstöðvanna eins og þær voru 22. október, eins og kveðið er á um f vopnahléssamningnum. Hvatti Meir til þess, að Egyptar og ísraelar drægu lið sfn samtfmis til baka. I ræðu sinni gaf forsætisráð- herrann það til kynna, að ísraelar vildu halda yfirráðum yfir þjóð- veginum milli Súez og Kaíró, en minntist ekkert á atburðinn í dag, er ísraelskir hermenn rifu niður vegatálmun, sem eftirlitsmenn S.Þ. höfðu sett upp á þjóðvegin- um. Kom til handalögmála milli fsraelskra og finnskra hermanna. Fljótlega tókst þó að jaf na ágrein- inginn. Atburður þessi hefur ver- ið gagnrýndur harðlega í Egypta- landi. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.