Morgunblaðið - 14.11.1973, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 14.11.1973, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1973 rirvarinn frá 1949 á ekki 1 GÆR hófust hér I Reykjavík viðræður við fulltrúa Bandarfkja- stjórnar um framtfð varnarstöðv- arinnar á Keflavíkurffugvelli. Að undanförnu hafa ýmsir talsmenn og málsvarar rfkisstjórnarinnar fjallað um varnarmálin á þann veg, að tfmabært er orðið að gera rækilega athugasemd við ýmsar þær fullyrðingar, sem settar hafa verið fram í þeim herbúðum. Einar Agústsson utanrfkisráð- herra lýsti þvf yfir í samtali við fréttamenn f Washington, að ríkisstjórnin vildi vamarliðið á brott, enda hefði það frá upphafi verið yfirlýst stefna íslenzkra stjórnvalda, að hér skyldi ekki vera erlendur her á friðartfmum. I ummælum ráðherrans felst bá væntanlega sú skoðun, að nú séu þess konar friðartímar, sem þar var átt við. t málgagni Fram- sóknarflokksins, Tfmanum, hefur þvf einnig verið haldið fram, að yfirlýsing fulltrúa lýðræðisflokk- anna þriggja á sfnum tfma um, að hér skyldi ekki vera her á friðar- tfmum, taki til þess ástands, sem nú rfkir f alþjóðamálum, og jafn- framt hefur þvf verið haldið fram f Tímanum, að Morgunblaðið og nafngreindir forystumenn Sjálf- stæðisflokksins hafi horfið frá þeirri afstöðu, sem í þessum efnum var mörkuð 1949, en boði nú ævarandi dvöl bandarfsks herliðs á ts- landi. Loks hefur svo Magnús Kjartansson nýlega haldið þvf fram, að þetta fyrirheit frá 1949 hafi „verið svikið f nær aldarfjórðung og mál er að Iinni“. 1 grein, sem sami maður skrifaði f Þjóð- viljann 17. júnf sl., hélt hann þvf ennfremur fram, að arftakar Bjarna heitins Benediktssonar hefðu svikið þau grundvallar- sjónarmið hans, að „af létta skyldi hernáminu, þegar tslendingar sjálfir teldu það tfmabært" og með hinu venjulega virðingar- leysi þessa ráðherra fyrir sann- leikanum hélt hann þvf fram í sömu grein, að „þær landráða- kenningar birtast f Morgunblað- inu, að bandarfski herinn eigi að halda stöðvum sfnum með of- beldi, ef alþingi ákveði brottför hans“. Af þessu tilefni er rétt að rifja upp þær forsendur, sem af hálfu lýðræðisflokkanna voru fyrir aðild tslands að Atlantshafs- bandalaginu, ástæður þess, að bandarískt varnarlið kom hingað til lands á árinu 1951 og hvemig afstaða manna til veru þess hér hefur þróazt sfðan. SENDIFÖRIN TIL WASHINGTON Það var í ársbyrjun 1949, að hugsanleg aðild íslands að At- lantshafsbandalaginu, sem þá var f undirbúningi að stofna, komst verulega á dagskrá. Fyrri hluta marzmánaðar þetta ár fóru full- trúar þriggja stjórnmáiaflokka til Washington til þess að kynna sér til hlítar, hvaða skuldbindingar aðild að þessu bandalagi mundi hafa í för með sér fyrir tsland. Til þessarar farar völdust þrír ráð- herrar, Bjami Benediktsson frá Sjálfstæðisflokknum, Eysteinn Jónsson frá Framsóknarflokkn- um og Emil Jónsson frá Alþýðu- flokknum. í útvarpsumræðum síðari hluta marzmánaðar gerði Bjarni Benediktsson grein fyrir niðurstöðum viðræðnanna f Washington og sagði þá m.a.: „I Washington ræddum við ítar- lega hlut íslands i þessum sam- tökum, ef til kæmi, og skýrðum rækilega sérstöðu landsins. Við tókum fram, að tsland hvorki hefði né gæti haft eigin her og mundi þess vegna hvorki geta né vilja fara með hemað gegn nokk- urri þjóð, jafnvel þótt á það yrði ráðizt. Ekki kæmi heldur til mála, að útlendur her fengi að hafa aðsetur á tslandi á friðartfmum né yrðu þar leyfðar erlendar her- stöðvar." Og síðar í ræðunni sagði Bjami Benediktsson: „I lok viðræðn- anna var því lýst yfir af hálfu Bandaríkjamanna: 1. Að ef til ófriðar kæmi, mundu bandalagsþjóðirnar óska svip- aðrar aðstöðu á tslandi og var í síðasta stríði og að það mundi algerlega vera á valdi tslands sjálfs, hvenær sú aðstaða yrði . látin í té. 2. Að allir aðrir samningsaðilar hefðu fullan skilning á sérstöðu Islands. 3. Að viðurkennt væri, að tsland hefði engan her og ætlaði ekki að stofna her. 4. Að ekki kæmi til mála, að er- lendur her eða herstöðvar yrðu á tslandi áfriðartimum." Þetta eru þær forsendur, sem aðild íslands að Atlantshafs- bandalaginu byggðist á og þetta eru þeir fyrirvarar um, að hér skyldi ekki vera erlendur her á friðartímum, sem talsmenn ríkis- stjórnarinnar vitna nú sífellt í, til þess að rökstyðja þá fyrirætlan að senda vamarliðið af landi brott og gera ísland varnarlaust. HVERSVEGNA KOM VARNARLIÐIÐ 1951? Bandarískt vamarlið kom hing- uð til lands í maímánuði 1951 í samræmi við varnarsamning milli Islands og Bandaríkjanna, sem undirritaður var hinn 5. maf það ár. Þá var við völd í landinu sam- stjórn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks, en Alþýðuflokkur- inn, sem þá var í stjórnarand- stöðu, studdi þá ráðstöfun og hélzt því sú samstaða lýðræðis- flokkanna um aðgerðir f öryggis- málum landsins, sem tekizt hafði 1949. En hvers vegna skyldi bandarískt vamarlið hafa komið hingað í maímánuði 1951? Engin styrjöld hafði þá brotizt út í Evrópu eða nágrenni íslands. En hér kom til fyrsta skilgreiningin á þvl, hvernig skilja bæri hugtakið „friðartímar" í fyrirvaranum frá 1949 og að þeim skilningi stóðu lýðræðisfiokkamir allir. Þegar vamarsamningurinn kom til umræðu á Alþingi haustið 1951, flutti Bjami Benediktsson ræðu. Hann lýsti viðhorfum á al- þjóðavettvangi með svofelldum orðum: „A sama stendur, hvert litið er, þar sem hinn frjálsi og ófrjálsi heimur mætast, alls stað- ar eru viðsjár eða vígaferli. I Þýzkalandi er ástandið slfkt, að þar er af ofbeldismanna hálfu hinni fornu höfuðborg nú ógnað með samgöngubanni, sem miðar að því að eyðileggja atvinnu- og Iffsmöguleika margra milljóna manna, til þess að fá þá til að gangast undir ok ofbeldismanna. Tékkóslóvakía, sem löngum gat sér orð fyrir frjálslega hugsun, er nú undirokuð og látlaus straum- ur flóttamanna úr landinu yfir til hinna frjálsu landa. Á landamær- um Júgóslavfu stendur, að sögn þjóðhöfðingja þess lands, mikill her viðbúinn að ráðast inn í land- ið, hvenær sem verkast vill. Grikkland er enn í sárum eftir borgarastyrjöldina og hefur enn ekki endurheimt þann fjölda barna, sem ofbeldismenn rændu úr landinu, þeg- ar þeir hrökkluðust þaðan. I tran liggur við, að upp úr blossi þá og þegar og víðar í Aust- ur-Asíu eru vopnaviðskipti. Utyf- ir tekur þó í Kóreu, þar sem bein ofbeldisárás var framin fyrir rúmu ári, ofbeldisárás, sem leiddi til þess, að alþjóðasamtök í fyrsta sinn hófust handa um að koma fórnarlambinu til hjálpar með virkum hætti. Hafa síðan átt sér stað þar blóðugir bardagar og þrátt fyrir tilraunir til vopnahlés hefur enn ekki tekizt að koma því á ... Allt hefur þetta og þó eink- um Kóreuviðureignin, leitt til þess, að hinar frjálsu þjóðir hafa allar eða flestar mjög eflt vamir sínar frá þvf, sem áður var, bæði hver um sig og allar í samein- ingu.“ Þetta ástand á alþjóðavettvangi leiddi til þess, að lýðræðisflokk- arnir þrfr komust að þeirri niður- stöðu, að ekki væru lengur friðar- timar í heiminum. Hitt er þó ljóst, að þau hernaðarátök, sem Bjami Benediktsson rekur í þessum kafla ræðu sinnar, snertu tslendinga ekki beint. Samt sem áður töldu þessir þrír flokkar nauðsynlegt að gera ráð- stafanir til að tryggja ör- yggi landsins. Þetta skýrir Bjami Benediktsson með svo- felldum orðum í sömu ræðu: „Nú er það auðvitað ljóst, að of seint er að gera ráðstafanir til varnar landinu, eftir að ófriður er hafinn, sérstaklega ef svo skyldi fara, að hann kynni að hefjast með árás á landið sjálft: það gildir jafnt um tsland sem önnur lönd. Og þess ber að gæta og mjög að hafa í huga, að eftir þvf sem önnur lönd eru betur varin og þar með dregið úr lfkum fyrir árásir á þau, þá verða meiri líkur til þess, að ráðizt verði á garðinn þar sem hann er lægstur, þar sem minnst- ar eða engar varnir eru fyrir hendi. Það hlaut því eftir Atlants- hafssáttmálanum að vera skylda íslenzkra stjórnvalda að fylgjast með þvf og gera sér grein fyrir því, hvenær þannig horfði i al- þjóðamálum, að ástæða væri til þess að koma upp vörnum hér á landi, og vitanlega hlaut sú skylda fyrst og fremst að hvíla á íslenzku ríkisstjórninni. Rfkisstjórnin hef- ur reynt að fullnægja þessari skyldu og eftir að svo mjög sner- ist til hins verra í alþjóðamálum, sem raun varð á með ofbeldisárás- inni á Suður-Kóreu, þá hefur ís- lenzka stjórnin vitanlega haft það mjög í huga, hvenær tfmabært væri, að íslendingar færu að dæmi annarra frjálsra lýðræðis- ríkja og gerðu sitt til að tryggja varnir sínar. Afleiðing þessa varð sú, að ríkisstjórnin gerði varnar- samning þann, sem nú er lagður fyrir Alþingi til samþykktar...“ Loks vék Bjarni Benediktsson að þvf í ræðu þessari, að varnar- leysi íslands hefði hættur í för með sér fyrir nágrannaþjóðir, er hann sagði: „Áframhaldandi varnarleysi fól ekki aðeins f sér yfirvofandi hættu fyrir tsland, heldur einnig fyrir friðsamar ná- grannaþjóðir og hefði það vitan- lega verið fjarri skapi Islendinga að haldið væri þannig á þessum málum af þeirra hálfu, að $ökum varnarleysis tslands, hefði verið meiri hætta á því að heimsfriður- inn færi Ut um þúfur. Samningur- inn var sem sagt gerður með það fyrir augum, að séð yrði fyrir vörnum tslands og friðsamra ná- granna þess.“ Af þessum tilvitnunum í ræðu Bjarna Benediktssonar á Alþingi, er varnarsamningurinn kom þar til umræðu, má draga eftirf^irandi ályktanir um skilning lýðræðis- flokkanna þriggja á húgtakinu „friðartímar“ aðeins tveimur ár- um eftir að sá fyrirvari var gerð- ur. Þessar ályktanir eru: 1. Kóreustríðið, sem háð var hin- um megin á hnettinum, ásamt spennuástandi víða um lönd, leiddi til þess, að þingmenn lýð- ræðisflokkanna þriggja töldu, að ekki væru lengur „friðartím- ar“. 2. Enda þótt árás á ísland væri ekki yfirvofandi og ekki hefði komið fram bein hótun um, að á landið yrði ráðizt töldu Sjálf- stæðisflokkur, Framsóknar- flokkur og Alþýðuflokkur nauðsynlegt vegna hins ótrygga ástands að tryggja öryggi lands- manna, þar eð það yrði of seint eftir að árás hefði verið gerð. 3. Varnarliðið var kallað hingað, ekki aðeins til að tryggja öryggi Islands heldur líka vegna þess, að varnarleysi íslands mundi skapa hættu fyrir „friðsamar nágrannaþjóðir" og er þá ber- sýnilega átt við hin Norður- löndin. Þetta eru þá þær forsendur, sem af hálfu lýðræðisflokkanna þriggja voru fyrir því, að varnar- liðið kom hingað í maí 1951 og þessi var sameiginlegur skilning- ur þeirra þá á hugtakinu „friðar- tímar“. AFSTAÐA VINSTRI STJÓRNAR 1956 Fimm árum eftir að vamarliðið kom hingað til lands var gerð ályktun á Alþingi hinn 28. marz 1956, þar sem sagði svo: „Með hliðsjón af breyttum viðhorfum síðan vamarsamningurinn frá 1951 var gerður og með tilliti til yfirlýsinga um, að eigi skuli vera erlendur her á tslandi á friðar- tímum, verði þegar hafin endur- skoðun á þeirri skipan, sem þá var tekin upp, með það fyrir aug- um, að tslendingar annist sjálfir gæzlu og viðhald varnarmann- virkja, þó ekki hernaðarstörf, og að herinn hverfi úr landi. Fáist ekki samkomulag um þessa breyt- ingu, verði málinu fylgt eftir með uppsögn skv. 7. gr. samningsins." Að þessari ályktun stóðu þing- menn Framsóknarflokks, Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags og i kjölfar hennar og að loknum kosningum var vinstri stjórnin gamla mynduð, m.a. með það stefnumark að framfylgja þessari ályktun, þ.e. að varnarliðið hyrfi af landi brott, þar sem nú væru friðartimar. Sjálfstæðisflokkur- inn stóð gegn þessari samþykkt og rofnaði þá sú samstaða, sem verið hafði með lýðræðisflokkunum um öryggismálin 1949 og 1951 og fram að þessu. Samþykkt þessi var auðvitað tilkomin af pólitiskum ástæðum innanlands. Hermann Jónasson tók ekki sæti i samstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar- flokks, sem mynduð var 1953 og hafði unnið ötullega að því ásamt öðrum að leggja grundvöll að vinstri stjórn til þess að endur- skapa það ástand í stjórnmál- unum, sem rikti að mestu áratug- inn 1930—1940. En skylt er að geta þess, að nokkur þíða kom upp á alþjóðavettvangi á árinu 1955 í kjölfar toppfundar, þar sem þeir höfðu m.a. hitzt, Eisen- hower, Krjúsjeff og Bulganin, sem þá voru ráðamenn í Sovét. Hinn 6. desember 1956 gerði Guðmundur 1. Guðmundsson ut- anrikisráðherra vinstri stjórnar- innar Alþingi grein fyrir viðræð- um við Bandaríkjamenn um end- urskoðun varnarsamningsins, sem fram höfðu farið i samræmi við ályktun Alþingis frá 28. marz það ár. I ræðu, sem Guðmundur í. Guðmundsson flutti við það tæki- færi, gerði hann fyrst grein fyrir því, að þessi „þiða“, sem áður var vikið að, hefði verið forsendan fyrir þvi, að Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur hefðu í samein- ingu átt frumkvæði að ályktun Alþingis 28. marz, en sagði síðan: Þannig var umhorfs á Austurvelli 30. marz 1949, er kommúnistar reyndu með ofbeldi að hindra störf Alþingis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.