Morgunblaðið - 14.11.1973, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1973
13
lengur við
Bjarni Benediktsson undirskrifar sáttmálann um stofnun Atlantshafsbandalagsins fyrir Isiands hönd
1949. Þegar Island gerðist aðili að NATO var þvf lýst yfir, að hér yrði aldrei erlendur her á friðartfmum.
Bjarni Benediktsson sýndi fram á það f ræðu 1957, að vegna gjörbreyttra aðstæðna væri þessi fyrirvari úr
sögunni.
„Á seinustu vikum hafa orðið
snögg umskipti í heiminum, sem
ekki var hægt að sjá fyrir 28. marz
að mundu verða nú, frekar en
hægt var 1949, þegar við gengum I
Atlantshafsbandalagið og yfirlýs-
ing var gefin um, að hér skyldi
aldrei vera vamarlið á friðartím-
um, að sjá fyrir, að hér mundi
eftir rúmt ár þörf á vamarliði
þrátt fyrir gefnar yfirlýsingar.
Það var heldur ekki hægt að sjá
það fyrir í vor eða sumar, þegar
var verið að undirbúa endurskoð-
un vamarsamningsins, að mál
mundu skipast sem orðið er nú.
Astand það, sem nú ríkir í al-
þjóðamálum, er svo alvarlegt, að
ég tel það ekki á nokkurs manns
færi að spá fyrir um það í dag, til
hvers það kann að leiða. I Ung-
verjalandi standa enn yfir mjög
alvarleg átök. Alvarlegra þó álft
ég að ástandið sé fyrir botni Mið-
jarðarhafs. I Ungverjalandi er
barizt I landinu sjálfu. Það hefur
enn ekki farið svo, að ungversku
átökin hefi breiðzt út fyrir landa-
mæri Ungverjalands. Vonandi
verður það ekki, en um það skal
ekkert fullyrt að þessu sinni. En
fari svo, að þau átök, sem þar eru
nú, ættu eftir að breiðast til
nágrannalanda Ungverjalands, að
ég tali nú’ekki um, ef þau ættu
eftir að breiðast út til Austur-
Þýzkalands, þá er víst, að mikil
alvara er á ferðum, alvara, sem
getur leitt til þess báls I Evrópu
og jafnvel öllum heiminum, sem
ekki verður fljótlega slökkt. Um
Miðjarðarhafið vonum við að
vísu, að Sameinuðu þjóð-
unum takist að ráða fram
úr þeim málum, en á því er meira
en lítill vafi. Það er mjög erf-
itt að átta sig á, hvað þar
er í raun og veru að gerast,
hvað það er, sem þar er í undir-
búningi og hvers við meg-
um vænta í framtíðinni. Að
minu mati er ástandið í heims-
málunum nú alvarlegra
en það var 1951, þegar varn-
arliðið var kvatt til Islands
og ég tel, að nú séu ekki tímar til
þess að ræða um það að senda
varnarliðið úr landi, eins og á
stendur. Slíkt væri að mfnu viti til
þess bæði að stofna öryggi lands-
ins í hættu og ekki síður að bjóða
hættunni heim, bæði til okkar
sjálfra og þeirra annarra ríkja,
sem við erum f samstarfi við í
Atlantshafsbandalaginu.“
Af þessum ummælum tals-
manns vinstri stjórnarinnar 1956
má draga eftirfarandi ályktanir:
1. Þær vonir, sem vinstri flokk-
arnir bundu 28. marz 1956 við
„andann frá Genf“, brugðust
hrapaltega hálfu ári síðar.
2. Vinstri stjórn Hermanns Jón-
assonar taldi, að uppreisn í
Ungverjalandi, sem barin var
niður með sovézku vopnavaldi,
og strfðsátök við botn Mið-
jarðarhafs gerðu það að verk-
um, að fyrirvarinn frá 1949 um
„friðartíma" ætti ekki við.
FYRIRVARINN
OG BREYTTAR
FORSENDUR
Þegar hér var komið sögu, hafði
hernaðartækni fleygt fram frá
því á árinu 1949. Langdrægar
sprengjuflugvélar með kjarn-
orkusprengjur og eldflaugar með
Styrmir
Gunnarsson:
Varnir
Islands
kjamaodda voru að koma til sög-
unnar. Hinn 17. aprfl 1957 birtist í
Morgunblaðinu ræða, sem Bjami
Benediktsson hafði flutt skömmu
áður á fundi Heimdallar. I ræðu
þessari færði Bjami Benedikts-
son rök að þvf, að þær forsendur,
sem fyrirvarinn um engan erlend-
an her á „friðartímum“ var
byggður ál949, hefðu gjörbreytzt.
í ræðu þessari sagði Bjarni Bene-
diktsson m.a.: „Það er að vfsu
satt, að þegar við gerðumst aðili
að Atlantshafsbandalaginu 1949,
þá höfðum við þann fyrirvara á,
að við vildum ekki hafa erlendar
herstöðvar hér á friðartímum,
heldur ætluðum við okkur ein-
ungis að veita erlendum aðilum
svipaða aðstöðu hér, ef til ófriðar
kæmi, eins og gert var i síðustu
styrjöld. En síðan eru viðhorfin
gersamlega breytt. Nú er það
komið í ljós, eins og í orðum
Hvítu bókarinnar brezku bezt
lýsir sér, að styrjöld hlýt-
ur að hafa í för með sér
slíka gereyðileggingu, að það
er tiltölulega lítils virði að vera
að tala um, hvað eigi að gera,
út. Alla áherzlu verður að leggja
á að það, sem á allt annað hlýtur
að skyggja, er að leggja sitt fram
til þess, meðan hið geigvænlega
ástand rikir, sem nú er fyrir
höndum, að koma í veg fyrir, að
nokkur þori að leggja til nýrrar
árásar. Það er ekki einung-
is, að styrjöldin sjálf sé
orðin miklu hættulegri og
með hörmulegri afleiðingum
en nokkru sinni áður, heldur
er nú, gagnstætt því sem áður
var, nærri undirbúningslaust
hægt að hefja styrjöld. En þegar
við vorum að semja um inngöngu
í Atlantshafsbandalagið 1949 var
því haldið fram og með rökum, að
hægt væri að sjá með nokkurra
vikna fyrirvara, hvort styrjöld
væri í aðsigi eða ekki. Herflutn-
ingar og hin og þessi atvik til
undirbúnings gæfu til kynna að
verið væri að efna til styrjaldar.
Þetta var alveg rétt. Bæði 1914 og
1939 mátti næstu vikurnar á und-
an sjá, að þá var verið að efna til
styrjaldar. Það gat fram hjá eng-
um farið. En nú er orðin á þessu
breyting. Eftir að hin nýju ógur-
legu vopn eru komin til sögunnar,
flugvélarnar, sem hægt er að
skjóta frá eldflaugastæðum, sem
eru fyrir hendi þegar i dag, þá er
hægt að hefja styrjðld svo að
segja gersamlega fyrirvaralaust.
Þess vegna er sá fyrirvari, sem
um var talað 1949 og við þá í góðri
trú gerðum ráð fyrir, nú gersam-
lega úr sögunni.“
Þessi tilvitnun sýnir, að þegar á
árinu 1957, fyrir 16 árum, hafði
Bjarni Benediktsson sýnt fram á
það með óhrekjanlegum rökum,
að forsendur voru þá þegar
brostnar fyrir þeim fyrirvara,
sem gerður var, er ísland gerðist
aðili að Atjantshafsbandalaginu
1949. Frá þvf að þessi ræða
Bjarna Benediktssonar var flutt,
hefur hernaðartækninni enn
fleygt fram. Nú eru komin til
sögunnar enn fullkomnari eld-
flaugar, sem á örfáum mínútum
flytja vetnissprengjur heims-
horna á milli og í undirdjúpunum
sigla kjamorkukafbátar búnir
eldflaugum með kjarnaoddum,
sem umsvifalaust er hægt að
beina að árásarstað. Haf i fyrirvar-
inn um „friðartíma" verið úr gildi
fallinn 1957, þá er hann það enn
rækilegar f dag.
STEFN UYFIRLYSING
NUVERANDI
STJÓRNAR
Þegar vinstri stjórnin, sem nú
situr að völdum, var mynduð um
miðjan júlf 1971, kom hún sér
saman um málefnasamning þar
sem sagði m.a.: „Varnarsamning-
urinn við Bandarikin skal tekinn
til endurskoðunar eða uppsagnar
í þvf skyni, að vamarliðið hverfi
frá tslandi í áföngum. Skal að því
stefnt, að brottför liðsins eigi sér
stað á kjörtímabilinu."
Nú er það svo með þetta ákvæði
málefnasamningsins, eins og
ályktun Alþingis28. marz 1956, að
pólitiskar ástæður hér innan-
lands, sem ekki mörkuðust af við-
horfum í öryggismálum, réðu því,
að þetta ákvæði var tekið inn. Það
var gert skv. kröfu Alþýðubanda-
lagsins (og raunar Bjama Guðna-
sonar líka), sem taldi sér ekki
fært vegna sinna stuðningsmanna
að eiga aðild að rfkisstjórn nema
slík yfirlýsing væri gefin. Að hún
er svo loðin sem raun ber vitni
um, þar sem einstakir ráðherrar
hafa túlkað hana á mismunandi
vegu, sýnir, að miklar efasemdir
voru hjá öðrum um, að hyggilegt
væri að setja slfkt stefnumark.
Engu að síður sýnir þetta ákvæði
málefnasamningsins, að Fram-
sóknarflokkurinn er nú eins og
hann var 1956, reiðubúinn til að
leika sér að öryggismálum þjóðar-
innar í pólitisku skyni. En látum
það vera. Við skulum líka gleyma
þvf eitt andartak, að forsendur
eru löngu brostnar fyrir fyrirvar-
anum frá 1949.
Þess í stað skulum við skoða
þær aðstæður í heimsmálum 1951,
sem leiddu til þess, að Framsókn-
arflokkurinn þá stóð að því, að
varnarliðið kom til tslands. Við
skulum ennfremur rifja upp þær
aðstæður á alþjóðavettvangi 1956,
sem leiddu til þess að Framsókn-
arflokkurinn taldi ekki fært að
láta varnarliðið hverfa af landi
brott þá og bera saman við ástand
heimsmálanna í júlí 1971, þegar
málefnasamningurinn var birtur
og ástandið eins og það er nú, þeg
ar enn fara fram viðræður við
Bandaríkin um endurskoðun
varnarsamningsins. A árinu 1951
voru framsóknarmenn því sam-
mála, að bandarískt vamarlið
kæmi hingað, fyrst og fremst
vegna þess, að Kóreustrfðið hefði
skapað hættuástand í heiminum
og ekki væri óhætt að láta tsland
vera vamarlaust. Hvernig voru
aðstæður á miðju ári 1971, tveim-
ur áratugum síðar, þegar fram-
sóknarmenn stóðu að yfirlýsingu
um, að vamarliðið skyldi af landi
brott? Að vísu var ekki barizt í
Kóreu þá. En margfalt hatramm-
ari styrjöld var þá háð í Indó-
Kfna, fyrst og fremst í Víetnam,
með beinni þátttöku bandariskra
herja, en mótaðilinn hlaut öflug-
an stuðning frá Sovétríkjunum og
Kfna. Ur þvf að framsóknarmenn
töldu nauðsynlegt að fá vamarlið-
ið hingað 1951, aðallega vegna
Kóreustrfðsins, er erfitt að
skilja, hvernig þeir gátu metið
það svo, um mitt sumar 1971, þeg-
ar Víetnamstyrjöldin geisaði enn,
að svo friðvænlegt væri orðið í
heiminum, að óhætt væri að láta
það fara.
I desember 1956 töldu fram-
sóknarmenn nauðsynlegt að
hverfa frá fyrri áformum um
brottför varnarliðsins vegna
styrjaldarástands fyrir botni Mið-
jarðarhafs. Eins og menn muna
hafði það gerzt þá, að Bretar og
Frakkar réðust inn í Egyptaland
til þess að koma í veg fyrir lokun
Súezskurðarins og gerðu um leið
samsæri við tsraela, sem brunuðu
inn á Sinai-eyðimörkina. t þessum
átökum gerðist það, að Eisenhow-
er Bandarikjaforseti beitti þessar
tvær þjóðir þvingunum til þess að
stöðva hernaðaraðgerðir þeirra.
Þetta ástand ásamt uppreisninni í
Ungverjalandi leiddi til þess, að
framsóknarmenn töldu brýnna en
nokkru sinni áður að hafa hér
bandarfskt vamarlið.
Nú gerðist það um miðjan októ-
ber sl., að enn brauzt út styrjöld í
Miðausturlöndum. Þau hernaðar-
átök reyndust margfalt hættu-
legri fyrir heimsfriðinn vegna
þess, að þau sköpuðu verulega
hættu á beinum árekstrum milli
Bandarikjanna og Sovétrfkjanna
og f nokkrar klukkustundir stóð
heimurinn á öndinni vegna þess,
að sú hætta virtist vera að verða
að veruleika. Nú er vopnahlé í
Miðausturlöndum, en allir
þekkja, hvernig ástandið er þar
og vita, að ekkert má út af bregða
til þess að allt fari í bál og brand.
Ur því að framsóknarmenn
voru þeirrar skoðunar f desember
1956, að ótryggt ástand í Miðaust-
urlöndum gerði dvöl vamarliðs-
ins hér nauðsynlega, er með engu
móti hægt að skilja, að ástandið
þar nú.sem ersýnu hættulegra en
það var f desember 1956, geri það
ekki enn brýnna, að hér verði
varnir í landinu.
Eins og þessi dæmi sýna, voru
mjög svipaðar forsendur fyrir
hendi sumarið 1971, þegarvinstri
stjórnin gaf út stefnuyfirlýsingu
sína og voru til staðar, þegarvarn-
arliðið kom til landsins 1951. Og
þessa dagana eru nánast nákvæm-
lega sömu forsendur fyrir því að
taka þá ákvörðun, að varnarliðið
verði áfram, og voru f desember
1956, þegar fyrri vinstri stjórn
komst að slfkri niðurstöðu. I raun-
inni þarf því ekki einu sinni að
deila um það, hvort „friðartíma"
hugtakið sé í gildi eða ekki.
En nú eru brostnar forsendur
fyrir þessum fyrirvara, eins og
Bjarni Benediktsson sýndi svo
glögglega fram á í apríl 1957, og
má það því furðu gegna, að af
hálfu málsvara Framsóknar-
flokksins skuli þessi fyrirvari
vera hafður uppi. Hvorki þeir né
kommúnistar geta haldið fram
nokkrum haldbærum rökum f jrir
því, að hann sé í gildi, a.m.k. hafa
þeir enga tilraun gert til þess.
EN HVAÐ UM
„DETENTE"?
En þá kann að vera, að talsmenn
rikisstjórnarinnar haldi því fram,
að þessi fyrirvari haf i fengið nýja
þýðingu vegna enn breyttra for-
sendna frá 1957, og ei^þá átt við
batnandi sambúð hinna svo-
nefndu risavelda og „deténte" í
Evrópu. Hér að framan var á það
minnt, að helztu rök vinstri f lokk-
anna fyrir ályktuninni 28. marz
1956 hefðu einmitt verið batnandi
sambúð austurs og vesturs í
kjölfar hins svonefnda „anda
frá Genf“, þ.e. þeirrar þíðu,
sem leiddi af fundi æðstu manna
f Genf 1955, en eins og bent var á
brugðust þessar vonir svo hrapal-
lega, að hálfu ári seinna taldi
vinstri stjórnin gamla höfuðnauð-
syn, að vamarliðið yrði hér
áfram.
Þegar fjallað er um batnandi
sambúð risaveldanna nú er nauð-
synlegt að átta sig á því, hvað er
tal og hvað eru kaldar staðreynd-
ir. Staðreynd er, að sambúð V-
Þýzkalands og A-Evrópuríkjanna
hefur stórbatnað, og samkomulag
hefur tekizt um stöðu Berlínar.
Þetta er hið eina, sem áþreifan-
lega hefur gerzt i bættri sambúð
V-Evrópu og A-Evrópu. Þetta er
mikill áfangi. Samt sem áð-
ur mega þeir Willy Brandt
og Pompidou ekki til
þess hugsa, að bandarískt her-
lið hverfi frá Evrópu, og f við-
ræðunum við Nixon hér í
Reykjavfk í vor lagði franski for-
setinn alveg sérstaka áherzlu á
þetta. Astæðan er sú, að þrátt
fyrir þann árangur, sem náðst
hefur með „Ostpolitík" Brandts,
treysta V-Evrópuþjóðirnar því
ekki, að Sovétríkin hafi
látið af útþenslustefnu
sinni. Þau óttast, að hverfi
bandarískt herlið frá Evrópu
muni hefjast eins konar „finn-
landisering" V-Evrópu. Ur því
að sjálfur höfundur þessarar
nýju austurstefnu tekur Sovét-
rfkjunum með svo mikilli varúð,
verður ekki séð, með hvaða rök-
um talsmenn íslenzku rikisstjórn-
arinnar geta verið bjartsýnni.
Að nokkru leyti má segja, að
annar áþreifanlegur árangur í
bættri sambúð austurs og vesturs
sé nánara samband milli leiðtoga
Sovétrikjanna og Bandaríkjanna.
Þótt mikið hafi tvímælalaust á-
unnizt í þeim efnum er sá árang-
ur þó ekki meiri en svo, að þegar
Fram..> /i«i * bls. 24.