Morgunblaðið - 14.11.1973, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1973
Gunnar Thoroddsen í landhelgisumræðunum:
Samningurinn hindrar ekki
útfærsluna í 200 mílur
HÉR fer á eftir frásögn af þeim umræðum, sem fram fóru á Alþingi f
fyrradag og fyrrinótt f tilefni af þingsályktunartillögu rfkisstjórnar-
innar um landhelgissamninginn við Breta. 1 gær var f Morgunblaðinu
skýrt ftarlega frá ræðum þeirra Geirs Hallgrfmssonarog Matthfasar A.
Mathiesen, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins f utanrfkisnefnd, og f blaðinu
f dag er sagt sérstaklega frá ræðum Matthfasar Bjamasonar og
Guðlaugs Gfslasonar við þetta tækifæri. 1 blaðinu á morgun verður
sfðan ftarleg frásögn af ræðum Þorvalds Garðars Kristjánssonar og
Péturs Sigurðssonar, en þessir fjórir sfðastnefndu þingmenn greiddu
allir atkvæðigegn þingsályktunartillögunni.
Eysteinn Jónsson (F) gerði
grein fyrir nefndaráliti meiri-
hluta utanríkismálanefndar, þar
sem lagt er til, að þingsályktunar-
tillagan verði samþykkt óbreytt.
Sagði hann, að fulltrúar Alþýðu-
flokks, Alþýðubandalags, Fram-
sóknarflokks og Samtaka frjáls-
lyndra og vinstra manna í nefnd-
inni stæðu að álitinu. Sagði hann,
að samkomulagið nú markaði
ekki stefnubreytingu né frávik
frá þeirri stefnu f landhelgismál-
inu, sem Alþingi mótaði sam-
hljóða 15. febrúar 1972. Teldi
meirihlutinn, þegar á allt væri
litið, að ávinningur væri að því að
ganga til þessa samkomulags.
Bjarni Guðnason (ut. fl.)
ítrekaði andstöðu sína við sam-
komulagsgrundvöllinn, sem fram
hafði komið við fyrri hluta um-
ræðnanna á fimmtudag í s.l. viku.
Afsláttur, frestur, undansláttur,
niðurlæging voru meðal þeirra
orða, sem Bjarni viðhafði um sam-
komulagsdrögin. MæJti hann að
lokum fyrir breytingartillögu,
sem hann flutti á þá leið, að inn í
samninginn kæmi að íslendingar
hefðu fulla og óskoraða lögsögu
að 50 mílunum.
Magnús Kjartansson, ráðherra,
kvað furðulegt, að tvö nefndarálit
skyldu koma fram, þar sem öll
utanríkismálnefndin hefði verið
sammála um að styðja tillöguna.
Þetta væri vegna þess, að sjálf-
stæðismenn vildu nota þetta tæki-
færi til að koma ásökunum á ríkis-
stjórnina og sérstakJega á ráð-
herra Alþýðubandalags á fram-
færi. Þessar ásakanir byggðust á
því, að ekki hefði verið samstaðaf
ríkisstjórninni um meðferð máls-
ins.
Ráðherrann sagði, að hér væri
um veigamikið atriði að ræða, þar
sem um væri að tefla, hvort
stjórnmálaumræður ættu að fara
fram fyrir opnum tjöldum eða
bak við luktar dyr. Sjálfstæðis-
flokkurinn væri á móti opnum
stjórnmálaumræðum.
Magnús Kjartansson vék nú að
landhelgissamningunum og sagði,
að skoðanir sínar á málinu hefðu
ekki breyst vitundarögn. Kvaðst
ráðherra taka á samningsaðgerð-
inni fulla ábyrgð til jafns við aðra
ráðherra.
Gunnar Thoroddsen (S)
tíundaði fyrst þau atriði, sem
hann taldi teljast til kosta f þessu
uppkasti. Sagði hann það f fyrsta
lagi vera ákaflega mikilvægt að
sínu mati, að leysa deiluna, sem
verið hefði milli þessara tveggja
nágranna- og viðskiptaþjóða. I
öðru lagi væri -'ni, að ef ekki
tækist nú a' ná r. mkomulagi,
myndi á ný skapúsí slíkt hættu-
ástand á miðunum, sem verið
hefði fyrr, og þegar hefði kostað
mannslff. Slíkt ástand væri ekki
eftirsóknarvert. Slit á stjórnmála-
sambandi væri þá að sínu mati
öumflýjanlegt, og gæti slíkt haft
hinar alvarlegustu afleiðingar.
Þá sagðist þingmaðurinn telja
það til kosta, að allar, líkur væru
á, að ákvæði samningsuppkasts-
'ins fælu í sér verulega minnkandi
sókn Breta á miðin. Við lausn
deilunnar myndu og opnast á ný
markaðir fyrir íslenzkarafurðir f
Bretlandi og í Iöndum Eínahags-
bandalagsins.
Ókostir við samningsgerð þessa,
sagði Gunnar Thoroddsen, að
væru að sínu mati stórir. Bæri þar
fyrst að telja að sér þættu Islend
ingar þurfa að láta fullmikið í
staðinn. M.a. væri gert ráð fyrir,
að verulegur hluti hinnar nýju
landhelgi væri opinn á næstu
tveimur árum. Þá mætti og benda
á, að lokunartími hólfanna væri
ekki í neinu samræmi við óskir
islenzkra sjómanna.
Þá sagðist þingmaðurinn telja
það ákvæði samningsuppkastsins
óviðfelldið, sem kvæði á um að
íslenzk varðskip skyldu kalla á
eftirlitsskip annarrar þjóðartil að
staðreyna mælingar sfnar er það
hefði staðið landhelgisbrjót að
verki í hinni nýju lögsögu ís-
lands. Sömu sögu væri að segja
um það atriði, að íslendingum
væri óheimilt að færa brotlegt
skip til hafnar og höfða mál gegn
skipstjóranum og gera afla og
veiðarfæri upptæk.
I samningsuppkastinu væri
ekki að finna neitt varðandi mála-
reksturinn fyrir dómstólnum f
Haag. Sagðist Gunnar draga þá
ályktun, að þetta þýddi að mála-
rekstur myndi halda áfram. Ef
íslendingar sigruðu, sem hann
teldi vel hugsandi, ef rétt yrði að
málum staðið, þá vaknaði sú
spurning, hvort samningurinn
yrði látinn halda gildi sínu. Teldi
hann það líklegt.
Loks sagðist Gunnar vilja koma
að tveimur mikilvægum málum,
en það væru friðunaraðgerðir á
fiskimiðunum, og eftirlit með
veiðarfærum fiskiskipanna. Sagði
hann, að á undanförnum árum
hefði verið mikil nauðsyn á auk-
inni vemd fiskstofnanna. Hefði
sjávarútvegsmálaráðherra oft
verið ávíttur fyrir slæleg vinnu-
brögð í þeim efnum, og það með
réttu. Nú væri það augljóst, að
mikilla friðunaraðgerða væri
einnig þörf á næstu tveimur ár-
um, og væri það að sönnu galli á
samningsuppkastinu, að þar væri
ekkert um þau mál fjallað.
Sagðist þingmaðurinn vilja leggja
þann skilning f uppkastið, að það
kæmi ekki í veg fyrir frekari
friðunaraðgerðir. A.m.k. myndu
sjálfstæðismenn ekki láta samn-
inginn aftra sér í þeim efnum ef
þeir yrðu í ráðherrastólunum á
næstu tveimur árum.
Varðandi eftirlit með veiðar-
færum skipa, sagði þingmaður-
inn, að fréttir af grófum brotum á
ákvæðum um möskvastærð
sýndu, að mjög aukins eftirlits
væri þörf. Þar sem engin ákvæði
um slfkt eftirlit væri að finna í
samningsuppkastinu, sagðist
Gunnar vilja benda á, að sam-
kvæmt alþjóðlegum samþykktum
væri íslenzkum varðskipsmönn-
um að fullu heimilt að fara um
borð í veiðiskipin til að rannsaka
veiðarfærin.
Loks vék þingmaðurinn að
fyrirhugaðri Utfærslu í 200 mílur,
og varpaði fram þeirri spurningu,
hvort hugsanlega fælust nokkrar
hindranir fyrir frekari útfærslu í
þessum samningi, og benti jafn-
framt á, að Sjálfstæðisflokkurinn
hefði miðað tímamerk útfærsl-
unnar við árslok 1974. Sagðist
þingmaðurinn telja, að í þessum
samningi væri einungis fjallað
um hafsvæðið milli 12 og 50
mílna, og því álit hann hiklaust,
að f samningnum væri engin
fyrirstaða fyrir útfærslu f 200 sjó-
mflna fiskveiðilögsögu.
Við mat á framangreindum
kostum og ókostum þessa
samningsuppkasts, sagðist
Gunnar komast að þeirri niður-
stöðu, að rétt væri að greiða
samningnum jákvæði.
Eysteinn Jónsson (F) vék að
áliti rninnihluta utanríkismála-
nefndar, og sagðist ekki skilja
hvaða eining stjórnarflokkanna
það væri, sem að áliti minni-
hlutans hefði verið rofin. Nú-
verandi stjórnarflokkar hefðu átt
það sameiginlegt í síðustu
kosningum að vilja allir færa út
fiskveiðilögsöguna fyrir 1. sept-
ember 1972, og það hefði verið
gert.
Hvað varðaði brottför herskip-
anna úr íslenzkri landhelgi, sagði
Eysteinn það vera alrangt hjá
minnihluta nefndarinnar, að
brottförinni hefði ráðið eitthvað
annað en afstaða rfkisstjórnarinn-
ar, þegar hún hótaði slitum á
stjórnmálasamskiptum.
Lúðvfk Jósepsson sagði, að
hann og hans flokksmenn hefðu
reynt eftir megni að ná fram betri
samningum. Hins vegar væri ekki
hægt að segja, að Sjálfstæðis-
flokkurínn hefði stutt þær til-
raunir.
„Eg hefði gjarnan viljað halda
þessum átökum áfram,“ sagði ráð-
herrann. „Ég hefði gjarnan viljað
sjá herskipin hér á miðunum í
vetur og sjá hvernig þeim reiddi
af yfir veturinn. Við hefðum átt
að halda þessari deilu áfram og
ná fram betri kostum. En það lá
ljóst fyrir að það var ekki hægt.
Við Alþýðubandalagsmenn gerð-
um samkomulag við okkar sam-
starfsmenn í rfkisstjórninni, —
en ég skal ekki á neinn hátt skjóta
mér undan ábyrgð á samningn-
um. Ég ber á honum fulla ábyrgð
til jafns við aðra sem hann sam-
þykkja.
Við gerðum málamiðlunarsam-
komulag í ríkisstjórninni, og við
völdum þann kostinn, sem var
beztur. Sá kostur hefði verið sýnu
verstur, að Bretar hefðu fengið
þennan samning, og svo íhalds-
stjórn daginn eftir."
Ellert B. Schram (S) sagði, að
halda mætti af ræðum ráðherra
Alþýðubandalagsins, að Sjálf-
stæðisflokkurinn flytti þings-
ályktunartillöguna. Sagðist hann
geta upplýst Magnús Kjartansson,
sem talað hefði um nýjan tíðar-
anda í stjórnmálum, að það væri
sannarlega ekki í samræmi við
tfðarandann að gefa yfirlýsingar
og breyta þvert gegn þeim.
Ellert gerði nú samanburð á
samningunum frá 1961 og drög-
unum nú, og fjallaði um þær yfir-
lýsingar, sem núverandi stjórnar-
sinnar hafa viðhaft um samning-
ana frá 61. Væri þar talað um
landráð og glæpsamlegt atferli
um samning, sem f eðli sínu væri
sambærilegur við þann samning,
sem nú væri verið að gera.
I síðustu kosningum hefði því
verið haldið fram af núverandi
stjórnarflokkum, að Sjálfstæðis-
flokkurinn vildi fresta öllum að-
gerðum í landhelgismálinu fram
yfir hafréttarráðstefnu Sam-
einuðu þjóðanna. Nú væri mein-
ingin með þessum samningi að fá
einmitt fram slíka frestun og það
sem verst væri, að ekki fylgdi
nein viðurkenning af Breta hálfu
á fiskveiðilögsögu okkar.
Ellert sagði að lokum, að
forsenda af sinni hálfu fyrir
stuðningi við samkomulagið væri,
að ekki yrði unnt að túlka samn-
inginn þannig, að frekari út-
færsla fiskveiðilögsögunnar væri
óheimil. Óskaði hann eftir skiln
ingi forsætisráðherra á þessu at-
riði, áður en til atkvæðagreiðslu
kæmi.
Ólafur Jóhannesson forsætis-
ráðherra, benti þingmönnum á,
að heimurinn færist ekki þó sam-
komulaginu yrði hafnað.
Svaraði hann spurningu EUerts
á þá leið, að ekki kæmi þetta
samkomulag að neinu leyti f veg
fyrir, að Islendingar gætu fært
frekar út lögsöguna.
Þá mæltist forsætisráðherra til
þess við Bjarna Guðnason, að
hann tæki aftur breytingartillögu
sína um að tekið yrði fram í samn-
ingnum, að Islendingar hefðu
fulla og óskoraða lögsögu að 50
mflunum. Þetta atriði væri ekk-
ert samkomulagsatriði við Breta.
Hér ættum við einhliða allan rétt.
Benedikt Gröndal (A) sagði að
upp frá þessu yrði erfitt að tala
um, að þjöðareining væri um
landhelgismálið.
Sagði hann, að sjaldan hefðu
farið fram aðrar eins umræður á
Alþingi og nú kæmu frá ráðherr-
um Alþýðubandalagsins. Hér
væri að koma fram það sem vitað
væri, að Alþýðubandalagið þyldi
aldrei að starfa með öðrum flokk-
um í ríkisstjórn nema í 2—3 ár í
einu. Þeir væru þó greinilega
reynslunni rfkari og ætluðu f
þetta sinn að reyna að sitja út
kjörtímabilið, sama á hverju
gengi.
JónasAmason (Ab) kvaðst vilja
spyrja Bjarna Guðnason, hvort
hann teldi að Alþýðubandalagið
hefði átt að greiða atkvæði gegn
samkomulaginu og verða þannig
til þess, að íhaldsstjórn kæmist til
valda. Sagði þingmaðurinn, að
hann teldi samkomulagið mein-
gallað og að sumu leyti grábölvað,
en þó væri það betri kosturinn.
Bjarni Guðnason (ut. fl.) svar-
aði ósk forsætisráðherra, um að
draga tillögu sína til baka,
neitandi.
Jónasi Ámasyni svaraði hann
þannig, að hann teldi, að stjórn-
málamenn þyrftu að hafa einhver
Frá þingfundi í gær, þegar þingsályktunin um samningana við Breta var samþykkt. Ljósm. Mbl. Sv.
Þorm.
prinsipp, svo sem að standa á
sannfæringu sinni. Ef menn
treystust ekki til að standa á sann-
færingu sinni í mesta lífshags-
munamáli þjóðarinnar, þá gerðu
þeir það aldrei.
Hannibal Valdimarsson (SFV)
sagðist í fyrstu haf a gert sér vonir
um, að þessi dagur yrði álíka
gleðidagur og 15. febrúar 1972
hefði verið, þegar útfærsla land-
helginnar hefði verið samþykkt
með 60 samhljóða atkvæðum.
Annað hefði þó komið á daginn.
Vék hann að þeim þingmönnum
sem lýst höfðu yfir andstöðu við
samningsdrögin, þ.á m. að Þor-
valdi Garðari Kristjánssyni og
Matthíasi Bjarnasyni, og sagðist
telja að þeir væru með þessu að
reyna að „plokka atkvæði" frá
honum sjálfum, Steingrími Her-
mannssyni og Karvel Pálmasyni.
Sagðist hann telja að Matthfas
þyrfti ekki að standa í slíkum
atkvæðaveiðum.
Jón Árnason (S) sagði, að vart
færi á milli mála, að nú væri
lýðskrum stjórnarflokkanna, og
þá sérstaklega ráðherra Álþýðu-
bandalagsins, að fullu afhjúpað.
Þeir væru tilbúnir til þess að
svíkja þjóðina, og fórna hverju
sem væri til þess eins að sitja
áfram við völd. Þetta væri að sínu
mati algjört einsdæmi.
Þá sagði Jón Ámason, að það
hefðu á sínum tima verið talin
landráð ef í samningnum frá 1961
hefðu ekki falizt viðurkenning á
útfærslunni. Nú horfði málið hins
vegar öðru vísi við að mati rá.ð-
herranna, sem veittu með samn-
ingnum veiðiheimildir, án þess að
fá nokkra viðurkenningu á Iand-
helginni.
Þingmaðurinn kvaðst harma, að
ekki skyldu tekin inn i samning-
inn nein ákvæði um friðunar-
svæði utan 12 mflna. T.d. væri
ekki vanþörf á að lengja
friðunartímann á Selvogsbanka,
og það friðunarsvæði hefði þurft
að vera mun stærra.
Loks kvaðst þingmaðurinn ætla
að greiða atkvæði með þessu sam-
komulagi, sem þó hefði f sér
fólgna mikla annmarka. Með því
væri hins vegar bundinn endi á
það hættuástand, sem ríkt hefði á
miðunum að undanförnu.
Geir Hallgrímsson (S) vék m.a.
að ræðu Magnúsar Kjartanssonar
iðnaðarráðherra, og sagði að hún
hefði að vonum fjallað um allt
annað en fyrirliggjandi samnings-
uppkast. Hann hefði t.a.m. talað
um að Sjálfstæðisflokkurinn væri
lokaður. I þessu tilviki væri þá
fróðlegt að fá birt almenningi
það, sem fram hefði farið á þing-
flokksfundum Alþýðubandalags-
ins þegar þingmenn voru knúðir
til fylgis við samningsdrögin. Þá
myndi sannast, að þessu væri
þveröfugt farið með Sjálfstæðis-
flokkinn.
Þá vék Geir lítillega að ræðu
sjávarútvegsmálaráðherra, og
benti á að ráðherra hefði sagst
vilja halda átökunum áfram.
Tveimur setningum síðar hefði
hann sagt, að þessi samningsdrög
væri bezti kosturinn. Hér væri
um hinn merkilegasta tvískinn-
ung að ræða, og minnti þetta helzt
á geðklofa.
Loks sagði Geir Hallgrímsson,
að meginatriðið væri að nýta
mætti friðinn til að hefja nýja
sókn, og tryggja þjóðinni 200 sjó-
mílna fiskveiðilögsögu.
Matthfas Bjarnason (S) tók
næstur til máls, og ítrekaði m.a.
fyrri spurningar sfnar þess efnis,
hvað gert yrði við brezka togara
sem brotið hefðu af sér á þeim
tíma, sem liðinn væri frá þvf að
landhelgin var færð út. Ennfrem-
ur hvort nokkur trygging væri
fengin fyrir þvf, að Bretar myndu
viðurkenna útfærsluna eftir tvö
ár.
Loks sagðist hann vilja árétta,
að ekkert kjördæmi færi eins illa
út úr þessari samningsgerð og
Vestfirðir, og sagðist telja frek-
lega gengið á rétt þess fólks, sem
hafði stutt hann á þing, ef þessir
samningar næðu fram að ganga.
Stefán Gunnlaugsson (A)
kvaðst vilja gera grein fyrir
afstöðu sinni. Hann gæti tekið
undir ýmsa þá gagnrýni, sem
fram hefði komið.
Hann teldi þó kosti samkomu-
lagsins vega þyngra á metunum
Framhald á bls. 18