Morgunblaðið - 14.11.1973, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1973
15
Brandt krefst
jafnréttisá f
við Bandaríkin
Strassborg, 13 nóv. AP. NTB.
WILLY Brandt, kanslari Vestur-
Þýzkalands, krafðist þess I dag, að
Bandaríkin kæmu framvegis
fram við Efnahagsbandalagslönd-
in ð jafnréttisgrundvelli.
Krafa hans lýsir óánægju
Evrópumanna vegna þess, að
Arabar hóta að skrúfa fyrir olí-
una til þeirra og að þeir hafa ekki
verið hafðir með I ráðum vegna
aðgerða risaveldanna I Mið-
austurlöndum.
Brandt krafðist þess einnig i
fyrstu ræðunni, sem þjóðarleið-
togi hefur haldið i Evrópuþing-
inu, að Evrópa gegndi beinu hlut-
verki I lausn deilumála Israels-
manna og Araba. Hann taldi það
góða byrjun, að EBE-rikin hafa
hvatt til þess í sameiginlegri yfir-
lýsingu, að ályktunum Sameinuðu
þjóðanna verði framfylgt og
ísraelsmenn hörfi frá herteknum
svæðum.
Hann lagði áherzlu á, að EBE-
löndin yrðu sem fyrst að móta
sameiginlega utanríkisstefnu, því
að baráttan fyrir sameiningu
Evrópu yrði að vera i takt við
stjórnmálaþróunina annars stað-
ar f heiminum.
Brandt sagði, að atburðir í Mið-
austurlöndum snertu löndin í
Vestur-Evrópu beint og þess
vegna yrðu þau að stuðla að lausn
vandamálanna þar. Hins vegar
kvað hann síðustu atburði sýna
hvað Evrópa væri hjálp-arvana ef
hún sýndi ekki samtakamátt
sinn. Yfirlýsing EBE, sem
Brandt gat, hefur verið harðlega
gagnrýnd fyrir að draga taum
Araba. ísraelsstjórn segir hana
greinilega bera með sér, að hún
hafi orðið til vegna hótunar
Arabaum að skrúfafyrirolíuna.
Watergate:
*« *
»«»* ' »
■kMM
Twk«««»«
1 a
mí Æ W í jj
Frú Patricia Nixon var um helgina heiðruð I heimafyiki sfnu Nevada, sem kona aidarinnar frá
Nevada. I samsæti, sem haidið var f þessu tiiefni, birtist Nixon forseti öllum á óvart og hlaut að
launum koss frá konu sinni.
Anna giftir
sig í dag
BRUÐKAUP þeirra Önnu
Bretaprinsessu og Mark Phill-
ips verður gert frá West-
minsterdómkirkjunni f Lund-
únum f dag að viðstöddu miklu
fjölmenni. Utvarpað og sjón-
varpað verður frá athöfninni
víða um heim og er gert ráð
fyrir, að um 500 milljónir
manna muni fylgjast með. Hér
á myndinni sést brúðkaups-
tertan, sem bökuð var f mat-
reiðsluskóla brezka hersins f
Aldershot.
Nefndin vill fund með Nixon
Nixon verður hreinsaður segir Ford
Brezhnev til Delhi
Nýju Delhi, 13. nóvember. AP.
Sovézki kommúnistaforinginn
Leonid I. Brezhnev mun dveljast
síðustu fimm daga mánaðarins í
„opinberri vináttuheimsókn á
Indlandi", að sögn indverska
utanríkisráðuneytisins í dag.
Washington 13. nóv. AP-NTB
WATERGATENEFND Öldunga-
deildar Bandarfkjaþings sam-
þykkti á fundi sfnum f dag, að
fara fram á fund með Nixon for-
seta til að geta lagt fyrir forset-
ann nokkrar spurningar varðandi
vitneskju hans um Watergate-
máiið. Tekið var fram, að nefndin
krefðist þess ekki, að forsetinn
svaraði spurningunum undir eiði.
Samþykktin f dag er f beinu fram-
haldi af samþykkt nefndarinnar f
sfðustu viku um að kanna mögu-
leikana á fundi með forsetanum,
en gengur auðvitað mun lengra.
Lögfræðingar Nixons og
nefdarinnar hafa rætt nöguleik-
ana á fundi nefndarmanna og for-
setans, en ekki getað komist að
samkomulagi. Hefur nefndin lýst
Ennþá ferst
Starfighter
Bremen, 13. nóvember. NTB.
ÓTTAZT er, að að minnsta kosti
I sex menn hafi týnt lffi, þegar
, þota af gerðinni Starfighter frá
belgfska flughernum steyptist á
hús skammt frá þorpinu Borwede
suður af Bremen f dag.
Fjórir þeirra, sem fórust,
bjuggu í húsinu. Hinir, sem fór-
ust, voru flugmaðurinn og
slökkviliðsmaður, sem tók þátt í
slökkviliðsstarfinu.
Talið er, að flugvélin hafi
sprungið í tætlur áður en hún
steyptist á húsið.
því yfir, að mæti Nixon á fundi
hjá henni fyrir lokuðum dyrum
muni allt, sem þar kynni að vera
sagt, verða gert opinbert síðar
Nixon forseti hitti ýmsa af leið-
togum repúblikana í þinginu í
Hvíta húsinu i dag, til þess að
ræða Watergatemálið við þá, en
forsetinn mun hitta ýmsa aðra
þingmenn á næstu dögum, sem lið
Bókabrennur 1 smábæ
í Miðvesturríkjunum
Drake, Norður-Dakota,
13. nóvember. AP.
BÓKABRENNUR f Drake, 600
manna bæ f Norður-Dakota, hafa
komið af stað hörðum deiium.
Skólaráð gagnfræðaskólans hef-
ur brennt 35 eintökum bókarinn-
ar „Siaughterhouse Five“ eftir
Kurt Vonnegut og fyrirskipað
eyðileggingu 60 eintaka
„Deliverance“ eftir James
Dickey og úrvals smásagna eftir
Ernest Hemingway, William
Faulkner, John Steinbeck og
fleiri.
Talsmaður skólaráðsins segir,
að aðeins hafi verið brennt ódýr-
um útgáfum f vasabókarbroti.
Skólaráðið hafði komizt að þeirri
niðurstöðu, að bækurnar væru
klám og ýmsir prestar í nágrenn-
inu hafa stutt það í málinu.
Kennari, sem notaði bækurnar,
Bruce Severy, hefur fengið boð
um, að hann verði ekki aftur ráð-
inn til starfa næsta skólaár. Yms- i
ir bæjarbúar eru óánægðir með,
að bókunum var brennt og segjast
aðeins hafa viljað losna við þær
úr skólastofunum.
f herferð sinni til að hreinsa sig af
öllum grun í málinu.
Gerald Ford, varaforsetaefni
Nixons forseta, sagði f ræðu í
Washington í kvöld, að því færi
fjarri að Watergatemálið hefði
gert Nixon að lömuðum fanga í
Hvíta húsinu. Hann viðurkenndi,
að málið hefði að vísu spillt
nokkuð trausti manna á forsetan-
um, en spáði því að Nixon og
bandariska stjórnmálakerfið i
jr
X-dagur Italíu stöðv-
aður 1 fæðingu
Genúa, 13. nóvember. AP. NTB.
Fjórir menn hafa verið hand-
teknir, ákærðir fyrir að koma á
fót stormsveitum I þeim tilgangi,
að endurlifga fasistaflokkinn og
„lífláta" eða handtaka 1.617 nafn-
greinda andstæðinga á svokölluð-
um X-degi.
Listinn með nöfnum hinna
1.617 andstæðinga fannst á
heimili læknis að nafni
Giampaolo Porta Casucci. Þar var
að finna nöfn svo að segja allra
þingmanna kommúnista og
ýmissa frammámanna sósíal-
demókrata og sósfalista, þar á
meðal Pietro Nennis.
Talsmenn lögreglunnar sögðu,
að rannsóknin væri ekki svo langt
komin að vitað væri hvenær „X-
dagur" ætti að renna upp eða
hvort mark væri takandi á listan-
um.
Einn hinna handteknu er
Giancarlo de Machi, lögfræðingur
og eini fulltrúi flokks öfgamanna
til hægri MSI í borgarstjórn
Genúa. Hann hefur verið fluttur
til fangelsis í Padua skammt frá
Feneyjum. Padua var aðalmiðstöð
öfgamanna.
Tveir voru handteknir í bfl með
fjórar byssur, 300 kúlur og tvo
svarta hetti. Lögreglan kannar nú
hvort hópurinn hafi aflað sér
peninga með bandaránum.
Fjórði maðurinn, sem hefur
verið handtekinn, læknirinn
Casucci, var tekinn fastur á
heimili sínu skammt frá Genúa,
er hann var að tala við Giorgio
Pisano öldungadeildarmann MSI,
og annan starfsmann flokksins.
Rannsókn beinist nú að aðal-
foringja flokksins, Giorgio Almi-
rante, vegna ákæru um að flokkur
hans sé fasistaflokkurinn gamli
endurborinn. Þinghelgi verndar
ekki Almirante samkvæmt
ákvörðun þingsins.
Á listanum, sem fannst á
heimili Casucci, voru nöfn verka-
lýðsforingja, Iögfræðinga, dómara
og blaðamanna auk stjórnmála-
manna. í skjölum hans sagði að
„18. Italíuherdeildin“ mundi
endurreisa Salo-lýðveldi
Mussolinis. Minnzt var á miklar
vopnabirgðir f skúr hjá Padua, en
ekki er vitað hvort þær hafa
fundizt.
heild myndu algerlega hreinsuð,
er allur sannleikurinn í málinu
kæmi f ljós á næstu dögum. Ford
sagði, að erfiðleikar sköpuðust
ætfð, er tilfinningasemi og móður-
sýki næðu yfirhöndinni, en að
skynsemi og sanngimi sigraði
alltaf að lokum i frjálsu þjóð-
félagi.
Eyrað
rannsakað
Róm 13. nóvember AP.
Kvikmyndaleikkonan Gail
Harris, móðir Paul Gettys III,
hefur sent stækkaðar myndir af
eyranu, sem henni barst f bréfi
um helgina svo og háriokknum,
til föður og afa drengsins, til að
reyna að sannfæra þá um að
málið sé að verða alvarlegt og
þannig fá þá til að greiða umbeð-
ið lausnargjald fyrir son sinn.
Ræningjamir hafa sem kunnugt
er, krafizt 5 milijón dollara lausn-
argjalds innan 10 daga, annars
skeri þeir vinstra eyra af Getty og
svo hvem Ifkamshlutann á fætur
öðrum eftir þvf sem dregst lengur
að inna greiðslu af hendi.
Nú er unnið að þvf á rann-
sóknarstofu f Róm, að kanna
hvort umrætt eyra sé f raun og
veru af Getty III.
Dómi Amalriks breytt
í 3ja ára útlegð
Moskvu, 13. nóvember. NTB.
ÖÐRUM þriggja ára hegningar-
vinnudðmi sovézka rithöfundar-
ins Andrei Amalriks frá þvf f júlí
hefur verið breytt f þriggja ára
útlegðardóm samkvæmt áreiðan-
legum heimildum f Moskvu.
Dóminum var breytt eftir
margra daga yfirheyrslur. Hann
verður rekinn til Síberfu eða
borgar fjarri Moskvu og fær ef til
vill að hafa konu sína hjá sér
samkvæmt heimildunum.
Jafnframt hermir Tass, að yfir-
völd í Ukranínu hafi náðað annan
rithöfund, Ivan Dzyuba, sem
afplánar fimm ára dóm fyrir að
reka andsovézkan áróður.
Opinberar heimildir herma, að
Dzyuba hafi verið náðaður af því
hann játaði sig sekan og hefur
hjálpað yfirvöldum í rannsókn-
inni gegn sér.
Andrei Amalrik var sleppt úr
fanganýlendu í Síberíu i mai,
þegar hann hafði afplánað
þriggja ára hegningarvinnudóm,
en siðan var hann aftur dæmdur í
þriggja ára hegningarvinnu fyrir
andsovézka starfsemi eins og í
fyrra skiptið.
Amalrik þjáðist af berklum í
fanganýlendunni. Þegar hann
hafði verið dæmdur öðru sinni í
júlí gerði hann hungurverkfall
í mótmælaskyni og mál hans
vakti mikla athygli á Vesturlönd-
um.
Upphaflega ver Amalrik kunn-
astur fyrir bókina „Verða Sovét-
ríkin til árið 1984?“