Morgunblaðið - 14.11.1973, Síða 18

Morgunblaðið - 14.11.1973, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1973 — Tollalækkanir Framhald af bls. 1 Talsmaðurinn sagði, að fyrsta skref Breta til þess að koma sér- samningi Islendinga í gildi gæti orðið, að þeir vektu máls á þessari ósk sinni f einni af nefndum þeim sem starfa að undirbúningi ráð- herrafundarins í desember. Talsmaður Bonnstjórnarinnar í vestur-þýzka utanríkisráðuneyt- inu sagðist ekki geta gefið neitt upp um skoðanir stjórnar sinn- ar á samkomulaginu við Breta, þar sem þeir hefðu eins oe EBE, aðeins fengið stuttort skeyti frá Reuther um málið. Hins vegar væri beðið eftir skýrslu þýzka sendiráðsins f Reykjavík um málið. Hann sagði að áfram væri unnið að því, að ná bráðabirgða- samkomulagi milli íslendinga og Vestur-Þ jóðverja, sérfræðingar myndu fjalla um málið, þar til næsti ráðherrafundur yrði haldinn og að svo stöddu gæti hann ekkert sagt og heldur ekki um gildistöku sérsamninga ís- lands við Efnahagsbandalag Evrópu. Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu, er um allveru- legar tollalækkanir að ræða í Efnahagsbandalagslöndunum hinn 1. janúar 1974, er Bretum hefur tekizt að láta samningana taka gildi. í Þýzkalandi og Belgíu mun ísfísktollur lækka úr 15% í 9% og í Bretlandi mun þessi sami tollur lækka úr 10% í 7%. Annar tollur er þó á ísuðum karfa og mun hann í Þýzkalandi og Belgíu lækka úr 8% í 5%, en í Bretlandi úr 10% í 6%. Tollar á freðfiski í gömlu Efna- hagsbandalagslöndunum sex lækka úr 15% í 9% og fryst rækja lækkar úr 20% tolli í 12%. í Dan- mörku og í Bretlandi hefur eng- inn tollur verið á frystri rækju og freðfiski, en hefði samkomulag ekki náðst f landhelgismálinu var búizt við því að þessar þjóðir hef- 3u tekið upp toll á þessum afurð- um, en það hefði komið íslenzkum rækjuiðnaði mjögilla. — Samkomulags- drögin Framhald af bls. 32 yeiddu með tillögunní voru: \uður Auðuns (S), Ágúst porvaldsson (F), Ásgeir Bjarna- on (F), Benedikt Gröndal (A), >jami Guðbjörnsson (F), Björn ’r. Björnsson (F), Björn Jónsson (SFV), Björn Pálsson (F), Eð- rarð Sigurðsson (Ab), Eggert G. orsteinsson (A), Friðjón órðarson (S). Geir Gunnarsson ,'Ab), Geir Hallgrímsson (S), Gils luðmundsson (Ab), Gunnar i fslason (S), Gunnar Thoroddsen rS), Halldór E. Sigurðsson (F), (annibal Valdimarsson (SFV), íelgi F. Seljan (Ab), Ingólfur jnsson (S), Ingvar Gíslason (F), ón Ámason (S), Karl Steinar iuðnason (A), Jón Skaftason F), Ingi Tryggvason (F), Lúðvík ósepsson (Ab), Magnús Jónsson 1 (3), Magnús Kjartansson (Ab), íagnús Torfi Ölafsson (SFV), latthfas Á Mathiesen (S), Axel insson (S), Ólafur Jóhannesson (F), Páll Þorsteinsson (F), Bragi ‘ igurjónsson (A), Ragnar malds (Ab), Stefán Gunnlaugs- r,n (A), Stefán Valgeirsson (F), — eingrímur Hermannsson (F), teinþór Gestsson (S), Svava • akobsdóttir (Ab), Vilhjálmur jálmarsson (F), Þórarinn Þór- . insson (F), og Eysteinn Jóns- n (F). Aður en þingsályktunartillagan ilf kom til atkvæða voru bornar p tvær breytingartillögur, sem ami Guðnason hafði flutt. Var t fyrri um, að til viðbótar við •isöguákvæði samkomulagsdrag- ;na kæmi: „Islendingar hafi la og óskoraða lögsögu að 50 Ina fiskveiðimörkunum." Þessi saga var felld, að viðhöfðu fnakalli með 54 atkvæðum ,'n 6 og voru það hinir sömu igmenn og greiddu atkvæði á ti þingsályktunartillögunni, n greiddu atkvæði með breyt- ;artillögu Bjarna. >á flutti Bjarni Guðnason aðra .'ögu um að þjóðaratkvæða- -tiðsla yrði um málið, og var sú aga felld að viðhöfðu nafna- li með 59 atkvæðum gegn at- -?ði Bjama eins. Surtsey 10 ára í 1 dag eru 10 ár liðin sfðan eldgosið hófst f Surtsey, en það gos stóð í tæp 5 ár. Margvís- legar rannsóknir hafa verið stundaðar f eynni sfðan og sfð- ustu ár hafa flestar rannsókn- irnar miðazt við að kanna hvernig plöntur og dýr setjast að á eynni sjóleiðis og loft- leiðis. Allmikill fjöldi tegunda hefur numið land á Surtsey á þessu tfmabili og haft þar nokkra dvöl, en fæstar hafa þó fengið fasta búsetu. Dr. Sturla Friðriksson hefur annazt rannsóknir varðandi þurrlendislíf ásamtýmsum öðr- um vísindamönnum, inn- lendum og erlendum, en alls hafa 12 æðri plöntur skotið rót- um á eynni. Fyrsta tegundin var fjörukál, síðan kom mel- gresi, fjöruarfi, blálilja, 1969 kom skarfakál, 1970 arfi, burkni 1971 og síðan hafa hvönn, bjúgstör, baldursbrá og grasategundimar túnvingull og fitjungur. Utbreiðsla þessara tegunda hefur aukizt jafnt og þétt og s.1. sumar uxu þar yfir 1000 plöntur. Útbreiðsla mosa hefur verið mun meiri og þekja dag mosar nú meginhlutann af hrauni Surtseyjar. Þá hefur mikill urmull skordýra verið skráður í Surtsey, en aðeins 3 | tegundir hafa fasta búsetu. Fuglalíf hefur einnig aukizt með árunum. Farfuglar koma í Surtsey vor og haust, en þó ber mest á heimafuglum, sem hafa fasta búsetu á öðrum eyjum Vestmannaeyja. Árið 1970 hófu fyrstu fuglarnir að verpa þar og I voru það fýll og teista. Nokkuð j hefur aukizt við hreiðurfjöld- i ann árlega og s.l. sumar voru I þar yfir 10 fýlshreiður og 6—8 ! teistuhreiður. Dr. Sigurður Jónsson hefur stundað mjög ýtarlegar rannsóknir á sjávar- gróðri við Surtsey. Á s.l. ári voru náttúrufræði- nemarnir Skúli Magnússon og Ragnar Jónsson við rannsóknir í Surtsey. Allar rannsóknir á þurrlendislífi í Surtsey eru kostaðar af Kjarnorkunefnd Bandaríkjanna, en á vegum Surtseyjarfélagsins. Kortið: Utbreiðslukort gróðurs f Surtsey 1973. Þríhyrningarnir sýna fjölda æðri plantna, alls um 1000 einstaklingar af 12 teg. s.I. sumar, en punktamir sýna útbreiðslu mosans. SURTSEY 1973 17 18 19 | i A N ' — Landhelgis- deilan Framhald af bls. 2 það, sem hann sfzt vildi. Við erum ánægðir með að geta nú aftur snúið okkur að eðlilegum sendi- ráðsstörfum. Hann sagðist vonast til þess, að fólk myndi nú gleyma því sem gerzt hefði og samskipti þ jóðanna gætu orðið eðlileg. Búizt var við þvf, að brezkir togarar myndu í fyrstu fara var- lega, er þeir leituðu hafna á Is- landi. Þeir myndu þreifa fyrir sér. Þá mun brezka nkisstjórnin hafa í huga, að gefa út hvíta bók um málið og Edward Heath, for- sætisráðherra Breta, gerði grein fyrir samkomulaginu í Neðri mál- stofu brezka þingsins í gær. Tweedsmuir barónessa, sem var formaður samninganefndar Breta, gerði grein fyrir samkomu- laginu í Lávarðadeildinni. I gær, þegar menn höfðu skipzt á orðsendingum, tókust menn í hendur í utanrfkisráðuneytinu með bros á vör. Sendiherra Breta þakkaði sérstaklega Hans G. And- ersen fyrir hans þátt í samninga- viðræðunum og sagði að sér fyndist Hans sannur vinur. — FH og IR Framhald af bls. 31 58. AuSunn 20:16 58. 20:17 Guðjón 59. 20:18 Agúst 60. Gunnar (v) 21:18 Mörk FH: Viðar Símonarson 10, Gunnar Einarsson 8, Þórarinn Ragnarsson 1, Birgir Björnsson 1, Auðunn Öskarsson 1. Mörk IR: Guðjón Marteinsson 5, Ágúst Svavarsson 4, Gunnlaugur Hjálmarsson 3, Ásgeir Elíasson 3, Hörður Ámason 1, Hörður Haf- steinsson 1, Vilhjálmur Sigur- geirsson 1. Brottvfsanir af velli: Þórarinn Tyrfingsson, ÍR, í 2 mín. Vil- hjálmur Sigurgeirsson, IR, f 2 mfn., Hörður Amason, IR, í 2 mín. Gunnlaugur Hjálmarsson, ÍR, f 2 mfn. Þórarinn Ragnarsson, FH, í 2 mín. Misheppnuð vftaköst: Birgir I Finnbogason, FH, varði vítakast j frá Vilhjálmi Sigurgeirssyni á 3. mín. og Geir Thorsteinsson, ÍR, varði vítakast frá Viðari Símonar- syni á 30. mín. Dómarar: Hilmar Ölafsson og Lúðvík Halldórsson. Dæmdu fremur illa. Gerðu sig seka um jafnvel fleiri villur en leikmenn- irnir. -stjl. — Samningurinn Framhald af bls. 14. en ókosti, og myndi hann því greiða þingsáltillögunni jákvæði. Sverrir Hermannsson (S) - sagði, að rfkisstjórnin hefði haldið slaklega á landhelgismál- inu. Tfmaákvörðunin á lokun veiðisvæða væri næstum á þann 1 veg háttað, sem kæmi Bretum að mestu gagni. Þingmaðurinn sagði, að það sem hér lægi fyrir væri nokkurn veginn nákvæmlega það, sem for- sætisráðherra hefði gert Bretum tilboð um í London. Bretar hefðu haft rétt til að líta svo á, að hér væri fulltrúi einhuga þjóðar og varðaði það næstum heiður fslenzku þjóðarinnar að ganga að þessu samkomulagi. Þótt vonbrigði sín með sam- komulagsgrundvöllinn væru mikil væri hér um tvennt að ræða, sem miklu máli skipti. I fyrsta lagi, að meiri vernd fengist fyrir fiskstofnana en ver- ið hefði um nokkra hríð og í öðru lagi væri bægt frá lífsháska fyrir fslenzka sjómenn. Olafur Jóhannesson kvaðst hafa reynt að fá fram hagstæðari ákvörðun um tímaákvörðunina á lokun hólfanna en það hefði ekki tekizt. Sagði hann það rangt, að gengið hefði verið að sfnu tilboði. I lokin tóku til máls Karvel Pálmason (SFV) og Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) og var klukkan orðin 4 að nóttu, þegar umræðum lauk. — Enginn skóli Framhald af bls. 32 andi í vetur, þyrfti heimild til að auglýsa í dagblöðum um, að for- eldrar fjölfatlaðra bama hefðu samband við skólastjórann, að auglýst yrði eftir fóstrum til starfa, gengið yrði frá ráðningu tveggja kennara og auglýst staða skólastjórans, og að ráðuneytið tæki afstöðu til boðs Blindra- félagsins um húsnæði fyrir skól- ann, en auk þess var farið fram á heimild til að mega panta ýmsa nauðsynlega hluti erlendis frá og láta smíðasmáhluti hér. Þegar engin svör fengust við þessu, réð Bryndfs sig f venjuleg- an barnaskóla, og f vetur er eng- inn skóli fyrir fjölfatlaða. — Ashkenazy Framhald af bls. 32 ríkisstjórn, sem skrifuðu undir opinbera áskorun til Sovétstjórnarinnar um að leyfa þessaferð. I sumar veiktist David Ashkenazy og varð að liggja á sjúkrahúsi í nokkrar vikur. Þegar hann hafði náð heilsu á ný, ítekaði hann enn umsókn sína. Ashkenazy hringdi til j hans frá Islandi i sl. mánuði. Beið faðir hans þá endanlegs svars. Gerði fjölskyldan sér þá vonir um, að hann fengi að koma og halda með þeim jól á íslandi — en nú er ljóst, að allar slíkar vonir haf a brugðizt. -----------*-*-*--- — Neyðarástand Framhald af L stendur höllum fæti. Að sögn fréttaritara hefur brezk stjórn sjaldan verið eins aðþrengd og stjórn Heaths nú. Yfirlýst neyðar- ástand gefur stjórninni völd til að tryggja þjóðinni eldsneyti, og er búizt við aðgerðum þegar í fyrra- málið. — Jóhann Hafstein Framhald af bls. 1 var ætíð lögð megináherzla af hálfu sjálfstæðismanna. Ég tel, að það liggi í hlutarins eðli, að deilur milli þjóðanna fyrir Alþjóðadómstóli Sam- einuðu þjóðanna hljóta að frestast, og verður að sjá til þess, að dómur verði á þeim vettvangi eigi upp kveðinn um deilur þjóðanna, meðan sátta- gerðir standa milli þeirra. Þetta er þeim mun þýðingarmeira, þar sem því hefur verið Iýst yfir af íslenzku rikisstjórninni, að hún muni ekki taka þátt í málflutningi fyrir Alþjóðadóm- stólnum og þar með koma ekki að svo stöddu þau rök fram, sem Islendingum er nauðsyn- legt að fram komi og fyrir liggja í málinu. Síðar þurfa Is- lendingar ekkert að óttast að eiga málsúrslit sín og endan- lega lausn landhelgismálsins undir þeirri þróun, sem nú blasir við á alþjóðavettvangi, en Islendingar voru einmitt meðal þeirra þjóða, sem lögðu á það áherzlu, að auðlindalög- sagan yrði ákveðin á fyrirhug- aðri hafréttarráðstefnu. Þótt gagnrýna megi ýmis ákvæði þessarar samnings- gerðar harðlega, einkum frá sjónarmiði þeirra, sem harðast fordæmdu samningsgerðina við Breta árið 1961, er að mínum dómi ótviræður vinningur að samningsgerðinni frá því, sem ella myndi vera. Er ég þvf eindregið hlynntur þvi, að bundinn sé endi á hina hættulegu deilu, sem þróazt hefur á Islandsmiðum. Af þeim sökum er ég samþykkur því að veita ríkisstjórninni umbeðna heimild til bráðabirgðasam- komulags við Breta og segi já.“ — Var reynt? Framhald af bls. 2 málum. Og ég er sannfærður um það, að það þarf engan stjórnar- sinna að kaupa til þess að standa við og reyna að framkvæma þau fyrirheit, sem þar eru gefin. Það stendur nú einmitt þannig á, að á morgun eiga að hefjast viðræður um vamarsamninginn. Og mark- mið þeirra viðræðna verður það að reyna að sameina það tvennt, að við getum haldið áfram að vera í NATO og standa við okkar skuldbindingar gagnvart því, en losnað við að hafa erlent herlið hér, sem sé að reyna að endur- skapa það ástand, sem hér ríkti á árunum 1949—1951. Þegar niður- stöður liggja fyrir af þeim samn- ingaviðræðum, þá verða þær niðurstöður, eins og hæstv. utanríkisráðherra hefur marglýst yfir, lagðar fyrir Alþingi, hvernig svo sem þær verða í raun og veru. Ef það tekst að ná samningi, sem við teljum ná þeim markmiðum, sem við höfum sett okkur, og vera þannig úr garði gerðan, að við getum sætt okkur við hann, þá verður hann lagður fyrir Alþingi til samþykkis. Ef aftur á móti þessar viðræður verða með öllu árangurslausar og ekki finnast leiðir til samkomulags, sem miða að þeim markmiðum, sem við höf- um sett okkur, þá geri ég ráð fyrir, að það verði lögð fram á sfðari hluta Alþingis i vetur, — en þá ætti þetta að vera farið að sjást, — þál. till. um heimild fyrir ríkisstj. til þess að segja vamar- samningnum upp. Þetta er í sam- ræmi við málefnasamninginn, og þetta stendur ekki í neinu sam- bandi við landhelgismálið." Matthías A Matthiesen tók aft- ur til máls og sagði, að berlega hefði komið í ljós í umræðunum, að vamar- og öryggismálin hefðu verið til umræðu f sambandi við samningana innan ríkisstjórn- arinnar um landhelgissamning- ana. Magnús Kjartansson hefði sagt, að ekki hefði verið farið fram á yfirlýsingu um neitt annað i varnarmálunum en það sem í stjórnarsáttmálanum stæði. Með þessum orðum staðfesti hann, að um yfirlýsingu hefði verið beðið af hálfu Alþýðubandalagsráð- herranna. Forsætisráðherra hefði hins vegar viljað sem minnst úr þessu gera, en þó bætt þvf við, að næðist ekki samkomulag í umræðunum nú varðandi varnarsamninginn, þá yrði flutt tillaga í vor um upp- sögn samningsins. Hér væri um nýja yfirlýsingu f vamarmál- unum að ræða og ekki léki á þvf nokkur vafi, að hún hefði verið gefin til að friðþægja Alþýðu- bandalagsmönnum, vegna þess, að þeim hafi verið neitað um full- trúa f samninganefndina um varnarmálin. Hér væri vissulega um alvarlegt mál að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.