Morgunblaðið - 14.11.1973, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 14.11.1973, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1973 23 Hringsjá: Horft I FYRRI greinafl. greindi m.a. frá, hvernig Einar Ágústsson utanrlkisráðh. bregzt skyldum sinum sem ráðherra og Islending- ur. Öllum heilskyggnum mönnum er ljóst, að smáþjóðir geta ekki varið sjálfstæði sitt, einar sér, verða fyrir ásælni her- valda. Þær verða því að njóta skjóls og verndunar annars herveldis, sem jafnoki er hins, er ásækir. Við íslending- ar höfum, góðu heilli, skipað okk- ur I flokk frjálsra þjóða I Vestur- Evrópu og gerzt aðilar NÁTO, njótum verndar þeirra samtaka, með bandaríska varnarstöð í landinu. Og svo lengi, sem vamar- stöðin er hér fullskipuð, er öryggi fslenzku þjóðarinnar borgið a.m.k. jafnt öðrum frjálsum þjóð- um Vesturlanda. Þessa aðstöðu vill Einar ráðherra, sem gengur erinda „rauðstakka" eyðileggja. Ráðh. lætur svo, að hann vilji, að íslenzka þjóðin verði áfram í NATO, en um hvað vitna ummæli ráðherrans, og samþykktir flokks hans, er fyrr voru nefndar um þetta mál? Frelsi þjóðarinnar er metið móti tonnum fiska, hvað mörgum tonnum er ekki Ijóst. Og heilindin* við NATO eru þau, að Einar ráðh. og sumir samflokks- menn hans ganga með öxina und- ir úlpunni, sem höggva á með hlekk úr varnarkeðju samtak- anna. Við verðum að skilja, að Atlandshafsbandalagið eru verndarsamtök allra vestrænna þjóða, ekki sízt Islendinga, — smæst þeirra allra og vopnlaus. Rauðir og rauðskjóttir reyna að telja okkur trú um, að NATO sé til vegna Bandaríkjanna einna. Er það trúleg saga? Jafnvel hver einfeldningur veit betur, veit hið sanna. En það er annað að vita sannleikann en viðurkenna hann. Ekki her I landi á „friðartím- um“, gala einfeldningamir, í takt við kommúnista. Hvar er fullur friður I heiminum? Hver vill svara því? Hvað er rússneski flot- FYRIR skömmu gaf Lionsklúbb- ur Reykjavíkur félaginu vegna Blindraskólans ýmisleg áhöld og kennslutæki, sem skólann hefur vanhagað um, að verðmæti milli 70 og 80 þúsund krónur. Fyrir einu ári gaf þessi sami klúbbur félaginu I.B.M.-ritvél með blindraletri, hinn mesta kjörgrip, en dýran. Þeir eru naskir á að finna þá hluti, sem oss vanhagar mest um hverju sinni, og hann er orðinn langur listinn yfir allar þeirra gjafir til blindra manna. — Minning Guðmundur Framhald af bls. 22. starfsdag og miklu bamaláni að fagna. Yngsta dóttirin hefur í mörg ár búið I Reykjavík og alltaf farið til þeirra, þegar hún hefur haft nokkur tök á því og dæturnar tvær, sem búa í Ameríku, hafa komið heim á hverju sumri, síðan aldurinn fór að færast yfir pabba þeirra og mömmu. Allt er þetta glæsilegt Urvals- fólk og vel menntað, þó að ekkert þeirra legði í lagaskólanám, nema Asta Jóhanna Smith, sem dó, þeg- ar hún átti aðeins eitt misseri eftir til að ná læknisprófi árið 1955, þetta fagra nýútsprungna blóm. HUn var ljUfust allra, varð samt að deyja frá þrem ungum of víða inn: bryndrekar, kafbátar og her- þotur, að vilja upp að landsstein- um Islands? Vill Einar Agústsson svara því, m. k. þegar hann hefur fengið leyfi til þess hjá þeim LUð- víki og MagnUsi? Afglöpum ríkisstjórnarinnar af- stýrt. „Þá gengu regin öll/á rök- stóla./ginnheilög goð,/ok gættusk of þat,/hvárt skyldu æsir afráð gjalda,/eða skyldu goð öll gildi eiga.“ I leikritinu: „Ævintýri á göngu- för“, er ein persónan, fógeti nokk- ur, meinlaus, einfaldur. Var hann vanur að hrópa, ef kona hans, greind, var fjarstödd: „Hvað á ég að gera? Hvað get ég gert? Eitt- hvað verður að gera.“ Okkar hóg- væri forsætisráðh., greindur maður segir oft: Eitthvað verður að gera. Ef greindur maður mælir oft lfkt þessu, er vanda ber að höndum. Og er hann ákveður eitt- hvað, af eigin hvötum, þá er hóg- værðin svo mikil, að framkvæmd- in skal gerð I „áföngum", sbr, tillögur hans fyrr um brottför varnarliðsins, þ. e. áður en hann gaf sig á vald rauðstakka. Hvernig ráðh. hugsaði sér þá framkvæmd veit enginn, og sennilega slzt hann sjálfur. Þegar svo þjónar austan- verja tóku völdin I rikisstjórn tslands, mátti ekki minnast á áfanga, vamarliðið skyldi brott, allt I senn, á þessu kjörtímabili. Herveldið, sem nú gerist æ um- svifameira á Norður-Atlantshafi bíður óþreyjufullt eftir, að varn- arliðið fari. Þegar hvorki gekk né rak með vörzlu nýju landhelginnar, klipp- urnar kák eitt og ekki samboðnar þroskuðum mönnum, eða sið- menntaðri þjóð, aðeins fallnar til að vekja úlfúð og illindi, meiri en ella, settist rlkisstj. enn á rök- stóla. Sennilega hefur prúð- mennið að vanda sagt: „Eitthvað verður að gera?“ Hinir ráðherr- arnir kröfðust, að staðið væri við stóru orðin á Hallormsstað: Stjórn félagsins flytur þeim slnar innilegustu þakkir fyrir allar þeirra gjafir fyrr og síðar. Þá hefur Blindravinafélagi Is- lands borizt arfur úr dánarbúi Aðalheiðar Albertsdóttur, Holta- götu 9, Akureyri, er andaðist 16. nóv. 1971, kr. 838.376,00, sem verja á til prentunar bóka á blindraletri og til styrktar blind- um unglingi, sem læra vildi ein- hverja iðn. Aðalheiður er fædd I Garði I Fnjóskadal 8. nóv. 1888, dóttir Alberts bónda og skipstjóra i börnum. Fráfall hennar olli djúp- um sárum sem aldrei greru. Afi og amma á Brekku fengu daglega heimsóknir af bamabörn- um sinum og þeirra jafnöldrum, sem líka kölluðu þau afa og ömmu, svo gerði líka fjöldi annarra bama, sem voru þartlma og tíma og fundu það sem öllum börnum er nauðsynlegast, traust, skilning og kærleika. Eitt sinn, þegar Brekkusyskinin minntust þess við pabba sinn, að hann hefði aldrei blakað við þeim hendi til að láta þau hlýða eða i refsingarskyni sagði hann: „Það var nú engin dyggð, mig hefur aldrei langað til þess, ekki einu sinni dottið það I hug að berja börn, hvorki systkini mín eða þau, sem ég hef haft undir hendi“. Ekki var frítt við, að sumum konunum fyndist hann mæla upp óþekktina i krökkunum, eins og sagt er, ég veit ekki neitt um það, vegu stjórnmálaslit við Breta tafar- laust, sáttaboð Heaths hunzað, ekki hugleitt hvaða af- leiðingar hlytust af frum- hlaupinu. Svo vildi samt vel til, að Utanríkismálanefnd AI- þingis fékk að ræða málið. Lögðu þá sjálfstæðismenn til, að frestað yrði stjórnarslitum um nokkra daga, svo tóm gæfist til að kanna, hvað raunverulega fælist I vinsamlegu bréfi brezka forsætisráðherrans. Góðu heilli féllst ríkisstjórnin á tillögur Sjálfstæðisfl. Hvað margir ráð- herranna voru með og móti er ekki vitað. Þetta er I fyrsta sinn, er ríkisstj. núverandi hlítir ráð- um sjálfstæðismanna, ætti svo oftar að verða, því þeir hafa vit meira og drenglund til að ráð- leggja það eitt, er þjóðinni má verða til heilla. Þetta skref ríkis- stj. getur orðið báðum deiluaðil- um gifturíkt, ef rétt verður á sáttamálum haldið. Við skulum vona það bezta, þó uggs kenni, vegna þess við vitum, að m. k. tveir samningamennirnir ís- lenzku ganga ekki heilshugar að samningaborðinu, fremur enn fyrr. Lúðvfk vill ekki semja við NATO-þjóð, hversu hagkvæmir, sem þeir samningar bætu orðið fyrir okkur íslendinga. I maí- mánuði s. 1. munaði mjög litlu, að samningar tækjust. Allar líkur bentu til, að ef tilboð og gagntil- boð hefðu verið rædd og yfir- veguð af skynsemd og vilja, hefði mátt jafna ágreininginn. Lúðvík sleit umræðunum. Mun að hans áliti komið hættulega nærri sætt- um. Var það þá, sem Einar sagði „má ég?“ og Lúðvík svaraði: „Nei, þú mátt ekki“ eða á þá leið? Vafalaust mun Olafur forsætis- ráðherra hafa átt mestan eða allan hlut I að fyrrnefndar til- lögur sjálfstæðismanna voru teknar til greina. Það ber að þakka. Mundi Ólafur afla sér vin- sælda, ef hann vildi og gæti gert svo oftar. Presthvammi I Aðaldal Finnboga sonar og konu hans Ragnhildar Jónsdóttur I Hvammi I Þistilfirði. Aðalheiður lauk prófi frá Kennaraskóla íslands vorið 1912. Stundaði nám við Lýðháskólann að Kleppe og Voss I Noregi ári síðar. Var á námskeiði I Bergen 1921 og I Náás I Svíþjóð 1927, þá stundaði hún enskunám I Eden- borg 1930. Þannig aflaði hún sér menntunar samhliða starfinu. — Hún var bamakennari víða um land fram til ársins 1920, að hún gerðist skólastjóri við barnaskól- en ég heyrði hann einu sinni hlægja dátt, þegar hann sagði frá því atviki, þegar þriggja ára dóttursyni hans datt I hug að kasta einhverju I afa sinn, er hann fann úti, sem líklega hefur minnt hann á bolta. „Hvað þessi litli angi gat verið hittinn, þarna hitti hann beint I andlitið á mér,“ sagði Guðmundur. Einu sinni síðar sætti þessi sami drengur hörðum ávítum móður sinnar fyrir einhverja óþægð; sagði hún meðal annars, að enginn vildi hafa hann nálægt sér, hann væri svo slæmur, „Jú,“ sagði sá litli, „Guð og af i.“ Það var alltaf tilhlökkunarefni að fara að Litlu-Brekku, hvort heldur I heimsókn eða til að vinna. Alltaf var þar sama trausta og góða fólkið að finna, sem enginn gat sagt um, að hallaði réttu máli viljandi eða hafi haft eyri af öðr- Brezki og íslenzki forsætisráð- herrann ræddustvið 1961 og settu niður illvfga þorskastríðið, er þá hafði staðið I nær þrjú ár. Þeir samningar voru hagkvæmir fyrir báðar þjóðirnar. Með samningum þeim viðurkenndu Bretar ekki aðeins tólf mflna mörkin eins og þau voru þá, heldur viðurkenndu þeir útfærslu grunnlínupunkta, svo landhelgin stækkaði um 5000 ferkm. Þarna voru að verki tveir vitrir og réttsýnir menn. Bretar viðurkenndu þá og rétt Is- lendinga til að færa seinna út landhelgi sina yfir iandgrunnið, ef nauðsyn þætti. Gegn þessu fengu Bretar að veiða á tak- mörkuðum svæðum við ísland næstu þrjú árin. Þessa samninga kölluðu núverandi stjórnarfl. nauðungarsamninga, gerða undir fallbyssukjöftum. Landráðasamn- ingar voru þeir og nefndir, og er orðbragðið enn það sama I munni stjórnarflokkanna. Svo hlálega vill samt til, að núverandi ríkisstj. bauð þegar I upphafi útfærsl- unnar, Bretum og Vestur-Þjóð- verjum takmarkaðar veiðar innan 50-mílna markanna, umsamið timabil. Þó núverandi forsætisráðh. Breta og Islendinga séu ekki sllk mikilmenni sem þeir, er skipuðu þau sæti árið 1961, þá væntum við allir, að gott muni af viðræðum ann I Hrísey fram til ársins 1942, eða I tuttugu og tvö ár. Allir, sem hana þekktu og um hana tala, minnast hennar með þakklæti og virðingu. Slðast var hún búsett á Akur- eyri og andaðist þar. Hún varð blind síðustu ár ævi sinnar og lærði þá lestur blindraleturs og las mikið bækur á blindraletri. Þannig bauð hún sínum grimmu örlögum birginn. Hér sézt hugur hennar allur, þar sem hún ráðstafar eigum sln- um eftir sinn dag til þeirra, sem hjálparvana eru, og til blindra manna. Blessuð sé minning hennar. F.h. stjórnar Blindravinafélags Islnds, Þorsteinn Bjarnarson. um rangindum, en átti aðeins eina tegund af vináttu uppá að bjóða, lífstíðar-vináttu. Guðmundur hefði orðið traust- ur hlekkur I þjóðfélagskeðjunni, hvað sem vera skal, svo skír málm ur, ekta brot af íslenzkri þjóðar- sál, sem hann var. Vonandi heldur hún sínum einkennum, hvar sem hún dvelst I heiminum. Mætti henni takast það, þó tímans tönn sé býsna hörðstundum. Ég býst við, að við séum nokkuð mörg, sem getur tekið undir með vinkonu okkar, sem fór 15 ára I sumarvinnu að Brekku og hélt því fram yfir tvítugt eða þar til að hún gifti sig: Hún sagði: „Ég þakka Guði fyrir að hafa kynnst Guðmundi.2 Guð blessi eiginkonunni og niðjum þeirra minningarnar. Guðrún Brynjúlfsdóttir þeirra leiða, aðeins að því verði ekki af öðrum spiilt. Væri slík einhuga og velskipuð ríkisstj. á landi hér nú, sem var árin 1959—1971, þá væri nokkuð öruggt, að þeim Ölafi og Heath tækist, án vafninga, að leggja þann grunn að sættum I land- helgisdeilunni, er I aðalatriðum yrði samþykktur, og landsmenn mættu vel við una. I lengstu lög munum við verða bjartsýnir. „Ihaldið" og Alþýðuflokkurinn. Utvarpsþátturinn „Bein lina“ vakti mig til að skrifa eftirfarandi pistil. 1 þætti þessum var formaður Alþýðuflokksins Gylfi Þ. Gíslason fyrir svörum. Einn I símanum spurði á þá leið, hvort smæð Al- þýðuflokksins stafaði af því, að flokkurinn hefði verið lengi I stjórn með „íhaldinu" eins og hann komst að orði. Gylfi svaraði á sinn drengilega hátt. Gylfi kvað kosningalögin að nokkru hafa staðið flokknum fyrir þrifum, lengi vel, en klofning flokksins, tvisvar á skömmu tlmabili væri þó megin ástæðan, svo og fleira kæmi til. Stjórnarsamstarfið, á ár- unum 1958—1971 nefndi hann ekki sem orsök smæðar flokksins, enda hefðu það verið ósannindi, er Gylfi temur sér ekki. Þegar svokallaðir vinstri menn tala um Ihald eiga þeir við Sjálf- stæðisflokkinn, lang stærsta stjórnmálaflokk á landi hér. I málefnalegum rökþrotum hampa núverandi stjórnarsinnar þessu gamla slagorði og trúa því, að það hafi töframátt þeim I vil. Þegar þessir málefnasnauðu, ósnotru menn eru I versta skapi út af pólitískum óförum krydda þeir slagorðið og hrópa: „íhaldsklíka, ihaldsdónar", mörg fleiri skamm- aryrði taka þeir sér I munn, sem ekki verða hér talin. Þessir vesalingar eru aumkunarverðir. En þetta orðbragð svalar þeim I bili, eins og þyrstum manni saltur sjór. Eftirköstin segja til sín. I einfeldni sinni halda þessir vill- ingar og, að þetta slagorð þeirra sé biturt vopn, en fræða má þá um, að það er egglaus spík, barin upp I bakka, skörðótt og ryð- brunnið, enda gerð úr sams konar sora, og hugarórar mannanna, er spikina bera. Seinna i þessum greinaflokki, mun ég sanna með Ijósum rökum, að Sjálfstæðisflokkurinn er frjálslyndasti stjórnmálaflokkur á Islandi. I nefndum útvarpsþætti var Gylfi spurður um afstöðu hans til varnarliðsins. Hann vitnaði til samþykktar Alþýðuflokksins um það mál, en hún er á þá leið, að íslendingar skuli taka við vörnun- um, og herinn fara, þó komi til mála, að bandarískir tæknimenn verði til aðstoðar fyrst um sinn. Vopn mega ekki sjást á vellinum. Þetta lið taldi Gylfi nauðsynlegt, og nefndi dæmi því til stuðnings, það dæmi hljóðaði svo: „Eftirlit er nauðsynlegt, annars gætu ræn- ingjar lent flugvél á vellinum og sprengt allt I loft upp.“ Já. „Allir erum við börn hjá Boga“. Hvernig mundi fara, ef fjandsamleg flug- vél kæmi inn yfir völlinn, vel vopnuð vélbyssum og sprengjum, eins og segir i dæminu hans Gylfa? Hvers væru vopnlausir eftirlitsmenn megnugir? Dæmi Gylfa sannar að herverndar er brýn þörf. Þetta má þjóðin til að skilja áður en það verður of seint. Varla er orðum eyðandi um þann barnaskap, að ein ástæðan fyrir stefnu sinni um burtför hersins væri sú, að það tæki á taugamar að sjá erlenda hermenn á flug- vellinum, þegar erindi sín væru um hann. Ekki skal nú mikið lagt á sig fyrir varðveizlu sjálfstæðis þjóðarinnar. Maður verður harmi sleginn, þegar svo ágætur maður og greindur sem Gylfi Þ. Gíslason er, segir þessi heimsku orð. Þau hæfa Einari Ágústssyni. Vestur-Þjóðverjar, sjálfir her- væddir, leggja á það rika áherzlu, að Bandaríkin fækki ekki I herliði sínu I Þýzkalandi, ekki bara sín vegna, heldur vegna allra frjálsra þjóða i Evrópu. Þeir þola, að sjá erlenda hermenn á þýzkri grund. Þjóðverjar meta frelsið meira en sínar eigin taugar, og ættjörðina meir en matarfylli. 12/10 1973 Stgr. Davlðsson. G jöf frá Lions og dánargjöf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.