Morgunblaðið - 21.11.1973, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.11.1973, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1973 3 víðar á stofnunum. þar sem ör- yrkjar dveljast. Þá er án efa stór hópur af öldruðu fólki, iiryrkjum og blindum, sem búa i heimahús- um ogekki eiga þesskost að njóta þjónustu safnsins, þar sem fölkið er útilokað frá þvi að geta sótt bókasöfn borgarinnar heim. Má i því sambandi m.a. benda á, að ekkert af safnhúsunum nú er þannig útbúið að unnt sé að kom- ast inn í þau i hjólastól. Bókabilar eru engin bót í þessu efni fyrir Framhald á bis. 13 „Neita því ekki, að við vorum hræddir” Homer Sveinbjörn Egilsson Menningarsjóður gefur út kviður Hómers að nýju BOKAÚTGAFA Menningarsjóðs hefur ráðizt í afar vandaða og glæsilega útgáfu á kviðum Hómers í þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar, og er hér um að ræða offsetprentun á útgáfu verksins á vegum Menningarsjóðs árið 1949. Jón Gíslason skólastjóri og Kristinn Armannsson rektor önnuðust útgáfuna. Fylgir verk- inu ítarlegur formáli og skýringar frá þeirra hendi, auk þess sem þeir báru saman þýðinguna og gríska frum- textann. Verkið skiptist í tvö bindi, og er inngangur útgefenda framan við Odysseifskviðu, svo og æviágrip Sveinbjarnar Egilssonar. í stuttum formála framan við Ilionskviðu segir frá fyrri út- gáfum Hómerskviða. Ilionskviða hafði aðeins komið út einu sinni, þ.e. i Re.vkjavík 1855, en Odysseifskviða tvisvar, í Viðey á árunum 1829—1840 og í Reykja- vík 1912 í umsjá Sigfúsar Blöndal. Siðari útgáfa Odysseifskviðu og Ilionskviða voru lagðar til grund- vallar við útgáfuna 1949, en auk þess báru útgefendur þær vand- lega saman við handrit Svein- bjarnar í Landsbókasafninu. Þá báru útgefendur saman þýðinguna og gríska frumtextann sem að framan greinir, ráðfærðu sig við erlenda sérfræðinga og viðuðu að sér efni um nviar rann- sóknir á kviðum Hómers og menningu þeirra tíma. Liggur þvi hér að baki mikil og merkileg vinna. Inngangur útgefenda skiptist í fjóra meginkafla. Fyrri kaflarnir tveir fjalla um Hómerskviður al- mennt og þann menningarheim, sem þær eru sprottnar úr, en hin- ir tveir um áhrif kvæðanna á vestræna menningu og þýðingu Sveinbjarnar. Er hér mikinn fróð- leik að finna um forngríska menningu og menningarsögu og loks greinir ítarlega frá íslenzku þýðingunni. Telja útgefendur vafasamt, að nokkur þjóð hafi eignazt Hómerskviður í betri þýðingu, og í Iok inngangsins segir: ,,Af fundi Hómers og Svein- bjarnar fara menn hressir í anda og drengir betri.“ Verkið er mjög vandað af ytri gerð sem innri. Ritin eru skreytt mörgum m.vndum, aðallega frurn- Kom með þrjá slas- aða og einn látinn til Isafjarðar BREZKA eftirlistskipið Miranda kom til ísafjarðar í gær með þrjá slasaða menn og einn látinn. Mennirnir voru allir skipverjar á brezkum togurum, þeim Royal Lynx, Boston Beverly og St. Gerontyus, en Iátni maðurinn var af togaranum Ross Kashmfr. Dán- arorsök hans mun hafa verið hjartaslag. Hinir mennirnir þrír voru allir slasaðir á fæti. legum griskum listaverkum, myndum á leirkerum, bikurum, lfkneskjum og máiverkum, svo og ljósmyndum og teikningum. Bókarskraut við upphaf hvers þáttar og endi teiknaði Halldór Pétursson eftir grískum fyrir- myndum, en kort og skýringa- myndir eru gerðar af Agústi Böðvarssyni. Prentsmiðjan Leiftur annaðist offsetprentun, en prentun verks- ins árið 1949 var gerð í Alþýðu- prentsmiðjunni. Prentsmiðja Hafnarfjarðar annaðist bókband. Patreksfjörður AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfé- lagsins Skjaldar verður haldinn í Samkomuhúsinu Skjaldborg, Patreksfirði, sunnudaginn 25. nóvember n.k. kl. 14.00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Þorvaldur Garðar Kristjánsson, alþm. flytja ræðu um stjórnmála- viðhorfið. Aðalfund- ur Hvatar HVÖT, félag sjálfstæðiskvenna, heldur aðalfund sinn í kaffiterí- unni í Glæsibæ, og hefst fundur- inn kl. 20.30. Sú breyting hefur orðið frá því að fyrst var sagt frá fundinum og halda átti hann í Tjarnarbúð, að breytt hefur verið um fundarstað og ákveðið, að fundurinn skuli haldinn á Glæsibæ, eins og fyrr segir. Birgir ísl. Gunnarsson borgarstjóri: Aldraðir, öryrkjar og blind- ir njóti þjónustu bókasafna A FUNDI borgarstjórnar Reykja- víkur í fyrri viku var samþ.vkkt með 15 samhljóða atkvæðum til- laga frá Birgi ísleifi Gunnars- svni, borgarstjóra um nýjungar í starfi Borgarbókasafnsins. Til- laga borgarstjórans var svohljóð- andi: Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkir, að Borgarbókasafn Reykjavíkur skuii taka upp í rík- ari mæli en nú er skipulagða bókasafnsþjónustu fyrir aldrað fólk, öryrkja og blinda svo og aðra þá, sem af heilsufarsástæð- um eiga þess ekki kost að heim- sækja safnið. Skal þjónusta þessi m.a. fólgin í eftirfarandi: Bókasafnsþjónustu verði komið upp í þeim húsum og stofnunum, sem öryrkjar og gamalt fólk búa, t.d. húsum Öryrkjabandalagsins við Hátún og elliheimilum borg- arinnar. Skipulagðri þjónustu verði koniið á fót við aldraða, ör.vrkja og blinda, sem búa í heimahús- um, og verði það fólk sótt heim með ba*kur eftir nánari reglum, sem Borgarbókasafnið setur. Komið verði upp auknu segul- bandasafni til afnota fyrir sjón- dapra og blinda og blindraheiinil- in sótt heini regiulega. I ræðu, sem Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri flutti, er hann fylgdi tillögu sinni úr hlaði sagði hann m.a.: ,,Borgarbókasafn Re.vkjavíkur veitir nú öldruðum borgurum, blindum og öryrkjum þjónustu eins og nú skal greina: Bókasafnsþjónusta er einu sinni i viku við aldraða borgara að Hallveigarstöðum. Fer hún fram í sambandi við þjónustu Félags- málastofnunar við aldrað fólk. Bókasafnsþjónusta er að Hrafn- istu einu sinni í viku. Þar eru bókavagnar á göngunt og ekið inn í herbergi tii þeirra, sem ekki eru göngufærir. Hvor tveggja þessi þjónusta er mjög vel þegin og mikið notuð. Bókasafnið hefur með aðstoð Ríkisútvarpsins komið sér upp segulböndum til afnota fyrir sjón- dapra og blinda og hefur lítið eitt verið lánað út af þessum böndum, en þó má segja, að starfsemi þessi sé enn fyrst og fremst á byrjunar- stigi. Areiðanlega er mikil þörf fyrir aukna bókasafnsþjónustu hér í borg fyrir aldrað fólk, öryrkja og blinda. í því sambandi þyrfti m.a. að koma upp bókasafnsþjónustu i öryrkjahúsunum við Hátún. á Elliheimilinu Grund og reyndar „EKKI get ég neitað því, að við vorum hræddir, þegar bátur- inn var standaður á rifinu vest- an við innsiglinguna í Grinda- vík. Ég hélt lengi vel, að bátur- inn yrði þarna eftir, því hann var svo nálægt klöppunum, að ekkert hefði mátt út af bera til að hann ræki inn á þær,“ sagði Ölafur Sverrisson, skipstjóri á m/b Gylfa Erni GK 303, en báturinn strandaði sem kunnugt er í innsiglingunni til Grindavíkur um kl. 18.30 í fyrrakvöld og losnaði svo af strandstað um kl. 21. „Við vorum að koma úr róðri,“ sagði Guðmundur „höfð- um róið í 2'A tíma út á Banka- hraunið, en þar höfðum við fengið 4 tonn af ágætis fiski. Er líða tók á daginn voru komin 10-11 vindstig og þannig var veðrið, þegar við komum inn. Það, sem ruglaði okkur, var Hópsvitinn, en sá viti sendir stöðugt ljós. Geiri vitans kom aldrei almennilega í ijös og þvi fór sem fór. Þetta byrjaði með því, að báturinn tók einu sinni niðri, og við það hefur skúffan skemmzt, því vélin þyngdi um leið mikið á sér. Ég þorði því 0 Skipverjar á Gvlfa Erni á dekkinu eftir að löndun var lokið f fyrrinótt, en þeir heita: Ólafur Sverrisson skipstjóri (í lopapeys- unni) Alvar Þörólfsson, Guðmundur Ólafsson, Magnús Ölafsson og Helgi TH. Andersson. A minni myndinni er Ölafur Sverrisson skipstjóri f „bestikinu" eftir að báturinn var lagztur að bryggju. Ljósm. Mbl.: Sv.Þ. ekki annað en kúpla vélinni út augnablik, en vindurinn var það mikill, að báturinn feyktist inn á rifið, þar sem hann sat svo fastur. Til allrar hamingju var f jara, þegar báturinn strandaði. Við höfðum svo strax sam- band við Reykjavíkurradío og tilkynntum, hvernig komið var. Björgunarsveit Slysavamar- félagsins í Grindavík, Þor- björn, kom strax á staðinn og voru björgunarsveitarmenn til- búnir í fjörunni. En báturinn hefur sennilega staðið 350-400 metra frá landi.“ „Hver var ykkar fyrsta hugsun?" „Að sjálfsögðu leið okkur ekki vel, en ekki var annað að gera en taka þessu með ró. Það kom fljótt í ljós, að við vorum ekki i beinni hættu. Báturinn lagðist aldrei alveg, og við færð- um línubala og fiskinn yfir á stjórnborða til að halda honum nokkurn vegin réttum. Annars héldum við okkur allan timann i afturskipinu. Það braut aldrei yfir bátinn, utan einu sinni, að smáskvetta kom yfir hann.“ „Hvernær losnaði báturinn af rifinu?“ „Um klukkan 8 fór að flæða að, og það hefur verið einhvern tíma á níunda tímanum, sem báturinn losnaði. Þá var Vörðu- nes GK komið út á móti okkur, og var það ekki verra, því brátt kom á ijós, að stýrið hafi skemmzt og gátum við ekki stýrt nema beint áfram og á stjórnborða. Síðan dró Vörðu- nesið okkur inn í höfnina." „Og hvað er svo framundan?“ „Það er öruggt, að við þurf- um að fara með bátinn i slipp. Vonanadi er hann ekki míkið skemmdur, t.d. kom enginn leiki að honum, en vitað er, að skrúfan og að sjálfsögðu strá- kjölurinn eru skemmd. Okkar áætlun er að stunda línu- og netaveiðar f vetur, þ.e.a.s. ef við fáum einhvern mannskap, en erfitt verður að fá menn á þessa stærð af bátum i vetur. í haust höfum við haft úrvals- menn og höfum róið með línu um mánaðartfma. Höfum við oftast róið með 32 bjóð og erum búnir að fá 50 lestir, sem þykir ágætt.“ Ólafur á Gylfa Erni, ásamt Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.