Morgunblaðið - 21.11.1973, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.11.1973, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÖVEMBER 1973 19 — Ræða Geirs Framhald af bls. 12. verja mundu reynast auðveldari en samningar við Breta. Ég skal engu um það spá, hvort samn- ingar við Vestur-Þjóðverja tnuni takast, þótt oft hafi það „legið í Ioftinu“. En eins og venjulega í samningaviðræðum, bæði við Breta og Vestur-Þjóðverja, hefur eitthvað það komið fyrir á síðustu stundu, sem valdið hefur, að upp úr samningaviðræðum hefur slitnað. Ekki er ástæðulaust að álykta, að sjávarútvegsráðherra hafi stundum, þegar útlit var fyrir, að samningar tækjust, komið því svo fyrir, að þeir strönduðu. Þá hafa aðrir ráð- herrar í viðræðunefndínni ekki haft kjark til þess að fara eftir sannfæringu sinni, fyrr en for- sætisráðherra tók með serstökum hætti samningana við Breta í sínar hendur. Breytir í þeim efnum engu, þótt menn geti verið ósammála um, hvernig forsætis- ráðherra hefur að öðru leyti haldið á málum. Ég er ekki með þessu að halda því fram, að sjávarútvegsráð- herra vilji í sjálfu sér ekki sem stærsta f iskveiðilögsögu okkar islendingum til handa. En hitt er ekki fjarri að ætla samkvæmt gangi mála, að hann og flokkur hans hafi gjarnan viljað hafa landhelgismálið áfram á dagskrá á þann veg, að ófriðarástand ríkti við bandalagsþjöðir okkar i Atlantshafsbandalaginu, til þess að spilla varnarsamstarfi okkar og annarra vestrænna rikja. Mesta vandamálið í samninga- viðræðunum við Vestur-Þjóðverja er að ákveða, hvaða togarar þeirra mega veiða hér við land. Vestur-Þjóðverjar eiga um 87 togara að veiðum hér við land, þar af eru um 39 þeirra, eða tæpur helmingur, verksmiðju- og frysti- togarar. Með því að binda okkur við sömu reglu og við gerðum í samningunum við Breta, er sóknarmáttur Þjóðverja talinn lítill, að þeirra mati, og þeir telja ólíklegt að ná því aflamagni, sem við jafnvel mundum vilja láta þeim í té um skamman tíma. A sl. fimm árum hefur meðal- afli Þjóðverja hér við land verið 120 þús tonn að jafnaði, Fyrsta árið eftir útfærsluna telja þeir sig hafa veitt 93 þús tonn. íslend- ingar munu hins vegar hafa boðið þeim 65 þús tonna hámarksafla. Þá er Ijóst, að í samningum við Vestur-Þjóðverja yrði þeim gert að veiða mun dýpra, lengra frá landi en Bretum. Þeir mundu á mjög fáum stöðum fiska upp að 12 mflna mörkunum, sem var aðal- reglan í samningunum við Breta. Mörkin yrðu almennt 20 — 30 sjómílur og í sumum tilvikum munu Þ.jóðveriar reiðubúnir að fara langt út fyrir 50 mflna mörkin. Þetta kann að hafa nokkra þýðingu á pappírnum, en í raun skiptir það minna máli, þar sem Þióðverjar hafa ávallt fiskað djúpt undan landi og óvíst er, að þessar svæðatakmarkanir hafi að þessu leyti mikil áhrif á heildar- aflamagn þeirra. En þess ber þö að geta, að Þjóðverjar hafa lagt sig eftir öðrum fisktegundum en Bretar. Bretar hafa fyrst og fremst veitt þorsk og flatfisk, en Þjóðverjar sækjast eftir karfa og ufsa, en þeir fiskstofnar eru ekki í þeirri hættu sem þorskstofninn er, að mati fiskifræðinga. Fyrirvarinn um gildistöku tollalækkana. SU þýðing er bundin við samn- ingana við Vestur-Þjóðverja, ef þeir takast, að öruggt er, að fyrir- varinn umigildistökutollalækkana á íslenzkum sjávarafurðum á mörkuðum Efnahagsbandalags- ins fellur brott. Er það mikilvægt fyrir íslenzkan sjávarútveg. Þannig mun tollur á ísfiski, þegar 1. janUar n.k., lækka Ur 16% 19%, og síðan hverfur tollurinn alveg á árinu 1977. Þessi tollalækkun get- ur, þegar eftir næstu áramót, munað 600—700 hundruð þúsund krónum á góðri togarasölu, fsfisk- sölu í Þýzkalandi eða Bretlandi. Þetta hefur og gildi í sambandi við sölu á rækju til Bretlands, sem er eitt aðal markaðsland okkar í þeirri grein, þannig að að ljóst er að knýja verður á, að þessi fyrirvari falli nú úr gildi. Þegar gengið var frá bráða- birgðasamkomulaginu við Breta var gefið i skyn af stjórnvalda hálfu, að Bretar mundu að sjálf- sögðu, að sínu leyti, falla frá fyrir- varanum og ef samningaum- leitunum yrði haldið áfram af fullum krafti við VesturÞjóð- verja væru líkur til, að þeir myndi ekki einir halda fast við fyrirvarann. En reynslan verður að þessu leyti að skera úr um það. Á að semja við fleiri þjóðir? Þær raddir hafa heyrzt, eins og kunnugt er, einkum af hálfu kommúnista og sjávarútvegsráð- herra, í sambandi við samninga- viðræður við Breta og Vestur- Þjóðverja, að við þyrftum í kjöl- far þeirra að semja einnig við aðrar þjóðir, sem raunar hafa haldið skipum sínum utan 50 mílnanna og þannig viðurkennt þær í verki. Ég hygg að vara beri við þess- um röddum. Því verður í fyrsta lagi ekki trúað, að þessar þjóðir hafi aðeins haldið sig utan 50 mflnanna til þess að nota Breta til að ryðja sér braut til samninga við íslendinga. 1 öðru lagi eru forsendur, samninga okkar við Breta og Vestur-Þjóðverja þær, að þessar þjóðir þarfnist um- þóttunartíma til að aðlaga sig útfærslu fiskveiðilögsögunnar, þar sem afli þeirra hafi verið um- talsverður á Íslandsmiðum á mörgum umliðnum árum og ára tugum. Afli þeirra þjóða, sem rætt er um að semja beri við í kjölfar samn- inganna við Bretaog Vestur-Þjóð verja, þ.e.a.s. Pólverja, Rússa og Austur-Þjóðverja, er hlutfallslega mjög lítill. Við getum þess vegna ekki varið þá samningagerð með því, að þær þjóðir eða sérstök byggðarlög þeirra þurfi um- þóttunartima. Ef samið væri við þær, byggðist samningagerðin væntanlega á því, að þessarþjóðir hefðu ætlað sér að auka sókn sína á Islandsmið i framtíðinni, eftir útfærslu okkar. Engin ástæða sýnist að semja á slíkri forsendu. Mikilvægast er að koma á friði i landhelgismálinu til þess að ein- beita sér að því aðstyrkja málstað okkar á hafréttarráðstefnunni og undirbúaútfærsluna í 200 mílur. Meðan við eigum í deilum um 50 milurnar og atburðarásin á miðunum býður hættum heim, er ekki nema eðlilegt, að bæði sér- fræðingar okkar á sviði alþjóða- réttar, stjórnmálamenn og allur almenningur sé bundinn við líð- andi stund og atburði hennar. En þegar friður er á komirtn, geta allir landsmenn einbeitt sér að því að tryggja 200 milna fiskveiði- landhelgi. Ljóst er, að við öðlumst ekki óskoruð yfirráð yfir 50 mílunum fyrr en 200 mílum eins og þróun mála er nú háttað. Við eigum að einbeita öllum okkar kröftum að þvi að undirbúa útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur fyrir árslok 1974. Sá undirbúningur fer fram fyrir haf réttarráðstefnuna og á henni sjálfri, en mikilvægur þáttur þess undirbúnigs er ekki sízt að nota tímann til þess að gera okkur með vísindalegum hætti grein fyrir í samstarfi við útgerðarmenn og sjómenn hvarvetna á landinu, hvernig við getum hagað friðun og hagnýtt fiskimiðin við landið innan 200 mílnanna. BÁTAR ÓSKAST í viSskipti á komandi vetrarvertíS. Straumnes h.f., Selfossi. Simi 99-1426 „Læra má af leik” LEGO TANNHJÓL Þroskandi skemmtun fyrir unglinga á vélöld. Ný tækifæri til þjálfunar og þátttöku í tækni nútímans. /u------------------------------- / LEGO DUPLO / Stórir LEGO-kubbar fyrir \ yngstu börnin. \ Einkum ætlaðir ungum börnum, \ i——| sem enn hafa ekki náð öruggri \ l stjórn á fingrum sínum. Njótið góðrar skemmtunar heima. AÐALSKRIFSTOFA REYKJALUNDI, Simi 91 66200 Mosfellssveit SKRIFSTOFA I REYKJAVlK Suðurgata 10 Sími 22150 flúrpípur í möngum stœrðum og litum. HEILOSÖLUBIRGOIR ___________® heimilistæki sf Sætún 8 sími 24000 PHILIPS PHIUPS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.