Morgunblaðið - 21.11.1973, Page 12

Morgunblaðið - 21.11.1973, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÖVEMBER 1973 Friðum og hag- nýtum fiskimið- in innan 200 mílna Við setningu flokksráðsfundar Sjálfstæðisflokksins sl. föstudag flutti Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins ítarlega yfir- litsræðu um stjórnmálaviðhorfið og fjallaði þar um helztu viðfangs- efni á hinum pólitíska vettvangi frá síðasta landsfundi Sjálfstæðis- flokksins, þ.e. um landhelgismál, varnarmál og efnahagsmál. Hér fer á eftir sá kafli í ræðu Geirs Hallgrímssonar, sem fjallaði um landhelgis- málið. Frá því að landsfundur Sjálf- stæðisflokksins var haldínn 6. — 9. maf sl. hefur landhelgismálið að meginefni til fallið í tvo far- vegi. annars vegar er baráttan fyrir 200 mílunum og hins vegar herskipainnrás Breta í íslenzka fiskveiðilandhelgi, átökin á mið- unum og samningarnir við Breta. Útfærsla í 200 mílur. I stjórnmálayfirlýsingu lands- fundar um landhelgismálið segir: ..Fundurinn ítrekarþá grundvall- ar stefnu tslendinga. að Iand- grunn íslands og hafsvæðið yfir því sé hluti af íslenzku yfirráða- svæði og tryggja beri óskoruð for- ræði þjóðarinnar yfir því '. Þá var og samþykkt: ,,að fulltrúum Is- lands á hafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna verði falið að vinna ötullega að fullri viður- kenningu ríkja heims á rétti strandríkis til að stjórna og nytja lífræn auðæfi landgrunnshafsins allt að 200 mflur“. Jafnframt var lögð áherzla á. að unnið yrði að þvf. að samþykktar yrðu skynsam- legar reglur um verndun og hag- nýtingu lífrænna auðæfa úthafs- ins. Eftir landsfundinn óx þeirri skoðun mjög fylgi, að stefna bæri að 200 mílna fiskveiðilögsögu hið fyrsta. Þannig gengust 50 nafn- kunnir menn fyrir áskorun til Al- þingis og ríkisstjórnar um, að Is- lendingar ættu að segja sig í sveit með þeim þjóðum, sem ynnu að því, að 200 mílna auðlindalögsögu yrði komið á. Þegarsvo varðljóst, eftir síðasta undirbúningsfund haf réttanáðstefnu Sameinuðu þjóðanna, að 200 mílna auðlinda- lögsaga átti vaxandi fylgi að fagna, svo að ætla mátti, að milli 80—90 og jafnvel fleiri riki af þeim 150, sem rétt áttu til þátt- töku í hafréttarráðstefnunni, fvlgdu 200 mílunum, þótti mið- stjórn og þingflokki sjálfstæðis- manna eðlilegt og sjálfsagt að marka þá stefnu nánar af sinni hálfu. Hinn 30. ágúst 1973 varþví sú ályktun gerð, að „þingflokkur og miðstjórn telja rétt að fisk- veiðilögsagan verði fa-rð út í 200 mílur eigi síðar en fyrir árslok 1974.“ Þaö er rétt að vekja athvgli á því, að Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur alltaf lagt á það mikla áherz.lu, að við íslendingar fylgdumst vel með störfum undirlniningsfunda hafréttarráðstefnunnar, með það fyrir augum að sveigja þróun mála þaj' okkur í vil og einangra andstæðinga okkar. Við bentum á nauðsvn þess þegar fyrir kosn- ingarnar 1971, en þá gerðu and- stæðingar okkar heldur lítið úr gildi þessa, þegar stefna okkar í landhelgismálinu væri mörkuð. En það er rökrétt framhald þeirraf þróunar, sem orðið hefur á undirbúningsfundunum, að ætla, að 200 mílna auðlindalög- saga nái samþykki með tilskildum meirihluta athvæða, 2/3, á væntanlegri hafréttarráðstefnu, enda er 50 mílna fiskveiðilöga þar í raun og veru ekki á dagskrá. Það fer ekki á milli mála, hve mikilvægt er, að við lýsum yfir 200 mflna fiskveiðilögsögu fyrir lok næsta árs, og þvf hafa allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins nú borið fram tillögu á Alþingi um, að þetta verði gert. Ilafréttar- ráðstefnan verður haldin á næsta ári í Venuzuela, búizt er við, að samþykkt verði stefnuyfirlýsing þá þegar, sem verði öruggur grundvöllur f>Tir þessum fyrir- huguðu aðgerðum okkar í land- helgismálinu. Herskipainnrás Breta. Annar höfuðþáttur landhelgis- málsins hefur í sumar, eins og ég gat um áðan, markazt af hættu- ástandi á miðunum. Fljótlega eft- ir að alndsfundi okkar lauk. 19. maí sl.. sigldu brezku herskipin inn í íslenzka fiskveiðilandhelgi og breyttist þá mjögstaðan í land- helgismálinu í heild. Af því til- efni kom miðstjórn og þingflokk- ur sjálfstæðismanna saman 23. maí sl. og samþykkti: I fyrsta lagi að mótmæla harðlega ofbeldi Breta. I öðru lagi að.kæra fram- ferði Breta fyrir Atlantshafs- bandalaginu og Öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna og krefst þess, að Bretar hverfi þegar á brott með herafla sinn úr íslenzkri fiskveiðiland- helgi. I þriðja lagi, að samninga- viðræður við Breta séu túilokað- ar, meðan herskip þeirra eru í íslenzkri fiskveiðilandhelgi. I fjóðra lagi að auka k.vnningu á málstað Islands. I fimmta lagi að efla Landhelgisgæzluna. I sjötta lagi að leggja áherzlu á, að íslend- ingar muni hvergi hvika frá 50 mflna f iksveiðilandhelgi og það sé aðeins áfangi að því markmiði, að allt landgrunnið út að yztu mörk- um þess verði íslenzk fiskveiði- landhelgi. Eftir herskipainnrás Breta féllu níður samninga viðræður milli Islendinga og Breta, en þær áttu sér áður síðast stað í Reykja- vík 3. og 4. maí sl. Bar þá lítið á milli hins íslenzka sjónarmiðs og þess brezka, eða a.m.k. þeirra sjónarmiða, er samninganefnd- irnar túlkuðu hver fyrir sig. Landhelgismálið hefur sfðan tekið hug manna allan með þeim hætti. að aðrir þættir stjórnmál- anna hafa fallið í skuggann. Þetta var að ýmsu leyti eðlilegt, þegar Ijóst var, að slys gat orðið á hverri stundu, mannslífum fórnað, ef eigi væri unnt að koma á friði á miðunum aftur. Það var ekki útlit fyrir það, því að hvorugur aðilinn taldi mögulegt að taka upp samn- ingaviðræður, Bretar að sínu leyti, meðan við héldum uppi fullri löggæzlu, sem auðvitað var sjálfsögð, og við alls ekki, meðan brezk herskip voru innan ís- lenzkrar fiskveiðilögsögu. Þáttur Atlantshafs- bandalagsins. Það kom og fljótt í ljós, að þetta ástand á miðunum gat haft óheillavænlegar afleiðingar fyrir vestræna samvinnu. Aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu bland- aðist mjög inn í landhelgismál- ið og atburðarásina á fiskimiðun- um kringum landið. Forvígismönnum Atlantshafa- bandalagsins og sérstaklega fram- kvæmdastjóra þess, Joseph Luns, var þetta ljóst. Upplýst var af hans hálfu í viðræðum, sem full- trúar lýðræðisflokkanna á íslandi áttu með honum í Briissel snemma sumars, að 12 til 13 aðild- arríkja Atlantshafsbandalagsins stæðu með okkur i því að fá Breta til að láta af herskipavernd togar- anna. I því fólst ekki, að þessar þjóðir væru efnislega sammála okkur, að því er útfærslu fisk- veiðilögsögu okkar snerti, en þessar þjóðir voru sammálaokkur um, að óþolandi væri, að tilraun væri gerð til að leysa deilumál meðal bandalagsþjóða með slík- um hætti. Þess vegna beittu þess- ar þjóðir áhrifum sínum innan Atlantshafsbandalagsins til þess að fá Breta til þess að láta af herskipavernd innan 50 míln- anna. Með því að hvert ríki Atlants- hafsbandalagsins er sjálfrátt gerða sinna og ekki bundið fyrir- mælum annan'a bandalagsríkja, héldu Bretar uppteknum hætti og varð ekki þokað um sinn. A tíma- bili var reynt að koma á samn- ingaviðræðum með milligöngu Norðmanna, en Islendingar höfn- uðu því. Að lokum þekkja menn þá sögu, sem leiddi til þess, að Bretar drógu herskipin út fyrir fiskveiðilögsöguna, og er engum blöðum um það að fletta, að áhrif Atlantshafsbandalagsins og fram- kvæmdastjória þess höfðu þar úr- slitaáhrif. Kommúnistar hafa löngum not- að landhelgismálið til þess að reyna að slíta tengslin milli okkar og bandalagsþjóða okkar í Atlant- hafsbandalaginu. Því verður að vísu ekki neitað, að herskipainn- rás Bfeta í íslenzka fiskveiðiland- helgi var greiði við kommúnista og til þess fallin að veikja trú manna á vestrænt samstarf. Því fremur er nú ástæða til að vekja eftirtekt á, að Atlantshafsbanda- lagið er eina alþjóðlega stofnun- in, sem hefur orðið okkur að liði, til þess að fá Breta til að fara úr íslenzkri landhelgi. Islenzka ríkisstjórnin gafst upp á því að kæra framferði Breta fyrir Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, þrátt fyrir samþykktir allra fslenzkra stjórnmálaflokka. Eina ráðið, sem íslenzka rikis- stjórnin sá, var að kæra til Atlantshafsbandalagsins vegna ofbeldis Breta. Væntanlega hafa andstæðingar Atlantshafsbanda- lagsins staðið að því málsskoti, sem veitti raunar Atlantshafs- bandalaginu takmarkaða mögu- leika til að beita sér í málinu, i þeirri trú, að bandalagið fengi engu áorkað og sýndi þannig sjálft íslendingum fram á gagn- leysi sitt. Þetta fór á annan veg. Lítill vafi er á því, að án þátttöku okkar í bandalaginu og án af- skipta þess og einstakra banda- lagsþjóða, hefðu Bretar látið sér hotun um stjórnmálasambands- slit fátt um finnast og farið sínu fram. Ég vil í þessu sambandi vitna til þess, sem Jóhann Hafstein sagði í Morgunblaðinu 3. október 1973, þegar Bretar fóru með herskip sín út fyrir íslenzka landhelgi, en í umsögn Jóhanns segir: „Það er augljóst mál, að afskipti forsætisráðherra Breta á elleftu stundu af þessu deilumáli hafa tilkomið vegna aðildar að Atlants- hafsbandalaginuog áhrifum þaðan undir forystu framkvæmdastjóra bandalagsins, Joseph Luns. Þess vegna draga Bretar nú herskip sín út fyrir 50 mílna mörkin og ofbeldinu linnir og þar með er mannslífum ekki lengur stefnt í voða á tslandsmiðum." Falla þannig um sjálfarsig full- yrðingar um, að við íslendingar höfum engan styrk af aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu. A sama hátt og áframhaldandi her- skipavernd Breta í þágu togara sinna að veiðum innan íslenzkrar fiskveiðilögsögu var til þess fallin að veikja trú manna á vest- rænt samstarf, þá ætti mönnum nú að vera ljóst, hvaða gagn við höfum af bandalaginu sem slíku, bæði i samskiptum við bandalags- þjóðir sem og við aðrar þjóðir. Nú ætti í það minnsta að vera unnt að tala um öryggismál lands- ins á hlutlægan hátt. Að vísu var sú skoðun uppi á tímabili, að við ættum að segja okkur úr Atlants- hafsbandalaginu og segja varnar- samningum við Bandarikin upp, vegna herskipainnrásar Breta. Röksemdin fyrir því hlaut að vera sú, að með þvi gerðum við Bretum mein. En þátttaka okkar í Atlants- hafsbandalaginu og sú aðstaða, er því er veitt með varnarsamningin- um við Bandarikin, er ekki ein- göngu í þágu bandalagsþjóða okk- ar, eins og Breta, heldur einnigog fyrst og fremst vegna okkar sjálfra, svo að slík aðgerð var til þess fallin, ekki aðeins að skaða Breta heldur og okkur sjálfa. Ölíklegt er, að okkur hefði þótt svo mikið til um Breta, að við vildum leggjast á höggstokkinn bara til þess að koma þeim þang- að líka. Óliklegt verður að telja, að við viljum fórna eigin öryggi aðeins til þess að ná okkur niðri á þeim. Frestun á stiórnmála- sambandsslifum. Nauðsynlegt er að víkja að til- lögu um slit á stjórnmálasam- bandi við Breta, þegar tillagan kom til lokaafgreiðslu i utanríkis- málanefnd. Var þar kynnt bréf frá forsætisráðherra Bretlands til forsætisráðherra íslands. Fulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins í utan- ríkismálanefnd töldu |)á rétt, að forsætisráðherra tslands tæki nokkurra daga frest til að kanna til hlítar, hvað fælist nánarí bréfi brezka forsætisraæðherrans. All- ir aðrir nefndarmenn utanríkis- málanefndar voru andvígir þessu og vildu, að stjórnmálasambands- slitin tækju gildi strax. Sem betur fer tók forsætisráðherra tillit til tillögu sjálfstæðismanna og ríkis- stjórnin tók sérþennan frest, sem var nægilegur, til þess að koma á viðræðum forsætisráðherranna, er leiddu til þeirrar niðurstöðu, sem ykkur eröllum kunnugt um, bráðabirgðasamkomulags við Breta. Hefði ekki verið farið eftir til- lögu fulltrúa okkar í utanrlkis- málanefnd, þeirra Jóhanns Haf- stein og Matthíasar A. Mathiesen, hefðu stjórnmálasambandsslitin við Bretland verið staðreynd þá þegar og engar viðræður átt sér stað, hættuástand væntanlega ríkt á miðunum nú, eins og var í allt sumar og raunar fyrir her- skipainnrás Breta í vor. Ég skal ekki rekja frekar að- draganda að samningsgerð við Breta, en minni enn einu sinni á þann einstæða atburð í þingsögu okkar Islendinga og þótt víðar væri leitað, að þingmenn Alþýðu- bandalagsins lýstu sig algjörlega andvíga samningunum við Breta, en greiddu síðan samningnum at- kvæða allirsem einn. Afstaða sjálf- stæðismanna til bráðabirgðasam- komulagsins. Rétt er að fara nokkrum orðum um afstöðu okkar sjálfstæðis- manna til efnis bráðabirgðasam- komulagsins. I greinargerð okkar Matthíasar A. Mathiesen, sem vorum fulltrúar sjálfstæðismanna i utanríkismálanefnd, segir svo: „Þá viljum við taka fram, að allir þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins hafa viljað leita samkomulags við Breta og koma á friði á miðun- um til að bægja frá hættum. Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru þeirrar skoðunar, að unnt hefði verið að ná betri samn- ingum en raun ber vitni, ef betur hefði verið staðið að málum. Og nokkrir þeirra telja ágalla samn- ingsins svo mikla, að þeir telja sig ekki geta fallizt á hann eins og hann liggur fyrir. Við, sem greiðum samningnum atkvæði, gerum það fyrst og fremst til þess að binda enda á hina hættulegu deilu og koma á friði. 1 öðru lagi viljum við treysta á, að Bretar taki hér minna en 130 þús tonna ársafla í stað 160 — 170 þús. tonna ársafla fyrsta árið eftir útfærsluna, sem forsætisráðherra telur erfitt að vefengja, að þeir hafi gert. I þriðja lagi, teljum við lifsnauðsyn að stemnra stigu við smáfiskadrápi hér við land og gera eftirlit með veiðarfærum og veiðum Breta samkvæmt samn- ingnum virkt. I fjórða lagi teljum við miklu máli skipta, að tolla- lækkanir, samkvæmt viðskipta- samningi okkar við Efnahags- bandaiagið, geti komið til fram- kvæmda og markaðir fyrir sjávar- furðir i löndum þess nýtist okkur." Þá bendum við á þann skilning, að þessi samningur breytir engu um þá fyrirætlun okkar Sjálf- stæðismanna, sem við vonum, að sainstaða náist um á þingi, að færa auðlindalögsögu okkar út í 200 mílur fyrir árslok 1974, nema að svo miklu leyti, sem veiðiheim- ildir þær, sem Bretum eru veittar samkvæmt samningnum milli 12 og 50 mílna, hljóta að gilda samn- ingstímabilið á enda. Má geta þess, að aðrir nefndarmenn í utanríkismálanefnd voru sam- mála okkur um þennan skilning. Eins og þessi kafli úr greinar- gerð okkar ber vitni um náðist ekki alger samstaða meðal þing- manna Sjálfstæðisflokksins um endanlega afstöðu til samkomu- lagsins. Astæðan var mismunandi mat á því, hve alvarlegir þeir ann- markar eru, sem óneitanlega eru á bráðabirgðasamkomulaginu. Fimm þingmenn töldu þá svo alvarlega, að þeir greiddu at- kvæði á móti samningnum, eins og kunnugt er. Hvað er framundan? En nú er spurningin, hvað er framundan í landhelgismálinu, eftir að þetta bráðabirgðasam- komulag við Breta hefur verið gert? Fyrir dyrum standa samningaviðræður við Vestur- Þjóðverja. Lengi vel var haldið, að samningar við VesturÞjóð- Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.