Morgunblaðið - 21.11.1973, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1973
15
Toppfundur
EBE-landa
Ermar-
sund
Samningur um gerð ganga undir Ermarsundhefur verið undirritaður.
Hér skiptast utanríkisráðherrar Frakka og Breta, Michel Jobert og sir
Alec Douglas-Home, á samningsskjölum að Chequers, sveitasetri
brezka forsætisráðherrans, Edward Heaths, sem einnig er á mvndinni
ásamt Georges Pompidou forseta.
Kaupmannahöfn, 20. ncívember,
AP.
RlKISSTJÓRNIR Efnahags-
bandalagslandanna urðu í dag
ásáttar um, að. fundur æðstu
manna landanna 14.—15. desem-
ber hæfist með óformlegum sam-
ræðum („arineldaviðræðum")
þjóðarleiðtoganna um ástandið f
Miðausturlöndum, sambúðina við
Bandaríkin og önnur mál. sem
eru efst á baugi í heiminum.
Utanríkisráðherra og sér-
fræðingar ræðast við samtímis.
Seinna munu allir sitja sameigin-
legan lokafund. Framkvæmda-
nefnd Efnahagsbandalagsins
verður reiðubúin að sitja fundinn
ef um verður beðið.
Þjóðarleiðtogarnir munu
ákveða, hvort fleiri svipaðir
fundir verði haldnir í framtíðinni
og hve oft. Búízt er við, að á
fundinum verði gefin út yfir-
lýsing um „Sérstæði Evrópu", er
verði grundvöllur framtíðarsam-
skipta Efnahagsbandalags-
landannaog umheimsins.
Sir Alec Douglas-Home utan-
rfkisráðherra Breta hvatti til þess
í dag á fundi utanrikisráðherra
EBE-Iandanna f Kaupmannahöfn,
að æðstu menn Vestur-Evrópu
kæmu til fundar þegar alvarlegt
ástand ríkti. Ilann sagði, að
þjóðarleiðtogarnir ættu f>Tst að
Framhald á bls. 18
Pachman sviptur borgararétti
Prag, 20. ndvember. AP.
INNANRlKISRAÐUNEYTI
Tékkóslóvakfu hefur svipt Ludek
Pachman skákmeistara borgara-
rétti ásamt öðrum áköfum
stuðningsmanni Alexanders
Dubseks, Jan Sling, fyrir að
„stríða gegn mikilvægum hags-
munum Tékkóslóvakíu erlendis“
að sögn daghlaðsins Prace í dag.
Paehman var sjö sinnum varpað
f fangelsi, þar til yfirvöld í Tékkó-
slóvakfu leyfðu honum og fjöl-
skyldu hans að fara úr landi fyrir
einu ári. Hann er nú búsettur í
Vestur-Þýzkalandi.
Sling er sonur Otto Sling,
starfsmanns kommúnistaflokks-
ins, er var lfflátinn 1952 og endur-
reistur 1963. Ekkja hans, Marion
Weber, er brezk og sneri aftur til
Fækka ferðum
um þriðjung
Seoul, 20. nóv., AP.
STJÓRN Suður-Kóreu fyrirskip-
aði f dag, að dregið yrði um
10—30% úr ferðutn leigubifreiða,
vörubifreiða, strætisvagna, ferja
og flugvéla í innanlandsflugi
vegna versnandi ástands f olíu-
málum landsins.
Jafnframt skipaði stjörnin að
öllum benzínstöðvum yrði lokað á
sunnudögum. Erlendar leiguflug-
vélar fá þvf aðeins að lenda, að
þær eigi eldsneyti til næsta
ákvörðunarstaðar.
í Hong Kong hafa olíufélög ver-
ið beðin að takmarka verulega
eldsneyti til flugvéla.
Bretlands 1968. Sonur hennar,
Jan, fluttist til Bretlands 1972.
Bæði Pachman og Sling hafa
tekið virkan þátt í stjórnmálum í
útlegðinni, og fyrir það hafa fjöl-
miðlar í Tékkóslóvakíu oft tekið
þá til bæna.
Paehman sag’ði f símtali við AP
á heimili sínu f Solingen i Ruhr,
að sú ráðstöfun að svipta hann
ríkisborgararétti bryti í bága við
stjórnarskrána, og hann kvaðst
mundu berjast gegn henni. Frétt-
in kom honum á óvart.
Skákmeistarinn sagði, að það
væri ekki á valdi innanrikisráðu-
neytisins að s\úpta tékkóslóvak
fska borgara ríkisborgararétti,
heldur dómstóla. „Enginn dóm-
stóll hefur yfirheyrt mig i sam-
bandi við þessa ráðstöfun," sagði
hann. Ilann ætlar að hafa sam-
band við lögfræðing sinn í Prag
og segir, að eignir blandist inn i
Sakaðir um ábyrgð
á kólerufaraldrinum
Napólí, 20. nóv. — AP.
LÖGREGLAN hefur nú ákært 49
embættismenn í Napólí, suma
háttsetta, fvrir að bera ábvrgð á
kólerufaraldrinum, sem upp kom
á Suður-Italíu í sumar og út'-
breiðslu hans. Meðal embættis-
mannanna voru hafnarstjórinn í
Napóll, héraðslæknirinn, yfir-
dýralæknirinn og heilbrigðiseft-
irlitsmenn í allmörgum borgum
og iKej um.
Þessar kærur komu fram, er
fyrsta hluta rannsóknar á orsök-
um kólerunnar lauk. Forstjóri
Napólíhafnar, sem er rekin af
sjálfstæðu fyrirtæki, og héraðs-
læknirinn voru sakaðir um að
eiga einkahagsmuna að gæta i
þeim opinberu málum, sem þá
varða, um embættisafglöp og að
hafa hleypt hættulegum fæðuteg-
undum inn á almennan neyzlu-
markað. Þeir hafi leyft ólöglega
rækt skelfiska f menguðum sjó.
Fleiri embættismenn voru sak-
aðir um svipuð brot. Mengaðir
skelfiskar, sem ræktaðir voru
ólöglega, hafa verið taldir höfuð-
orsök kólerufaraldursins, sem
drap 22 manneskjur f og umhverf-
is Napólí í sumar.
málið. Hann útskýrði það ekki
nánar.
Pachman sagði, að í svipuðu
máli 1967 hefði innanrikisráðu-
neytið svipt rithöfund borgara-
rétti og orðið að endurreisa hann
árið síðar, þar sem dómstóll úr-
skurðaði ráðstöfunina brot á
stjórnarskránni.
Þegar Pachman fór frá Tékkó-
slóvakíu i nóvember 1972, var
hann að því spurður, hvort hann
vildi halda borgararétti sínum, og
hann kvað já við.
Paehman sagði, að ef hann
hefði afsalað sér borgararétti,
hefði hann sloppið undan anni
tékkósh'n akfskra laga og fengið
ýmis hlunnindi í Vestur-Þý'zka-
landi. ,,En ég vil halda honum.
því að ég ætla að snúa aftur til
Tékkóslóvakíu, þegar ástandið
breytist til hins betra." Ilann
sagðist jafnvel mundu kæra inn-
anríkisráðuneytið fyrir Mannrétt-
indanefnd Sameinuðu þjóðanna,
ef það reyndist nauðsyniegt.
Morðinginn
sjái fyrir
fjölskyldu
hinsmyrta?
Miami 20. nóv. — AP
DÓMARI einn í Miami, sem
hafði haft í hyggju að gera
tilraun með óvenjulega refs-
ingu til handa 19 ára morð-
ingja, hefur skipt um skoðun.
Dómarinn, Dan Satin. hafði
hugleitt, að í stað fangeisis-
vistar væri það raunhæfari
refsing, að dæma Larrv Clark,
sem játað hefur morð á manni
einum, til þess að sjá fyrir
ekkju og fjölskyldu hins
myrta.
En eftir að hafa fengið í
hendur skýrslu fangelsisprest-
sins taldi Satin Ijóst, að Clark
hefði „ekki sýnt neitt raun-
verulegt samvizkubit vegna
verknaðarins, enga löngun til
að iðrast gerða sinna“. Og yfir-
lýst löngun hans til að vinna
fyrir fjölskvldu mannsins,
sem hann myrti, hefði aðeins
verið yfirborðsleg tilraun til
aðkomast hjá fangelsisvist.
Þvf fór þessi óvenjulega
hegning út um þúfur. Larry
Clark hefur veriðdæmdur í .30
ára fangelsi.
Fimm fórust
í óveðri
Oklahoma Citj’ 20. nóvember —
AP.
í MIKLU óviðri, sem geisaði f gær
í Oklahoma-ríki biðu fimm manns
bana og talsverðar skemmdir
urðu á mannvirkjum. Þrír hinna
látnu voru smábörn. Um 50
manns til viðbótar slösuðust
meira eða minna. Tugir heimila
gjöreyðilögðust.
Atyrtu Kekkonen
— reknir af þingi
Helsingfors, 20. nóvember,
NTB.
TVEIMUR þingmönnum Byggða-
flokksins, Veikko Vennamo og
Rainer Lemström, var f dag bann-
að að taka þátt f störfum finnska
þingsins í tva‘r vikur af þvf þeir
úthúðuðu Urho Kekkonen forseta
á þingi f sfðasta mánuði.
Forsetar þingsins sögðu, að
orðaval þingmannanna hefði ver-
ið „óþinglegt" og þess vegna væri
þeim refsað. I síðustu viku sakaði
Lemström Kekkonen um að vera
drukkinn.
Tveggja vikna svipting þing-
setu er þyngsta refsing, sem þing-
forsetar geta veitt þingmöimum.
Aðeins einu sinni áður hefur ver-
ið gripið til þessa ráðs og þá var
það Ifka Vennamo, sem reitti
þingforseta til reiði.
Stutt í úraníumvinnslu á
Grænlandi, segja Danir
ÞESS verður ekki langt að bfða,
að Danir hefji úraníumvinnslu
á Grænlandi og jafnframt
hækkar verð á úranfum og yfir
vofir skortur á úranfum á
heimsmarkaðnum að sögn
danska blaðsins J.vllandspost-
en.
Fyrst um sinn verða unnar
um 15.000 lestir f Kvanefjalli
við Narssaq. Um 5.600 lestir
hafa fundizt við boranir í 17
milljónum lesta málms á svo-
kölluðu miðsvæði, 340 grömm
af úranfum eru í tonninu.
1 janúar birti jarðfræðistofn-
unin á Grænlandi skýrslu um
rannsóknir í Kvanefjalli, sjÖ
mánuðum sfðar en ráðgert
hafði verið, og vekur athygli á
þeim með auglýsingum í tíma-
ritum um námurekstur. Síðan
verður þess beðið hvort rann-
sóknirnar vekja áhuga.
Námurekstur í Kvanefjalli er
óvenjulega auðveldur vegna
þess, að hann er nálægt bæ og
sjó. Yfirmaður svokallaðrar-
Risörannsóknar, dr. phil.
C.F. Jacobsen, segir, að
úraníumvinnsla í Kvanefjalli
eigi að geta borgað sig ef úraní-
umverðið er um 8-10 dollarar
pundið.
Verðið á úraníum hefur
lækkað úr 12 dollurum f rúm-
lega 8 dollara pundið. I nýút-
kominni skýrslu OECD og
IAEA, Alþjóðakjarnorkumála-
stofnunarinnar, um úraníum-
auðlindir heimsins er varað við
úraníumskorti upp úr 1980, um
sama leyti og starfræksla fyrsta
danska kjarnorkuversins hefst.
I skýrslunni eru kunnar
úraníumauðlindir vestrænna
landa áætlaðar 866.000 lestir og
þar við bætast hugsanlegar
úraníumauðlindir er nema
916.000 lestum sé miðað við 10
dollara hámarksverð pundið.
Magnið eykst enn um 680.000
lestir sé miðað við 15 dollara
hámarksverð, en lítið hefur
verið hugað að þeim möguleik-
um.
Nýir úraníumfundir á undan-
förnurn árum hafa aukið auð-
lindirnar um 100.000 lestir á ári
en það samsvarar áætlaðri árs-
ne.vzlu kringum 1985.
Magni, sem vitað er uni og
talið er að finna megi í Kvane-
fjalli samsvarar 4 til -i pro-
mille úraníumauðlinda Vestur-
landa. Talið er, að þar rnegi
vinna 400 lestir árlega en það
nægir til að reka tvö orkuver
þegar lagt hefur verið i fjár-
festingu er nemur 109 milljón-
um danskra króna og reiknað
er með 40 milljónum danskra
króna í áríegan reksturskostn-
að.
Næsta sumar hefst leit að
úraníum á stóru svæði á Aust-
ur-Grænlandi norðan við
Meistaravfk. Geilsavirkni verð-
ur mæld úr lofti samkvæmt
áætlun, sent er til þriggja ára.