Morgunblaðið - 21.11.1973, Side 7

Morgunblaðið - 21.11.1973, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1973 7 Utflutningur inn sexf aldast í ár Rætt við Orra Vigfússon, framkvœmdastjóra Glits hf. ,,Eg tel, að árangurinn af til- raununum til af efla útflutning á vörum okkar hafi sannað, að vörur frá Glit H/F eigi fullt erindi á erlenda markaði," sagði Orri Vigfússon fram- kvæmdastjöri Glits II/E í sam- tali við Mbl. Övenju hljött hef- ur verið um starfsem Glits, en þar starfa um 50 manns við Orri Vigfússon framkvæmda- stjóri Glits H/F. framleiðslu á keramikhlutum, og er gert ráð fyrir, að heildar- salan á þessu ári verði um 45 mi lljónir króna. Glit var stofnað árið 1957 og var fyrst'til húsa að Óðinsgötu 13. Fyrstu vélar og tæki voru smfðuð eftir fyrirsögn Ragnais Kjartanssonar myndhöggvara, sem átti mestan þátt í hönnun fyrirtækisins og vöruþróun. Arið 1971 var ráðizt í verulega stækkun, samið við fyrirtæki í Tékkóslóvakíu um aukinn véla- búnað og uppsetningu og flutt í ný húsakynni að Höfðabakka 9. Glitvörur hafa átt miklum vinsældum að fagna hjá erlend- um ferðamönnum og eru stór hluti af sölu minjagripa- verzlana. Hráefnin, sem notuð eru í Glitvörur, eru að mestu leyti íslenzkt hraun, sem tekið er á Reykjanesi, og móhella, sem fengin er við Elliðaárnar. Auk þess eru notuð ýmis inn- flutt efni. Orri Vigfússon tók við fram- kvæmdastjörastöðu hjá Glit um sl. áramót og hafði þá um árabil starfað hjá Útflutningsmiðstöð iðnaðarins, þar sem hann sér hæfði sig í eflingu útflutnings á íslenzkum iðnaðarvörum. Hann tók i upphafi þá stefnu að efla útflutningdeild fyrirtækisins, en útflutningur 1972 nam aðeins 2,5 milljónum króna. Aðaláherzlan var lögð á að afla umboðsmanna erlendis, og hef- ur á þessu ári tekizt að koma upp stérkum sölukerfum í nokkrum löndum, og í ár er gert ráð fyrir, að útflutningur- inn sexfaldist og verði 15 mill- jónir kr, eða 1/3 af heildarsöl- unni. Á næsta ári er gert ráð fyrir, að talan verði 30—40 milljónir og helmingur af heildarsölunni. — Hverjir hafa verið helztu erfiðleikarnir i sambandi við öflun erlendra markaða? — Fyrst og fremst sveiflur á- gengi ísl. krónunnar. Þegar ég kom til Glits um sl. áramót hafði gengi krónunnar nýlega verið fellt og allar áætlanir, sem þá voru gerðar, miðuð við miklu lægra gengi isl. kr. en það er nú. 1. marz sl. var t.d. kaupgengi pundsins 240,60 kr, en var sl. föstudag 199,40 kr. Nú er t.d. að fara frá okkur sending til Evrópu, sem við fáum fyrir 710 þúsund kr, en hefðum 1. marz fengið fyrir sömu sendingu 856 þúsund kr. Mismunurinn er sem sagt 146 þúsund krónur. Á sama tíma hefur svo kaupgjald og allur kostnaður hækkað um 30—40%. Það segir sig því sjálft, að erfiðleikarnir eru miklir. —Ilvernig mætið þið þeim? —Við teljum þessa erfiðleika timabundna og ætlum að sigrast á þeim með aukinni framleiðni. Slíkt hefur í för með sér verulega endurskipu- lagningu á rekstri verksmiðj- unnar og þjálfurnaráformum fyrir starfsfölk og betri skipu- lagningu á sölustarfsemi á er- lendum mörkuðum. —Er í raun og veru grund- völlur fyrir iðnaðarútflutningi eins og hjá ykkur, miðað við það ástand, sem ríkir í gjald- eyrismálum okkar og með verð- bólguþróunina i landinu i huga? —Við erum sannfærðir um það og allar áætlanir fyrir 1974 verða miðaðar við hið núver- andi háa gengi ísl. krónunnar. Auðvitað eru erfiðleikar hjá öllum iðnfyrirtækjum, sem eru að hefja útflutning, og það þarf mikið fjármagn til að hasla sér völl á erlendum mörk- uðum. Hins vegar er það skoð- un min að íslenzk iðnf.vrirtæki, sem ekki eru samkeppnishæf á erlendum mörkuðum, starfi ekki á nægilega traustum grundvelli. — Hvernig er ykkar hönnunairnálum háttað i dag? —Fyrirtæki eins og Glits verða að leggja í mikinn vöru- þróunar- og hönnunarkostnað. Við starfrækjum hönnunar- deild og er þar stöðugt unnið að þróun margvíslegra hugmynda, bæði með innanlandsmarkaði og útflutning í huga. Við vinn- um fyrst og fremst með íslenzk- um listamönnum en erum auk þess i sambandi við nokkra er- lenda hiinnuði. — Hvernig takið þig ákvörð- un um, hvort hlutur verður sendur á erlenda markaði? —Við setjum hlutina fyrst á innanlandsmarkað. Sfðan ráða hugmyndir og viðbrögð is- lenzku verzlunarstjóranna mestu um það, hvort hluturinn verður fluttur út. Hins vegar eru það auðvitað hönnuðirnir, sem hafa lokaorðið um útlit hlutanna. —Hvernig er framleiðslunni háttað í dag? — Framleiðslan skiptist i þrjá meginflokka. Minjagripi fyrir ferðamenn, listiðnað fyrir inn- lenda markaðinn og sérstaka framleiðslu fyrir útflutning. Framleiðslan er mjög fjöl- breytt, vasar, plattar, ljósker, skálar, kaffi og testell, lampar og margt fleira, sem of langt mál yrði að telja upp. Helzta nýjungin í framleiðslunni í dag eru veggskildir fyrir þjóðhátið- ina 1974 á vegum þjóðhátiðar- nefnda bæja og sveitar- félaga viðsvegar um landið. — Að lokum, hvað er helzt á döfinni hjá ykkur núna? —Framleiðsla þjóðhátiðar- skjaldanna verður mjög stór þáttur i starfseminni næsta mánuði, við gerum ráð fyrir að framleiða 20—30 þúsund slíkra Fyrir þessa útflutningssend- ingu fær Glit í dag 710 þúsund kr, en hefði fengið 856 þúsund 1. marz sl. skildi. Það olli okkur að visu nokkrum vonbrigðum, að okkuf var skýrt frá því nú, að Reykja- víkurborg hefði samið við er- lent fyrirtæki um framleiðslu sinna skjalda, en við látum það ekki á okkur fá og stefnum að því að gera okkar fyrirtæki það sterkt, að við getum.fengið verk erlendis frá. Þess vegna vinn- um við nú að þróun margvis- legra hugmynda, sem of snemmt er að skýra frá hér, en við erum mjög bjartsýnir urn framtíð fyrirtækisins. VOLVO 144 '68. Til sölu Sérlega ‘fallegur og vel með farmn bíll Uppl. i síma 53501 BROTAMÁLMUR Kaupi allan brotamálm langhæsta verði Staðgreiðsla Nóatúm 27. simi 25891 TIL LEIGU Góð 3ja herbergja ibúð í ..blokk' Búin húsgögnum Upplýsingar i sima 1 61 20 ÍBÚÐ TIL LEIGU 4ra herb á góðum stað Tilboð sendist afgr Mbl merkt ..íbúð — 5051' SJÓMAÐUR óskar eftir herbergi eða tveimur litlum í Hafnarfirði Upplýsingar í sima 51169 TILSOLU Caterpillar-vél uppgerð. 100 hest ofl. 1 550 snúninga á min Vélaverkstæði J. Hinriksson, Skúlatúni 6, simar 23520, 26590. heimasimi 35994. TIL SOLU l\IÝ Alvevler-spildæla 1700, 1308 litrar á min. Vélaverkstæði J. Hinriksson, Skúlatuni 6, simar 23520, 26590, heimasimi 35994. SENDIFERÐABÍLL TILSOLU Til sölu Ford Transit 67 Ný vél ný dekk bocfdý ónýtt eftir veltu Upplýsingar i sima 829 70 REGLUSÖM STÚLKA óskar eftir vinnu Margt kemur til greina Upplýsmgar í sima 71005 TILSOLU DIESELRAFSTOÐ 12'/2 kilówatt, 3ja fasa, 220 — 380 volt með mælaborði Upp lýsingar i sima 93-121 7 hRÍMERKJASKIPTI Óska eftir að skipta á frimerkjum frá öllum löndum og islenskum Erik Hermansen a/s Reno. Stortmgsgt 22 Oslo Norge TILSÖLU 4 innihurðir með kormum og læs- ingum kr 2 500 hver Upplýsmg- ar i sima 42685 TIL SOLU Volvo 34ra manna langferðabif- reið Bifreiðin er með 150 h.sl vél. lofthemlum og i ácjaetu ásig- komulagi Upplýsincjar i sima 66128 ocj 83351 UTGERÐARMENN Loðnunót hentug fyrir 50 — 100 tonna bát til solu Tilboð leggist inn á afgr Mbl fyrir 26 1 1 merkt Loðnunót — 799 MIÐSTOÐ Vil kaupa 2ja — 3ja ára notaðá miðstoð i embýhshús Uj)j)l i sima 92-2694 TEK AÐ MÉR VÉLRITUN HEIMA Upplýsingar i sima 1 2455 Geymið auglýsmguna ÚRVALS SÚRMATUR Súrsaðir lundabaggar, hrútspung- ar, sviðasulta, svínasulta Úrvals- hákarl, síld og reyktur rauðmagi. Harðfiskur, bringukollar. Kjötmiðstöðin, Laogalæk 2, sími 35020 KEFLAVÍK — SUÐURNES skemmtileg 5 herb 132 fm ibúð til sölu Etnnig 2ja og 3ja herb ibúðir. Bila og fasteignaþjónusta Suður- nesja, simi 92-1535 heima 2341 HESTAEIGENDUR — TAKIO EFTIR Tek að mér að temja hross Upplýsincjár i sima 99 3 1 86 nnlli kl 1 9 oy 20 IVIár Ólafsson YTRI NJARÐVIK Til solu ný 4ra heib íbúð full frágengm ibúðm ei mjog vonduð og með fallegum teppum Fasteignasala Vilhjálms og Guðfmns Simar 1 263 og 2890 3JA HERB ÍBUÐ til leigu i Njarðvik Uppl i sima 83256 KEFLAVÍ K Til solu nýleg ilnið 4 svefnherb samliggjandi stofui laus fljotlega hagsta-ð útboigun Fasteignasala Vilhjálms og Guðfmns Simái 1263 og 2890 VETRARMAÐUR óskast að góðu sveitaheimili á Norðurlandi Þyifti helkft að vera vanur Uj)j)l gefnar i sima 26457 milli kl 6 — 8 á kvoldm KEFLAVIK 3ja herb ibúð til leigu Upj)lýsmgar i sima 2173 Innilega þakka ég vinum og vandamönnum fyrir hlýleg handtök gjafir blóm og skeyti á 70 ára afma.li mínu þ 1 7. nóv sl Steinberg Jónsson. Innilega þakka ég skyld- fólki og vinum. er glöddu mig á 75 ára afmadi minu 8 þ m Guð blessi ykkur öll ANNA AGUSTSDOTTIR. Idugötu 25 a Innilegt þakklæti til allra þeirra fjölmörgu ættingja, vina og vinnufélaga. sem glöddii mig á 70 ára afma.li mínu 29. októþersl., með heimsóknum. gjöfum, simskeytum og heillaóskum á ýmsan hátt og gerðu mér daginn ógleymanlegan Eg bið ykkur öllum Guðsblessunar um ókomna daga Ottó Þorvaldsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.