Morgunblaðið - 21.11.1973, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.11.1973, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1973 Svíar unnu 16:13 annan leik við Svía, er þeir koma Þorsteinn meðTyrkjabyssuna. Ljósm. Míbl. Sv. Þorm. Kjarvalsstaðir: Listaverk og safn- gripir úr Eyjum SVÍAR sigruðu Islendinga með 16 mörkum gegn 13 í hand- knattleikslandsleik, sem fram fór í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Þetta var fremur slakur leikur af beggja hálfuenliðin virtustmjög áþekk að getu, og þess vegna gat sigurinn fallið hvoru megin sem var. Það var hins vegar mjög slak ur og bitlaus sóknarleikur íslenzka landsliðsins sem öðru fremur gerði gæfumuninn, en í sóknarleiknum var Iítil ógnun og oftsinnis tapaðist knötturinn fyrir hreinan klaufaskap, jafn- vel þegar íslenzku leikmennirnir voru komnir í sannkölluð dauða- færi. Við þetta bættist svo að sænski markvörðurinn, Lars Karlsson. varði með miklum ágæt- um. mun betur en islenzku mark- verðirnir. sem stóðu sig þó ekki illa. Svfar höfðu forystu í leiknum frá upphafi og komust í 3:0 á fvrstu 8 mfnútunum, en þá skor- aði Axel loks úr vítakasti. Eftir það munaði oftast tveimur mörk- um. og spenna náðist ekki upp í leiknum fyrr en örfáum mínútum fvrir leikslok. er staðan var 14:12 fyrir Svía, og Viðar komst inn á Ifnuna í mjög gott færi, en Viðar of fljótur á sér og lét markvörð- inn verja hjá sér. Þar með fór sfðasti möguleiki Islendinga til þess að ná jöfnu í leiknum og þegar 2 mín. voru til leiksloka glopraði Axel niður tækifæri til þess að rninnka muninn. með því að reyna að vippa yfir markvörð- inn í vítakasti, en knötturinn fór í þverslá og út. Sænska landsliðið nú er ekki eins sterkt og maður hefur oft séð það áður. Þaðer skipað tiltölulega jöfnum mönnum. liprum einstak- lingum, sem mynda ekki sterka heild. I vörninni vann þó sænska liðið vel santan. og reyndi að loka fyrir langskot Islendinga og tókst það svo vel, að nánast var undan- tekning ef mark kom rrieð slíkum hætti. Árangursríkasta sóknar leikaðferð Islendinga var að reyna að spila hratt fyrir framan vörn Svfanna og bíða eftir tæki — Strikaður út Framhald af bls. 1 ekki, að hann væri inni á friðaða svæðinu, en taldi þó. að hann væri minna fvrir innan en mælingin gaf til kynna. Mirinda kom á stað- inn seint í gærkvöldi og var sam- mála niðurstöðu varðskipsins. Dómsmálaráðunevtinu var jafn- framt gefin skýrsla um málsatvik af Landhelgisgæzlunni. Að mála- vöxtum könnuðum taldi ráðuneyt- ið upplýst. að togarinn hefði gerzt brotlegur við ákvæði samkomu- lagsins og bæri að fella hann nið- ur af skrá yfir skip, sem veiði- heimild hafa samkvæmt sam- komulaginu. Togarinn Northern Sky mun nú hafa haldið heimleiðis af Íslands mi ðu m. Ut a n rí k i sr á ðun e y t in u hefur verið tjáð til frekari tilkynn ingar, að Northern Sky GY 25 hafi verið felldur niður af skránni. Framhald af bls. 1 berra byggingar verður aðeins 20 stig á daginn og 17 stig a næturn- ar. Mælt er með því eð fiílk al- mennt takmarki sig við saina hita- stig við upphitun húsa sinna. Þá er þess farið á leit við fyrirtæki. að þau hætti allri lúxuslýsingu fil auglýsinga o.s. frv. Sænska ríkisstjórnin hefur einnig gert ráðstafanir til að hefja olíu- og bensínskömmt.tn, ef þörf krefur, en engar takmarkan- ir verða á akstri. Þá mun ríkis- tjórnin í næstu viku leggja fram tillögu um rafmagnsskömmtun. YAMANI TIL KAUPMANNAIIAFNAR Fundi OPEC lauk í dag, og á blaðamannafundi sagði Ytunani færi til línusendinga. Þannig skoraði Björgvin Björgvinsson tvö sérlega falleg mörk, og fjórum sinnum fékkst vítakast með þess- um hætti. Ef skytturnar reyndu að skjóta utan frá punktalínu átti markvörður Svfanna ekki í mikl- um vandræðum nteð skot þeirra. Vörnin var að þessu sinni sterk- ari hluti íslenzka liðsins, og barð- ist oft með ágætum. Kom hún vel út á móti skyttunum, en gætti sín ekki eins vel á gegnumbrotum. en þannig skoruðu Svíarnir flest marka sinna. Var það einkum hinn eldsnöggi og skemmtilegi leikmaður Bo Andersson setn ís- lenzka vörnin átti í erfiðleikum með, en hann ógnaði f sífellu með bolvindum, og ætti hann ekki Ieið til þess að skjóta komu oft frá honurn góðar línusendingar. í leiknum í gærkvöldi nrátti sjá hversu gffurlega mikilvægur maður Ólafur Jónsson er fyrir landsliðið aðekkisétalaðumGeir Ilallsteinsson. Hefðu þessir tveir leikmenn verið með í gærkvöldi, hefði tæpast tsurft að spyrja að leikslokum. íslendingar leika FORSETAR Alþingis hafa ákveðið. að renna skuli f Viðlaga- sjóð þa>r 27 milljónir kr.. sem Norræna félagið í Danmörku og Dansk-íslenzka félagið þar hafa safnað í Danmörku til aðstoðar Vt'sbnannaeyingum vegna eld- gossins á Ileimaey á s.I. vetri. Fénu skal varið til aðstoðar Vestmannaeyingum. Forseti sam- einaðs Alþingis Eysteinn Jónsson hefur afhent formanni stjórnar Y’iðlagasjóðs. Ilelga Bergs banka stjtíra, söfnunarféð með ósk um. — Fangaskipti Framhald if bls. 1 abalandanna fyrir friðarviðræð- urnar við ísraela í Genf 10. des- ember. Suður-Jemen, Líbýa og irak munu hins vegar ekki vera ánægð með vopnahléssáttmála Egvpta og ísraela. — Listamanna- hverfi Framhald af bls. 1 fylla þær, t.a.m. vegna heildar- skipulags. Hins vegar sé það stað- reynd, að margir listamenn séu á sífelldum þönum eftir húsnæði, þeir þurfi að taka á leigu dýrar vinnustofur, sem efnahagur þeirra ris naumast undir. og dæmi séu til þess, að listmálarar hafi orðið að flytja vinnustofur sinar 10—20 sinnum á jafnmörg- um árum. „Leiguhúsnæði er ævinlega ótryggt og dýnnætum tíma er sóað í leit að tíma- bundinni vinnuaðstöðu. auk þess sem slíkar kringumstæður hljóta öhjákvæmilega að draga úr eðli- legri sköpunargleði listamanna," segja m.vndlistarmennirnir tveir í bréfi sinu. olíumálaráðherra m.a.. að hann m.vndi fljótlega fara ti! Kaup- mannahafnar, en lagði mikla áherzlu á, að hann fæti aðeins til að leita læknis. Engu á síður ér talið hugsanlegt, að heimsókn hans kunni að standa í sambandi við fund EBE-ráðherranna þar í borg. Yamani gat ekki sagt, hverj- ar væru þær evrópsku höfuðborg- ir auk London og Parisar, sem hann og starfsbróðir hans frá Alsír færu til, en hann tók skýrt fram. að Haag væri ekki ein þeirra. A fundinum var m.a. ákveðiðað fresta verðlagningu á útfluttri olíu frá iiindunum við Persaflóa, og verðið yrði öbreytt til 17 des- 'tnber. l-'yrr í dag Itafði Yamani sagt, að eina ráð Japana til að komast undan olfubanninu var að slíta stjórnmálasambandi við ísrael. heim frá Bandaríkjunum, og fer sá leikur fram í Laugardalshöll- inni 29. nóvember. Eftir leikinn í gærkvöldi er augljóst að gera verður breytingar á landsliðinu, ef mögulegt á að vera að sigra i þeim leik. Mörk Svia i leiknum í gær- kvöldi skoruðu: Bengt Ilansson 3, Björn Anderson 2, Bo Andersson 2, Dan Eriksson 2, Göran Haard 1, Tommy Jansson 1, Thomas Pers- son 2, Bertil Söderberg 1 og Jan Andersson 2. Mörk íslands skoruðu: Axel Axelsson 7, Björgvin Björg- vinsson 2, Viðar Sfmonarson 1, Sigurbergur Sigsteinsson 1, Agúst Ögmundsson 1 og Hörður Sigmarsson 1. Beztu menn Svía voru: Lars Karlsson, markvörður; Bo Ander- son og Jan Anderson. Beztu menn íslendinga voru: Björgvin Björgvinsson, Axel -Axelsson og Gunnsteinn Skúla- að því verði varið í samræmi við fyrirmæli gefendanna. A milli þeirra er Friðjön Sigurðsson. skrifstofustjöri Alþingis. — Neita því ekki Framhald af bls. 3. syni sinum Guðmundi, semeinn íg er á bátnum. Sagði Óiafur, að þessi bátur bæri listaskip, en samt sem áður hefðu þeir orðið fyrir fjórum áföllum. Tvisvar hefði kviknað í honum og einu sinni hefðu þeir fengið brot á hann, og því væri þeir að von- um þreyttir á þessu, Gylfi Öm er byggður hjá Dröfn í Hafnar- f irði og er 56 lestir að stærð.Hét báturinn fyrst Blíðfari og var þá gerður út frá Grundarfirði. Þ.Ó. — Aldraðir Framhald af bls. 3. þetta fólk. þar sem það kemst ekki upp í bílana. Að mati borgarbökavarðar yrði skipulögð bókasafnsþjónusta við aldrað fólk, öryrkja og blinda án efa mikið verk, en í rauninni geti ekkert annað en reynslan skorið úr um hversu mikið verk það yrði. Hefur borgarbökaviirður metið, að til að hefa þetta starf þyrfti að ráða einn bókavörð í fullu starfi og annan í 2/3 hluta starfs. Þá þyrfti að kaupa nokkur tæki til þessarar starfsemi, m.a. litinn sendiferðabíl. sem sérstaklega yrði innréttaður fyrir bækur. Hef- ur borgarbökavörður metið, að út- gjöld vegna þessarar starfsemi sérstaklega á næsta ári yrðu um 1.5 millj. kr„ þar af um 750 þús. í vinnulaun og 750 þús. til tækja- kaupa, sem nýttust þá til fram- búðar. Kristján Benediktsson (F) ræddi tiliögu borgarstjöra og tók undir þá stefnu, sem í henni felst og fjallaði sfðan um nauðsyn þess, að vel væri að Borgarbókasafninu búið og ræddi lítillega um vænt- anlega nýbyggingu þess í nýja miðbænum. Tillaga borgarstjörans var siðan samþykkt með 15 samhljóða at- kvæðunt. — Alþýðuher Framhald á bls. 2. ekki nóg að gera uppreisn, þáð er ekki nóg að við förum út á götu og segjumst ekki vilja vera fátæk lengur. Nú verðum við að gera byltingu. Við verðum að mynda alþýðuher, sem veit, hvernig á að reka hermenn og hina ríku á flótta. Næst mun ekkert stöðva bylgju fólksins." BYGGÐASAFN Vestmannaeyja * gengst þessa dagana fyrir sýningu á Iistaverkum og ýmsum munum, er varða sögu Eyjanna á Kjarvalsstöðum. Ilófst sýningin s.l. laugardag og er ætlunin að henni Ijúki sunnudaginn 25. þ.m. A sýningunni eru m.a. 34 mál- verk eftir Kjarval, byssa, sem er frá tfmum Tyrkjaránsins og krikkja úr dönsku verzlunarskipi, sem strandaði í Vestmannaeyjum árið 1711. Morgunblaðið náði tali af Þor- steini Þ. Víglundssyni, forstöðu- manni byggðasafnsins, á Kjarvalsstöðum á dögunum, er hann vann að undirbúningi sýn- ingarinnar. Sagði Þorsteinn, að á sýningunni yrðu um 100 málverk þ.á.m. 34 verk eftir meistara Kjar- val, sem Sigfús M. Johnsen fyrrv. bæjarfógeti safnaði á sínum tíma og ánefndi bænum. Auk þeirra verða á sýníngunni málverk eftir Engilbert Gfslason, Freymóð Jó- hannsson, Kristinn Ástgeirsson, Svein Þórarinsson, Guðna Hermansen, Gunnlaug Blöndal, Sigfús Halldórsson, Gunnar Jóns- son og Ragnar Engilbertsson, aun athyglisverðrar myndar, sem byggðasafnið keypti á uppboði í Bretlandi og ber nafnið „Vest- Framhald af bls. 15. ræðast við ásamt sem fæstum ráð- gjöfum, en síöar gætu utanríkis- ráðherrar bætzt við. Georges Pompidou Frakklands- forseti átti fyrstur hugmyndina að „arineldarviðræðum" æðstu manna, eins og þær eru kallaðar. Fram kom t ræðum utanríkisráð- herranna í dag, að þeir vilja ekki vera útilokaðir með öllu. Auk hugmyndar Pompidous er fjallað um yfirlýsinguna um „sér- stæði Evrópu". sameiginlega yfir- lýsingu EBE-landa og Banda- ríkjanna um framtið efnahags- samskipta og öryggisráðstefnuna í Genf. — Verkfallsátök Framhald af bls. 2. Haukur sagði, að það hefðu verið þeir Óðalsmenn, sem kvöddu lögregluna á vettvang. Hafi þá svo undarlega brugðið við, að lögreglan hafi gengið á milli fylkinganna, myndað annan varnarvegg — og þannig verndað lögbrotið í stað þess að hindra það. Kvað Ilaukur þá forráða- menn Öðals rauna hafa orðið fyrír þvingunum frá lögreglttyfirvöld- um f þá átt að loka aðalsainum, þrátt fyrir að þeir Óðalsmenn teldu sig í sínum fulla rétti. Eins kvað hann þá Óðalsmenn hafa lagt fram tillögu til samkomulags, en þeim hefði óðar verið hafnað af þjónum. Varðandi lögbannsúrskurðinn mannaeyjar úr hafi“, en myndin er máluð um 1791. Auk málverk- anna verða á sýningunni 26 ljós- myndir eftir Gísla Friðrik John- sen og eins og áður segir, ýmsir munir, er varða sögu Vestmanna- eyja. Það, sem líklega mun vekja hvað mesta athygli á þessari sýn- ingu, er Tyrkjabyssan svonefnda. Byssan fannst, þegar unnið var við dýpkun hafnarinnar í Eyjum árið 1968. Var hún þá send til Englands og úrskurðuðu þarlend- ir vísindamenn hana vera frá mið- öldum og algenga á þeim slóðum, sem sjóræningjar þeir, er rændu Vestmannaeyjar árið 1627, eru taldir koma frá. Þorsteinn vakti einnig athygli á hluta úr kili af dönsku verzlunarskipi, sem strandaði í Vestmannaeyjum árið 1711, en þess atburðar er getið i 4 ísl. annálum frá þeim tfma. Ur sama skapi er krikkja sú, er áður varnefnd. Þorsteinn kvað tilganginn með sýningunni vera þann, að afla fjár til viðgerða á munum safnsins, er skemmdust við flutninga í Vest- mannaeyjagosinu. Verður sýning- ín opin almenningi alla virka daga frá kl. 4—10 og laugardaga og sunnudaga frá 2—10. benti Ilaukur á, að í honum væri ekki tekin nein afstaða til deilu aðila, og þjónar gætu með athæfi sínu ekki skotið sér bak við hann. Hins vegar lýsti hann yfir furðu sinni, að þjónar skyldu ekki vilja bfða sakadómsúrskurðarins, sem myndi taka af öll tvfmæli hvors væri rétturinn. — Ólafur æfur Framhald af bls. 2. hafa rétt til að heimta skýrslur, munnlegar og bréflegar, bæði af embættismönnum og einstökum mönnum. Að loknum störfum skal nefndin gefa neðri-deild skýrslu um niðurstöður sínar.“ Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra mun vera æfur vegna þessarar tillögu og líta á hana sem beina persónulega árás á sig, enda er hann æðsti yfirmaður landhelgisgæzlunnar og hefur væntanlega haft mjög náið eftirlit með störfum hennar á þeim við- kvæma tíma, sem um er að ræða. Hefur forsætisráðherra haft f miklum hótunum við samstarfs- menn sina úr flokki SFV. Þing- flokkur Framsóknarflokksins mun hafa tekið ákvörðun um að standa gegn samþykkt þessarar tillögu og hefur sem fyrr segir verið lagt mjög að flutningsmönn- um að draga hana til baka, svo og hefur verið lagt að forseta neðri- deildar, að taka hana ekki á dag- skrá. Munu framsóknarmenn mjög óttast, að tillaga þessi verði samþykkt með stuðningi þing- manna stjórnarandstöðunnar. —Araba- ráðherrar stjl 27 millj. íViðlagasjóð — Toppfundur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.