Morgunblaðið - 21.11.1973, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1973
DMCBÖK
Þann 14. júlí voru gefin saman í
hjónaband í Þjóðkirkjunni f
Hafnarfirði af séra Garðari Þor-
steinssyni, Helga Brynjarsdóttir
og Júlíus Halldórsson. Heimili
þeirra er að Grænukinn 6,
Ilafnarfirði.
(Ljósmyndast. Kristjáns,
Ilafnarfirði)
Fimmtugur er í dag, 21 nóvem-
ber, Guðmundur Kristjánsson,
sveitarstjöri. Hlíðarvegi 15.
Bolungarvík. Ilann er aðheiman í
dag.
WÝIR BORGARAR
Á Fæðingarheimili Reykjavíkur
fæddist:
Sigríði Káradóttur og Guðjóni
Guðmundssyni, Miklubraut 64,
Reykjavík, dóttir þann 13. nóvem-
ber kl. 10.00. Hún vó 13 merkur
og var 50 sm að lengd.
Ernu Magnúsdóttur og Agli
Rossen, Hraunbæ 110, Reykjavík,
sonur þann 14. nóvember kl. 17.15
Hann vö tæpar 19 merkur og var
54 sm að lengd.
Sigrfði Margréti Vilhjálmsdótt-
ur og Stanojev Krsta, Laugavegi
147, Reykjavík, sonur þann 12.
nóvember kl. 10.40. Ilann vó 18‘/í
mörk og var 53 sm að lengd.
Heklu Pálsdóttur og Björgvin
Sehram, Hraunbæ 68, Reykjavík,
sonur þann 14. nóvember kl.
13.50. Ilann vó rúmar 17 merkur
og var51 sm að lengd.
Fríðu Einarsdóttur og Sigurði
Georgssyni, Hraunbæ 2, Reykja-
vfk. dóttír þann 14. nóvember kl.
13.20. Ilún vó 14 merkur og var 51
sm að lengd.
Elinborgu Magnúsdóttur og
Magnúsi Þórðarsyni, Háaleitis-
braut 42, Reykjavík, dóttir þann
24. október kl. 08.20. Hún vó rúm-
ar 17 merkur og var 55 sm að
lengd.
,Halló-
dagurinn’
er í dag!
Nýlega barst Mbl. bréf frá
Uarvardháskólanum í Banda-
ríkjunum. Þar er sagt frá því,
að í dag. 21. nóvember, eigi að
halda ,.Hall()-dag“, og er stefnt
að þvf, að fá sem flesta til að
segja „hallö" við tíu ókunnug-
ar manneskjur. Þeir Harvard-
menn hafa sent þetta bréf út
um allan heim, og beðíð blöð
unt að koma þessum skilaboð-
um áleiðis. Okkur hér á
Morgunblaðinu þætti nú betra
að notaðarværu góðar og gegn-
ar íslenzkar kveðjur, enda er
tilgangurinn einn og hinn
sami, hvernig sem kveðjurnar
eru orðaðar.
Vikuna 9. til 15. nóvember
er kvöld-, nætur- og helgidaga-
varzla apóteka í Reykjavfk f
Apóteki Austurbæjar og
Ingólfsapóteki. Næturvarzla
er I Apoteki Austurbæjar.
Læknastofur eru lokaðar á
laugardögum og helgidögum, en
læknir er til viðtals í göngudeild
Landspítalans í síma 21230.
Almennar upplýsingar um
lækna- og lyfjabúðaþjónustu í
Reykjavík eru gefnar f simsvara
18888.
Mænusóttarbólusetning fyrir
fullorðna fer fram í Heilsu-
verndarstöðinni á mánudögum kl.
17.00—18.00.
Vaktmaður hjá Ko'pavogsbæ —
bilanasími 41575 (símsvari).
I KROSSC3ATA
Lárétt: 1. mynt 6 títt 8. skamm-
stöfun 10. tímabil 11. grasinu 12.
mælitala 13. 2 eins 14. slæ 16.
sæmi lega
Lxíðrétt: 2. næði 3. skelfileg4 sam-
hljóðar 5. þvaðra 7. vatnsbóla 9.
bardaga 10. elskar 14. 2 eins 15.
svörð
Lausn á sfðustu krossgátu:
Lárétt: 1. kofti 6. rær 8. garðinn
11. núa 12. oti 13. IR 15. BN 16.
áði 17. asnanum
Uíðrétt: 2 orra 3. fæð 4. trio 5.
ögnina 7. óvinum 9. aur 10. NTB
14. aða 16. án
SÖFNIN
Borgarbókasafnið
Aðalsafnið er opið mánud. —
föstud. kl. 9-22, laugard. kl.
9—18, sunnud. kl. 14—18.
Bústaðaútibú er opið mánud.
— föstud.kl. 14—21.
Hofsvallaútibú er opið mánud.
— föstud. kl. 16. —19.
Sólheimaútibú er opið mánud.
— föstud. kl. 14 — 21.
Laugard. kl. 14 — 17.
Landsbókasafnið er opið kl.
9—19 alla virka daga.
Bókasafnið f Norræna húsinú
er opið kl. 14—19, mánud. —
föstud., en kl. 14.00 — 17.00
Iaugard. og sunnud.
Arbæjarsafn er opið alla daga
nema mánudaga kl. 14—16.
Einungis Arbær, kirkjan og
skrúðhúsið eru til sýnis. (Leið
10 frá Hlemmi)
Asgrímssafn, Bergstaðastræti
74, er opið sunnud., þriðjud.
og fimmtud. kl. 13.30 — 16.00.
fslenzka dýrasafnið er opið kl.
13 —18 alla daga.
Listasafn Einars Jónssonar er
opið á sunnudögum kl. 13.30
— 16. Opið á öðrum tfmum
skólum og ferðafólki. Sfmi
16406.
Listasafn fslands er opið kl.
13.30 — 16 sunnud., þriðjud.m
fimmtud. og laugard.
Náttúrugripasafnið, Hverfis-
götu 115, er opið sunnud.,
þriðjud., fimmtud. og laugard.
kl. 13.30—16
Sædýrasafnið er opið alla daga
kl. 10 — 17.
Þjóðminjasafnið er opið kl.
13.30 — 16 sunnud., þriðjud.,
fimmtud., laugard.
1 dag er miðvikudagurinn 21. nóvember, 325. dagur ársins 1973. Eftir
lifa 40 dagar. Þrfhelgar. Maríumessa.
Áidegisháflæði er kl. 03.49, síðdegisháflæði kl. 16.10.
Nakinn kom ég af móðurskauti, og nakinn mun ég aftur þangað-fara;
Drottinn gaf og Ilrottinn tók, lofað veri nafn Drottins. (Jobsbók 1. 21.).
$11»» * * *h\ f
Hallast
hann —
eður ei
m
Þessar myndir tók Olafur K.
Magnússon Ijósmyndari Morgun-
blaðsins nýlega. Þær eru teknar
frá andstæðum sjónarhornum, en
þó hallast turninn greinilega í
sömu átt á báðum. Einhver skýr-
ing hlýtur að vera á þessu dular-
fulla fyrirbæri, en sfðan turninn
reis í allri sinni hæð, hafa menn
deilt um það, hvort hann hallaðist
raunverulega eða sýndist bara
gera það. Okkur grunar, að sfðari
möguleikinn sé sennilegri, og sé
þá um að kenna eða þakka bygg-
ingarlaginu. Það skyldi þó aldrei
vera, að við Reykvíkingar séum
búnir að eignast okkar skakka
trun, eins og þeir í Pisa 'á Ítalíu?
Ast er... .
. . . að aðstoða
hana við
klippinguna
EFTIRFARANDI spil er frá
leiknum milli Finnlands og
Noregs í Evrópumótinu 1973.
Norður
S. 10-2
II. K-8-5-4-2
T. G-3
L. A-G-7-6
Vestur
S. A-9-3
H. A-10-9-3
T. A-8-4-2
L. K-5
Austur
S. D-G-8-5-4
II. D-7
T. D-10-9-7
L. D-9
Suður
S. K-7-6 \
II. G-6
T. K-6-5
I.. 10-8-4-3-2
Við annað borðið gengu sagnir
þannig:
Vestur Austur
1 G 2 L
2 II 2 S
3 S 4 S
Suður lét út lauf, gefið var í
borði, norður drap með gosa,
sagnhafi drap með drottningu og
lét aftur lauf. Norður varð að
dreþa með ási og nú var sama
hvað hann lét út, hann aðstoðar
sagnhafa við að vinna spilið. Láti
hann spaða þá losnar sagnhafi við
að svína spaða. Láti hann
segja um tigulinn. Það er mjög
óvenjulegt að strax í þriðja slag sé
málum þannig háttað að sama sé
hvað látið verði ujút. spilið er
ávallt unnið.
Heimsóknartími
sjúkrahúsa
Barnaspftali Hringsins: kl.
15—16, virka daga, kl. 15—17
laugard.og kl. 10—11.30 sunnud.
Borgarspftalinn:
Mánud.—föstud. kl. 18.30—19.30.
Laugard. og sunnud. kl.
13.30— 14.30 og kl. 18.30—19.
Flókadeild Kleppsspítala:
Daglega kl. 15.30—17.
Fæðingardeildin: Daglega kl.
15—16 og kl. 19—19.30.
Fæðingarheimili Reykjavfkur:
Daglega kl. 15.30—16.30.
Heilsuverndarstöðin: kl. 15—16
og kl. 19—19.30 daglega.
Hvítabandið: kl. 19—19.30,
mánud.—föstud. laugard. og
sunnud. kl. 15—16 og 19—19.30.
Kleppsspftalinn: Daglega kl.
15—16 og 18.30—19.
Kópavogshælið: Eftir umtali og
kl. 15—17 á helgidögum.
Landakotsspftali: Mán-
ud.— laugard. kl. 18.30—19.30.
Sunnud. kl. 15—16. Heimsóknar-
tími á barnadeild er kl. 15—16
daglega.
Landspftalinn: Daglega kl.
15—16 og 19—19.30.
Sólvangur, Hafnarfirði: Mán-
ud.—laugard. kl. 15—16 og kl.
19.30— 20. Sunnudaga og aðra
helgidaga kl. 15—16.30.
Vífilsstaðir: Daglega kl. 15—16
og kl. 19.30—20.
| SÁ NÆSTBESTl 1
Samúel: La'knir, ef eitthvað er
að mér, þá ætla ég að biðja þig
um að segja mér það umbúða-
laust á venjulegri íslenzku, en
ekki með einhverjum óskiljan-
legum. löngum orðum, sem ein-
ungis latínula-rðir menn skilja.
Læknirinn: Það, sem að þér er,
er ekki annaö en það, að þú
drekkur of mikið.
Samúel: Nú, er það ekki annað
en það. Segðu mér hvað það er á
latfnu. svo að ég geti sagt konunni
minni frá þvf.
. . . það er ekkert
að óttast!