Morgunblaðið - 21.11.1973, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1973
Óvefengj anlegur réttur fóst-
ursins er virtur að vettugi
III. Athugasemdir við
vinnuhrögð nefndarinnar.
Þótt vér þannig teljum
rýmkunartillögur nefndarinnar
óþarfar, og umsögn vorri gæti af
þeim sökum verið lokið með
þeirri niðurstöðu, þá verður ekki
hjá þvf komizt að víkja nánar að
nokkrum þáttum greinar-
gerðarinnar.
Á bls. 9 í greinargerð stendur
eftirfarandi: „Nefndin hefur
mótað tillögur sínar um, í hvaða
tilvikum fóstureyðingar skuli
heimilar á grundvelli þeirra
niðurstaða, sem fengizt hafa í
eftirrannsókn á högum kvenna,
sem framkvæmd hefur verið
fóstureyðing hjá og með hliðsjón
af þeirri læknisfræðilegu reynslu,
sem fengizt hefur varðandi
áhættu, sem getur verið samfara
aðgerð í hverju einstöku tilfelli."
Samkvæmt þessu er könnun
þessi einn aðalgrundvöllur til-
lagna nefndarinnar um nýja
fóstureyðingarlöggjöf.
Spyrja má, hvort hér sé ekki
byggt á alltof veikum grundvelli,
þar sem sá hópur kvenna, sem
könnunin nær til, sé mjög sér-
stæður og fjarri því að vera sam-
bærilegur við þann hóp kvenna,
sem ætla má, að myndi helzt hag-
nýta sér hina nýju löggjöf.
Benda má á, að í viðmiðunar-
hópi nefndarinnar varengin kona
yngri en tvítug, sbr. töflu 3 á bls.
51, á aldrinum 20—24 aðeins 3.9-
% könnunarhópsins, en 84.3% 30
ára og eldri. Aðeins 4 konur, eða
5.3%, ógiftar og engin þeirra und-
ir 25 ára aldri. 88.5% kvennanna
áttu 3 börn eða fleiri. Ýmislegt
fleira kemur fram, sem undir-
strikar sérstöðu þessara kvenna,
en þessar upplýsingar ættu að
nægja, einkum þegar haft er f
huga, að árin 1966 — 1970 svara
mæður á aldrinum 16—19 ára fyr-
ir 51.8% af heildarfæðingum.
Ennfremur voru 54.9% af ógift-
um barnshafandi konum, sem
komu til skoðunar í mæðradeild
Heilsuvemdarstöðvarinnar í
Reykjavík á tímabilinu nóv. —
jan. 1969, á aldrinum 15—19 ára,
sbr. bls. 81 greinargerðar.
Ætla má, að stór hluti umsókna
um fóstureyðingar, samkvæmt
hinni nýju löggjöf, komi frá mun
yngri konum en könnunin nær til,
enda er það reynsla annarra
þjóða. Virðist það vera mjög
mikill ljóður á ráði nefndarinnar,
að hún telur sér fært að heimfæra
niðurstöður könnunar á högum
mjög sérstæðs ’hóps yfir á hóp
kvenna, sem augljóslega býr við
allt aðrar aðstæður. Ástæða er til
að benda á, að í þessum hópi er að
finna langflestar frumbyrjur.
Ætla má, að fóstureyðing geti
haft varanlegri áhrif á frumbyrj-
ur, bæði lfkamlega og andlega,
heldur en fjölbyrjur.
Ymislegt fleira má að vinnu-
brögðum finna, t.d. hvers vegna
var ekki gerð samsvarandi
könnun hjá þeim konum,
sem var synjað um fóstureyð-
ingu, sem nefndin taldi þó
nauðsynlegt? Hver hefði nið-
urstaða slíkrar könnunar verið?
Að lokum skal áréttað, að það
vekur furðu, að nefndin skuli
telja sér fært að byggja tillögur
um, í hvaða tilfellum fóstureyð-
ing skuli heimiluð, á niðurstöðum
könnunar hjá svo sérstæðum hópi
og án nokkurs samanburðar.
IV. Fóstureyðing.
Vér höfum í þessu áliti talið
föstureyðingu neyðarúrræði. í
því efni erum vér sammála nefnd-
inni.
Nefndin skýrir þessa afstöðu
sína til fóstureyðinga með því, að
hér sé um læknisaðgerð að ræða,
sem geti haft áhættu í för með sér
og sé allkostnaðarsöm getnaðar-
vörn fyrir þjóðfélagið, sbr. bls
7—8.
Þessi skýring nefndarinnar er
að voru áliti ófullnægjandi. Vér
fáum ekki séð, að fram hjá því
verði gengið, að fóstureyðing sé
að taka líf, sem hefur að öðru
jöfnu alla eiginjeika til að taka út
þroska sem mannleg vera.
Eins og vikið er að hér að
framan er helgi mannlegs lífs
ekki aðeins einn af hyrningar-
steinum kristinnar lífsskoðunar,
heldur verðmæti, sem allar sið-
menntaðar þjóðir meta flestu
öðru meir, sbr. Mannréttindayfir-
lýsing Sameinuðu þjóðanna, 3.
grein „ Allir menn eiga rétt til lífs,
frelsis og mannhelgi.“
Vér höldum því jafnframt
fram, að ákvæði um mannréttindi
verði ekki numin úr tengslum við
réttindi fóstursins, enda má
minna á yfirlýsingu Sameinuðu
þjóðanna um rétt barna, en þar
segir í 4. grein, að barnið skuli
njóta sérstakrar umönnunar og
verndar jafnt fyrir sem eftir
fæðingu.
í þessu sambandi er ástæða til
að benda á, að nefndin vitnar í
þessa sömu grein yfirlýsingar-
innar á bls. 211, án þess að geta
um þennan rétt barnsins f móður-
kviði.
Nefndin hefur ekki séð ástæðu
til að f jalla um rétt fósturs til lífs,
en leggur hins vegar mikla
áherzlu á rétt fósturs til að fæðast
velkomið í þennan heim. Virðist í
þessu efni gæta nokkurrar mót-
sagnar í málflutningi nefndarinn-
ar, þar sem hún gerir aðeins ráð
fyrir rétti fóstursins, þegar það
þjönar rökstuðningi hennar fyrir
frjálsari fóstureyðingum. Vér
fáum með engu móti skilið,
hvernig það má fara saman, að
fóstur hafi aðeins rétt til að
fæðast, þegar það er velkomið í
heiminn, en almennur réttur
fósturs til að fæðast er ekki
virtur.
Það er með ólíkindum að fjallað
sé um nýja fóstureyðingarlöggjöf
og henni fylgt úr hlaðí með mjög
ítarlegri greinargerð, án þess að
ræða rétt fóstursins og gera sér
jafnframt grein fyrir, hvaða áhrif
sá réttur hafi á meðferð málsins í
heild sinni.
V. Frumvarp nefndarinnar
um fóstureyðingar.
1 9. grein lagafrumvarpsins eru
ákvæði um, hvenær fóstureyðing
sé heimil.
Töluliður 1. að ósk konu.
„Ákvæði, sem veita konu rétt til
fóstureyðingar, án þess að hún
þurfi að skýra frá einhverjum
ástæðum fyrir fóstureyðingunni,
er það lengsta, sem hægt er að
ganga við rýmkun löggjafar um
fóstureyðingar, (ef ekki er með-
talið afnám allrar fóstureyðingar-
löggjafar).“ (Bls 156).
Samkvæmt þessum orðum
nefndarinnar telur hún rétt að
ganga eins langt í þessu máli og
frekast er unnt til að tryggja
frjálsan ákvörðunarrétt kon-
unnar. Hins vegar leggur nefndin
mikla áherzlu á, að fóstureyðing
sé ætfð neyðarúrræði. Vér fáum
ekki séð, hvernig sú skoðun geti
samrýmzt þessum tillögum
nefndarinnar, þar sem konan
þarf ekki að færa fram full-
nægjandi ástæðu fyrir
aðgerðinni. Sbr. skilgreiningu á
tilefni fóstureyðingar, bls. 168.
Mun þyngra er hins vegar á
metunum, að samkvæmt þessum
tillögum er engin grein gerð fyrir
þvf, hvaða aðili á að gæta réttar
fóstursins. Erum vér eindregið
þeirrar skoðunar að vernda beri
frjálsan ákvörðunarrétt einstakl-
inga. Á það ber þó að líta, að frelsi
einstaklings f mannlegu sam-
félagi eru ætíð takmörk sett, og
almennri löggjöf er fyrst og
fremst ætlað að tryggja gagn-
kvæman rétt einstaklinganna. I
löggjöf um fóstureyðingar á þetta
sjónarmið tvímælalaust að koma
fram í því, að tekið sé fyllsta tillit
til réttar konunnar og réttar
fóstursins. í þessum tölulið 9.
greinar lagafrumvarpsins er
UMSÖGN
NEFNDAR, SEM
BISKUP ÍSLANDS
SKIPAÐL UM
FÓSTUREYÐING-
ARFRUMVARPIÐ
SÍÐARI HLUTI
réttar fóstursins ekki gætt, þar
sem aðeins er gert að skilyrði, að
aðgerðin sé framkvæmd fyrir lok
12. viku meðgöngu, og að konan
hafi hlotið fræðslu um áhættu
samfara aðgerð og um félagslega
aðstoð. Það er álit vort, að löggjöf
um fóstureyðingu, sem virðir að
vettugi rétt fóstursins, gangi í
berhöggi við kristna lífsskoðun og
almenna skoðun á mannréttind-
um.
Töluliður 2. að læknisráði.
Vér leggjum þann skilning í
þennan tölulið lagafrumvarpsins,
að hann sé að verulegu leyti í,
samræmi við anda núverandi lög-
gjafar. Þó að samkvæmt þessari
grein sé fóstureyðing í vissum
tilvikum heimil vegna félagslegra
ástæðna, þá skiljum vér það svo,
að mjög erfiðar félagslegar
ástæður verði vart greindar frá
heilsufarsástæðum, sbr. skiler. á
bls 168 „Medical — Social".
Augljóst er, að við hugsanlega
framkvæmd á þessum tölulið, er
gert ráð fyrir, að tekið sé tillit til
fjölmargra þátta, er varða heilsu-
farsástæður konunnar og fósturs-
ins, ásamt félagslegum aðstæðum.
Viljum vér undirstrika, að við
ákvörðun verði tekið tillit til rétt-
ar fósturs, svo og réttar konunnar
og fjölskyldu hennar.
VI. Ráðgjöf og
félagsleg aðstoð.
6. gr. lagafrumvarpsins hljóðar
svo: „Ráðgjöf fyrir fólk, sem
íhugar fóstureyðingu eða
ófrjósemisaðgerð, tekur til þess,
sem hér segir:
1. Læknishjálpar
2. Þungunarprófana
3. Ráðgjafar- og stuðningsviðtaka
4. Félagslegrar aðstoðar
5. Aðstoðar við umsókn og
tilvísun til sjúkrahúss."
Um þessa grein segir svo í
athugasemdum: „Greinin út-
skýrir nánar í hverju ráðgjöf
fyrir fólk, sem fhugar fóstur-
eyðingu eða ófrjósemisaðgerð er
fólgin. Megináherzla skal leggja á
ráðgjafar- og stuðningsviðtöl.
Nefndin álítur, að fóstureyðing
hljóti alltaf að vera neyðarúrræði
fyrir hverja konu. Beri þvf að
athuga gaumgæfilega mögu-
leikana á þvi, að konan ali barn
það, sem hún gengur með. Sér-
staklega er nauðsynlegt að aftra
því, að konan leiðist út í fóstur-
eyðingu vegna fjárhagsástæðna
eða utanaðkomandi þvingunar.
Ber þvf að veita konunni alla þá
félagslegu aðstoð, sem í boði er,
til að hjálpa henni til að fæða
barnið og annast það.“
Samkvæmt þessari athugasemd
útskýrir 6. gr. í hverju þessi ráð-
gjöf er fólgin, en eins og sjá má
hér að ofan er fjarri því, að um
útskýringu sé að ræða, heldur
aðeins upptalning á þáttum ráð-
gjafar, án nokkurrar skilgrein-
ingar. Af þessum þáttum leggur
nefndin aðaláherzlu á ráðgjafar-
og stuðningsviðtöl, en í hverju er
það fólgið?
Við lestur greinargerðarinnar
höfum vér orðið lítils vísari um
innihald þessa þáttar, nema hvað
á bls. 202 segir svo: „Hlutlaus
ráðgjöf og fræðsla skal veitt í
þeim tilgangi að auðvelda
umsækjendum að taka ákvörðun,
sem reynist bezt í framtíðinni.
Konunni og karlinum gefst í við-
tölum við félagsráðgjafa og lækni
kostur á að ræða málið frá heilsu-
farslegu, félagslegu og tilfinn-
ingalegu sjónarmiði."
Við nánari athugun kemur í
ljós, að ráðgjöfin á fyrst og fremst
að fjalla um möguleika á félags-
legri og fjárhagslegri aðstoð, sem
stendur verðandi foreldri til boða
í þjóðfélaginu, en ekki er gert ráð
fyrir að leysa þann vanda, sem
leiðir til umsóknar um fóstur-
eyðingu. Nefndin gerir sér hins
vegar grein fyrir því, að unnt sé
að leysa þann vanda, enda leggur
hún til að ráðgjafaþjónustan geti
veitt slíka aðstoð, en skyldar hana
ekki til þess, sbr. bls 205:
„Ráðgjafarþjónustan skal skipu-
lögð og starfrækt þannig, að hún
geti veitt hjónum og einstakling-
um aðstoð í sambandi við kynlífs-
og samlífsvandamál. I starfinu
skal lögð áherzla á f jölskyldumeð-
ferð, þegar fólk leitar aðstoðar
vegna vandamála í fjölskyldu-
lífi.“
Sú áherzla, sem hér kemur
fram á ráðgjöf fyrir fólk, sem
íhugar fóstureyðingu, er sannar-
lega lofsverð, og má vist fullyrða,
að mjög hafi skort á þennan þátt
við framkvæmd núgildandi laga
um fóstureyðingar. Einnig ber að
meta að veitt ráðgjöf skuli vera
óhlutdræg. En hvað felst í hug-
takinu óhlutdræg ráðgjöf, þegar
um fóstureyðingu er að ræða?
Almennt felst f óhlutdrægni, að
tekið sé tillit til allra þátta, sem
hugsanlega koma til skoðunar á
einu máli, áður en endanleg
niðurstaða fæst. Óhlutdræg ráð-
gjöf um fóstureyðingu á, að voru
mati, á sama hátt að fela í sér
nákvæma sundurgreiningu á
þeim þáttum, sem lúta að þessari
aðgerð. I meðförum nefndarinnar
er í mismunandi löngu máli vikið
að ýmsum þáttum, er hér koma til
greina, t.d. heilsufarsástæðum
konunnar og fóstursins, félagsleg-
um ástæðum margs konar, rétti
konunnar til sjálfsákvörðunar.
En nefndin leiðir algjörlega hjá
sér að fjalla um rétt fóstursins,
sem taka beri óhlutdræga afstöðu
til, og er þó staðreynd fóstursins
mun áþreifanlegri veruleiki en
ýmsir aðrir þættir, sem koma til
rækilegrar skoðunar. Líf fósturs-
ins er altént ekki veigaminni stað-
reynd en svo, að vitundin um það
gefur konunni tilefni til að leita
ráðgjafar. Hvaðagildi hefur þetta
líf? Þeirri spurningu svarar
nefndin ekki, en öll meðferð
hennar gefur tilefni til að ætla, að
helzt vildi hún mega þegja það í
hel.
önnur hlið óhlutdrægrar ráð-
gjafar lýtur að virðingu fyrir
skoðunum þess, sem ráðgjafar-
innar á að njóta. Nefndin virðist
algjörlega sniðganga þann mögu-
leika, að kona, sem íhugar fóstur-
eyðingu og leitar ráðgjafar, beri í
brjósti spurningar, sem eru af
trúar- og siðferðislegum rótum
runnar. Felur ekki krafan um
óhlutdræga ráðgjöf i sér, að virða
beri rétt slíkrar konu til að meta
þann vanda, sem hún stendur
frammi fyrir, í ljósi hennar eigin
trúarsannfæringar? A hún ekki
jafnframt heimtingu á að fá að
ræða þann þátt málsins við aðila,
sem er líklegri til að skilja tilfinn-
ingar hennar að þessu leyti en
læknirinn og félagsráðgjafinn,
t.d. við prest? Væri ekki kröfunni
um óhlutdræga ráðgjöf betur
borgið í höndum teymis, sem skip-
að væri lækni, félagsráðgjafa,
hjúkrunarkonu og presti, heldur
en tillögur nefndarinnar gera ráð
fyrir?
Nefndin sjálf tekur eindregna
afstöðu gegn þeim, sem eru á
annarri skoðun, og gætir þá ekki
óhlutdrægni, sbr. bls. 203: „Sumt
starfsfólk á erfitt með að sætta
sig við þátttöku í þessu starfi. Oft
eiga þó þessar tilfinningar rætur
sfnar að rekja til skorts á fræðslu
og vöntun á sðlfræðimenntun og
úr þvf má bæta með fræðslufund-
um á stofnunum, þar sem öllu
starfsfólki gefst kostur á að láta
skoðanir sínar í ljós og ræða við-
brögð sín og erfiðleika í sambandi
við fóstureyðingar.“ (Letur-
breyting vor), og bls. 187—88:
„Læknar og hjúkrunarlið hefir
sína persónulegu lífsskoðun, trú
og siðfræði, sem stundum er and-
stætt fóstureyðingum. Það eru og
verða hjúkrunarkonur, sem ekki
fella sig við að hjúkra konum,
sem lenda í því, að fóstureyðing
sé gerð, og verður stundum ekki
hjá því komizt, að þær láta það
meira eða minna í ljós við
sjúklinginn. Þetta er vandamál,
sem er farið er að bera töluvert á í
þeim löndum, sem hafa mjög
frjálsa fóstureyðingarlöggjöf og
er óverjandi ástand. Framkvæmd
aðgerðar getur þá orðið erfiðleik-
um bundin fyrir lækninn, sem þó
hefir siðferðilega gengizt inn á að
framkvæma fóstureyðingu. Ef
hjúkrunarlið ekki vill aðstoða eða
hjúkra í svona tilvikum, sem eru
andstæð samvizku þeirra og trú,
verður að fá til þess þá hjálp, sem
vi 11 gera það.“ (Leturbreyting
vor).
Hvaðan kemur nefndinni réttur
til að setjast á dómarastól og
dæma andstæðar skoðanir
óverjandi og jafnvel fávizku? Ef
gæta á óhlutdrægni verður að
virða andstæðar skoðanir og sætta
sig við þær án fordæmingar, en
þetta yfirsést nefndinni.
VII. Fræðsla.
Vér álítum, að hér sé komið að
einum mikilvægum þætti þess
varnaðarstarfs, sem ætti að draga
úr þörf á fóstureyðingum. Eins og
nefndin réttilega gefur í skyn, er
full ástæða til að forðast, að þessi
fræðsla verði einskorðuð við
tæknilega hlið kynlífsins. Vér
leggjum áherzla á, að þessi
fræðsla verði tengd fjölskyldu- og
samfélagsfræðslu, þar sem fyllsta
tillit sé tekið til siðferðilegrar
ábyrgðar einstaklingsins í sam-
skiptum hans við náungann. í því
sambandi teljum vér nauðsynlegt,
að þessi fræðsla sé ekki aðeins
felld inn í kennslu í náttúrufræði,
heldur einnig í kristnifræði og
samfélagsfræði. Einnig þarf að
hyggja að þessu máli, þegar sett
verða lög og reglugerðir um full-
orðinsfræðslu.
VIII. Alyktunarorð.
Allt fram á vora daga hefur
fóstureyðingarlöggjöf endur-
speglað það grundvallarsjónar-
mið, að þjóðfélaginu beri skylda
til að standa vörð um rétt fósturs-
ins. Þessi réttur hefur verið
talinn vera í órofa tengslum við
helgi mannlegs lífs. Með réttu
hefur fóstureyðing verið talin
algjört neyðarúrræði. En nú
horfir svo við, þegar stefnt er að
því að ganga eins langt og unnt er
við rýmkun löggjafar um fóstur-
eyðingar, svo notuð séu orð
nefndarinnar sjálfrar um hennar
eigin verk, að þessi óvenfengjan-
legi réttur fóstursins er virtur að
vettugi. Öll afstaða vor til þessa
máls, eins og hún hefur verið
reifuð hér að framan, byggist á
þeirri sannfæringu, að lítils-
virðing á rétti þess lífs, sem
kviknað hefur i móðurkviði,
marki ekki spor í átt til aukins
frelsis og bættra mannréttinda.
Þvert á móti álítum vér, að með
lítilsvirðingu á rétti fóstursins til
lífs, sé gengið lengra til móts við
öfl, er vilja svipta einstakling og
þjóðfélag þeirri ábyrgð, seg gefur
lífinu gildi.