Morgunblaðið - 21.11.1973, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MJÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1973
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10-100.
Aðalstræti 6, sími 22-4-80.
Áskriftargjald 360,00 krá mánuði innanlands.
í lausasölu 22, 00 kr. eintakið
Isljórnmálayfirlýsingu
flokksráðs Sjálfstæð-
isflokksins er mörkuð
mjög skýr og ákveðin
stefna í öryggismálum
landsins. Þar segir svo:
„Það er brýnasta mál
íslenzku þjóðarinnar að
tryggja áfram öryggi
landsins og sjálfstæði þjóð-
arinnar. Þar til samkomu-
lag næst milli ríkja austurs
og vesturs um afvopnun og
viðunandi öryggi í Evrópu,
er það nauðsynlegt vegna
örvggis íslands og hags-
muna bandalagsþjóða
okkar, einkum Norður-
lanria. að áfram verði um
sinn vamir í landinu. þar
sem ástand í alþjóðamálum
er svo ótryggt sem raun
ber vítni. Vegna hinna
mikiu og vaxandi umsvifa
herskipaflota Sovétríkj-
anna á hafsvæðunum um-
hverfis ísland, er yfirvof-
andi hætta á, að ísland
lendi innan sovézks áhrifa-
svæðis. ef íslendingar
draga sig út úr varnar-
keðju vestrænna ríkja.
ísland hefur, vegna legu
sinnar, svo mikla hernaðar-
þýðingu, að landið hlyti að
verða í verulegri hættu, ef
spenna ykist í þessum
heimshluta og hér væru
engar varnir. Því fullnægir
það ekki hagsmunum
íslendinga nú, að í landinu
sé aðeins eftirlitsstöð án
nokkurs varnarliðs.
Varnarþörf landsins og til-
högun varnanna verður að
meta með hliðsjón af
ástandi heimsmála hverj-
um tíma. Kanna ber til
hlítar, hvort hagkvæmt sé
að auka þátttöku íslend-
inga í þeim störfum, sem
unnin eru hér á landi
vegna öryggis íslands og
annarra Atlantshafsbanda-
lagsríkja.“
Sjónarmið Sjálfstæðis-
flokksins hafa jafnan að
lokum ráðið úrslitum um
stefnuna í öryggismálum
þjóðarinnar. Þannig hafði
Sjálfstæðisflokkurinn for-
ystu um aðild íslands að
Atlantshafsbandalaginu
1949 og gerð varnarsamn-
ingsins 1951. Sjálfstæðis-
flokkurinn lagðist ein-
dregið gegn ályktun
Alþingis 28. marz 1956 um
brottför varnarliðsins, og
hálfu ári síðar urðu vinstri
flokkamir að viðurkenna,
að þeir hefðu haft rangt
fyrir sér og Sjálfstæðis-
flokkurinn haft á réttu að
standa. Fyrr og sfðar hefur
Sjálfstæðisflokkurinn ver-
ið sú brjóstvörn í bar-
áttunni fyrir öryggi lands-
ins og sjálfstæði, sem bezt
hefur dugað.
Næstu vikur og mánuðir
eru örlagatímar í öryggis-
málum þjóðarinnar. Nú,
eins og 1956, er gerð til-
raun til að knýja fram
breytingar, sem leiða
mundu til þess, að landið
yrði óvarið, eitt sjálfstæðra
ríkja um gjörvalla heims-
byggð. Með samþykkt
flokksráðsins hefur Sjálf-
stæðisflokkurinn á þessum
örlagatímum markaðskýra
og ákveðna stefnu. Enn er
ekki tímabært, að vamar-
liðið hverfi af landi brott.
Eftirlitsstöð án vamarliðs
er ekki fullnægjandi fyrir
hagsmuni Islendinga, að
dómi Sjálfstæðisflokksins.
Þessi afstaða er byggð á
öryggishagsmunum ís-
lands og bandalagsríkja
þess í Atlantshafsbanda-
laginu, sérstaklega þó
Norðurlandaþjóða. Hins
vegar er Sjálfstæðisflokk-
urinn reiðubúinn til þess
að standa að aukinni þátt-
töku Islendinga í þeim
störfum, sem unnin eru á
Keflavíkurflugvelli.
Andstæðingarnir halda
því fram, að Sjálfstæðis-
flokkurinn og Morgun-
blaðið boði ævarandi
hersetu í landinu. Því fer
viðs fjarri. Svarið við þess-
ari ásökun kemur fram
i' stjórnmálayfirlýsingu
flokksráðs Sjálfstæðis-
flokksins, þar sem segir:
„Þar til samkomulag næst
milli ríkja austurs og vest
SKÝR STEFNA SJÁLF-
STÆÐISFLOKKSINS
urs um afvopnun og við-
unandi öryggi í Evrópu, er
það nauðsynlegt vegna
öryggis íslands og hags-
muna bandalagsþjóða
okkar, einkum Norður-
landa, að áfram verði um
sinn vamir í landinu....“
Við Islendingar hljótum
vissulega að binda
ákveðnar vonir við þróun
mála í Evrópu um leið og
við verðum að gera okkur
grein fyrir því, að hingað
til er fyrst og fremst um
jákvæða breytingu á
andrúmslofti að ræða, en
ekki áþreifanlegar stað-
reyndir. Öryggismálaráð-
stefna Evrópu er hafin og
þátttakendur í henni eru
öll Evrópuríki. Starf
hennar mun vafalaust taka
nokkurn tíma, en samt sem
áður hljótum við að binda
ákveðnar vonir við það, að
niðurstaða hennar verði
jákvæð og að samkomulag
takist um nýskipan
öryggismála, sem að okkar
dómi veiti fullnægjandi
tryggingu fyrir sjálfstæði
lands og öryggi. En þar til
slík niðurstaða er fengin f
öryggismálum Evrópu-
þjóða er störhættulegt
fyrir íslendinga eins og allt
er í pottinn búið að grfpa
til einhliða aðgerða, sem
gera landið varnarlaust,
valda því, að Norðurlanda-
þjóðir, einkum Norðmenn,
verða að endurskoða frá
grunni varnarkerfi sín og
jafnvægi raskast í okkar
heimshluta.
Risaveldin og mannúðarhugsjónin
KIGA Bandaríkjamenn að
krefjast þess er þeir veita Rúss-
unt viðskiptaívilnanír. að
mannréttíndí sovézkra borgara
verði aukin? Þjóðþingið fjallar
nú uin þetta grundvallaratriði,
en vert er að hafa í huga þann
tnannlega veruleika, sem unt er
að ræða. Þess vegna segi ég
eftirfarandi sijgu:
Valery Panov er einhver
hezti ballettdansari heimsins.
Ilann og hin frábæra kona
Itans, Galina. voru starfandi hjá
Kirov-félaginu í Leníngrad,
þegar þau sóttu um áritun á
vegabréf til þess að koniast til
Israels. Panov var þegar í stað
sagt upp starfi sínu hjá Kirov,
og honum var alls staðar
bannað að konta fram. Þessi
stolti listamaður var þannig
(læmdur til þess að bíða sál-
fræðiiegan dauða.
Aður en Leonid Brezhnev fór
til Bandaríkjanna í jtíní, var
Panov-hjónunum sagt, að þau
gætu fengið vegabréfsáritanir,
ef þau þögguðu niður allt umtal
iitii mál þeirra unt sumarið. 9.
ágúst var þetta loforð opinber-
lega staðfest í viðtali við banda-
rfskan gest í Moskvu, Robert
Abrams. forseta borgarstjórnar
í Bronx-hverfi í New York.
Sovézkur > aðstoðarinnanríkis-
ráðherra. Viktorov að nafni,
sagðt Abrams að viðstöddum
öðrum háttsettum embætt-
ismönnum, að Panov „fengi
áretðanlega að fara“.
I síðasta mánuði höfnuðu yf-
irvöldin aftur beiðni Panov-
hjönanna um vegabréfsáritun.
Skömmu síðar var Panov sagt,
að verið gæti að hann fengi að
fara þrátt fyrir allt — ef hann
færi eínn síns liðs og skildi Gal-
inu eftir. Ilann sagði nei.
Ilenry Kissinger berst gegn
því í þjóðþinginu, að nokkur
skilyrði verði látin fylgja við-
skiptaívilnunum Bandaríkja-
manna gagnvart RUssum. Iyfir-
heyrslunum, sem fóru fram,
þegar tilnefning hans var sam-
þykkt, sagði hann aðspurður, að
Bandaríkin ættu að stefna að
því að reyna að hafa áhrif á
utanríkisstefnu erlendra ríkja í
stað þess að reyna að „breyta
innviðum þeirra þjöðfélaga,
sem við eigum skipti við".
Saga Panovs sýnir regin-
skyssu i þessari hugmynd Kiss-
ingers: Ógerningur er aðskipta
þjóðfélagskerfi eins og því, sem
er í Sovétríkjunum, í nákvæm-
lega aðgreind svið, annað „inn-
lent“ og hitt „erlent". Voldug
ríkisstjórn, sem gengur á bak
orða sinna heima fyrir, sýnir
einum borgara sínum heift-
rækni og grimmd án þess að
nokkur siðferðileg og pólitísk
sjónarmið haldi aftur af henni,
getur varla vænzt þess, að
henni sé treyst út á við.
Gerræðislegar tálmanir á ut-
flutningi Gyðinga eru vissulega
ekki eina áhyggjuefnið f sam-
bandi við Sovétríkin. Uggvekj-
andi er með hliðsjón af utan-
^VnHlork eimcs
^ r'V-r'-v-^
EFTIR
ANTIIONY
LEWIS
ríkismálum, að mótmælaraddir
eru miskunnarlaust kæfðar og
að hræðilegar hömlur eru
settar á mannlegt samneyti við
útlendinga, einmitt vegna þess
að ósennilegt er að jafn ein-
angrað þjóðfélag verði skyn-
semi gæddur og áreiðanlegur
samherji á alþjóðlegum vett-
vangi.
Einmitt f þessum ástæðum
hefur það verið eitt helzta tak-
mark utanrfkisstefnu vest-
rænna ríkja um árabil að opna
sovézkt þjóðfélag fyri-r frjálsari
hugmyndaskiptum og mann-
legum samskiptum. Þetta er til
dæmis takmarkið á ráðstefn-
unni um öryggi Evrópu. Þeir,
sem eru eindregið fylgjandi
þessum markmiðum, eru ekki
andvígir minnkun spennunnar:
þeir óttast aðeins það, sem
Andrei Sakharov, sovézki vís-
indamaðurinn, hefur með réttu
kallað „hættuna, sem stafar af
því, að minnkun spennunnar
verði uppgerð ein og vaxandi
traust og aukið lýðræði fylgi
ekki í kjölfarið“.
En hefði þaðeinhver áhrif, ef
skilyrði yrðu sett fyrir við-
skiptaívilnunum Bandaríkja-
manna?
Ein þeirra hugmynda, sem
ætti að leggja á hilluna er sú, að
opinberar aðgerðir geti bitnað
á fórnarlömbum kúgunarinnar,
að diplómötum skuli látið eftir
að koma á framfæri áskorunum
í kyrrþey til hjálpar þeim. Við
vitum nú orðið, að kurteisi og
tillitssemi hafa engin áhrif á
sovézka embættismenn, heldur
festa og sá möguleiki, að þeir
lendi í vandræðum.
Og fórnarlömbin vilja sjálf
taka áhættuna. Tólf velmetnir
sovézkir Gyðingar hafa nýlega
vísað á bug þeirri hugmynd, að
farið verði eftir „diplómatísk-
um leiðum“ að tjaldabaki, þar
sem það sé gagnslaust, og hvatt
til „baráttu fyrir opnum tjöld-
um“. Einn þeirra manna, sem
undirrituðu yfirlýsinguna, var
Benjamin Levich, háttsettur
vísindamaður, sem hefur orðið
að sæta grimmdarlegum refs-
ingum fyrir að vilja flytjast úr
landi. 24 ára gamall sonur hans,
Evgeny, sem beið eftir að verða
skorinn upp við alvarlegu inn-
vortis meini, var gripinn á göt-
unni, dreginn í herinn og send-
ur til herbúða á heimskauta-
svæðunum. Þar er hann enn og
vinnur erfiðisvinnu, þótt hann
þjáist nú af bólgu, sennilega
illkynjaðri.
Það eru takmörk fyrir þvf
hvað Bandaríkin geta gert,
mikil takmörk. Við getum ekki
„breytt innviðum" Sovétríkj-
anna, en við getum reynt að
tryggja virðingu fyrir vissu lág-
marks velsæmi. Hvorf okkur
tekst það ekki, byggist ekki á
óhlutstæðum hugmyndum
samninga og hrossakaupa.
Staða okkar er sterk með til-
liti til þessara staðreynda. Rúss-
um er augljóslega mikið kapps-
mál að tryggja viðskipti við
Bandaríkin og bandaríska fjár-
festingu. Þrátt fyrir mikið fát
og uppnám afnámu þeir til
dæmis svokallaðan mennta-
mannaskatt, sem var lagður á
þá, sem vildu flytjast úr landi.
Eins og Sakharov hefur komizt
að orði, eru „Sovétrikin sá að-
ilinn, sem hefur hagsmuna að
gæta og beitir óspart prettum.
Það er geysimikilvægt að vest-
rænu ríkin noti háspil sín til
hins ítrasta.“
Við þurfum heldur ekki að
hafa nokkurt samvizkubit út af
hrossakaupum. I samningavið-
ræðunum um vopnaeftirlit er
hægt að semja um atriði, sem
eru báðum aðilum í hag. En
þegar Rússar koma til okkar og
biðja um efnahagslega blóð-
gjöf, höfum við fullan rétt til
þess að fara fram á, að við fáum
eitthvað fyrir okkar snúð.
Að lokum verður að segja
þetta: Málin horfðu öðru.vfsi
við, ef aldrei hefða verið vakið
máls á mannréttindum í sam-
bandi við viðskiptalögin. Ef
þingið setur kfkinn á blinda
augað, líta sovézku leiðtogarnir
svo á, að skoðanir þeirra á lög-
um og mannúð hafi verið viður-
kenndar.