Morgunblaðið - 21.11.1973, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1973
fflsna
AfgreiBslustúlkur
Nýr matvörumarkaður óskar eftir
að ráða afgreiðslustúlkur til starfa,
hálfan daginn eða allan daginn.
Uppl. veittar í kvöld ( miðvikudag)
kl. 19,30—22 í síma 81943.
Klínikdama óskast
fyrri hluta dags á tannlæknastofu í
miðbænum. Þarf að geta byrjað 1.
desember. Tilboð sendist afgr. Mbl.
fyrir næstkomandi mánudag merkt
„5052“.
LagermaÓur
Óskum að ráða miðaldra mann til
lagerstarfa. Róleg en jöfn vinna.
Vinnutími frá kl. 9 — 18 alla virka
daga nema laugardaga.
Umsóknir ásamt upplýsingum um
aldur, menntun og fyrri störf send-
ist afgr. Mbl. fyrir 1. des. merkt:
„Lagerstarf — 5053“.
RafmagnsverkfræÓingur
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir
rafmagnsverkfræðing til starfa sem
fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Nánari upplýsingar veittar á skrif-
stofu starfsmannadeildar.
Rafmagnsveitur ríkisins
Starfsmannadeild
Laugavegi116
Reykjavík.
TrésmiBir
— Verkamenn
Duglega trésmiði og verkamenn
vantar nú þegar.
Uppl. í síma 82276 eftir kl. 6.
GóS atvinna
Óskum eftir að ráða röskan mann til
afgreiðslu og lagerstarfa. Ökurétt-
indi nauðsynleg.
Umsóknir óskast sendar okkur fyrir
24. þ.m.
Osta- og smjörsalan s.f.
Snorrabraut 54.
RennismiÓir
Iðnfyrirtæki úti á landi vantar van-
an rennismið. Upplýsingar í síma
53337 milli k'l. 19 — 20.
LagermaÓur
Ungur maður óskast til lagerstarfa.
Bílpróf æskilegt. Eiginhandar um-
sóknir, er greini aldur og fyrri störf
vinsamlegast sendist afgr. Mbl. fyrir
annað kvöld, merktar: „F — 800“.
KjötafgreiÓslumaÓur
Maður vanum kjötafgreiðslu óskast
strax.
Upplýsingar í síma 36746.
Vélstjóri
óskar eftir atvinnu. Vélstjóri um þrítugt óskar eftir
starfi í landi. Hefur góð próf og meðmæli. Margs
konar störf koma til greina.
Upplýsingar sendist Mbl merkt „Vélstjóri í landi —
5054.“
ViÖskiptafræðingur
Viðskiptafræðingur óskast að iðnfyrirtæki í örum
vexti í Kópavogi. Þarf að geta tekið að sér bókhald og
fjármál fyrirtækisins og verði forstjóranum til að-
stoðar í daglegum rekstri.
Tilboð merkt: „5055“ sendist afgr. Mbl. fvrir 1. des.
n.k.
Reiknistofa bankanna
óskar að ráða eftirfarandi starfs-
fólk:
Einkaritara með góða kunnáttu í
ensku og einu norðurlandamáli, vél-
ritun og skrifstofustörfum almennt.
Kerfisfræðinga. Óskað eftir um-
sækjendum með bankamenntun,
stúdentsprófi eða verzlunarskóla.
Kerfisfræðimenntun æskileg en
ekki skilyrði.
Reiknistofa Bankanna mun þjóna
átta stærstu bönkum landsins. Ráðn-
ing samkvæmt almennum kjörum
bankastarfsmanna. Mjög skemmti-
legt starfssvið við þróun og upp-
byggingu nýtízku bankakerfa,
sem hyggjast á nýjustu tækni í raf-
reiknikerfum.
Skriflegar umsóknir sendist Reikni-
stofu Bankanna, Laugavegi 120,
Reykjavík, fyrir 8. desember 1973.
Reiknistofa Bankanna.
AÖstoBarstúlka
óskast allan daginn á tannlækninga-
stofu í miðbænum, helzt frá 1. des.
eða 1. jan n.k.
Umsóknir ásamt uppl. um aldur,
menntun og fyrri störf sendist Mbl.
merkt: „Aðstoðarstúlka 1357“ fyrir
föstudagskvöld.
Viljum ráÓa
eftirtalið starfsfólk nú þegar eða
sem fyrst:
1. Laghentan mann vanan ljósa- og
raftækjabúnaði til starfa í ljósa- og
rafmagnsvörudeild.
2. Bifreiðastjóra til útkeyrslu og lag-
erstarfa.
3. Tvo eldri menn (eða skólapilta)
til dyravörzlu og umsjónarstarfa.
4. Laghentan aðstoðarmann á tré-
smíðaverkstæði.
5. Verkamenn til ýmissa starfa.
Til greina kemur að ráða vakta-
vinnumenn og menn í hálfdagsstörf.
Upplýsingar veitir starfsmanna-
stjóri.
Jón Loftsson,
Hringbraut 121,
Sími 10600.
JárniðnaBarmenn
— nemar
Rennismiðir, vélvirkjar og nemar
óskast.
Upplýsingar hjá yfirverkstjóra og á
skrifstofunni.
Hamar h.f.,
sími 22123.
Bifvélavirkjar, vélvirkjar
eða menn vanir bifreiðaviðgerðum
óskast.
Upplýsingar í símum 20720 og
13792.
tsarn hf.
AfgreiBslustúlka
Óskum að ráða stúlku til afgreiðslu-
starfa hálfan daginn (eftir hádegi) í
verzlun okkar að Laugavegi 164.
Uppl. á skrifstofunni.
Mjólkurfélag Reykjavíkur.
Verzlunarhúsnæðl ðskast
Óska eftir að taka á leigu litið verzlunarhúsnæði til lengri
tíma, Má vera í bílskúr. Miðbær ekki skilyrði. Sími
20337, næstu daga og kvöld.
Til sölu
Dodge Challanger RT árgerð '71 og Benz 230 árgerð '68
í mjög góðu standi.
Skipti möguleg.
Upplýsingar í síma 25745 milli kl. 1 og 4 og eftir kl. 5 í
síma 50478.