Morgunblaðið - 21.11.1973, Síða 22

Morgunblaðið - 21.11.1973, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21, NÖVEMBER 1973 Minning: , Guðbjartur Asgeirsson skipstjóri LAUGARDAGINN 10. nóvember var gerð frá Isafjarðarkirkju út- för Guðbjarts Asgeirssonar fyrrv. skipstjóra. Guðbjartur var fæddur 14. apríl 1899 í Þeruvík I ísafjarðardjúpi, sonur Rjónanna Guðbjargar Pálsdóttur og Ásgeirs Guðbjarts- sonar, er þar bjuggu. Guðbjartur ólst upp hjá foreldrum sinum fyrst í Þernuvík og á Markeyri í Skötufirði, en seinna fluttust þau til Hnífsdals. Synir þeirra Guðbjargar og Asgeirs, sem komust til fullorðins ára, voru þrír, Sölvi, Guðmundur Júm' og Guðbjartur. Sölvi er nú einn eftir á lífi, nær áttatfu ára að aldri. Ásgeir stundaði ávallt sjóinn samhliða búskapnum, svo sem alsiða var þá um bændur við Djúp. Ýmist voru róðrar stundaðir frá heimavör eða farið var tií útróðra, sem kallað var, til Hnífsdals eða Bolungarvíkur. Oft var það svo, að þessi útgerð var aðallffsbjörgin, þar sem búin voru víða frekar smá í þá daga og tekjurnar af þeim hrukku skammt til nauðþurfta. Á uppvaxtarárum Guðbjarts var ekki margt, sem menn gátu valið um, þegar þeir höfðu atgervi til þess að verða þátttakendur í lifsbaráttunni. Naumast var þar um annað að ræða en sveita- vinnuna eða sjóróðra. Það fór þvf oft svo, að þá, sem höfðu löngun til þess að takast á við hin stærri verkefni, heillaði sjórinn, því þar voru möguleikamir fleiri og von um betri afkomu ef lánið var mönnum innan handar. Ásgeiri Guðbjartssyni og konu hans mun og hafa verið það ljóst, að sonunum ungu væri búin betri framtíð ef þeir fengju tækifæri til þess að komast á þær slóðir þar sem möguleikar til athafna voru nærtækari en þá gerðist við sveitastörfin. Það kom og snemma í Ijós, að þeir bræður voru búnir augljósum hæfileikum til mannaforráða, enda varð og sú raunin á, að þeír urðu allir dugandi skipstjórar. Þegar Ásgeir og þeir feðgar fluttust til Hnífsdals hófu þeir útgerð og fiskverkun. Utgerð vél- báta hafði þá aukizt allnokkuð í verstöðvum við Djúp, þó að skil- yrðin væru á mörgum sviðum frumstæð. t Litli sonur okkar. HALLDÓR sem lézt á Landspitalanum 13 nóv . verður jarðsunginn frá Bræðratungukirkju laugardaginn 24 nóv kl 2 e h Blóm vinsam- lega afþökkuð Sigriður Stefánsdóttir Sveinn Skúlason t Móðir okkar. tengdamóðir jg amma. Guðbjartur mun hafa hafið for- mennsku á árabáti 18 ára gamall, en hugur hans stóð til annars og meira, og þegar hann þóttist til þess fær réðst hann í að festa kaup á vélbáti, sem hét Guðmundur. Þessi bátur var um 8 tonn að stærð og búinn Alpha-vél, en þær vélar voru mjög algengar I bátum þá og reyndist hinir beztu gripir. Sölvi bróðir hans var þá kominn á bát, sem hét Ranka, og var hann aðeins minni. Það má vel ímynda sér, að ungir menn þeirra tlma hafi hugsað gott til fram- tíðarinnar og dreymt stóra drauma, hafandi undir fótum vél- knúið far, sem ekki þótti svo lítil framför frá því, sem áður var, þegar áramar og handaflið voru það eina, sem fyrir hendi var til þess að knýja skipið áfram. Bamingsróðurinn var mikill þrældómur, og það erfiði felldi margan manninn um aldur fram. Það var miklum erfiðleikum háð að stunda sjósókn frá Hnífsdal á þeim árum, sem Guðbjartur átti þar heima. Þarna voru þá engin hafnarmannvirki og ekki annað að gera en leggja bátunum í legufæri á víkinni, svo til fyrir opnu hafi. Fiskinn varð að flytja I Iand á smábátum, sem síðan voru dregnir upp á land meðgangspili. Þegar versnaði í sjóinn og ekki var fært til róðra varð að fara með bátana inn á Isafjörð, þar sem þeim var lagt I leguf æri f sundun- um. Síðan urðu sjómennirnir að fara gangandi út Eyrarhlíð, 5 km leið, oft í ófærð að vetri til. Oft bar það við, að tíðarfar var breyti- legt og þó að, ekki væri útlit fyrir sjóveður að kveldi, höfðu veður skipzt þannig í iofti að morguninn eftir var orðið gott í sjóinn og varð þá aftur að leggja á Eyrar- hlíðina til þess að sækja bátinn. Það gefur auga leið, að þessar aðstæður voru hinar erfiðustu og reyndu mjög á þrek mannanna, sem urðu að búa við þær. Asgeir Guðbjartsson og synir hans, Guðbjartur og Sölvi, tóku sig upp frá Hnífsdal árið 1930 og fluttust til Isafjarðar, þar sem þeir héldu áfram atvinnurekstri sínum enn um skeið. Á Isafirði voru aðstæðurnar ólíkt betri en í Hnífsdal, þar voru góð hafnarskilyrði og ýmislegt annað til hagræðis við atvinnu- reksturinn. Árin, sem í hönd fóru eftir 1930, voru erfið fyrir sjávarútveg og fiskverkun á Islandi. Þá skall yfir hin eftirminnilega kreppa í fjármálalífi margra landa og markaðsverð á útflutnings- afurðum sjávarútvegsins féll mikið. Afleiðing þess varð sú, að margir, sem stunduðu útgerð, urðu að hætta þeim atvinnu- rekstri vegna þessara erfiðleika. Þá var svo til öll fiskverkun bundin við saltfiskinn og því ekki um það að ræða að fara aðrar leiðir. En þessir erfiðleikar urðu til þess að farið var að kanna, hvað til bjargar mætti verða og var þá farið að snúa sér að því að frysta fiskinn, þó að í smáum mæli væri fyrst f stað. Guðbjartur var ekki á því að gefast upp við útgerðina og sótti á brattann, þótt þungt væri fyrir fæti. Hann réðst í að kaupa sér stærri bát, hét sá Venus, um 12 tonn að stærð, sem þótti nú aldeilis skip á þeim tíma. Þegar Ásgeir faðir Guðbjarts gerðist aldraður hættu þeir feðgar allri fiskverkun og var aflinn þá seldur þar, sem hagkvæmast þótti hverju sinni. Þegar Hálfdán Hálfdánsson frá Búð í Hnífsdal stofnaði fyrirtækið Norðurtangann h/f og reisti hrað- frystihús á Isafirði, gerðist Guðbjartur þar meðeigandi, en hann hafði þá selt bát sinn og hætt allri sjósókn, þar sem heilsan varfarin að gefa sig. Guðbjartur var alla tíð mjög farsæll skipstjóri og aflasæll í meira en meðallagi. Hann hafði jafnan valinn mann í hverju rúmi og sömu mennirnir voru með hon- um í áratugi, enda var skip- stjórinn með afbrigðum umgengnisgóður og hið mesta ljúfmenni. Einstök prúðmennska í orðum og allri framkomu var hans aðalsmerki. Guðbjartur fór mjög vel með allt, sem hann hafði undir hönd- um, og hygg ég, að honum hafi búnazt betur en mörgum öðrum af því litla, sem útgerðin gaf af sér á þeim árum, þótt oft væri við mikla erfiðleika að etja. EJtirtekjurnar voru ekki alltaf miklar í krónutölu, en það vill nú oftast verða svo, að þeir, sem af alúð og ýtrustu hagsýni umgangast verðmætin, skapa sér oft betri afkomu en almennt gerist. Það mun hafa verið reyndin, að þó að Guðbjartur sækti sjóinn af miklu kappi og ósérhlífni, þá var hann ekki svo sem ætla mætti, hraustUr maður. Harkan og dugnaðurinn voru með eindæmum og ekki var gefizt upp fyrr en í fulla hnefana, en undan varð þó að láta á bezta aldri. Þegar Guðbjartur varð að hætta sjósókn og fyrirtækið Norður- tanginn var komið á laggirnar, hóf hann að vinna þar og starfaði hjá fyrirtækinu alla tíð síðan að undanteknu tímabili, er hann var við störf hjá Sundhöll ísafjarðar. Þegar Norðurtanginn h/f hóf út- gerð samhliða fiskverkuninni kom það í hlut Guðbjarts að sjá um allar þarfir útgerðarinnar út á við og gerði hann það af sömu umhyggju og samvizkusemi og hann hafði áður séð um sinn eigin rekstur. Það var Guðbjarti áreiðanlega mjög hugstætt að fá að sjá um þessa hluti og fá þannig tækifæri til þess að verða á ný þátttakandi á þeim vettvangi, þar sem hann hafði ungur haslað sér völl. Hinn 16. desember árið 1925 var stór dagur í lífi Guðbjartar því þá gekk hann að eiga’ eftir- lifandi eiginkonu Jómnu Guðbjartsdóttur frá Höfðaströnd f Jökulfjörðum. Mikilhæf kona af góðu fólki komin. Börn þeirra urðu fimm, þrír synir, Ásgeir og Hörður skip- stjórar og Guðbjartur verkstjóri og sæturnar Margrét og Ragn- heiður. Allt er þetta mesta myndarfólk, sem kosið hefur að stofna heimili hér á æskuslóðum og byggja upp bæjarfélagið með störfum sínum og myndarlegri aukningu á íbúafjöldanum. Hjónaband Jónfnu og Guðbjarts hefir verið til fyrirmyndar um reglusemi og ráðdeild á öllum sviðum. Þar hefir ríkt hófsemi og fjármunum ekki verið sóað til einskis nýtra lystisemda. Algjört bindindi var gagnvart þeim nautnalyfjum, sem hin íslenzka þjóð lætur sér nú orðið sæma að verja til fjármunum sínum í allt of ríkum mæli, heilsu manna og heimilislífi til stórskaða. Það var mikið lán fyrir Isafjörð, þegar Guðbjartur Asgeirsson tók þá ákvörðun að setjast þar að. Þá bættist við gildur hlekkur í þá keðju, sem styrkir athafnalíf þessa bæjar enn í dag. Það er ómetanlega mikils virði fyrir hvert byggðarlag, sem byggir alla afkomu sina á svipulum sjávar- afla, að þar sé ávallt að finna trausta menn, sem áhuga hafa á því að leggja út á sjóinn til fanga. Guðbjartur var alla ævi virkur þátttakandi í þessari baráttu, hann var sem áður getur einn af stofnendum Hraðfrystihússins Norðurtangans h/f, sem nú er orðið eitt af bezt uppbyggðu fyrir- tækjum hér á landi á sviði fisk- iðnaðar. 1 stjórn þessa fyrirtækis var hann lengst af. Þá var Guðbjartur einn af stofnendum útgerðarfyrirtækis- ins Hrannar h/f og stjörnarfor- maður þess alla tíð. Sú kynslóð, sem hafði náð full- um þroska, þegar Island hlaut fullveldisviðurkenningu árið 1918, var sér þess meðvitandi, að hún hafði miklu hlutverki að gegna. Þetta fólk hefir sennilega lifað þá mestu breytingatíma, sem yfir Island hafa gengið, og það lagði í rauninni grundvöllinn að þeim stórstígu framförum, sem við verðum aðnjótandi í dag. Ef við hugleiðum þær framfarir, sem orðið hafa í sjávarútvegi, þá er þetta allt ævintýri líkt. Spannar tfmabilið vítt svið, nær frá ára- skipinu til skuttogaranna, sem nú Benedikt son, — Benedikt Friðriksson var fædd- ur 7. des. 1909, ísaf jarðarvegi 6, Hnífsdal, dáinn 4. nóv. 1973. Voru foreldrar hans Guðrún Ámadóttir og Friðrik Tómasson skipstjóri, og varð þeim þriggja barna auðið, voru þau Tómas, sem var elztur, M argrét og Benedikt. Vegir Guðs eru órannsakan- legir. Þegar ég rita þessi fátæk- legu kveðjuorð eru ég tæplega búinn að átta mig á því að Bene- dikt séhorfinnyfirmóðunmiklu en þetta bar svo snögglega að, Hann var að vinna inni í hrað- frystihúsi, fór þá að finna til í höfði og var þá ekið heim til sín, en féll meðvitundarlaus i gólfið, er hann kom inn í íbúð sína. Var hann fluttur í skyndi á fjórðungs- sjúkrahúsið á Isafirði. Hann komst aldrei til meðvitundar eftir að hann féll f gólfið heima hjá sér, svo það má segja, að hann hafi dáið í sama húsi og hann fæddist í, eftir tæp 64 ár, en þar átti hann heima óslitið öll sín æviár. Dánar- orsök var heilablæðing. Þegar Benedikt hafði ná 11 ára aldri missti hann föður sinn og bróður með m/b Hressing, sem gerður var út frá Hnífsdal, en fórst 12. maí 1922. Pabbi hansvar skipstjóri á bátnum. Það voru aðr- ar aðstæður þá en nú fyrir ekkj- ur, er misstu fyrirvinnu sfna. Þá voru engar bætur greiddar til þeirra né barnalífeyrir. Það hefur verið mikið áfall fyrir Guðrúnu heitina og börn hennar að missa eiginmann og son og þau föður og bróður, báða i einu. Þau höfðu keypt húsið Isafjarðarveg 6, árið 1909, og var það mjög stórt og myndarlegt á þeirra tíðar mæli- kvarða, og er það reyndar enn. Þau voru rétt nýflutt f það, þegar Benedikt heitinn fæddist. Húsið var mest í skuld, þegar þeir feðg- ar féllu frá, en þau gátu leigt út frá sér, og mun það hafa bjargað því, að hægt var að standa f skil- um með afborganir. Svo fengu þau 1000 ferfaðma lóð með hús- inu á erfðafestu, sem gerði þeim kleift að hafa málnyt. Eins og áður segir, var Benedikt 11 ára, er faðir hans fórst. Kom það fljótt f hans hlut að fara að vinna í fiski til að létta undir með móður sinni. Benedikt var frábær elju- og dugnaðarmaður, sem aldrei féll verk út hendi, sama hvað hann gerði. Við vorum vinnufélagar bæði til sjós og lands um áratuga skeið. Einnig vorum við sam- stjórnarmenn i verkalýðsfélaginu hátt á annan áratug. Við vorum einnig samstjórnarmenn í Al- þýðuflokksfélaginu meðan það var við lýði. Eg kynntist Benedikt fyrst 1928, er ég fluttist til Hnffs- dal. Vorum við þá orðnir 18 ára sigla í höfn einn af öðrum, með öllum þeim undratækjum, sem þar eru um borð. Guðbjartur Ásgeirsson lifði það að sjá syni sína taka á myndar- legan hátt þátt f athafnalffinu, sem tengt er við sjóinn. I marz s.l. sigldi hér inn f höfnina nýjasta skipið, sem Guðbjartur hafði átt hlutdeild í að keypt var til bæjarins. Það var skuttogari, sem ber nafn hans, og Hörður sonur hans er skip- stjórinn. Annar sonurinn, Ásgeir, á von á sams konar skipi snemma á næsta ári og þriðji sonurinn hefir tekið við starfi föður síns í landi og sér um, að það sé fyrir hendi, sem skipin þurfa á að halda til næstu veiðiferðar. Það má því segja, að Guðbjartur hafi með öryggi séð fram á það, að þessum málum var vel borgið í höndum afkomenda hans. Þegar hann nú er lagður upp i ferðina hinztu, sem við öll eigum fyrir höndum, þá er arfurinn mikill, sem hann lætur eftir til handa Isafirði. Sfðustu mánuðina, sem Guðbjartur lifði, átti hann við erfiða sjúkdómslegu að stríða, hann andaðist á sjúkrahúsi Isa- fjarðar laugardaginn 3. nóvem- ber. Eftirlifandi eiginkonu Guðbjarts, börnum og öðrum ást- vinum votta ég innilega samúð. Guðmundur Guðmundsson. Friðriks- Minning gamlir og hann að mestu búinn að taka við búfjárráðum af mömmu sinni, enda alltaf sívinnandi heima, ef fri gafst. Það voru margir steinar í blettinum, sem þurfti að fjarlægja og þúfan, sem þurfti að slétta yfir. En sunnudag- arnir voru í heiðri haldnir í þá daga, þá var hitzt og spjallað um daginn og veginn. Sælir eru friðflytjendur. Ég minnist þess ekki, öll þessi ár, sem ég hafði náin kynni af Bene- dikt, að til misklíðar kæmi, hvorki milli okkar né annarra samborg- ara hans. Hann var greiðvikinn og hjálpfús, en lét sig litlu skipta metorð. Hann verður áreiðanlega ekki sakfelldur af almættinu fyrir að upphefja sjálfan sig. Ég var svo heppinn að fá Benedikt fyrir verkstjóra við saltfiskstöðina Rán h.f. og fórst honum það með ágæt- um, enda vandvirkur og sam- vizkusamur svo af bar. Þegar línufiskurinn var metinn var út- koman þessi: 96% N 1, netafiskur 84% N 1 og skreiðin að stórum hluta á ítalíu. Ég tel, að Benedikt, vinur minn, hafi verið gæfumaður í lífinu. Hann kvæntist gáfaðri ágætis- konu, Ingibjörgu Guðmundsdótt- ur, árið 1935. Þau eignuðust eina dóttur bama Guðmundu Jónu, sem gift er Ölafi Friðbjörnssyni stýrimanni og eiga þau tvö ung börn, Benedikt og Ingibjörgu. Margrét Friðriksdóttir, systir Benedikts heitins fluttist til Reykjavíkur og giftist þar Alex- ander Guðmundssyniogeignuðust þau 4 börn, en 3 eru á lífi. Mar- grét er sjúklingur, en Alexander er dáinn. Vertu sæll, Benedikt minn, frið- ur Guðs þig leiði. Kæra Ingibjörg mín, við hjónin vottum þér, dóttur þinni, tengda- syni og litlu börnunum þeirra okkar dýpstu samúð og biðjum ykkur öll Guðs blessunar á þess- um erfiðu stundum. Helgi Björnsson. HELGA JÓNSDÓTTIR, Lyngholti, Hrútafirði, sem andaðist 13. nóv. sl.. verður iarðsungin frá Prestsbakkakirkju. laugard 24. nóv kl 14 Þorbjörn Bjarnason, Þorsteinn Bjarnason. Jóna Kristin Bjarnadóttir, Hannes Þorkelsson og dótturdætur. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför JÓNU EGGERTSDÓTTUR WAAGE, Litla-Kroppi. Aðstandendur. t Faðir okkar, HAIMNES HELGASON, frá ísafirði, andaðist að Hrafnistu, laugardaginn 17 þ m Helgi Hannesson Sigurður Hannesson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.