Morgunblaðið - 21.11.1973, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÖVEMBER 1973
Frá
gjaldeyriseftirlitinu
til ferðamanna
Seðlabanki íslands vill vekja athygli ferðamanna á því, að
samkvæmt gjaldeyrislöggjöfinni er óheimilt, án sérstaks
fyrirfram fengins leyfis, að stofna til gjaldeyrisskulda
erlendis með útgáfu eða samþykki tékka, víxla eða
annarra skuldaviðurkenninga.
Bent skal sérstaklega á, að komi slík skuldaskjöl fram i
íslenzkum bönkum, t.d. til innheimtu, verða þau ekki
afgreidd, en endursend til útlanda á ábyrgð skuldu-
nautar Reykjavík, 19. nóvember 1 973,
SEÐLABANKI ÍSLANDS
Gjaldeyriseftirlit.
óskar eftir starfsfólki í eftirtalin störf:
BLAÐBURÐARFÓLK ÓSKAST
Upplýsingar í sima 35408.
ÚTHVERFI
Breiðholt, einbýlishús — Kambsvegur —
Nökkvavogur — Skeiðarvogur —
Vatnsveituvegur.
AUSTURBÆR
Sjafnargata — Ingólfsstræti
Hraunteigur — Freyjugata 28 _49
Þingholtsstræti — Grænahlíð.
Vesturbær
Vesturgata 2 — 45.
garðahreppur
Börn vantartil að bera út Morgunblaðið
á Flatirnar
Uppl. hjá umboðsmanni í síma 52252.
GARÐUR
Umboðsmaður óskast i Garði. — Uppl. hjá
umboösmanni, sími 7164, og í sima 10100.
KÓPAVOGUR
Blaðburðarfólk óskast í Bræðratungu.
Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 40748.
Manst þú mig
Eg man þig
Blóm og gjafavörur,
ÓÖinsgata 4. Slmi 22814.
TOYOTA Til sýnis og sölu eru eftirtaldar bifreiðar:
Toyota Corona Station 1967
Toyota Carina Sprinter 1971
Toyota Corona MK 1 1 1971
Toyota Corona MK 1 1 H.T., 1972
Toyota Crown Deluxe T.G., 1967
Toyota Crown Special 1972
Toyota umboðið h.f., Höfðatún 2., sími 25111.
Austurísku
kvenkuldaskórnir frá
PANZL
úr vönduðu svörtu og
brúnu leðri með rennisás,
hlýju fóðri og sólum sem
eru góðir i hálku, hælar 5
cm.
Nýkomnir
Gjöf sem örugglega vekur
ánægju. Ath. kragann á
skónum má hvort heldur
hafa uppi eða brjóta niður.
Verðkr. 5335 -
Póstsendum
samdægurs
Egilsgötu 3
Sími18519
Pósthólf 5050
Munið þægindi á allri umferðinni.
Ngæ bilastæði og fyrir utan umferðarhnútana.
Jónas Kristjánsson
Ný bók
ritstjóra
íborg
„LlF I borg“ nefnist bók, sem
Jónas Kristjánsson ritstjóri Vfsis
hefur skrifað og komin er út hjá
Hilmi h.f. Það er bók um þéttbýli
og leitazt viS að svara ýmsum
spurningum, sem leita á borgar-
búann.
Fjallað er um spurningar svo
sem: Ilver er munur borga og
sveita? Hvað veldur flótta fólks
úr strjálbýlinu? Hvernig er
stéttarskipting og f jölskyldulíf
borgarbúa? Hvernig hafa borgir
orðið til og þróazt? Ilver eru
vistfræðileg, félagsleg og skipu-
lagsleg vandamál borgarbúa?
Hver er staða þeirra í riútíman-
um?
Jóns Kristjánsson ritstjóri er
sagnfræðingur að mennt og
stundaði einnig félagsfræði um
tveggja ára skeið. Ilann er
kunnur af forustugreinum sínum
í Visi.
r
„Islenzkar
lækninga- og
drykkjarjurtir”
BÖK þessa tók saman Björn L.
Jónsson læknir eftir ýmsum
heimildum, eldri sem yngri, og er
hún gefin út af Náttúrulækninga-
félagi íslands. I henni eru taldar
milli 60 og 70 jurtir, sem um
langan aldur hafa verið notaðar
til lækninga, sem drykkjarjurtir
og til matar, og sumar til litunar.
Upplýsingar eru um vaxtarstað
jurtanna, meðferð þeirra,
verkanir og riotkun, og flestum
þeirra fylgja ágætar myndir,
teknar úr íslenzkri ferðaflóru eft-
ir Áskel Löve, teiknaðar af Dagny
Tande Lid. Bókin er 80 blaðsíður í
bandi, og kápan erprýdd litmynd-
um af jurtum úr bókinni.
„Línu-
dansarar”
Þýdd skáldsaga
Desmond Bagley
KOMIN er út ný skáldsaga eftir
Desmond Bagley f íslenzkri þýð-
ingu, „Línudansarar" (The
Tightpope Men).
I sögunni vaknar Giles Denson,
aðalpersónan, upp við það í
ókunnu hótelherbergi, að andliti
hans hefur verið breytt, og líkist
hann nú mjög frægum vísinda-
manni. Þá hefur hann verið
fluttur frá Englandi til Noregs, og
þaðan berst leikurinn til Finn-
lands og Sovétríkjanna. „Hann
verður að takast að við þann
háska, sem honum var flækt úr
f. þangað til hann hefur flett ofan
af þeim, sem vilja hann feigan,"
segir á kápusíðu.
Bókin er 288 bls. að stærð.
Þýðinguna gerði Torfi Ólafsson,
en útgefandi er Suðri.