Morgunblaðið - 21.11.1973, Síða 28

Morgunblaðið - 21.11.1973, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÖVEMBER 1973 Þýtur í skóginum Eftir Kenneth Graheme 4. kafli Froskur „Hann lék þetta svo frábærilega vel,“ sagði rottan mjög miður sín. „Hann lék frábærilega vel á þig,“ sagði greifinginn með þunga. „En ekki tjáir að tala frekar um þetta. Hann er sloppinn, það er bæði satt og víst, að það, sem verra er: nú verður hann svo upp með sér vegna kænsku sinnar, að honum er trúandi til alls. Við DRÁTTHAGI BLÝANTURENN getum þó huggað okkur við það, að þarflaust er að eyða meiri tíma í varðstöður hér. Ég held, að samt sé ráðlegast, að við gistum hér í Glæsihöll enn um hríð. Vel getur svo, að froskur verði borinn hingað inn fljótlega á sjúkrabörum eða leiddur inn á milli tveggja lögregluþjóna." Þetta voru orð greifingjans, því hann vissi ekki, hvað framtíðin bar í skauti sínu, né heldur, hversu mikið vatn myndi renna til sjávar áður en froskur settist að á ættaróðali sínu í Glæsihöll. Froskur þrammaði rösklega eftir þjóðveginum, kátur og áhyggjulaus og var brátt kominn góðan spöl frá heimili sínu. Fyrst hafði hann farið ýmsar koppa- götur og yfir akra og engi og breytt stefnu nokkrum sinnum, ef vera kynni, að honum yrði veitt eftirför. En nú þóttist hann öruggur um, að bragðið hefði heppnazt og hrósaði sigri. Sólin brosti blítt til hans af heiðum himni og náttúran öll tók undir lofsönginn um hann sjálfan, sem ómaði hjarta hans. „Vel af sér vikið,“ sagði hann við sjálfan sig. „Þarna sigraði andinn ofbeldið... eins og vera ber. Vesjdings rotturófan. Sú fær á baukinn, þegar greifinginn kemur heim. Rotturófan var svo sem ágæt, — hafði marga góða kosti, en hún var tak- mörkuðum gáfum gædd og algerlega mennuntar- snauð. Ég verð að segja henni svolítið til einhvern daginn og vita, hvort ég get ekki bætt um betur.“ cunnLAUG^^GA oRnucunGU þeim, er í Skörum heitir. Þar réS fyrir jarl sá, er Sigurður hét og var við aldur. Gunnlaug- ur gekk fyrir hann og kvaddi hann vel og kvaðst kvæði hafa ort um hann. Jarl gaf gott hljóð til. Gunn- laugur kvað kvæðið, og var það flokkur. Jarl þakkað honum og launaði honum vel og bauð honum með sér að vera um veturinn. Sigurður jarl hafði jólaboð mikið um vetur- ínn. Og aðfangadag jóla koma þar sendimenn Eiríks jarls norðan af Noregi, tólf saman; þeir fóru með gjöt'um til Sig- urðar jarls. Jarlinn fagnaði þeim vel og skipaði þeim um jólin hjá Gunnlaugi. Þar var ölteiti mikil. Gautarræddu um, að enginn jarl væri meiri og frægari en Sigurðu. Noregs- mönnum þótti Eiríkur jarl miklu framar; og um þetta þrættu þeir og tóku Gunnlaug til úrskurðarmanns hvorir- tveggja um þetta mál. Gunn- laugur kvað þá vfsu þessa: Segið ér frá jarli, oddfeimu stafir, þeima, hann hefir litnar hóvar, hárr karl es sá, bórur; sigreynir hefir sénar sjalfr í miklu gjalfri austr fyr unnar hesti Eiríkr bláar fleiri. (Hermenn, þið segið frá jarli þessum; hann hefir séð háar öldur; hann er gamall f hettunni, karl sá; Eirákur kappinn hefir sjálfur séð fleiri bláar bárur f austurvegi fyrir f raman skip sitt í miklum sjó.) Hvorirtveggja undu vel við úrskurðinn, en betur Noregs- menn. Sendimenn fóru þaðan eftir jólin með fégjöfum, er Sigurður jarl sendi Eiríki jarli; sögðu þeir nú Eirfki jarli úr- skurðinn Gunnlaugs. Jarli þótti Gunnlaugur hafa sýnt við sig einörð og vináttu, og lét þau orð um fara, að Gunnlaugur skyldi þar friðland hafa f hans ríki. Það frétti Gunnlaugur síðan, hvað jarl hafði um mælt. Sig- urður jarl fékk Gunnlaugi leið- toga austur f Tíundaland í Svf- þjóð, sem hann beiddi. IX. kapítuli. Þennan tíma réð fyrir Svíþjóð Olafur konungur sænski, sonur Eiríks konungs sigursæla og Sigríar hinnar stórráðu, dóttur Sköglar-Tósta; hann var rfkur konungur og ágætur, metnaðarmaður mikill. Gunnlaugur kom til Uppsala nær þingi þeirra Svía um vorið, og er hann náði konungsfundi, kvaddi hann konunginn. Hann tók honum vel og spyr, hver hann væri. Hann kvaðst vera ís lenzkur maður. Þar var þá með Ólafi konungi Hrafn Önundar- son. Konungur mælti: „Hrafn,“ segir hann, „hvaða manna er hann á Islandi?" Maður stóð upp af hinum óæðra bekk, mik- ill og vasklegur, gekk fyi-ir kon- ung og mælti: „Herra,“ segir hann, „hann er hinnar beztu ættar og sjálfur hinn vaskasti maður.“ „Fari hann þá og sitji hjá þér,“ sagði konungur. Gunnlaugur mælti: „Kvæði hefi ég að færa yður,“ sagði hann, „og vildi ég, að þér hlýdduð og gæfuð hljóð til.“ „Gangið fyrst og sitjið,“ sagði konungur, „ekki er nú tóm til yfir kvæðum að sitja.“ Þeir gerðu svo. Tóku þeir þá tal með sér, Gunnlaugur og Hrafn; sagði hvor öðrum frá ferðum sínum. lllcÖlmoiQUfikciffinu — Þetta er auðveldasta leiðin til að komast yfir götuna. —• Viljið þér gjöra svo vel að kíkja á olíuganginn. Ég held það sé eitthvað að. — Jú. jú. jakkinn fer svo sem ekki illa. En ég a'tlaði mér ekki að hafa hann svona stör- köflóttann. — Og í þessu horni Jóhann Jónsson, sem a-tlar að rexna að sigra litla hröðir ininn. „Þessi kokteil-partý fara nú að verða leiðigjörn"

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.