Morgunblaðið - 28.11.1973, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1973
Ursögn nemenda-
félags MR úr LÍM
EINS og fram kom f frétt hér í
blaðinu í gær, samþykkti skóla-
fundur í Menntaskólanum í
Reykjavík úrsögn nemendafélags
skólans úr Landssambandi
íslenzkra menntaskólanema
(LÍM).
Áður hafði komið fram í frétt af
þingi LlM, sem haldið var fyrr i
þessum mánuði, úrdráttur tir
ýmsum ályktunum þingsins, en
einnig var sagt frá þvf, að full-
trúar MR, fimm að tölu, hefðu
krafizt sérbókunar, sem var svo-
hljóðandi:
„Fulltrúar MR álíta, að þing
LlM sé ekki vettvangur fyrir póli-
tíska starfsemi stjórnmálasam-
taka, og þar eð þeir geta ekki talið
þingfulltrúa skoðanafulltrúa
nemenda. sitja þeir hjá í umræð-
um og atkvæðagreiðslu þjóðmála-
deildar."
I framhaldi af þvf, sem áður var
fram komið, hafði Mbl. viðtal við
þrjá þeirra, sem að þessari bókun
stóðu, þá Benedikt Jóhannesson,
Pétur Orra Jónsson og Sigurð
Snævarr. (Hinir eru Ámi C. Th.
Amarson og Gunnar Á. Harðar-
son).
Hvert á að vera hlut-
verk LÍM?
Þeir segja, að fulltrúar MR á
þinginu hafi verið sammála um
það, að hlutverk þessa þings ætti
ekki að vera að taka afstöðu til
annarra mála en sérhagsmuna-
mála menntaskólanema, þar sem
þingfulltrúar hefðu í fyrsta lagi
ekkert umboð til að gefa yfir-
lýsingar um stjórnmálaskoðanir
umbjóðenda sinna, þ.e. nemenda í
skólunum, auk þess sem draga
yrði í efa, að slfkt væri fram-
kvæmanlegt, þar sem skoðanir
svo fjölmenns hóps í þeim efnum
hlytu að vera svo sundurleitar og
margvíslegar, að útilokað væri að
fela fimm manna hópi að túlka
þær réttilega. Auk þess er tekið
fram i reglugerð LlM, að þingfull-
trúar skuli einungis bundnir
eigin sannfæringu í störfum á
þinginu.
Þeir félagar sögðu, að val þing-
fulltrúa færi fram með svo ólýð-
ræðislegum og fáránlegum hætti,
að óraunsætt væri að ætla, að
nokkurt mark væri takandi á
öðrum yfirlýsingum frá þinginu
en þeim, sem snertu bein sérhags-
munamál nemenda, en skoðanir
manna á þeim málum væru alla
jafna samræmdar.
Þeir Benedikt, Pétur Orri og
Sigurður höfðu einnig margt
annað við undirbúning og fram-
kvæmd þingsins að athuga. M.a.
kom fram, að engin lög eru
gildandi fyrir LlM, heldur setti
þingið sér sjálft reglugerð til að
fara eftir, án þess að hafa umboð
frá þeim aðilum, sem aðild eiga að
LlM þ.e.a.s. nemendafélögum
skólanna. I þessari reglugerð
kemur m.a. fram, að nemenda-
félög í menntaskólum skuli inn-
heimta gjald og greiða það til
LlM, en um leið er ekki gert ráð
fyrir því, að nemendafélög
skólanna skuli kjósa fulltrúa á
þing LÍM, heldur skuli kjörgengi
á þingið bundið við þátttöku í
sjálfskipuðum starfshópum LÍM í
skólunum.
Þeir félagar sögðu, að starfsemi
þessara starfshópa ætti, skv.
fyrirskipunum LlM, að fara fram
á milli þinga, en í MR hefðu slíkir
hópar ekki verið starfandi fyrr en
tveimur dögum áður en þingið
var haldið. Þá var drifið í að hóa
saman fólki í „starfshóp" svo að
hægt væri að velja fulltrúa á
þingið, og sami háttur hefði verið
á hafður í Menntaskólanum við
Tjörnina.
Eitt atriði, sem þeir félagar
telja vera út í hött, er, að mennta-
deild með rúmlega 100 nemendur
skuli hafa jafnmarga þingfulltrúa
og stór skóli eins og t.d. MR, sem
telurtæplega 900 nemendur.
Á þinginu voru starfandi þrjár
fastanefndir, menntamálanefnd,
skipulagsmálanefnd og þjóðmála-
nefnd.
Fulltrúar MR tóku engan þátt í
störfum þjóðmálanefndar á þingi,
en það kemur reyndar fram í sér-
bókuninni. Hins vegar tóku þeir
þátt í umræðum og atkvæða-
greiðslum menntamálanefndar.
Staða nemandans
í þjóðfélaginu
I ályktun menntamála-
nefndarinnar er meðal annars
skilgreind staða nemandans í
þjóðfélaginu og ályktað m.a., að
eins og nú sé háttað sé skólunum
ætlað það hlutverk „að ala upp
hæfa einstaklinga í þágu kerfis-
ins. Kerfis, sem byggist á arðráni
borgarastéttarinnar á öreiga-
stéttinni." Síðar í ályktuninni um
menntamál segir, að „jafnframt
því, sem skólakerfið miðar að því
að framleiða hagnýtar sálir í þágu
framleiðslunnar hlýtur það að
Með ungu
fólki
Jón Asgeirsson
skrifar um
tónlist
Stjórnandi: Páll P. Pálsson
Einleikarar: Ursúla F. Ingólfsson
Sigurður I. Snorrason
Jónas Tómasson,
yngri............ Leikleikur
Claude Debussy....... Rhapsodie
Igor Strawinsky...... Capriccio
W.A.Mozart ...... Rondó, K.386
P.I. Tsjaikowsky Caprice Italien
Að halda tónleika fyrir ungt
fólk, undirstrikar þann grun, að
átt sé við 2. flokks hljómleika-
gesti. Fastagestir hljóm-
sveitarinnar nenna ekki á slíka
tónleika, en ungirtónlistarnemar,
vinir og vandamenn flytjenda,
eru nær þeir einu, sem koma.
Eftir aðsókninni að dæma, eru 2.
flokks hljómleíkagestir ekki til.
Spurningin er; þarf sérstakt til-
stand og efni fyrir unga tónlistar-
unnendur og hversu fjölmennur
er sá hópur?
Til að forðast misskilning, er
ekki átt við kynningu tónlistar í
skólum, heldur hljómleikahald.
Þau ungmenni, sem neyta tón-
listar, svo nokkru nemi, komu
flest á þessa tónleika og eru auk
þess hluti fastagesta hljóm-
sveitarinnar. Að smala saman
skólafólki, sem slær til sakir for-
vitni og til að fá frí, hefur lítinn
árangur borið. Á þetta fólk er
ekki að treysta varðandi venju-
legt hljómleikahald. Það tekur
langan tíma að kenna fólki að
meta góða tónlist, en strjálir og
mjög oft illa undirbúnir skólatón-
leikar leysa ekki þann vanda og
eru jafnvel til skaða. Fyrir fólk,
sem aðeins einu sinni hefur farið
á sinfóníutónleika og án þess að
hrífast, er slíkt lífsreynsla, er
skiptir það ekki máli.
Stjórn Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar hefur á undanföm-
um árum gert hverja tilraunina
eftir aðra til að ná til ungra
hlustenda. Þessar tilraunir hafa
sáralítinn árangur borið. Megin
orsök þessarar deyf ðar tel ég vera
sinnuleysi skóla og fjölmiðla um
menningarmál. Skólarnir eru nær
því afskiptalausir varðandi tón-
listaruppeldi, halda tónlistarnámi
á mörkum nauðsynjaleysis og
fyrirlitningar, telja ónæmi á tón-
list dyggð og leggja áherzlu á og
stuðla að neyzlu afsiðandi tón-
listar. Það liggur við borð, með
örfáum undantekningum, að út-
koman sé bezt, þar sem tónlist er
algjörlega sniðgengin. Tónlist er
merkingarlaus, en hefur áhrif á
tilfinningar manna. Athugun á
mótandi áhrifum tónlistar gæti ef
til vill varpað Ijósi á ýmsa þætti
mannlegrar hegðunar. Fyrir utan
þá ögun, sem iðkun tónlistar út-
heimtir, er hún einnig órjúfan-
legur hluti menningarsögu
mannsins. En yfirvöld mennta-
mála, höfundar frumvarpa til
laga um skólamál, stjórnendur
fjölmiðla og menningapostular
stæra sig af því að vera
músíkfatlaðir, sveifla sér stoltir
eftir imbarytmanum og næra
börn sín á afsiðandi gargi. Það er
auðskilið, að slíkt fólk skilji ekki,
þegar talað er um menntun,
ögrun og lífsfágun í sambandi við
tónlist.
Fyrsta verk tónleikanna var
Leik-leikur, en svo nefnir
höfundurinn, Jónas Tómasson,
yngri látlaust og áheyrilegt verk,
sem að formi til er röð af stuttum
skizzum. Kaflarnir voru helzt til
samlitir og sem formheild var
verkið fremur slitrótt. Þessi
frumraun lofar góðu og er full
ástæða til að gleðjast yfir þvi, að
ungir menn skuli sinna tónsköp-
un af slíkri alvöru.
Rhapsodia fyrir klarinett og
hljómsveit eftir Debussy er
fallegt verk, þar sem lögðer meiri
áherzla á fögur blæbrigði klari-
nettsins en „skalatækni“.
Sigurður I. Snorrason er góður
hljóðfæraleikari, en leikur
sveitarinnar var á stundum svo
sterkur að vart heyrðist í ein-
leikaranum, sem aftur á móti
lagði áherzlu á mjúkan og veikan
leik. Andstætt þessu, var ein-
leikarinn í Capriccio eftir
Strawinsky allt of hlédrægur.
Verkið er bráðskemmtilegt, fullt
af fjörlegum tiltektum og tilvalið
„kanon“ stykki fyrir píanista.
Ronde eftir Mozart lék frúin
fallega, en þóeins og hún væri að
leika fyrir sjálfa sig fremur en
áheyrendur. I síðasta verkinu brá
víða fyrir góðum leik, eftir því
sem við eigum að venjast, en
svona verk eru því aðeins
skemmtileg, að flutt séu með
glæsibrag. Flestir áheyrendur
þekkja þetta verk í útgáfum stór-
hljómsveita og er hætt við, að
samanburðurinn sé okkar litlu
hljómsveit óhagstæður. Páll P.
Pálsson er duglegur stjórnandi og
vinnur verk sitt af alúð, eins og
t.d. í verki Jónasar Tómassonar.
Stjórn hljómsveitarinnar ætti að
taka til athugunar tónleika með
nútimatónlist undir stjórn Páls.
Fulltrúar MR á LÍM-þingi, talið frá vinstri: Benedikt Jóhannesson,
Pétur Orri Jónsson og Sigurður Snævarr.
móta skoðanir nemandans til
undirgefni við hugmyndakerfi
ríkjandi stéttar" (þ.e. borgara-
stéttarinnar). Ennfremur segir,
þegar m.a. hefur nákvæmlega
verið lýst á hugmyndafræðilegan
hátt stöðu, stéttarvitund, áhrifum
og tilgangi kerfisins: „Það er því
augljóst, að hlutlæg afstaða
nemenda hlýtur að vera
byltingasinnuð og beinast að
hinu borgaralega hagkerfi
og um leið yfirbyggingu hins
borgaralega þjóðfélags. Nemend-
ur krefjast þess að fá
úrslitavald í vali kennslubóka.
Bækur þær, sem við lesum, eru
allar skrifaðar í anda borgara-
stéttarinnar og ýmsar sögulegar
falsanir eru þar rikjandi." Meðal
annarra kröfugerða LlM má
nefna, að krafizt er, að kennsla
í marxismanum-leninismanum,
hugsun Maó Tse-tungs, verði
tekin upp sem valgrein í skólum.
Við atkvæðagreiðslu, um það,
sem hér hefur komið fram, satu
fúlltrúar MR hjá, þar sem þeir
töldu þessi atriði ekki geta
flokkazt undir menntamál.
Næsti liður ályktunar um
menntamál fjallaði um réttar-
stöðu nemenda. Þar er lögð
áherzla á, að dvalarstyrkir handa
nemendum, sem nám stunda
'jarri heimahögum sínum, verði
itórauknir, og er skorað á Alþingi
að taka þessi mál til ítarlegrar
athugunar nú þegar. Segir síðan:
,Landsþing fordæmir þá stefnu
•íkisvaldsins að drita niður
menntaskólum og menntadeild-
um víðsvegar um landið; þeim
fjármunum, sem til þess eru
notaðir, væri betur varið til að
styrkja þá skóla, sem fyrir eru
...“ Bent er á, að litlir skólar
veiti takmarkaða möguleika á víð-
tæku námsvali, auk þess sem
erfitt sé að fá kennara að þeim.
Þingið ályktar ennfremur, að
menntadeildir skuli lagðar niður,
enda séu þær ekkert annað en
fávíslegt og handahófskennt úr-
ræði. Þingfulltrúar MR greiddu
þeim hluta ályktunarinnar, sem
fjallar um réttarstöðu nemenda,
atkvæði sitt, en þar kemur fram
að auki, að söluskatt skuli fella
niður af námsbókum og Alþingi
stórauki fjárveitingu til úrbóta á
húsnæðismálum nemenda. Þáeru
t.d. ítrekaðar fyrri kröfur um
mætingafrelsi nemenda f mennta-
skólum, og bent á, að viður-
kenning á frjalsum mætingum sé
að viðurkenna rétt nemenda til að
stjórna námi sínu sjálfir.
Fulltrúar MR lögðu til, að
ályktanir þjóðmálanefndar yrðu
ekki lagður fyrir þingið, ennfrem-
ur að heimiluð yrði birting þing-
skjala, þannig að nemendur í
menntaskólunum hefðu aðstöðu
til að leggja mat á störf þingsins,
auk þess sem þeir lögðu itrekað
til, að fyrst og fremst yrðu rædd
sérhagsmunamál nemenda.
Þessar tillögur þeirra MR-inga
vöktu mikla kátínu annarra þing-
fulltrúa og voru allar felldar. Þeir
félagar tjáðu blaðamanni, að eftir
þetta þing væri ljóst, að nemend-
ur i MR væri ekki akkur I að eiga
aðild að LlM, sérstaklega þarsem
samþykkt var að stefna að því að
leggja niður bóksölu LlM, en MR-
ingar telja, að bóksölumálin hafi
verið eina forsenda fyrir aðild
þeirra að sambandinu, þar sem
starfsemin væri með þeim hætti,
sem lýst hefur verið.
Þjóðleikhúsið:
Brúðuheímilíð
Höfundur: Henrik Ibsen
Þýðandi: Sveinn Einarsson
Leikstjóri: Bríet Héðinsdóttir
Leikmynd og bún: Sigurjón Jó-
hannsson
BRUÐUHEIMILIÐ 1973! A tím-
um hinnar nýju kvenfrelsis-
hreyfingar og leikstjórinn kona!
Það hlýtur að vera forvitnilegt.
ÞegaT tjaldið fer upp sjáum við
stofuna á heimili Þorvalds
Helmers, hún er afskaplega fá-
brotin og fátækleg, upphrófluð
eins og nýinnréttað þurrkloft með
klöstruðum pappírsveggjum, sem
skjálfa allir og titra ef við þá er
komið — og svo er þetta alls ekki
þurrkloft, heldur raunveruleg
stofa, því fyrir miðju er vængja-
hurð út i forstofuna, en slík
hrákasmíð að þar kemst enginn
um dyr nema nota báðar hendur
og þrífa i sinnhvorn vænginn.
Krogstad gerir þetta af glæsibrag
og fyrirmennsku, sem ég hélt að
undirstrikuðu ekkert sérstaklega
sálarástand og persónugerð þess
manns. Dyr inn á skrifstofu
Helmers eru einnig af þynnstu
gerð og svo leikur þetta semsagt
allt á reiðiskjálfi ef við er komið.
1 leikskrá minnir Svava Jakobs-
dóttir rithöfundur okkur á, að
„Leikurinn gerist á heimili
Helmers". eins og Ibsen skrifaði á
titilsíðu handritsins. Ljós
menningarvitans (míns) bregður
birtu yfir ægivíddir skilnings-
leysis (mfns): þetta er táknrænt!
Hús þessa fants er auðvitað hrófa-
tildur, klambur, tjaldað til einnar
nætur og sú nótt er senn úti!
Og svo sjáum við stundum
framhlið hússins í formi grindar
og á bak við grindurnar er Nóra,
litli, sæti lævrikinn í búrinu sínu,
það er góð hugmynd og táknræn,
sem hægt er að taka alvarlega.
Við kynnumst strax í byrjun
Nóru, sem Guðrún Asmundsdótt-
ir leikur. Dæmigerð Ibsen-Nóra
af hinni ágætustu tegund: smá-
lygin, sjálfsupptekin, kenjótt,
þokkafull, stelpa f líkí konu, kona
í líki stelpu. Þessa Nóru er
Framhald á bls. 24