Morgunblaðið - 28.11.1973, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1973
19
PÓLITÍSK EMBÆTT-
ISVEITING EÐA HVAÐ ?
Blaðinu hefur borizt eftir-
farandi opið bréf til menntamála-
ráðherra frá Félagi stúdenta í
heimspekideild Ifáskúla íslands:
Hr. menntamálaráðherra,
Magnús Torfi Ólafsson.
Nú í haust skyldu veittar tvær
lektorsstöður í heimspeki við
heimspekideild Háskóla íslands.
Um þá, er fyrr skyldi skipað í,
sóttu fimm menn. Dómnefnd
fjallaði um hæfni þeirra til starfs-
ins og taldi tvo hæfasta, þá Pál
Skúlason, er einhvern næstu daga
ver doktorsritgerð í heimspeki við
háskóla erlendis, og Þorstein
Gylfason, sem lokið hefur B.A.
prófi í sömu grein.
Ileimspekideild mælti með Páli
Skúlasyni f stöðuna.
Umsækjendur um síðari
lektorsstöðuna voru allir hinir
sömu, að einum viðbættum, — dr.
Jóhanni Páli Ámasyni. Engin
dómnefnd fjallaði um hæfni hans.
en ætla verður, að hann, sem
lokið hefur doktorsprófi f rá tveim
erlendum háskólum, hljóti að
vera vel hæfur til starfsins.
Nú brá svo við, er skipað var í
fyrri stöðuna, að gengið var í ber-
högg við vilja heimspekideildar
og Þorsteini Gylfasyni veitt stað-
an. Var þar freklega gengið fram
hjá Páli Skúlasyni, sem kennt
hefur heimspeki við deildina frá
því kennsla hófst í þeirri grein til
B.A. prófs, og öðrum fremur
grund vallað námið þar.
Slíkt ófremdarástand varð á
heimspekikennslunni, að með
skipan Þorsteins í lektorsstöðuna
lagðist hún að verulegu leyti
niður, þar sem Páll Skúlason
Iagði niður sína kennslu, enda var
Iðnaöarhúsnæði
1 50 — 300 fm iðnaðarhúsnæði óskast til leigu. Upplýs-
ingar í síma 35646.
óskar eftir starfsfólki í eftirtalin störf:
ULRICKS
METTE
MOLBO
BÓMULLARGARN
Fæst í flestum hannyrðaverzlunum um land
allt.
BLAÐBURÐARFÓLK ÓSKAST
Upplýsingar í síma 35408
AUSTURBÆR
Laufásvegur 58 — 79 — Laufásvegur2 — 57
Barónstíg.
VESTURBÆR
Vesturgata 2 — 24 — Grenimelur
ÚTHVERFI
Sólheimar I
GARÐAHREPPUR
Börn vantartil að bera út Morgunblaðið
á Flatirnar
Uppl. hjá umboðsmanni í síma 52252
GARÐUR
Umboðsmaður óskast í Garði. — Uppl. hjá
umboðsmanni, sími 7164, og í síma 10100.
KÓPAVOGUR
Blaðburðarfólk óskast í Bræðratungu.
Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 40748.
NY FLURPIPA
w
Nú er ryk á flúrpípum ekki lengur
vandamál — ef notaðar eru PHILIPS „TLF"
flúrpípur. Innbyggður spegill varpar
Ijósinu niður um birtuglugga og
rykið sem sezt ofan á dregur því
ekki úr Ijósmagninu.
Þessi flúrpípa hefur sýnt að
Ijósmagn hennar getur verið allt
að 92% meira en venjulegra ryk-
fallina flúrpípna.
Tilvalin þar sem auka þarf Ijósmagn,
án þess að skipta um lampabúnað.
Leitið upplýsinga strax í dag
og sparið yður stórfé með bættri birtu.
Frá Philips fáið þér lampa fyrir hverskonar lýsingu.
Philips framleiðir yfir 40.000 mismunandi gerðir af Ijósgjöfum og við eigum
ótrúlegan fjölda þeirra á lager.
HEIMILISTÆKI S . F. SÆTÚNI 8 - SÍMI 24000
hann ekki einu sinni lausráðinn
til kennslustarfa við Háskólann.
Til að ráða bót á öngþveiti því,
er skapaðist við stöðuveitingu
þessa, sá heimspekideild sér ekki
annað fært en æskja þess, að Páll
Skúlason yrði skipaður í sfðari
lektorsstöðuna, sem nú hefur
verið gert. Var þar með búið að
útiloka dr. Jóhann Pál Ámason
frá embætti, án þess að hæfni
hans — eins umsækjenda —
hefði verið metin.
Rétt er að geta þess, að náms-
braut f þjóðfélagsfræðum hafði
mælt með Þorsteini Gylfasyni i
lektorsstöðu i stjórnmálalegri
heimspeki, sem hann hafði einnig
sótt um.
Stjórn Fe'lags stúdenta í heim-
spekideild vítir harðlega þau
vinnubrögð, sem hér hafa átt sér
stað, og krefst svara við eftir-
greindum spurningum:
1. Hver var ástæða þess, að
menntamálaráðherra gekk í ber-
högg við vilja tveggja háskóla-
deilda með áðurgreindum emb-
ættisveitingum meðþvf að.
a) Veita Páli Skúlasyni ekki þá
stöðu, sem hann hafði hlotið með-
mæli í, þ.e. lektorsstöðu I í heim-
speki?
b) Veita Þorsteini Gylfasyni
ekki þá stöðu, er mælt hafði verið
með honum í, þ.e. lektorsstöðu f
stjórnmálalegri heimspeki við
námsbraut í þjóðfélagsfræðum?
2) Hví var dr. Jóhann Páll
Ámason ekki látinn sitja við
sama borð og aðrir umsækjendur
og dómnefnd látin fjalla um
hæfni hans til starfs þess, er hann
sótti um?
Fáist ekki svö við spurningum
þessum, lítur stjórn Félags
stúdenta í heimspekideild svo á,
að hér sé óhreint mjöl í pokahorni
menntamálaráðherra. sem hann
vilji ekki birta almenningi. Við
ftrekum þvf, að bréfi þessu verði
sinnt og spurningum þess svarað.
Reykjavik 20. nóvember 1973
Virðingarfyllst:
I stjórn F.S.H.
Erlingur Sigurðarson
(sign)
Sverrir Páll Erlendsson.
(sign)
Guðrún Ása Grímsdóttar
(sign)
Jón Þór Jóhannsson
(sign)
Áskell Öm Kárason
(sign)
Myrtur í
fangelsi?
Walpole Massachusettes,
26. nóv.. AP.
Albert Desalvo, maður sá, er á
sínum tíma játaði á sig morð 13
kvenna í Boston á árunum
1962—64, en afturkallaði síðan
játninguna, fannst i dag látinn i
fangaklefa sínum. þar sem hann
afplánaði lífstíðarfangelsi fjrir
líkamsárásir. Ilafði Desalvo verið
stunginn nteð hnífi.
Laurence
Harvey
látinn
London AP.
BR EZ KI kvi k my nd aleikari nn
Laurence Ilaney lézt á heimili
sínu í London á sunnudag. 45 ára
að aldri. Banamein hans var
krabbamein. sem hafði hrjáð
hann í hálft annað ár. Harvey var
sérstaklega kunnur fyrir leik sinn
í myndunum ..Room at the Top '.
,.The Manchurian Candidate'' og
„Darling".
Vilja 50 mílur
Haretad. 26. nóvember. NTB
SVEITARSTJÓRNAR FÉ LAGIÐ
á Karlsöy. eitt niesta fiskipláss í
Ti'oms, hefur skorað á stjórnina
að færa landhelgi Noregs út i 50
mflur frá 1. janúar 1975. hversem
niðurstaðan verður af hafréttar-
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.
Sanþykktin er vegna sívaxandi
ágangs erlendra togara við
Norður-Noreg.