Morgunblaðið - 28.11.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.11.1973, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1973 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins: Ríkisstjórnín hefur dregið úr rannsóknum á nýtingu jarðhita Níu þingmenn Sjálf- stæðisflokksins hafa flutt tillögu til þingsályktunar um að hraðað verði rann- sóknum og framkvæmdum við nýtingu jarðhita. Fvrsti flutningsmaður til- lögunnar er Matthías Á. Mathiesen. t greinargerð með tillög- unni kemur m.a. fram, að eins og máluin er nú hátt- að sé kostnaður lið upp- hitun húsa frá hitaveitum vart meiri en 40% af kostnaði við upphitun þeirra meðolfu. Tillaga sjálfstæðismanna hljóðar svo: ..Alþingi ályktar að skora á rfk- isstjórnina að láta hraða svo sem frekast má skípulegri athugun á þvf, hvar hagkvæmast er að nýta jarðhita í stað oliu til húsahit- unar, og gera sem skjótast ráð- stafanir til nýtingar hans í þessu sk.vni. Þá ályktar Alþingi að skora á rfkisstjórnina að gera hið bráð- asta allar nauðsynlegar ráðstafan- ir til þess að hraða þeim hitaveitu- framkvæmdum, sem undirbúnar hafa verið." Greinargerðin, sem fylgir tillög- unni ersvohljóðandi: ..Fáar framkvæmdir munu gefa þjóðinni jafnmikið í aðra hönd og hitaveituframkvæmdir. Eins og málum er nú komið, mun kostn- aður við upphitun húsa frá hita- veitum vart meiri en 40% af kostnaði við upphitun þeirra með olíu. Sé hitunarkostnaður Reykvfk- inga athugaður og gerður saman- burður á kostnaðinum eins og hann er og eins og hann yrði, ef olía væri notuð, kemur bezt i ljós, hvílika hagsmuni hér er um að ræða. Arið 1973 er hitunarkostnaður Reykvíkinga talinn vera 450 millj. kr., í stað þess að með olíu er áætlað, að hitunarkostnaður þeirra hefði orðið með núverandi verðlagi 1130 millj. kr. Mun því hitaveitan spara Reykvíkingum á þessu ári 680 millj. kr. Af hitunar- kostnaði í Re.vkjavik eru um 70% vegna upphitunar ibúðarhúsnæð- is, og er því sparnaðurinn um 23 þús. kr. á ári á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Gert er ráð fyrir. að oliuverð hækki á næstunni um 90%. Lætur þá nærri, að 1974 hefði hitunarkostnaður Reykvíkinga orðið 2150 míllj. kr. með oliu í stað 585 millj. kr. frá hitaveit- unni, og er þá miðað rið 30% hækkun á gildandi gjaldskrá. Sverrir Hermannsson: Allt óunnið hér á sviði fiskeldis í sjó SVERRIR Hermannsson mælti á fundi i sameinuðu þingi s.1. fimmtudug fyrir þingsályktunar- tillögu, sem hann flytur ásamt þremiir iiðrum þingmönnum um, að Fiskifélagi íslands verði veitt- ur nauðsynlegur f járhagslegur stuðningur til þess að: 1. Hafa sérmenntaða menn á sviði fisk- eldis í þjónustu sinni, 2. I.áta fara fram tilraunir með eldi fisks I sjó á þeim stöðum við landið, sem vænlegt er talið, 3. Kynna sér sams konar starfsemi erlendis og hagnýta þá þekkingu við íslenzk- ar aðstæður. Fer hér á eftir kafli úr ræðu þingmannsins. „Uin nokkurra ára bil hefur Fiskifélag Islands beitt sér fyrir rannsóknum í þessu skyni og haft að hluta í sinni þjónustu sér- menntaðan mann á þessu sviði. En mjög hefur það allt verið af vanefnum, og hefur þessu máli allt of lítill gaumur veriðgefinn. Þeir, sem áhuga hafa haft í þessu efni, hafa ekki fengið nálægt því þann stuðning, sem vert væri. Það er skoðun þeirra, sem gleggst vita að hér á landi séu margvíslegir möguleikar til eldis fiska í sjó. Við strendur landsins víða um Austfirði, Vestfirði, Vesturland og víðar séu ákjósanleg skilyrði tíl fiskeldis. A þessu hafa engar grundvállarrannsóknir farið fram. Eg vil nefna sem dæmi, að Kanadamenn hafa í tilraunum sínum komist að raun um, að flýta má mjög, jafnvel tífalda, vaxtar- hraða fisks meðþví aðhita sjóinn upp eðasalta vatnið, sem ræktun- in fer fram í, og þetta gera þeir með olíu eða hafa gert. Nú búum við þannig hér í þessu landi, að mjög víða eru góð skilyrði íil þess, að hitagjafi bjóðist á mjög ákjósanlegum stöðum fyrir fisk- eldi. Vil ég þar tilnefna t.d. Reykjanesskagann allan og svo t.d. í Axarfirði og miklu vfðar. Jarðhitarannsóknum okkar hefur enn eigi skilað svo fram á veg, að menn geti fullyrt um það, hvort jarðhiti til þessara nota og ann- arra kunni að finnast enn viðar heldur en upplýsingar liggja f>rir um í dag. Þessum rannsóknum á aðstöð- unni og ákjósanlegum stöðum í landinu til þess arna þarf að hraða, og mér skilst af kunnug- leikamönnum, að það sé tiltölu- lega lítið verk að kortleggja þá staði, sem þættu vera ákjósan- legastir í þessu efni. En til þess arna hefur engu fjármagni verið veitt, og allt er óunnið í þessum efnum. Rejaisla annarra þjóða, að svo miklu leyti sem vitað er, bend- ir ótvírætt til, að stórkostlegum árangri megi ná. Bretum hefur t.d. tekist nú hin síðustu árin að ná umtalsverðum árangri í rækt- un sólkola og sandhverfu, og af skrifum, sem ég hef nýlega séð, má marka, að þeir binda mjög miklar vonir við þetta. Allt má heita óunnið í þessum efnum hér á landi. Undir því hygg ég, að sé mest komið nú til að byrja með, að við kynn- um okkur sem rækílegast þann árangur, sem aðrar þjóðir hafa náð í þessum efnum. Jafn- hliða rannsökum við, hvar heppi- legast sé að hefja slíkar til- raunir hér. Við megum gera ráð fyrir, að það muni kosta okk- ur ár, jafnvel ái'atugi, að ná um- talsverðum árangri, en í þessu efni má ekkert til spara og sízt ættum við íslendingar að liggja á liði okkar." Auk Sverris tók Jónas Jónsson (F) til máls við umræðuna. Sparnaður Reykvíkinga vegna hitaveitunnar á næsta ári er því áætlaður um 1565 millj. kr. eða um 50 þús. kr. á hverja fjögurra manna fjölskyldu. A árunum 1969—70 beitti At- vinnumálanefnd ríkisins, er þá starfaði, sér fyrir mikilli aukn- ingu rannsókna á hugsanlegum hitaveituframkvæmdum og auk- inni fjáröflum til þeirra fram- kvæmda, sem hagkvæmt reyndist að ráðast f. Voru rannsóknir fram- kvæmdar á Akranesi, Akureyri, Ilafnarfirði, Kópavogi, Seltjarn- ai'nesi og Siglufirði, og ráðizt var í framkvæmdir á Dalvík, Ilúsavík, Ólafsfirði, Reykjahliðarhverfi við Mývatn, Iivammstanga og Sel- tjarnarnesi, auk þess sem fram- kvæmdum í Reykjavík var hrað- að. Á undanförnum árum hefur hins vegar dregið úr rannsóknum og framkvæmdum á þessu sviði á vegum ríkisins. Ilins vegar hafa verið gerðir samningar á milli Ilitaveitu Reykjavikur, Kópavogs og Ilafnarfjarðar um lagningu hitaveitu til þessara staða, og samningar við Garðahrepp eru á lokastigi, en hætta er á, að fram- kvæmdir dragist, þar sein rfkis- stjórnin virðist ekki ætla að leyfa eðlilegar hækkanir á gjaldskrá Ilitaveitu Reykjavíkur. Undirbúningur og rannsóknir hafa farið fram vegna hitaveitu- framkvæmda á Suðurnesjum og í Borgarfirði, en fjármagnsskortur hefur mjög tafið fyrir, enda þótt talið sé, að mjög góður grundvöll- ur sé fyrir hitaveituframkvæmd- um á báðum þessum jarðláta- svæðum. Sjálfsagt eru mun fleiri jarðhitasvæði í landinu, sem hag- kvæmt væri að virkja til húsahit- unar, sem hefði í för með sér mikinn sparnað fyrir neytendur. Það hlýtur að liggja í augum uppi, að einskis má láta ófreistað til að flýta því, að unnt reynist að ráðast í þessar og aðrar fram- kvæmdir, sem til greina geta komið. íslendingar hljóta að leggja aukna áherzlu á nýtingu sinnar eigin orku til upphitunar híbýla sinna, svo og annarrar hag- nýtrar notkunar, enda atburðir síðustu vikna til aðvörunar í þessum málum.“ AIMnCI Pétur Sigurðsson: Rannsókn á rekí gúmmíbjörgunarbáta Herforingjastjórn- in í Chile Svava Jakobsdóttir (Ab) spyr utanríkisráðherra: Hefur i'slenzka líkisstjórnin viður- kennt herforingjastjórnina i Chile? Pétur Sigurðsson (S) hefur flutt tillögu til þingsál.vktunar um aðríkisstjórninni verðifaliðað láta fara fram rannsókn á reki gúmmfbjörgunarbáta. Var til- lagan einnig flutt á sfðasta þingi, en varð þáekki útra-dd. Tillagan ersvohljóðandi: „Alþingi ál.vktar að fela ríkis- stjórninni að láta fara fram hið fyrsta ítarlega rannsókn á reki gúmbjörgunarbáta við mismun- andi veðurskilyrði á hafinu um- hverfis ísland, enn fremur á bún- aði bátanna, þar á meðal radíó- senditækjum, sem staðsett væru í þeim. Skal Sjóslysanefnd hafa forgöngu um rannsókn þessa, en kostnaður allur greiðist úr ríkis- sjóði." í greinargerð með tillögunni segir m.a.: „Gúmbjörgunarbátarnir hafa þegar bjargað fjölda mannslífa hér við land. En gerð þeirra og búnaður hlýtur að verða áfram sem hingað til undir gagnrýni og tíl endurskoðunar með frekara öryggi f huga. Það, sem nú þarf sérstaklega að kanna, er, hvernig megi búa báta þessa, svo að þeir verði betur séð- ir í augnmáli en nú er, enn frem- ur um ratsjárendurskinsmerki á bátana eða að hægt verði að gera þá sjálfa endurskinshæfa, að ekki sé talað um rannsókn á því, með hvaða hætti sé hægt að koma fyrir i bátunum sjálfvirkum radíó- sendi á neyðarbylgju, sem fari af stað, þegar báturinn blæs upp. Fleira má að sjálfsögðu upp telja, og á það mun minnzt í framsögu fyrir tillögu þessari." FÉLAGSRÁÐGJÖF Ragnhildúr Helgadóttir (S) spyr menntamálaráðherra: 1. Er fyrirhugað að taka upp kennslu í félagsráðgjöf við Háskóla íslands? 2. Ef svo er, hvað líður undir- búningi námsbrautar i félagsráðgjöf við Háskóla ís- lands? TÆKI TIL ÖLGERÐAR Helgi F. Seljan (Ab) spyr dómsmálaráðherra: Er sala í verzlunum á tækjum og efni til ölgerðar ásamt meðfylgjandi leiðbeningunt um bruggui* áfengs öls heimil skv. áfengis- lögum? N ÍBÚÐARHÚS BÆNDA Helgi F. Seljan spyr Iand- búnaðarráðherra: Hvernig er háttað útborgun ibúðarhúsalána til bænda frá Stofnlánadeild landbúnaðar- ins, og í hverju oru greiðslu- hættir frábrugðnir þvi, sem er hjá Húsnæðismálastofnun ríkisins? TOGARINN HENRIETTE Hannibal Valdimarsson (S- FV) spyr dómsinálaráðherra: 1. Hvað hefur gerzt i máli belgíska togarans Henriette 236 frá Ostende, sem staðinn var að því á Höfn í Horna- firði 8. okt. sl. að vera með of smáriðna vörpu og enn fremur að hafa klætl poka vörpunnar innan með smá- riðnu nælonneti? 2. Gefur slfkt brot á samningn- um við Belgíu um heimild til veiða innan fiskveiðilögsögu Islands ekki tilefni til að taka togarann Henriette af skrá yfir þá belgiska togara, sem hér hafi veiðileyfi, eða h'eldur þessi lögbrjótur áfram veiðum hér við land, eins og ekkert hafi í skorizt? fjArlaga- ÁÆTLANIR Magnús Jönsson (S) spyr fjármálaráðherra: Hvað líður gerð fjárlagaáætlana til nokk- urra ára í senn, i samræmi við þingsályktun. sem vísað var til rikisstjörnarinnar á siðasta þingi? NIÐURSUÐUVERK SMIÐJUR Bjarni Guðnason (ut. fl.) spyr iðnaðarráðheita: 1. Hvaða fjármagn hafa niðursuðuverksmiðjur i landinu fengið til upp- byggingar og endurbóta á tímabilinu 1972—1973? 2. Hvaða fjárfestingarsjóður á að veita lán til ofangreindra framkvæmda niðursuðu- verksmiðjanna? IIRÁEFNI TIL LAGMETIS Bjarni Guðnason spyr iðnaðarráðherra um, hver hafi haft forystu unt hráefniskaup erlendis frá fyrir tiltekin fyrir- tæki, hversu mikið þetta hrá- efni hafi verið og í hvaða gæðaflokki það sé. SÖLUSTOFNUN LAGMETIS Bjarni Guðnason spyr iðnaðarráðherra um. hver orðið hafi söluárangur Sölu- stofnunar lagmetis og hvort af- koma lagmetisiðnaðarins hafi batnað við tilkomu hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.