Morgunblaðið - 28.11.1973, Page 32
TÆNGIRf
SlMAR: 26060 OG 26066
ÁÆTLUNARSTAÐIR
AKRANES.
FLATEYRI, HÓLMAVÍK. GJOGUR. STYKKISHÓLMUR.
RIF. SIGLUFJÓRÐUR. BLONDUÓS, HVAMMSTANGI
R HAFIÐ IVI EO
10 Daga Fresti Fra 1
mborg og Antwerpen
HAFSKIP H.F.
MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1973
Ávana- og fíkniefnadómstóllinn:
Vitneskja um
14-15 kgafhassi
á tveim mánuðum
UNDANFARNA daga hefur
sfarfsemin hjá dómstólnum í
ávana- og fíkniefnamálum verið
með dálítið öðrum brag en næstu
mánuði á undan, þar sem engir
menn hafa setið í gæzluvarðhaldi
vegna rannsóknar fíkniefnamála.
Hefur starfið meira beinzt að
samræmingu framburðar þeirra
aðila, sem yfirheyrðir höfðu verið
mánuðina á undan, að sögn
Asgeirs Friðjónssonar dómara. —
Hann sagði, að um tveggja
mánaða skeið, eða frá 18. sept. til
jafnlengdar í nóvember, hefði
staðið yfir yfirgripsmikil rann-
sókn á keðju innflutnings og
dreifingar fíkniefna og hefði á
þessum tíma fengizt vitneskja um
14 —15 kfló af hassi, sem flutt
hefðu verið inn og dreift. Aður í
sumar hefðu einnig staðið yfir
rannsóknir á öðrum slikum keðj-
um. — Af þeim 14—15 kílóum,
sem fyrr voru nefnd, náði lög-
reglan rúmu kflói f sfna vörzlu.
Ásgeir kvað erfitt að gizka á
fjölda þeirra aðila, sem yfir-
heyrðir hefði verið í sambandi við
þessa síðustu keðju, en fjöldinn
væri í raun ekki svo mjög mikill,
þar sem rannsókninni hefði bein-
línis verið stefnt að innflytjend-
um og dreifingaraðilum og reynt
að forðast að diukkna i málum
neytendanna.
Hann sagði úrvinnslu gagna um
þessi margþættu og samfléttuðu
mál ákaflega mikið verk og þegar
að því kæmi að senda þau til sak
sóknara, yrðu þau liklega frem
ur í bókarformi en sem skýrslur
um einstök mál. Atvikalýsingin
væri ákaflega margþætt og mikil-
vægt væri að búa gögnin sem bezt
í hendur saksóknara.
Um dómsuppkvaðningar í eldri
málum sagði Ásgeir, að væntan-
lega yrði hægt að stefna að þeim á
næstunni og yrði þá væntanlega
byrjað á því að afgreiða þau mál,
sem hægt væri að ljúka með
dómssátt i' formi sektargreiðslu.
Dómstóllinn í. ávana- og fíkni-
efnamálum er nú að fá til um-
ráða aukið húsnæði í Lögreglu-
stöðinni við Hverfisgötu og á öðr-
um stað í húsinu en áður.
Geysileg örtröð m.vndaðist f tveimur bókabúðum borgarinnar um tíma í gær. Astæðan var sú, að í
þessar verzlanir komu þau Guðrún Á. Símonar og Gunnar 1M. Magnúss og árituðu þar endurminn-
ingabók Guðrúnar — „Eins og ég er klædd“ — fyrir þá, sem það vildu. Þeir reyndust fleiri en
flesta óraði fyrir, og mun láta nærri, að 400 bækur hafi selzt með þessum hætti, auk þess sem
gerðarvoru pantanir af talsverðum fjölda áritaðra bóka til viðbótar.
Smygl
í Selá
TOLLVERÐIR fundu í gær í
m/s Selá 389 flöskur af áfengi
og 27.400 vindlinga, sem
smygla átti til landsins.
Varningur þessi var falinn bak
við falskan vegg í geymslu
undir stýrishúsi. Meirihluti
áfengisins, eða 372 flöskur, var
75% yodka.
Eigendur smyglvarningsins
reyndust vera einn stýrimanna
skipsins, tveir vélstjórar, mat-
sveinn, bátsmaður og tveir há-
setar, að þvf er Tollgæzlan
skýrir frá.
Hækka söluskatt, bensínskatt,
bílaskatt - en lækka tekjuskatt
SAMKVÆMT upplýsingum, sem
Morgunblaðið hefur aflað sér,
mun rfkisstjórnin hafa í huga að
lækka tekjuskatt um 2500
milljónir króna en hækka í þess
stað söluskatt um 3500 milljónir!
Jafnframt hyggst ríkisst jórnin
hækka innflutningsgjald af bif-
rciðum, hækka bensínskattinn og
önnur gjöld af umferðinni til
þess að afla fjár í vegasjóð. Þess-
ar hækkanir eiga ekki að koma
inn f vfsitöluna.
Morgunblaðinu er ekki kunn-
ugt um, hvenær fyrirhuguð hækk-
un á innflutningsgjaldi bifreiða
kemur til framkvæmda, eða
hækkun á bensínskatti og skyld-
um gjöldum. Iíins vegar hefur
blaðið aflað sér upplýsinga um, í
hverju tekjuskattslækkun og
söluskattshækkun er fólgin.
Rfkisstjórnin ætlar að hækka
söluskattinn samtals um 5%. Á
3% hækkun söluskatts að koma
til framkvæmda um áramót en
2% hinn 1. marz á næsta ári,
þegar viðlagasjóðsgjald verður
ekki lengur innheimt. Mun tekju-
aukning ríkissjóðs af þessum sök-
um nema a.m.k. 3500 milijónum
króna, sem gerir mun meira en
vega upp á móti þeirri tekju-
skattslækkun, sem stefnt er að og
nemur um 2500 milljónum króna.
Þær breytingar, sem ríkis-
stjórnin hugsar sér á tekjuskatts-
lögum eru í stórum dráttum á þá
leið, að persónufrádráttur hjóna
hækki í 425 þús þús. (hefði að
óbreyttu orðið u.þ.b. 340 þús),
að persónufrádráttur ein-
hleypinga hækki f 280 þús.
(að óbreyttu 223 þús.) og að
persónufrádráttur fyrir hvert
barn nemi 58 þús. kr. (að
óbreyttu 46.000.00.) Síðan mun
ríkisstjórnin hugsa sér þá breyt-
ingu á skattþrepum, að af fyrstu
77 þús. kr. verði tekin 20%, af
tekjubilinu 77 —115 þús. verði
íekin 30% og af skattskyldum
tekjum yfir 115 þús. kr. verði tek-
in 39—40%.
Þessar breytingar á tekjuskött-
um eru ætlaðar til að koma til
móts við kröfur, sem verkalýðs-
félögin hafa sett fram, en á móti
krefst ríkisstjórnin þess, að 5%
söluskattshækkun á innflutnings-
gjaldi bíia, bensinskatti og aðrar
hækkanir, sem hún mun beita sér
fyrir á næstunni, komi ekki inn í
vísitöluna.
Veitingamenn krefja
þjóna um 10 milljóna kr
SAMBAND veitinga- og gistihúsa-
eigenda boðaði fréttamenn á fund
sinn í gær til að koma á framfæri,
eins og þeir orðuðu það, ýmsum
mikilvægum staðreyndum, sem
varða deilu þá, sem nú er á milli
Eitt Kleifarvatnstækjanna
upphaflega selt til Rússlands
ÓLAFUR Jóhannesson dóms-
málaráðherra upplýsti í gær á
fundi á Alþingi, að eitt af tækjum
þeim, sem fundust í Kleifarvatni
á dögunum, og var framleitt í
Vestur-Evrópulandi, sem hann
tilgreindi ekki nánar, hefði upp-
haflega verið keypt til Sovétríkj-
anna frá framleiðandanum. Ráð-
herrann sagði, að flest tækjanna,
sem fundust í vatninu, væru
rússnesk en nokkur hefðu þó ver-
ið framleidd í Vestur-Evrópu.
Sérfra'ðingar Landssíma Islands
hefðu fengið umrædd tæki til
skoðunar og hefði fyrirspurn
þeirra til framleiðanda eins tækis
frá Vestur-Evrópulandi leitt í
ljós, að tækið var selt upphaflega
frá verksmiðjunni ti! Rússlands.
Þessar upplýsingar ráðherrans
komu fram í svari hans við fyrir-
spurn frá Ellert B. Schram, sem
hljóðaði svo: 1. Ilvað líður rann-
sókn vegna þeirra móttökutækja,
sem fundust í Kleifarvatni 8. óg
13. september sl? 2. Liggja fyrir
upplýsingar um, hvaðan tækin
komu og/eða hvert þau hafiverið
seld af framleiðendum?
Ráðherra sagði, að rannsókn á
þessu máli hefði fyrst farið fram
hjá bæjarfógetanum í Hafnarfirði
og það hefðu verið teknar skýrsl-
ur af ýmsum mönnum, svo sem
þeim, sem tækin fundu. Tækin
hefðu verið send til Landssíma
Islands til skoðunar, og hefðu sér-
fræðingar stofnunarinnar samið
skýrslu um niðurstöður athugana
sinna. Allar þessar skýrslur hefðu
verið sendar til saksóknara ríkis-
ins, sem síðan hefði sent þær til
dómsmálaráðuneytisins, sem sent
hefði þær til utanríkisráðuneytis-
ins, og þar væru þær nú.
I skýrslu sérfræðinga Lands-
símans kæmi fram, að flest tækin
hefðu verið rússnesk að gerð, en
sum frá Vestur-Evrópu. Upplýst
væri frá framleiðanda eins hinna
vestur-evrópsku tækja, að það
hefði upphaflega verið selt til
Rússlands.
Þá gat ráðherra þess, að reynt
hefði verið að má út letur af sum-
um tækjanna.
Dómsmálaráðherra sagði, að
ekki væri unnt að kalla starfs-
menn sendiráða fyrir dómstóla til
að géfa þar skýrslur, vegna þess
að þeir nytu sérstakrar friðhelgi
gagnvart slíku. Sagði hann, að
ekkert hefði komið fram, sem
tengdi málið við neitt ákveðið er-
lent sendiráð.
Ellert B. Schram sagði, aðbönd-
in bærust óneitanlega að
rússneska sendiráðinu, þar sem
það tæki, sem framleitt hefði ver-
ið í Vestur-Evrópu hefði verið selt
til Rússlands. Þá væri mjög dular-
fullt, að reynt hefði verið að má
út letur af tækjunum. Sagði hann,
að rannsaka þyrfti þetta mál bet-
ur, og kvaðst treysta dómsmála-
ráðherra til að birta niðurstöður
rannsóknarinnar opinberlega,
þegar þær lægju endanlega fyrir.
S.V.G. og Félags framreiðslu-
manna, orsökum fyrir verk-
fallinu, sem nú stendur yfir, og
viðhorfum veitingamanna til
þeirra krafna.
Upphaf deilunnar var ágrein-
ingur þjóna og veitingamanna um
framkvæmd álagningar á þjón-
ustugjald mörg undanfarin ár.
Töldu þjónar sér heimilt að
reikna sér 15% þjónustu-
gjald af söluskatti þeim
og viðlagasjóðsgjaldi, sem
veitingahúsum er gert að inn-
heimta og greiða til hins opinbera
og er nú 13% (11% +2%). Telja
veitingamenn þjóna hafa með
þessum hætti dregið sér 13%
meira fé en veitingamenn telja
sig hafa samið um, og hafa veit-
ingamenn orðið að endurgreiða til
rikisins fé það, sem þjónar hafa
með þessum hætti dregið sér og
neitað að skila. Skv. útreikning-
um veitingamanna nemur upp-
hæð þessi um 10 milljónum kr.
yfir tímabilið 22. ágúst 1972 1:
til 31. okt. sl. Hefur þjónum nú
verið gefinn frestur fram til 1.
desember að endurgreiða þessa
fjárhæð, ella verður krafan send
lögfræðingi til innheimtu. Máhér
nefna, að endurgreiðslukrafan á
hendur einum þjóni nemur á 3.
hundrað þúsund krónurn, en
algengustu kröfur eru frá
70—120 þús. kr.
Framhald á bls. 18
9