Morgunblaðið - 28.11.1973, Side 15

Morgunblaðið - 28.11.1973, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28, NÖVEMBER 1973 15 Brezku trollin hættuleg? . ...... ö Þingeyn, þriojudag. Hingað kom fyrsti brezki tog- arinn, eftir að sættir tókust í fisk- veiðideilunni við Breta á sunnu- daginn. Hingað kom þá Hulltog- arinn Brusella, sem svo oft kom við sögu í átökunum á miðunum. Togarinn kom hingað vegna þess, að vatnsbirgðir voru á þrotum. Ég hitti skipstjórann að máli, ungan mann, Paterson að nafni, og var allgott hljóð í honum, enda gat ég séð það á honum, að hann hefði verið í fiski þó ekki vildi hann segja mér hve mikinn afla hann væri kominn riieð. Ilann sagði, að það hefði verið hægt að ná þessum samningum til lausnar deilunni þegar fyrir ári siðan. Ilann sagði mér, að hann mætti ekki fara nær landi með sitt skip en sem svarar 20 mflum. Þá sagði hann, aðþaðgæti vissulega skapað hættuástand á miðunum úti fyrir Vestfjörðum, er hin minni fiskiskip færu að fá vörpurnar sem skornar voru aft- an úr brezku togurunum i veiðar- færi sín, m.a. vegna þess hve þess- ar vörpur væru þungar. — Hulda. 1 sfðustu viku dró varðskipið Þór norska linuveiðarann Kjeloy til Akureyrar, en norska skipið varð fyrir vélarbilun 200 mflur norðaustur af Langanesi. Myndin var tekin þegar Þór kom með Kjeloy til Akureyrar. Nýjar bama- og unglinga- bækur frá Leiftri MORGUNBLAÐINU hafa borizt nokkrar barna- og unglingabæk- ur, sem Leiftur gefur út nú fyrir jólin, og eru meðal þeirra Nancy og dularfulla ferðakistan, eftir Carolyn Keene og Nancy og mána- steinsvirkið eftirsamahöfund.Á bókarkápu segir, að Nancy Drew sé dóttir frægs málafærslumanns, „þess vegna er hún líka hálfgerð- ur — og ef til vill meira en hálf- gerður — leyniiögreglumaður, og notar hæfileika sína óvanalega skynsamlega. Hún brýtur vanda- máiin til mergjar og henni heppn- ast oft að greiða fram úr sérlega spennandi og dularfullum ieyni- lögreglumálum, sem verða á vegi hennar.“ Oþarfi er að rekja efni hverrar sögu fyrir sig, þær eru allar spennandi og skemmtilegar og alltaf eitthvað nýtt að gerast í hverri bók. Nancy er aldrei at- hafnalaus og það er eins og hin A fundi bankaráðs Utvegs- banka íslands þ. 16. nóv. minntist formaður bankaráðsins, Ólafur Björnsson prófessor, Gi'sla Guð- mundssonar alþm. með eftirfar- andi orðum: Sú harmafregn barst skömmu eftir að við hittumst hér síðast, að Gfsli Guðmundsson alþm., ritari bankaráðsins, væri látinn. Að visu kom sú fregn ekki með öllu á óvart, þvf að Gísli heitinn hafði átt við mikla vanheilsu að stríða siðustu mánuði. Þó að Gísli væri að eðlisfari maður hlédrægur og ekki um það gefið að ota fram sjálfum sér og skoðunum sinum, þá var hann þó, sökum hæfileika sinna, um áratuga skeið í hópi áhrifamestu stjórnmálamanna hér á landi. Hann var einnig af- kastamikill fræðimaður og rithöf- undur. Ilér verður saga hans sem stjörnmálamanns og fræðimanns þó ekki rakin, það hefur verið gert á öðrum vettvangi. Ég vil aðeins segja það, af þvi að kynni okkar Gísla á vettvangi stjórnmál- anna urðu löng, að ég hygg þá fáa, sem þar höfðu af honum kynni, er ekki mátu hann mikils sökum gáfna hans og mannkosta alveg óháð því, hvort þeir áttu samleið með honum i stjórnmálaskoðun- um eða ekki. Gísli Guðmundsson átti sæti I furðulegustu mál safnist að henni. Ilinn þekkti ameríski rit- höfundur Carolyn Keene hefur skrifað allmargar bækur um Nancy Drew og leynilögreglustörf hennar og koma þær beztu út i þessum bókaflokki. Áður hafa komið út þrettán Nancy-bækur, en á bókarkápu er tekið fram, að „hvert bindi má auðvitað lesa sjálfstætt, en það er skemmtilegast að safna þeim“, eins og komizt er að orði. Þá hefur blaðinu borizt bókin Gutti og vinir hans, eftir O. M. Pilgaard, og segir um þá bók á kápusíðu: „Þorpið heitir Myllukvörnin, það er einkennilegt nafn. íbúarn- ir eru flestir fátækir sjómenn og verkamenn. Við kynnumst ýmsum sérstæð- um persónum, en einkum táp- miklum drengjum, sem reika um fulltrúaráði Utvegsbanka Islands hf. frá 1936 — 1957 og síðan f bankaráði Utvegsbanka íslands frá 1957 til dauðadags. Hefir hann um langt skeið gegnt þvi trúnaðarstarfi að vera ritari bankaráðsins. Er engum við- staddra um það betur kunnugt en mér, með hverri kostgæfni og ná- kvæmni hann rækti það starf. Ég vii svo að lokum biðja fund- armenn að heiðra minningu þessa mæta manns og góða drengs með þvi að rísa úr sætum. fjörurnar i leit að ævintýrum. Þetta er skemmtileg og spennandi bók handa drengjum og stúlkum á aldrinum 10—14 ára.“ Enn má geta bókarinnar Tomijiy og leyndarmál Indfán- anna eftir Rolf Ulrici, en um þá bók segir á kápu m.a.: „Tommi og vinur hans, Indíánadrengurinn „IDæjandi refur", þeysa yfir sléttuna ásamt nokkrum öðrum drengjum. Þeir eru á leið til „Fjallsins með gullstjörnuna“, en það fjall er heilagt i augum Indíánaþjóðflokksins, sem býr í grennd við búgarðinn, þar sem Tommi áheima. Og Fjalliðhelga er leyndarmál, sem enginn Indiáni talar um.“ Loks má geta bökarinnar um Frank og Jóa, Meðan klukkan tif- ar, eftir Franklin W. Dicon. Á bókarkápu segir, að hér sé um að ræða nýjan bókaflokk handa drengjum og er þetta 11. bókin i flokknum um Frank og Jóa. Um þá segir m.a.: „Bræðurnir Frank og Jói eru synir Fenton Hardy’s, sem er frægur leynilögreglumað- ur. Þeir eru ákveðnir í því að feta f fótspor föður síns, en þeir vilja vinna sjálfstætt og án hjálpar hans, og verkefnin eru á hverju strái... Allar sögurnar um Frank og Jóa eru viðburðaríkar og spennandi frá upphafi til enda. Þeir þeysa á mótorhjólum, aka i bilum, fljúga í flugvélum og þeysa um í hraðbátum f eltingar- leik sinum við harðvítuga bófa og bófaflokka. Oft er barátta þeirra tvísýn, og ógnir úr öllum áttum bfða þeirra stundum við hvert fót- mál. Oftast eru þeir einir í þess- um tvísýnu rannsóknarferðum, en stundum eru vinir þeirra með þeim... En alltaf sigra Ilardybræð- ur að lokum.” Leiftur-útgáfan hefur sent frá sér fleiri barna- og unglingabæk- ur. » » » Tveir seldu í Þýzkalandi TVEIR Austfjarðarbátar, Björg frá Neskaupstað og Gunnar frá Reyðarfirði, seldu f Þýzkalandi í fyrradag. Björg seldi 49.5 lestir fyrir 74.444 mörk, eða 2.3 millj. Meðalverðið er kr. 47.50. 7.1 lest af af la bátsins var dæmd ónýt. Gunnar seldi 50 lestir fyrir 85.200 mörk, eða 2.7 millj. Meðal- verðið er kr. 53.80. 1.4 lestir af af la bátsins voru dæmdar ónýtar. Gísli Guðmundsson alþingismaður kvuddur I geimfari til goðheima • • - Onnur bók Dánikens ÚT ER komin hjá bókaútgáfunni Erni og Örlygi bókin I geimfari til goðheima — sannanir fyrir því ósannanlega — eftir Erich von Dániken, höfund bókarinnar Vöru guðirnir geimfarar, sem út kom I fyrra. Dagur Þorleifsson hefur þýtt þessa bók. I fréttatilkynningu frá út- gefandanum segirsvo: Erich von Daniken er sjálf- lærður fornfræðingur og því ekki háður kenningakerfum háskóla- genginna vísindamanna á því sviði. Ilann hikar því ekki við að koma fram með nýjar og byltingarkenndar kenningar um uppruna mannsins á jörðu hér. Allt frá tíð Darwins hafa vísinda- menn sveizt blóðinu í leit að „týnda hlekknum" margumtalaða milli apa og manns, sem þeir von- ast til að skýri þá snöggu breyt- ingu framáviðá þroska mannsins, sem varð einhvern tíma í árdaga og hefur ennþá reynzt fræði- mönnum óleysanleg ráðgáta. Skoðun Dánikens er sú, að vísindamönnum sé alveg óhætt að hætta leitinni að týnda hlekkn- um, af þeirri einföldu ástæðu, að hann hafi aldrei veriðtil. Skýring hans á stökkbreytingunni dular- fullu frá dýri til manns er sú, að einhvers staðar utan úr geimnum hafi komið háþroskaverur, sem búið hafi yfir hliðstæðri tækni og nútímamaðurinn og þó gott betur. Verur þessar hafi meðyfirburðar- tækni sinni ,,skapað“ manninn, breytt honum með aðstoð erfða- fræðilegrar þekkingar sinnar úr dýri í mann, og séu sköpunar- sögur trúarbragðanna ekkert annað en endurómur frá þeim Góðar sölur Sex sfldveiðiskip seldu f Dan- mörku í fyrradag og fengu öll gott verð fyrir sfldina. Fimm skipanna seldu í Hirtshals, en eitt seldi í Skagen. I Iíirtshalsseldu eftirtalin skip: Magnús NK 1342 kassa fyrir 1.6 millj., Dagfari ÞII 659 kassa fyrir 846 þús. kr„ öm SK 1191 kassa fyrir 1.7 millj., Asgeir RE 515 kassa fyrir 737 þús. kr. og Kefl- víkingur KE 1021 kassa fyrir 1.5 millj. kr. i Skagen seldi Heimir SU 593 kassa fyrir868 þús. kr. Torfi Halldórsson undraverkum. Kenningar Danik- ens eru byltingarkenndar og mörgum þýkja þær ótrúlegar, en hinu verður ekki neitað, að hann leggur fram nýjar og rökstuddar skýringar á mörgu, sem vísinda- menn fram á þennan dag hafa engin svör við. Athyglisverð er sú staðreynd, að furðumargt er líkt með kenningum þeirra Erichs von Danikens og hins kunna fslenzka náttúrufræðings og heim- spekings, dr. Ilelga Péturss. Nýalssinnar líta á guðina sem há- þroska verur, sem búi á öðrum hnöttum og séu stórum lengra komnir á þróunarbrautinni en mennirnir, og kemur þetta alveg heim við kenningar von Dánik- ens. Doktor í stærðfræði FYRIR nokkru er kominn til landsins frá námi í Vestur- Þ5"zkalandi Pétur Blöndal, en í júlímánuði i sumar er leið varði hann doktorsrit- gerð í stærðfræði við Kölnar- háskóla. Þar hefur Pétur verið við nám óslitið frá því hann lauk stúdentsprófi við MR sumarið 1965. Auk stærðfræðinnar lagði hann stund á eðlisfræði og tölvunotkun. 1 seinni áfanga námsins nam hann hag nýta stærðfræði — þ.e.a.s. töl- fræði og líkindafræði. Þá nam hann einnig tryggingastærð- fræði og tryggingafræði. Um eins árs skeið var hann við rannsóknir á tölvumálum og tölvunotkun. Pétur hefur nú hafið störf hjá Raunvísindastofnuninni. Einnig hefur hann tekið að sér sérfræðistörf hjá Sjóvá, sem lúta aðtryggingamálum. Pétur er sonur hjónanna Sigríðar Pétursdóttur og Haralds Blöndal. Ilann er 29 ára að aldri og kom hingað heim til starfa í september- mánuði. Hann er kvæntur þýzkri konu, Moniku Blöndal, og eiga þau tvöbörn. Br jóstbirta og náungakærleikur BÓKAÚTGÁFAN Öm og Örlygur hefur sent frá sér nýja bók eftir hinn gamla og kunna skipstjóra Torfa Halldórsson, seni löngum hefur verið kenndur við bát sinn Þorstein Re21. Bókin heitir Brjóstbirta og ná- ungakærleikur og tekur Torfi nú upp þráðinn, þar sem frá var horfið i bók hans, sem út kom i fyrra, Klárir í bátana. Hér segir Torfi meira af kynnum sínum af ýmsu fólki víðsvegar umJandið, auk þess, sem hann lítur í eigin barm og greinir frá atburðum, sem hvergi hafa áður birzt á prenti. Bókinni er skipt i 5 kafla: Skipstjóri á Odda, Vestfirðinga- þættir, Ferðaþættir, Minnisstæðir samferðamenn og Litið í eigin barm. Þessum aðalköflum er síð- an skipt i marga minni kafla með sér fyrirsögnum, sem benda til þess, að bókin sé skemmtileg og hressilegt lestrarefni. Má þar nefna Timburmenn smyglarans. Drykkjan mátti ekki byrja of snemma. Þeir eru að segja að smygl sé orðin þjóðarfþrött ts- lendinga, Iloldsins fýsn yfir- buguð, svo eitthvað sé talið. Bókin er 134 blaðsíður í góðu broti. Káputeikningu gerði Sigurður Öm Biynjólfsson. Prentmót: lit- róf II/F. Setningu, prentun og bókband annaðist Prentsmiðjan Edda II/F. A

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.