Morgunblaðið - 28.11.1973, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR28. NÖVEMBER 1973
29
MAIGRET OG SKIPSTJÓRINN
Framhaldssagan
eftir Georges Simenon
Jöhanna Kristjónsdóttir
þýddi
I fyrstu hugsaði hún sig um,
áður en hún sagði eitthvað á
frönsku og hún hafði mjög mik-
inn hollenzkan hreim. En fljöt-
lega náði hún betri tökum á mál-
inu.
— Eruð þér að leita að föður
mínum.
— Nei, að yður.
Ilún rak upp hlátur.
— Þér verðið að hafa mig afsak-
aða .. . Pabbi fór til Groningen ...
hann kemur ekki heim fyrr en í
kvöld. Vinnumennirnir eru úti á
bryggju að lesta kol og stúlkan fór
á markaðinn að gera innkaup. Og
svo þarf kýrin einmitt að velja
þessa stund til að fá sóttina .. . Eg
bjóst hreint ekki við því. . . Og nú
er ég alein.
Ilún hallaði sér upp að sperru,
eins og hún hefða talið sig hafa
þar með sannfært hann um, að
hún yrði að hjálpa skepnunni.
Ilún brosti, svo að allar tennurnar
komu í ljós.
Uti fyrir var glampandi sólskin.
Stígvélin hennar glönsuðu eins
og þau hefðu verið lakkborin.
Hún hafði þykkar hendur, en vel-
snyrtar og hreinar neglur.
— Það er viðvíkjandi Conrad
Popinga...
Hún hrukkaði ennið. Kýrin
hafði staðið með erfiðismunum á
fætur, en hné nú stynjandi niður
á básinn aftur.
— Ja, þai-na sjáið þér... Viljið
þér hjálpa mér?
Og hún rétti honum gúmmí-
hanzka, sem þarna voru við hönd-
ina.
Þannig stóð á því, að Maigret
hóf rannsókn sína á því að koma
frlskum og sprækum kálfi f heim
inn, ásamt með ungri stúlku, og
handtök hennar sýndu, svo að
ekki varð um villzt, að hún var
öllu þessu vön.
Ilálfri stundu síðar, þegar kálf-
urinn var kominn á spena, þvoðu
þau sér um hendurnar og upp að
olnbogum undir krana, sem var
inni f fjósinu.
— Þér hafið víst ekki átt við
svona oft áður? spurði hún
glettnislega.
— Aldrei nokkru sinni fyrr.
Ilún var átján ára. Þegar hún
fór úr kyrtlinum, sá hann, að hún
var þrýstin I vexti.
— Við getum spjallað saman
meðan við fáum okkar tesopa.
Komið með mér inn.
Vinnustúlkan var komin heim.
Dagstofan var dálítið þung og
hátíðleg, en þar var þó viðfelldið
og smekklegt. Rúðurnar i glugg-
anum voru litlar og ljósrauðar.
Slíkt hafði Maigret ekki séð fyrri.
Bókaskápur fullur af bókum,
bækur um kúarækt og alls konar
búvísindi. Á veggjunum voru
verðlaunaplögg og heiðurspening-
ar frá alls konar gripasýningum.
Og þarna á milli glytti í bækur
eftir Claudel, André Gide og
Vaiery.
Beetje leit glaðlega á hann.
— Langar yrður að sjá herberg-
iðmitt
Ilún fylgdist grannt með því,
hvort hann sýndi einhver svip-
brigði, meðan hann leit yfir her-
bergið. Þai' var legubekkur með
bláu flauelisteppi. Veggfóður
með Iéreftsáferð. Dökkar viðar-
hillur og mikið af bókum, brúða
frá París.
— Minnir þetta ekki dálítið á
það, sem gerist f París?
— Mig langar aftur á móti til,
að þér segið mér, hvað gerðist i
vikunni sem leið.
Það dimmdi yfir andliti stúlk-
unnar, en engu að síður hafði
hann sterklega á tilfinningunni,
að hún tæki þetta ekki sérlega
nærri sér.
Þá hefði hún heldur ekki bros-
að hreykin, þegar hún sýndi hon-
um herbergið sitt.
— Við skulum fara inn í stofu
og fá okkur te.
Þau settust andspænis hvort
öðru og á borðinu á milli þeirra
var teketillinn og hetta yfir hon-
um til að halda teinu heitu.
Beetje varð að leita að orðun-
um. En hún lét ekki við svo búið
standa. HUn náði sér í orðabók og
þvi urðu stundum langar þagnir,
meðan hún var að leita að rétta
orðinu.
Bátur með störu, gráu segli fór
eftir skurðinum. Mennirnir urðu
að róa honum, því að hár bærðist
ekki á höfði.
— Hafið þér ekki farið til Pop-
ingaf jölskyldunnar?
— Það er bara klukkutími, síð-
an ég kom hingað, svo að mér
hefur aðeins unnizt tími til að
hjálpa yður að koma kálfinum I
heiminn.
— Já, Conrad var mjög við-
kunnanlegur maður . . . reglulega
geðfelldur i alla staði . . . Fyrst
var hann í siglingum um öll
heimsins höf sem annar stýrimað-
ur, síðan sem fyrsti stýrimaður . .
. Er ekki tekið svona til orða á
frönsku líka? Svo varðhann skip-
stjóri, gifti sig og fyrir bænastað
konunnar fékk hann sér vinnu
sem kennari í sjómannaskólanum
. . . Það var ekki mjög skemmti-
legt fyrir hann . . . Hann átti
lítinn bát .. . litla trillu .. . En frú
Popinga er sjóhrædd, svo að hann
varð að losa sig við bátinn . . . En
þó átti hann lítinn árabát . . .
Hafið þér séð bátinn minn? Hann
var næstum eins og báturinn
hans! Á kvöldin var hann með
ýmsa nemendur í aukatímum . . .
Hann var mjög vinnusamur mað-
ur ...
— Hvemig var hann ...?
Hún skildi ekki strax, hvað
hann átti við, en svo fór hún fram
og náði I mynd. Á henni var ung-
ur maður, klæddur einkennisbún-
ingi. Augnsvipurinn var bjartur,
hárið stuttklippt og svipurinn
lýsti góðvilja og góðu skaplyndi.
— Þetta er mynd af Conrad . . .
Engum skyldi detta I hug að þetta
væri mynd af fertugum manni.
Eða finnst yður það. Konan hans
er eldri en hann var . . . sennilega
fjörutíu og fimm ára. Þér hafið
ekki séð hana enn, skilst mér?
Hún er eiginlega dálftið öðruvísi
en við .. . Til dæmis . . . erum við
hérna I þorpinu öll mótmælenda-
trúar . . . En Lásbeth Popinga er I
þjóðkirkjunni, sem er strangari í
öllu .. . ja, hvernig á ég nú að orða
það á frönsku . . . hún er íhalds-
samari . . . Hún er formaður I
öllum mögulegum og ómöguleg-
um líknarfélögum.
— Yður fellur sem sagt illa við
hana?
— Það er ekki rétt. Eki við erum
svo ólíkar . . . Hún er dóttir skóla-
meistara, ef þér skiljið hvað ég
meina . . . faðir minn er bara
bóndi. En hún er ósköp vingjarn-
leg og alþýðleg við hvern sem er .
— Og hvað gerðist svo?
— Það eru oft haldnir fyrir-
lestrar hérna . . . Bærinn er lítill.
hér eru aðeins fimm þúsund
íbúar, en þeir reyna að fylgjast
með tímanum. Og fyrra þriðjudag
var staddur hérna þessi prófessor
frá Nancy, Cuclos . . . Þekkið þér
hann?
Hún varð hissa á því, að Mai-
gret þekkti ekki prófessorinn þar
sem hún stóð augljöslega I þeirri
trú, að hann væri meðal frægustu
fræðimanna Frakklands.
— Hann er þekktur lögfræðing-
ur og sérfræðingur I glæpafræði .
. . og hvað heitir það nú . . .
nútima sálfræði . . . Hann talaði
um ábyrgð glæpamannsins . . . Er
það rétt til orða tekið? Þér verðið
að leiðrétta mig, ef ég nota röng
orð...
— Frú Popinga er formaður I
þessu félagi, sem fékk prófessor-
inn til að flytja ræðu og fyrirles-
urum er alltaf boðið að dvelja hjá
þeim.
— Klukkan tíu um kvöldið var
haldið smásamkvæmi. Þar voru
Jean Duclos, Conrad Popinga og
konan hans, Wiendand með konu
sinni og börnum og svo ég.
— Það var sem sagt heima hjá
Popingahjónunum . . . þau búa í
eins kílómetra fjarlægð héðan,
við Amsterdiep eins og við.
Amster er skurðurinn, sem þér
sjáið hérna út um gluggann. Við
fengum vín og smákökur . . .
Conrad kveikti á útvarpinu. Ég
gleymdi að segja, að Amy var
þarna líka. Hún er systir frú Pop-
inga og hún er lögfræðingur. Con-
rad langaði til að dansa, svo að við
rúlluðum upp teppinu . . . Wiend-
andshjónin fóru á undan vegna
barnanna. Það litla var nefnilega
farið að skæla. Þau búa í næsta
húsi við Popingahjónin. Klukkan
var orðin tólf og Amy var orðin
syfjuð . . . Ég var með hjólið mitt
Uti fyrir og Conrad bauðst til að
fylgja mér heim . . . svo að hann
tók sitt hjól ...
— Þegar ég kom heim, sat
pabbi og beið eftir mér ...
— Við heyrðum ekki um þenn-
an sviplega atburð fyrr en daginn
eftir. Það var allt á öðrum endan-
um í Delfzijl.
— Ég held ekki að sökin sé mín
... Þegar Conrad kom aftur heim,
ætlaði hann aðsetja hjólið sitt inn
f skúrinn bak við húsið og þá var
skotið á hann . . . hann hneig
niður og hálfri stundu siðar gaf
hann upp öndina ...
Ármann Kr. Einarsson.
[ Undraflug-
jvélin og
j draumaland-
j ið hennar
BÖKAFORLAG Odds Björnsson-
ar á Akureyri hefur sent frá sér
Undraflugvélina eftir Ánnann
Ki'. Einarsson með teikningum
eftir Ilalldór Pétursson, og er það
2. útg. bókarinnar. Forlagið er að
gefa út ritsafn Ármanns og hefur
á undanförnum árum sent frá sér
margar bækur hans í endurútgáf-
um. í kápuauglýsingu segir, að
Undraflugvélin sé „fjórða bökin
um Áma og Rúnu í Ilraunkoti".
Bókin skiptist í tólf kafla og e.r
188 bls. að stærð Káputeikning
er eftir Max Weihrauch.
Þá hefur sama forlag gefið út
nýja skáldsögu eftir Ingibjörgu
Sigurðardóttur, og nefnist hún
Draumalandið hennar. Gerist hun
bæði í Reykjavfk og Noregi. ,,þar
sem Rúna finnur þann rétta',
eins og segir I kápuauglýsingu.
Draumalandið hennar er sex-
tánda bók Ingibjargar Sigurðai-
dóttur. Bókin skiptist i tólf kafla
og er 165 bls. að lengd.
Tvær nýjar
bækur
frá Erni
• •
iog Orlygi
Vclvakandi avarar I stma 10-
100 kl. 10.30—11.30. tri
minudagi til föatudaga.
0 Blankheit
útvarpsins
og starfs-
mannanna
Páll Ilannesson á BUdudal
hringdi. Hann vildi taka undir
þær öánægjuraddir. sent heyrzt
hafa vegna sögunnar, sem lesin er
i Morgunstund barnanna. Páll
sagði, að nú væri ekki lengur
hægl að taka það alvarlega. þegar
starfsmenn útvarpsins væru að
tala um fjárskort. fyrst hægt væri
að leysa vanda þeirra, sent blank-
ir eru. með þvi að láta þá lesa upp
á segulband i útvarpinu fyrir
borgun, enda þótt ekki væri endi-
lega ætlunin að fl.vtja það efni.
sem þannig væri tilkomið. í
útvarpinu. Páll sagðist ekkert
skilja í því, að Baldur Páhnason
hefði fallizt á að taka „annan eins
óþverra" til flutnings í Morgun-
stund barnanna. en auðvilað væri
það útvarpsráð, sent endanlega
ábyrgð bæri á þessu hneyksli.
Hann sagði það vera skoöun sína,
að útvarpsráð ætti að segja af sér.
þar sem nú væri koniiö í ljós, að
þaðylli ekki hlutverki sinu.
% Fóstureyðinga-
frumvarpið
Guðbjörg Karlsdóttir skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Mig hefur lengi langaö til að
senda þér fáeinar lfnur til að
ræða föstureyðingafruinvarpið.
Eg held, að við. sem erum alveg á
nióti því. ættum að láta heyra
meira i okkur. svo að fámennum
hópi takist ekki að gala liærra og
yfirgnæfa þá, sem eru annarrar
skoðunar en þeir. Eg vil nefnilega
alls ekki trúa þvi, að „mórall"
moirihiuta íslenzku þjóðarinnar
sé koniinn á svo ömurlega lágt
menningarstig, som frant keniur í
þessu frumvarpi, þó að auðlærð
sé ill danska, já. eða sænska.
AUtaf er vitnað i það. sem frant
fer í Sviþjöð, rétt eins og
íslendingar eigi ekki lengur til
neina sjálfstæða hugsun.
Mér þótti ntjög vænt unt það, að
læknafélagið skyldi lýsa andstöðu
sinni við frumvarpið. Sjálfsagt
hafa engir möguleika á að vita
betur en þeir, hvornig ástandið
yrði, el' þetta fruntvarp næði að
verða að lögum.
Vafalaust þykir nú einhverjum
ég taka fullmikið upp í mig. En
mundu það, kona, hver sem þú
ert, að barnið þitl fær ekki annað
lif en það, sem þ.ví er gefið i
upphafi. Látir þú eyða þéssti lifi,
þá ertu að eyða lfl'i barnsins þíns.
Já, hví ekki að nefna hlutina rétt-
unt nöfnum i stað þess að fela
ljóta verknað undir „finna"
nafni?
% Á konan ein
að ráða?
Nú á dögum hugsa yonandi allir
með hryllingi til þess, þegar börn
voru borin út. Samt sem áöur
voru þá þeir hiirmungar- og
sultartimar, sem enginn núlifandí
Islendingur getur gerl sér í
hugarlund. Þrátt fyrir það heitir
það vist á máii sumra núlifandi
ntanna „frjálslyndi og viðsýni" að
stuðla að lögvorndun svipaðs
verknaðar þar sem stundarerfið-
leikar eða duttlungar kvenna.
kannski með æðahnúta, verða
látnir ráðii úrslitum þar uin.
Það er hátt galað um það af
sumuiil, að það sé konan ein, sem
eigi að ráða þvi. hvort hún vill
ganga nteð og fæða barn eða ekki.
Ég spyr: Er það þá ekki lágmarks-
krafa til slíkrar konu, sem teljast
á fær um að taka slfka ákvörðun
upp á eigið eindæmi, að hún hafi
það sjálfstæði ásamt ofurlitlu af
þekkingu. að hún sé ekkert að
láta gera sér það barn. sem hún
vill ekki ganga með og ala?
Eg veit unt konu, sem á sinum
tíma vildi láta „eyða" þvi föstri.
sem hún gekk með. Hvers vegna
hún vildi þetta veit ég ekki. Ilún
var gift og átti eitt eða tvö börn.
Ekki er að ofa, að henni hafi
sjálfri fundizt hún hafa gilda
ástæðu, þótt enginn ahnar kæmi
auga á þá ástæðu. Sem botur för
mistökust allar tilraunir þessarar
konu i þessa átt og hún ól sitt
barn. Nú er þetta barn upp-
kominn sonur, sem óhætt er að
segja að sé einn fremsti iþrótta-
maður, sem ísland á. Einkenni-
lc>gt hlýtur það að vera fyrir nueð-
ur að horfa á uppkumin börn sin
og hugsa: Einu sinni ætlaði ég að
fyrirfara honum eða lienni.
0 Gamalmennin
næst?
Nái þetta l'rumvarp fram að
ganga. þá hugsar liklega einhver.
að kommúnisminn og guðleysið
sitji að viildum i þessu landi.
Þar til annað reynist sannarra
vil ég nú samt vona og biðja þess.
að guð gefi Alþingi islendinga
vizku og réttsýni til að forða
þjóðinni frá slikti siðferðishrapi.
Ef ekki. þá er mér spurn. hvort
það verði ekki gamalmennin. sem
„viðsýnin og frjálslyndið" taka
sér fyrir hendur að eyða næst?
Með þökk fyrir birtinguna.
Guðbjörg Karlsdóttir.
Stekkjarholti."
Fróðlegt væri að heyra skoðanir
fleiri á því málefni. sem Guðbjörg
ræðir í bréfi sinu. Guðbjörg ræðir
einkum um málið frá siðferðilegu
sjónarhorni. en þvi er við að lueta.
að í austantjaldslöndum hal'a
fóstureyðingar verið leyfðar eða
forboðnar allt eftir þvi sem vald-
höfum hefur þóknazt á hvorjum
tima. þ.e.a.s. fóstureyðingarliig-
gjöf þar er ekki annað en hag-
stjórnartækni. Þetta kom til
dæntis fram í fréttum Irá
Ungverjalandi nú nýverið. Þar
hafa fóstureyðingar nú verið
bannaðar. þar sem yfirviild telja.
að mannfjölgun í lamlinu sé of
litil um þessar mundir. Sami
háttur hefur verið hafður á i
Sovétsielunni. en hvort l'óstur-
eyðingar eru leyfðar þar eða
bannaðar þessa stundina skal
ekkert fullyrt um hér.
BÖKAUTGÁFAN Öm og Örlygur
hefur gefið út tvær þýddar
bækur, Svaðilför til Sikileyjar
eftir Colin Forbes og Lffið er dýrt
eftir Charles Keary og Carel
Birkby.
I fréttatilkynningu um útgáfu
þessara bóka segir: „Þetta er
þriðja bók Colins á islenzku. I
sögu þessari, sem er hörkuspenn-
andi á köflum, beitir Colin Forbes
þeirri leikni og kunnáttu, sem
aflaði fyrstu skáldsögu hans,
Stöðugt I skotmáli, frábærra vin-
sælda . . . I þessari atburðai'íku
sögu segir frá fjórurn mönnum, er
taka höndum saman á Sikiley við
að eyðileggja stóra lestarferju.
Bandamenn undirbúa innrás frá
Afríku og vilja ekki eiga á hættu,
að Þjóðverjum takist að flytja
mikinn liðsauka til Sikileyjar,
þegar innrásin hefst. Þetta er i
júlí árið 1943, allir meginatburðir
sögunnar gerast á einurn sólar-
hring, hinn siðasti á lestar-
ferjunni miklu."
i fréttatilkynningu um sfðar-
nefndu bókina segir: „Þótt allar
borgarastyrjaldir séu háðar af
mikilli grimmd, þá mun engin
styrjöld samt jafnast hvað
grimmdina snertir við styrjöldina
í Kongó. En engu að siður eru
1500 sterlingspund á mánuði of
mikil freisting fyrir John Gibson,
fyrrverandi flugmann í brezka
flughernum, til þess að hafna
þátttöku í flugi fyrir heri
Tshombes, enda þótt hætturnar
séu miklar og margvislegar. Og
þegar garnall félagi hans Tubby
Sanders bætti siðan \ið þetta
farmi af dýrmætum germaníum
200 þús. punda virði, sem beið
þess að verða sóttur inn i frum-
skóginn, þá hvarf allur vafi hans
á fyrirtækinu. Þannig barst hann
inn i hina hræðilegu styrjöld. sem
háð var í Katanga."