Morgunblaðið - 28.11.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.11.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÍ), MIÐVIKUDAGUR 28. NÖVEMBER 1973 Þýtur ískóginum ““ 5. kafli ÆVINTÝRI FROSKS Hún skauzt út, en kom að vörmu spori aftur með hlaðinn bc.kkann. Froskur réðst strax til atlögu við brauðsneiðarnar og vai nú orðinn fullur af sínum venjulega eldmóði. Hann sagði henni frá bátahús- inu, tjörninni með fiskunum og matjurtagarðinum, svínastíunum og dúfnahúsinu og hænsviahúsunum. Sömuleiðis frá mjólkurbúrinu, þvottahúsinu og straustofunni (hún hafði sérstakan áhuga á henni) og veizlusölunum og hve kátt var þar á hjalla, þegar öll hin dýrin voru þar samankomin til borðs með frosk sjálfan í öndvegi, syngjandi vísur og segjandi skemmtisögur. Þá vildi hún heyra af vinum hans og fylgdist af athygli með því, sem hann hafði um þá að segja, hvernig lifnaðarhætti þeir bjuggu við og hvernig þeir eyddu dögum sínum. Auðvitað sagði hún ekkert um það, að henni þætti sérlega vænt um ,,gæludýr“, því hún var það vel viti borin, að hún vissi, að það mundi froski ekki falla. Þegar hún hafði fyllt fyrir hann vatnskönnuna og hagrætt hálminum á gólfinu, bauð hún honum góða nótt. Þá var froskur orðinn sami bjartsýni, sjálfumglaði froskurinn, sem hann átti vanda til. Hann söng eina eða tvær vísur fyrir sjálfan sig, hjúfraði sig niður í hálminn og svaf alla nóttina við ánægjulega drauma. Eftir þetta áttu þau margar skemmtilegar samræð- ur og draugalegir dagarnir liðu. Dóttir fangavarðar- ins sárkenndi í brjósti um frosk og fannst það mikið óréttlæti, að þetta litla dýr væri lokað inni í fangelsi fyrir ekki alvarlegra brot en raun var á. Froskur hélt auðvitað af hégómaskap sínum, að henni væri farið að þykja vænt um sig, og hann fór að harma það, hvílíkt regindjúp var staðfest á milli þeirra stéttar- lega séð, því hún var hin laglegasta hnáta og virtist dá hann mjög. DRÁTTHAGI BLÝANTURINN ættust við. Þá kvað Gunnlaugur vfsu: Gefin vas Eirtil aura ormdags en litfagra, þann kveða menn né minna minn jafnoka, Hrafni, allra nýztr meðan austan Aðalráðr farar dvali, þvf er menrýris minni málgróðr, í gný stála. (Hin litfagra kona var gefin Ilrafni til fjár, — þann segja menn minn jafnoka og ekki minna, — meðan hinn stórnýti maður, Aðalráður, tafði ferðir mínar austan um haf f bardaga; af því kemur fálæti mitt.) Og eftir þetta riðu menn heim hvorirtveggja, og var allt kyrrt og tíðindalaust um vetur- inn. Nýtti Hrafn ekki sfðan af samvistum við Helgu, þá er þau Gunnlaugur hófðu fundizt. Og um sumarið riðu menn fjölmennir til þings, Illugi svarti og synir hans með hon- um, Gunnlaugur og Her- mundur, Þorsteinn Egilsson og Kollsveinn, sonur hans, Önund- ur frá Mosfelli og synir hans allir Svertingur Hafur-Bjarna- son. Skapti hafði þá enn lög- sögu. Og einn dag á þinginu, er menn gengu fjölmennir til Lög- bergs, og er þar var lykt að mæla lögskilum, þá kvaddi Gunnlaugur sér hljóðs og mælti: „Er Hrafn hér Önundarson?" “ Hann kveðst þar vera. Gunnlaugur orms- tunga mælti þá: „Það veizt þú, að þú hefir fengið heitkonumannar og dregst til fjandskapar við mig; nú fyrir það vil ég bjóða þér hólm- göngu hér á þinginu á þriggja nátta fresti í Öxarárhólmi." Hrafn svarar; „Þetta er vel boðið, sem von var að þér,“ segir hann, „og er ég þess alhúinn, þegar þú vilt.“ Þetta þótti illt frændum hvorumtveggja þeirra, en þó voru það lög í þann tíma, að bjóða hólmgöngu, sá er van- hluta þóttist verða fyrir öðrum. Og er þrjár nætur voru liðnar, bjuggust þeir til hólmgöngu, og fylgdi Illugi svarti syni sínum til hólmsins með miklu fjöl- menni, en Skapti lögsögumaður fylgdi Hrafni og faðir hans og aðrir frændur hans. Og áður Gunnlaugur gengi út f hólm- inn þá kvað hann vfsu þessa: Nú emk út á eyri alvangs búinn ganga, happs unni goðgreppi gört, með tognum hjörvi; hnakk skalk Helgu lokka, haus vinnk frá bol lausan loks með Ijósum mæki Ijúfsvelgs, f tvau kljúfa. (Nú er ég búinn til að ganga út á hólminn á alþingisstaðnum með brugðnu sverði; guð unni skáldinu fullkomlega sigurs; ég skal kljúfa I tvennt brjóst Hrafns; loksins geng ég með blikandi sverð milli bols og höfuðs á sælkeranum.) Hrafn svararog kvað þetta: Veitat greppr, hvárr greppa gagnsæli hlýtr fagna; hér's bensigðum brugðit, búin es egg í leggi; þat mun ein og ekkja ung mær, þótt vér særimsk, þorna spöng af þingi þegns hugrekki fregna. t /I /1 ) i .iiídu » < - mnnoíi i,:i i i i / i d id > l ^uq « »4 11 _ f 14 /1 1 lm 1 flkÖ tnoi gunkoí f inu — Hefurðu nokkuð á móti þvf þó ég reyki? Prófessorinn var að halda fyrirlestur um drykkjusiði dýra og var kominn að asnan- um. Ilann lagði þá eftirfarandi dæmi fyrir bekkinn. — Ef fata af vatni og önnur af víni eru látnar fyrir framan asnann, úr hvorri fötunni drekkur hann þá? — Auðvitað úr fötunni með vatninu í, heyrðist kallað aftan úr bekk. — Og af hverju haldið þér það? spurði prófessorinn. — Vegna þess að hann er asni. Ungur nýgiftur maður eign- aðist son. Hann varmjög mont- inn af þessu, og einn dag tók hann vin sinn heim með sér til þess að sýna honum frumburð- inn. Er þeir stóðu yfir vöggu barnsins, sagði faðirinn: ,,Það segja allir, að drengur- inn sé afar lfkur mér“. Vinur hans svaraði hug- hreystandi: „Taktu það ekki nærri þér, vinur minn. Elf strákurinn er bara heilsuhraustur, þá er allt í lagi.“ 30 manna áætlunarbifreið kom akandi að blinhæð í Borg- arfirði. Þegar bifreiðastjórinn kemur upp á hæðina, sér hann skyndilega fjárrekstur einn mikinn og að útilokað er að forða árekstri við hópinn. Hann tekur það til bragðs að aka út fyrir veginn og þai’ hoppar bíllinn og skopparunz bifreiðastjóranum tekst með herkjum að koma bílnum upp á veginn aftur. Bifreiðastjór- inn, sem verður bálreiður, þýt- ur út úr bifreiðinni og ætlar að skamma bóndann, sem fyrir fjárrekstrinum stóð. En bónd- inn varð fyrri til og segir: — Tja. Það var svei mér heppilegt, að ég skyldi vera búinn að koma fénu upd á vee- inn. ------------ Guðni Guðmundsson var að kenna í kvennabekk í Mennta- skólanum. í byrjun tímans höfðu stúlk- urnar hellt vatni í setuna á kennarastólnum. Guðni skeytti því engu og kenndi út tímann, en þegar hann stóð upp, sagði hann: „Ég ætla að biðja ykkur, stúlkur, að vera ekki að setjast i kennarastólinn í frimfnútun- um.“ Ilann var dálítið feiminn, og þegar hún faðmaði hann og kyssti fyrir blómin sem hann hafði gefið henni, tvfsté hann og bjóst til að fara. — Mér þykir leitt, ef ég hef móðgað þig, sagði hún þá. — Þú móðgaðir mig ekki — ég ætla bara að fara og ná í fleiri blóm. Tveir einsetumenn voru að tala um matartilbúning. — Ég á matreiðslubök, segir annar, en hún erónothæf. — Eintómar „sermóníur" þykist ég vita. — Stendur heima. Velflestar uppskriftirnar byrja svona: Takið hreinan pott . . . og það fór alveg með mig. . I»i '.V v 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.