Morgunblaðið - 28.11.1973, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NOVEMBER 1973
23
Ásgeir Guðnason fyrrv. Halldóra Sigurjóns-
kaupmaður og útg.m. « dóttir — Minning
Fæddur 20. ágúst 1884
Dáinn 23. nóvember 1973
Gamall vinur og jafnaldri er i
val fallinn.
Ilann hafði hin síðustu ár átt
við vanheilsu að stríða, en bar sig
jafnan karlmannlega, hress í’
anda og tali, glaður og reifur og
gat litið á langan æviferil með
sigurbros á vör. En nú, þegar
hann er allur, langar mig til að
kveðja hann með fáeinum orðum
og rifja upp örfá atriði úr sam-
skiptum við þennan frábæra
dugnaðarmann og ágæta dreng.
Við hittumst vestur á Flateyri
1912 og áttum þar margt saman að
sælda um 18 ára skeið, báðir ný-
kvæntir, ég kominn norðan úr
Eyjafirði, en hann frá Djúpi,
fæddur þar og uppalinn, kominn
af kjarnafólki, skyldur „Ásgeir
gamla“ skipstjóra og kaupmanni,
mestum og beztum vini Jóns Sig-
urðssonar á sinni tíð, og bar nafn
úr þeirri ætt. Ilann hafði gengið í
Flensborgarskóla og lokið hinu
rninna skipstjórnarprófi, hafði
gerzt skipstjóri á skipi hjá þýzkri
f iskimjölsverksmiðju á Sólbakka,
sem var í förum milli verstöðva
með hráefni, en varð að hætta
störfum, er fyrri heimsstyrjöldin
höfst. En þá og æ síðan gerðist
Ásgeir Guðnason sinn eiginn
herra í at\'innulffi, keypti lítinn
vélbát, sem hann átti urn tima
með öðrum og hélt úti og stýrði
sjálfur, en síðar verða skipin
fleiri og útvegur meiri og margs-
konar umsvif starfsævina alla, og
mátti svo heita, að hann væri drif-
fjöður i atvinnulífi Flateyrar um
áratugi.
Asgeir Guðnason varð þeirrar
hamingju aðnjótandi að eignast
ágæta konu, sem stóð við hlið
hans og reyndist hinn trausti lifs-
förunautur og afbragðsgóð móðir
barna þeirra. Ilún hét Jensina
Eiríksdóttir Sigmundssonar og
Sigriðar Jónsdóttur, er lengi
höfðu búið góðu búi á Ilrauni á
Ingjaldssandi, úrvals fólk, sem
fyrir nokkru hafði þá flutzt til
Flateyrar. Þau tóku miklu ást-
föstri við barnabörnin. Bjuggu í
sv’o að segja sama húsi. og barna-
hópurinn stækkaði smátt og smátt
og urðu börnin augasteinar afa og
ömmu. Og svo komu þau eitt af
öðru í skólann til min, þessi vel-
siðaði og efnilegi hópur úr
„Eiríkshúsinu-*, velgefin og glað-
vær, fyrirmyndarnemendur á alla
grein enda staðið sig með þeirn
ágætum.sem kunn eru.
En Ásgeiri Guðnasynióx smátt
og smátt fiskur um hrygg i starfs-
lifi þorpsins og tökst rneira og
meira i fang af verkefnum þar, er
atvinnulífinu þj(>nuðu.
í bók rninni Ferðinni frá
Brekku II segi ég um hann m.a. . .
. „Asgeir Guðnason var röskleika-
maður og léttur i lund og hinn
drengilegasti í öllum viðskiptum,
hygginn og ráðdeildarsamur.
llann var ætið bjartsýnn á fram-
gang þarflegra mála og viljugur
til þátttöku í þeini. Ilann áttijafn-
an traust manna og hlýhug.
Það er ekki vandalaust að fást
við margt og láta sér fara vel úr
hendi, það sem fengizt er við.
Eins og t.d. það, að hafa margt
fólk starfandi á sínum vegunt og
koma sér þannig við það, að þvi
finnist, að húsbóndinn eigi það
skilið að það vinni vel. En þetta
heppnaðist Ásgeiri. — Dugnaður
hans og bjartsýni og góður hugur
fölksins i garð hans brást honum
ekki, og hagsýni hans var viður-
kennd. Ilann höfst því úr fátækt
til góðra efna, eftir því sem þá var
talið. Og heimili hans var jafnan
gestrisið og greiðvikið, enda var
hann kvæntur afbragðs konu... “
Þessa stuttu lýsingu frá starfs-
sviði Ásgeirs á sinni tið vil ég nú
undirstrika, meðan ég þekkti til,
og veit raunár, að þessu láni átti
hann að fagna starfsævina alla.
Árið 1947 missti Ásgeir sína
ágætu eiginkonu og bjó síðan með
ráðskonum, og hélt þannig uppi
sjálfstæðu heimilislífi lil dauða-
dags. En til Reykjavíkur fluttist
hann árið 1954, i nálægð barna
sinna, er þangað voru þá flest
komin og hjá þeim öllum naut
hann mikils ástríkis óg þeirrar
miklu hamingju að hafa átt slíku
barnaláni að fagna. En börn
þeirra hjóna urðu 11 og lifa 7
þeirra. Þau eru: Ilörður deildar-
stjóri, kvæntur Guðmundu Guð-
mundsdóttur frá Bolungarvík;
Gunnar forstjóri, kvæntur Val-
gerði Stefánsdóttur frá Kaup-
angi; Sigríður húsfreyja, gift
Ingimar Ilaraldssyni bygginga-
meistara; Eirikur forstjóri S.V.R.,
kvæntur Katrinu Oddsdóttur úr
Reykjavík; Ebenezer kaupmaður
kvæntur Ebbu Thorarensen frá
Flateyri; Erla deildardtjóri, gift
Baldri Sveinssyni kennara og
Snæbjörn forstjóri, kvæntur Guð-
rúnu Jónsdóttur frá Nýjabæ á
Seltjarnamesi.
Afkomendur þeirra hjóna
rnunu nú vera 55 talsins.
Og nú kveðég þennan gamla og
góða vin með þökk og blessunar-
óskum frá mér og mfnum. Og með
honum sendi ég kveðjur mfnar
vestur til gamalla vina, þeirra lif-
andi og hinna látnu, sem í „garð-
inum" hvíla, þar sem hann verður
til hinztu hvílu lagður, við hlið
konu sinnar, Guðna sonar sins og
annarra vina og vandamanna.
I Guðs friði.
Snorri Sigfússon
Fædd 19. ágúst 1894
Dáin 20. nóvember 1973
Ilalldóra var Rangæingur að
ætt, fædd að Ilreiðri i Ilolta-
hreppi. Tvítug að aldri fluttist
hún tii Reykjavfkur. Ilún vann í
mörg ár á klæðskeraverkstæði G.
Bjarnasonar og Fjedsted. Sfðan
fór hún að sauma heima.
Við kynntumst Ilalldóru, þegar
við vorum nágrannar á Ilávalla-
götu. IlaJIdóra bjó þar með Herði
syni sínum og vann fyrir þeim
með saumaskap. Móðir okkar fór
marga ferðinga til Ilalldóru með
föt til viðgerða og breytinga og til
; þess að sauma upp úr gömlu. Allt
varð sem nýtt, sem Ilalldóra fór
höndurn um, hún var svo vand-
virk, lagin og samvizkusöm
Ilörður sonur hennar kvæntist
1950 Kiústrúnu Guðnadóttur frá
Ilólmum í Austur-Landeyjum.
Þau Ilalldóra og ungu hjönin
keyptu seinna ibúð að Fornhaga
11 og hafa búið þar síðan. Krist-
rún og Ilörður eiga fjögur mynd-
arleg börn, sem Ilalldóru þótti
ákaflega vænt um.
Ilalldóra var sívinnandi, enda
nutu margir fjarskyldir góðs af.
Seinustu ár hennar urðu erfið.
því að augun fóru að gefa sig. Þá
varð erfitt að rýna i það. sem
svart var. En
þegar æviröðull rennur,
rökkvar fyrir sjónum þér,
hræðstu eigi, hel er fortjald,
hinum megin birtan er.
Með þessum fáu línum langar
okkur systur til þess að þakka
Ilalldöru allt, sem hún hefur gerl
fyrir okkur, foreldra okkar og
óörn. \'ala og Björg.
erum fíuttir
i Suður&ötu io
úr Austurstræti 6
með aðalumboð SÍBS.
Endurnýjun til 12. flokks
lýkur miðvikudaginn
5. desember, þá drög-
um við út 2500 vinninga.
Happdrætti SÍBS
SKILTI Á GRAFREITI
OG KROSSA
Flosprent s.f.
Nýlendugötu 14,
sími 1 6480.