Morgunblaðið - 28.11.1973, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NOVEMBER 1973 13
NÝJAR PLÖTUR FRÁ ÁMUNDA OG
SVAVARIG.
Að þessu sinni verður
fjallað um væntanlegar út-
gáfupliitur tveggja útgáfufyrir-
tækja. A. A.-hljómplatna og
S.G.-hljómplatna. Aður höfðum
við fjallað um útgáfuplötur
þriggja annarra fyrirtækja, og
sátt bezt að segja vitum við ekki
um fleiri fvrirtæki, sem ætla
að senda plötur á jólamarkað-
inn. Ilins vegar kann vel að
vera, að fleiri gðilar en fyrr-
nefndir fimm séu I útgáfuhug-
leiðingum og stendur þeim aðil-
um þá til hoða að hafa samband
við Slagsíðuna, sem mun eftir
megni leitast við að birta fréttir
frá þeim. — En snúum okkar þá
að A.A. og S.G.:
AA-hljómplötur eru fyrirtæki
Ámunda Amundasonar, umboðs-
manns skemmtikrafta. Fyrirtæk-
ið gaf út sínar fyrstu plötur i
sumar, Logaplötuna og fyrstu
plötu af þremur, sem Jóhann G.
Jóhannsson hljóðritaði í London í
vor. Logaplatan náði strax mikilli
sölu og plata Jóhanns kom einnig
ágætlega út. Önnur plata Jóhanns
kom út í október og hefur sala
hennar verið heldur tregari en
þeirrar fyrstu, en allgóð samt. —
Raunar má bæta því hér við, að
Ámundi gaf á sínum tima út
furðuplötu Jóhanns, Brotinn gít-
ar og Þögnin rofin, en fyrirtækið
Á.Á-hljómpIötur hafði þá ekki
formlega tekið til starfa. Amundi
taldi upp þessar plötur sem
væntanlegar á næstunni:
0 Stór plata með'söngflokknum
„Lftið eitt, sem skóp sfr fyrst
nafn svo um munaði í kvöldstund-
um í sjónvarpinu annað hvert
laugardagskvöld síðarihlutann i
fyrravetur. Platan vartekin upp i
London og var Jónas R. Jónasson
Litlu einu til aðstoðar við upptök-
una, en Jónas hafði haft umsjón
með gerð kvöldstundanna í sjón-
varpinu og hefur raunar enn, þótt
þættirnir hafi nú hlotið Ugluheit-
ið.
0 Þriðja litla platan frá Jó-
hanni G. kemur út í febrúar.
0 Lítil plata með Roof Tops var
hljóðrituð í Veitingahúsinu við
Borgartún (Klúbbnum) fyrir
rúmri viku og Ámundi fór með
segulbands hljóðritunina með sér
utan til að koma henni á plötu
sem fyrst.
0 Lftil plata með hljómsveitinni
Pónik endurfæddri, með söngvar-
anum Þorvaldi Halldórssyni og
Erlendri Svavarssyni, var sömu-
leiðis hljóðrituð fyrir nokkrum
dögum og Ámundi fór með hljóð-
ritanirnar með sér utan tíl Lond-
on á laugardaginn. Nú er bara að
vona að honum haldist betur á
hljóðritunum en Nixon!
Annars sagði Ámundi það
frétta, að salan á plötum Jóhanns
G. hér heima væri smáatriði mið-
að við hugsanlega útgáfu á plötu
með „Dont't try to fool me“ í
Bretlandi, Belgíu, Ilollandi og á
Norðurlöndum. Amundi sagði
fjóra aðila hafa öskað eftir því að
fá að gefa plötuna út í þessum
löndum, en ekki kváðst hann þó
ætla að ganga frá samningum i
Lundúnarferðinni, heldur snúa
sér að þeim eftir heimkomuna.
Ámundi lét vel af hag sínum,
þrátt fyrir að fimm kunnar hljóm-
sveitir ákváðu fyrir skömmu að
slíta samvinnu við hann sem um-
boðsmann og sjá sjálfar um eigin
umboðsmennsku. Hann kvaðst
vera frjálsari til að snúa sér að
stóru verkefnunum, m.a. að flytja
inn erlendar hljómsveitir. Ifann
sagðist vilja koma með sem flest-
ar stórhljómsveitir hingað, ekki
bara SLADE. Um útkomuna af
heimsókn Johan Miles Set sagði
hann, að hún hefði verið góð og
engar frekari mótbárur heyrzt frá
Félagi íslenzkra hljómlistar-
manna, sem hefði á sínum tíma
lýst yfir óánægju sinni með heim-
sókninni. Ámundi réð islenzkar
hljómsveitir til að leika með tríó-
inu á böllum og hljómleiknum og
taldi sig fremur hafa veitt þeim
aukna atvinnu en tekið frá þeim
atvinnuna.
S.G.-hljómplötur senda enga
poppplötu frá sér að sinni og segir
Svavar Gests, eigandi útgáfunnar.
ástæðuna þá, að upptökuskilyrði
hafi hann ekki hér á landi fyrir
slíka tónlist og telji of dýrt að
senda hljómsveitirnar utan. En af
Lftið eitt af Litlu einu: Gunnar og
Steinþór — Stór plata á næstunni.
nýútkomnum eða væntanlegum
plötum nefndi hann þessar:
0 Stór plata með söng Hönnu
Valdfsar. Lögin eru norsk, sænsk
eða eftir Olaf Gauk, en textar
eftir Kiústján frá Djúpalæk.
0 Stór plata með skemmtiefni
„kaffibrúsakarlanna", Gísla
Rúnars Jónssonar og Jónasar
Brjánssonar, tekið upp i útvarps-
sal að viðstöddum áheryendum.
Ekkert af efni plötunnar hafa
karlarnir flutt annars staðar.
0 Stór plata með barnaleikrit-
inu „Verkstæði Jólasveinanna"
eftir Thorbjörn Egner, með Bessa
Bjarnasyni og fleiri leikurum.
0 Stór plata með 14 lögum. fs-
lenzkum og erlendum. sem Tóna-
kvartettinn áHúsavík syngur.
0 Stór plata, þar sem Karlakór
Reykjavíkur syngur 13 islenzk
þjóðlög.
0 Fjögurra laga plata, endurút-
gáfa á jólalögum Ragnars Bjarna-
sonar og Ellýar Vilhjálms frá því
fyrir átta árum.
0 Fjögurra laga plata með jóla-
Iögunum, sem stúlknakór Gagn-
fræðaskólans á Selfossi sjngur.
Lögin hafa áður verið gefin út á
14 laga plötu kórsins.
0 Stór plata með söng Ölafs Þ.
Jónssonar, þar sem harin syngur
14 Iög eftir 14 íslenzk tónskáld.
Þetta er þriðja platan i útgáfu-
flokki, þar sem íslenzkir söngvar-
ar syngja 14 lög 14 íslenzkra
tónskálda og eftir áramót kemur
næsta plata i flokknum, með söng
Sigríðar E. Magnúsdóttur.
0 Eftir áramót kemur einnig
síðasta stóra platan frá Þiemur á
palli. Hún var hljóðrituð i Osló
fyrir allnokkru sfðan.
Þrjú á palli — plata eftir áramót, sú síðasta f rá trfóinu. A myndinni (f.v): Troels, Edda og Hal Idór.
POPPIÐ OG PENING-
ARNIR SJÓNVARPSINS
„ÉG þekki alls ekki þessa ald-
ursgreiningu eða kynslóða-
skiptingu á sjónvarpsáhorfend-
um. Ég held, að fólk t.d. á aldr-
inum 17—25 ára geti með
ánægju notið sama sjónvarps-
efnis og eldra fólk.“ A þessa
leið fórust Jóni Þórarinssyni,
dagskrárstjóra lista- og
skemmtideildar sjónvarpsins,
orð þegar Slagsfðan ræddí við
hann um, hvað væri á döfinni
varðandi sjónvarpsefni við
hæfi ungs fólks. Jón var heldur
óhress yfir grein á Slagsíðunni
um daginn, þar sem þvf var
haldið fram, að kynslóðunum
væri mismunað, ekki aðeins f
sjónvarpinu, heldur fjölmiðl-
um almennt.
Jón kvaðst þó sammála því,
að popptónlistin væri það efni,
sem a.m.k. til skamms tíma —
hefði verið að verulegu leyti
séráhugamál ungs fólks, en yfir
þ ví hefur einmitt verið kvartað,
að þessi tegund tónlistar hafi
orðið nokkuð útundan í dag-
skrá sjónvarpsins, og stundum
jafnvel jaðrað við, að hún væri
ekki viðurkennd sem frambæri-
leg listgrein.
„Jú, jú, ég er alveg á því, að
popptónlist á rétt á sér í sjón-
varpi eins og hvert annað efni,“
sagði Jón Þórarinsson. „Og við
höfum verið með eins mikið
poppefni og við höfum getað
komið við, — bæði innlent í
„Ugla sat á kvisti“, og svo er-
lent í þáttum eins og „Músik og
myndir" og „Söngelska fjöl-
skyldan". Það er að visu rétt, að
„Músík og myndir" hefur ekki
mælzt sérlega vel fyrir, en hins
vegar er „Söngelska fjölskyld-
an“ talsvert vinsæl á laugar-
dagskvöldum, að þvf er mér
hefur skilizt, og hún verður
eitthvað áfram. En „Músík og
myndir" verður líklega ekki
mikið fram yfir nýár, en þá
kemur eitthvað í staðinn. Iívað
það verður, er ekki unnt að
segja um núna, en við erum
með ýmislegt i sigtinu.
Annars verð ég að visa til
útvarpsins, þvi það hefur bæði
timann og tækifærin til að gera
þessu efni einhver viðhlítandi
skil,“ sagði Jón. „Það er ekkert
leyndarmál, að þættir með
þessu efni eru bæði mjög dýrir
og sömuleiðis er afar erfitt að
fá þá. Þó svo væri ekki, þá dreg
ég í efa, að hlutfall poppefnis
og annars efnis í sjónvarpsdag-
skránni myndi breytast. Okkar
dagskrá er svo stutt og henni er
svo þröngur stakkur skorinn."
Slagsiðan spurði Jón, hvort
þáttur eins og „Top of the
Pops" frá BBC, sem- er afar
góður sem slíkur, væri ófáan-
legur. Ilann kvað svo vera;
bæði væri tregða á að fá þessa
þætti, og ef það tækist þá væru
þeir langt yfir greiðslugetu ís-
lenzka sjónvarpsins hafnir.
öaf stórstirnum poppsins f dag, Rod Stewart og David Bowie.
:r skyldum við fá að berja þá augum f sjónvarpinu íslenzka?
„Þetta efni er einkum svona
dýrt vegna þess, að þeir
skemmtikraftar, sem koma
fram í svona þáttum, semja um
að fá greitt fyrir hverja sýn-
ingu þeirra, hvar sem er í heim-
inum, og þannig getur þetta
spunnizt upp f stjarnfræðilegar
upphæðir. Þaðeru helzt Banda-
rfkjamenn, sem hjá þessu kom-
ast, með þvf að semja um allar
greiðslur við skemmtikraftana
strax í upphafi. Því eru það
bandarískir poppþættir sem við
höfum bezt tök á að fá, auk
þeirra norrænu."
Ekki sagði Jón vera unnt að
nefna dæmi um þætti, sem
væntanlegir væru. Eftir væri
að ákveða um kaup frá Banda-
ríkjunum, og norrænu þættirn-
ir bærust með tiltölulega stutt-
um fyrirvara og væru sýndir
nokkurn veginn jafnóðum. Af
innlendum þáttum verður
„Uglan" áfram hálfsmánaðar-
lega í vetur, og nú er verið að
undirbúa „viðhafnaruglu" til
sýningar á jóladag. Þá hefur
nýr þáttur göngu sína 2. desem-
ber, sem að vísu er ekki helgað-
ur ungu fólki sérstaklega, en i
honum mun þó koma fram að
verulegu leyti þekkt og óþekkt
ungt hæfileikafólk. Þessi þátt-
ur nefnist „Það eru komnir
gestir", og verður sá fyrsti f
umsjá Elínar Pálmadóttur
blaðamanns, en sá næsti í um-
sjá Ómars Valdimarssonar
blaðamanns. Þessi þáttur verð-
ur síðan annan hvern sunnudag
á dagskrá.
A.Þ.
Popp í hámarki í sjónvarpinu? . . . . Sjá viðtal við Jón Þórarinsson □ □ □ □