Morgunblaðið - 04.12.1973, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.12.1973, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1973 3 Týndi buddu LlTIL budda (lokuS með streng) týndist á laugardagskvöld ein- hvers staðar á Ægissfðunni eða á leið að Ásvallagötu. I buddunni voru rúmlega 6000 krónur í pen- ingum, Iyklar og nafnskírteini eigandans, Juan Parramon. Þetta er mjög tilfinnanlegt tap fvrir eigandann, sem er gestkomandi hér á landi, og fundarlaunum er heitið þeim, sem skilar buddunni til lögreglunnar. Þrautgóðir á raunastund í athugasemd frá Örlygi Hálf- dánarsyni, sem birtist í blaðinu sl. sunnudag, féll niður undirftrir sögn, en eins og sjá má á niðurlag- inu fjallar athugasemdin um það, að bókaflokkurinn Þrautgóðir á raunastund haldi áfram að koma út hjá forlaginu Erni og Örlygi. SÓLBLÓMA ný tegund smjörlíkis með fjölómettaða feitisýru A FUNDI forráðamanna Smjörlfkis H/F með frétta- mönnum í fyrradag var kynnt ný tegund smjörlfkis,sem verk- smiðjan er að senda frá sér þessa dagana. Er það kallað Sólblóma-smjörlfki og er að verulegu leyti frábrugðið öllu öðru feitmeti, sem hingað til hefur verið notað hérlendis á brauð og kex. Sólblóma er eina feitmetið af þessu tagi, sem inniheldur mjög mikið magn af fjölómettaðri feitisýru. Þá er það jafnframt nýjung að Sólblóma inniheldur E-vítamín í rfkum mæli, eða 300 alþjóða- einingar í hverjum 100 grömmum. Fjölómettaða feitisýran í Sól- blóma er Linolíusýra. Hún fæst úr sólblómaolíu, sem er uppi- staðan í þessari nýju smjörlíkis- tegund. Linolíusýran er ein af fáum lífsnauðsynlegum fitu- Sýrum. Rannsóknir á hjarta- sjúkdómum benda til, að fólki sé ráðlegra að auka neyzlu sina á fæðutegundum, sem innihalda fjölómettaðar feitisýrur og draga um leið úr neyzlu mettaðra fituefna. Um þetta segir m.a. í blaðinu Hjartavernd 2. tölublaði 1972: „Fæða, sem inniheldur mikið af mettuðum fitusýrum hækkar cholesterol manna. Neyzla ómettaðra fitusýra hefur gagn- stæð áhrif. Það er einkenni fæðu í löndum með háa tíðni hjarta- og æðasjúkdóma, að hún er fiturík og inniheldur mikið magn af mettuðum fitusýrum og tiltölulega lítið magn af ómettuðum fitusýrum.“ Að sögn forráðamanna Smjörlíkis H/F er meðSólblóma-smjörlíki leitast við að koma til móts við ábendingar og óskir fólks um feitmeti á brauð og.smjör, sem er auðugt að fjölómettuðum feitisýrum. Sólblóma er eingöngu selt í 250 gr. öskjum og kostar hver askja 42 kr. og er um helmingi ódýrari en smjör. Það á að geymast I kæli og hefur þann eiginleika að það harðnar aldrei í kæli eðaísskáp. Hólmfrlður Sveinbjörnsdóttír, starfsstúlka Smjörlfkis H/F, við framleiðslu Sólblóma. Ríkisstjórnin hefur engar hug- myndir um hvernig á að leysa vinnuaflsskort sjávarútvegsins GUNNAR Thoroddsen, formaður þingflokks S jálfstæðisf lokksins, kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á fundi neðri deildar Alþingis f gær og gerði að umræðuefni ályktanir aðalfundar Landssam- bands íslenzkra útvegsmanna, þar sem þungum áhyggjum er lýst vegna fyrirsjáanlegs vinnu- aflsskorts á fiskiskipum og í fisk- vinnslustöðvum á komandi vetr- arvertfð. Beindi þingmaðurinn þeirri spurningu til forsætisráð- herra, hvort ríkisstjórnin hefði nokkrar ráðstafanir f huga vegna þessa alvarlega ástands, sem framundan væri. I svarræðu for- sætisráðhcrra kom fram, að ríkis- stjórnin hefur ekki neinar tillög- ur fram að færa til lausnar þess- um vanda, en henni hefði þó ver- ið ljóst, „að hér gæti verið vandi á höndum“, eins og ráðherrann komst að orði. Myndu ályktanir aðalfundar L.I.U. koma til skoð- unar f rfkisstjórninni von bráðar. Gunnar Thoroddsen gat þess, að aðalfundurinn hefði bent á 4 úr- ræði til að leysa þann vanda, sem fyrirsjáanlegur vinnuaflsskortur væri: 1. Sjómönnum og fiskiðn- verkafólki verði veitt sérstök ríf- leg skattfriðindi og hætt verði þeirri ofsköttun, sem nú tfðkast á tekjur, þessa fólks. 2. Skólastjór- um framhaldsskóla verði gefin fyrirmæli um að haga kennslu- tíma í skólum sinum þannig, að hægt verði að veita einstökum bekkjardeildum frí frá kennslu, þegar tímabundin mannaf laskort- ur væri. 3. Rfkissjóður og sveitar- sjóðir dragi stórlega úr fram- kvæmdum sínum frá áramótum til vertfðarloka. 4. Athugaðir verði möguleikar á að flytja inn erlent vinnuaf 1 fyrir sjávarútveg- inn. Þá benti Gunnar einnig á, að fram hefði komið í ræðu for- manns L.Í.U., að stjórnvöld virt- vinstri: Aslaug Ragnars, Ólöf Benediktsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Jórunn Isleifsdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Sigríður Asgeirsdóttir, Ragnheiður Eggertsdóttir og Jóhanna J. Thors. A myndina vantar Elfnu Pálinadóttur. Aðalfundur Hvatar ust ekki hafa vilja né skilning til að taka á því vandamáli, sem þarna steðjaði að sjávarútvegin- um. Sagði þingmaðurinn, að það væri frumskylda hverrar ríkis- stjórnar, að halda jafnvægi í at- vinnumálunum, þannig að dregið væri úr opinberum framkvæmd- um, þegar spennuástand væri og þá frekar safnað saman til að nýta vinnuafl og fjármagn á tímum samdráttar. Þetta hlutverk sitt hefði þessi ríkisstjórn gjörsam- lega vanrækt. Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra sagði, að ályktanir aðal- fundarins væru svo nýjar, að ríkisstjórnin hefði ekki fjaílað um þær ennþá. Þær yrðu teknar til ítarlegrar athugunar. Þó að ríkisstjórnin hefði ekki neinar tillögur fram að færa að svo komnu máli, hefði henni lengi verið ljóst, að hér gæti verið vandi á höndum. Sagði ráðherr- ann, að nefnd hefði verið skipuð fyrir mánuði fulltrúum frá sjáv- arútvegsráðuneyti, Fiskifélag- inu og L.Í.U. til að kanna hver vinnuaflsskorturinn yrði á vetrar- vertíð í vetur. Gunnar Thoroddsen sagði það hafa komið skýrt fram, að ríkis- stjórnin hefði engar ráðagerðir á prjónunum. Ekki væri nóg að kanna vinnuaflsskortinn, heldur þyrfti að gera raunhæfar ráðstaf- anir til að mæta þessum vanda. Og þær ráðstafanir hefði átt að vera búið að gera fyrir löngu. í stað þess hefði rikisstjórnin gjör- samlega látið reka á reiðanum og raunar þverbrotið öll lögmál efna- hagsmálanna. Einnig tóku til máls Lúðvík Jósepsson sjávarútvegsráðherra, Guðlaugur Gfslason og Bjarni Guðnason. ÞANN 21. nóvember s.l. var hald- inn aðalfundur Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna, í kaffiteríunni í Glæsibæ. I skýrslu formanns, Ólafar Benediktsdóttur, kom fram, að nú eru félagskonur á nfunda hundr- að, en talsvert hefur fjölgað í félaginu að undanförnu, og gengu til dæmis 85 konur f félagið á síðasta starfsári. Á árinu voru haldnir átta al- mennir fundir, en auk þess tveir trúnaðarráðsfundir og tuttugu stjórnarfundir. í sumar var tekin upp sú ný- breytni í starfsemi félagsins, að efnt var til hópferðar til Kaup- mannahafnar. Ferðaskrifstofan Útsýn sá um fyrirgreiðslu vegna ferðarinnar, en fararstjóri var Áslaug Ragnars, varaformaður Hvatar. Þátttakendur voru um 90 talsins, og tókst ferðin með ágæt- um. Á fundinum lagði gjaldkeri félagsins, Sigrfður Ásgeirsdóttir, fram reikninga félagsins, og kom fram, að fjárhagur félagsins er góður, en nýlega var afhent 100 þús. kr. framlag i byggingarsjóð hins nýja Sjálfstæðishúss. Að lokum venjulegum aðal- fundarstörfum fór fram stjórnar- kjör, og var Ólöf Benediktsdóttir éndurkjörinn formaður félagsins. Aðrar í stjórn eru: Áslaug Ragnars varaformaður, Sigriður Ásgeirsdóttir, gjaldkeri og Margrét Einarsdóttir, ritari, en meðstjórnendur eru: Guðrún Bjarnadóttir, Elín Pálmadóttir, Jóhanna J. Thors, Jórunn Isleifs- dóttir og Ragnheiður Eggerts- dóttir. Góðar sölur en fá skip eru eftir FJÖGUR skip seldu síld f Hirts- hals I gær og fengu öll gott verð fyrir aflann. Niels Jensen, um- boðsmaður fslenzku skipanna f Hirtshals, sagði, að skipin hefðu öll verið í sinni sfðustu söluferð á árinu, og skipin, sem væru við veiðar f Norðursjónum væru nú vart fleiri en 20 — 25. Skipin, sem seldu í gær, voru: TálknfirðingurBA464 kassa fyrir 723 þús. kr., Jón Finnsson GK 424 kassa fyrir 617 þús. kr„ Náttfari ÞH 550 kassa fyrir 806 þús. kr., og Harpa RE 929 kassa fyrir 1.3 millj. kr. Þjófnaður upplýstur RANNSÓKNARLÖGREGLAN f Hafnarfirði handtók á laugar- dagsmorgun tvo menn, sem grun- aðir voru um að hafa brotizt inn í verzlun Kaupfélags Kjalarnes- þings í Mosfellssveit aðfararnótt föstudags. Mennirnir, báðir Reyk- víkingar, viðurkenndu verknað- inn og komst nær allt þýfið til skila, tvær reiknivélar, útvarps- tæki og megnið af 11 — 12 lengj- um af vindlingum. Mennirnir höfðu verið á stolnum bíl frá Reykjavfk. Lionsklúbbur Borgarness gefur hljóðbylgjutæki LIONSKLÚBBUR Borgarness hefur nýlega gefið Kleppsjárns- reykja- og Borgarneslæknishér- aði hljóðbylgjutæki af gerðinni, „siemens Sonostat 633“. Kostaði tækið um 80 þús. kr. án tolla, sem fengust eftirgefnir. Stjórnarformaður Borgarlækn- ishéraðs, Guðmundur Ingimund- arson, ásamt Valgarð Björnssyni héraðslækni veittu tækinu við- töku. Tækinu er ætlað að vera í læknamiðstöðinni, sem nú er f byggingu í Borgarnesi, en þar til hún tekur til starfa verður það hjá héraðslækninum. Þá hefur Lionsklúbburinn ný- lega gefið Minningarsjóði Hreins Heiðars Ámasonar fjarskipta- búnað að verðmæti 45 þús. kr. Minningarsjóðurinn sér um rekst- ur Björgunarsveitarinnar Heiðars í uppsveitum Mýrasýslu. I gjöf- inni eru 3 Filedmaster Labbrabb stöðvar ásamt móðurstöð fyrir bif- reið. 1 vetur hafa Lionsmenn í Borg- arnesi selt ljósaperur og kökur til fjáröflunar fyrir menningar- og hjálparsjóð Lionsklúbbsins. Sömuleiðis stendur klúbburinn fyrir leikfangahappdrætti i des- ember. Félagar í klúbbnum eru nú 41, og formaður er Georg Her- mannsson. Frá afhendingu Siemens hljóðbylgjutækisins. Valgarð Björnsson héraðslæknir, Georg Hermannsson formaður Lionsklúbbsins, Val- geir Gestsson, JónEinarsson og Sveinn Hálfdánarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.