Morgunblaðið - 04.12.1973, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.12.1973, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DE]SEMBER 1973 X5 Þakkir frá norður-írskum börnum Blaðinu hafa borizt eftirfarandi þakkarorð til tslendinga frá öðr- um leiðtoga írsku barnanna, sem Hjálparstofnun kirkjunnar bauð hingað til lands s.I. sumar. Sem leiðtogi barnahópsins frá Norður-írlandi, er dvaldi á ís- landi 23. ágúst — 4. september s.1., Iangar mig að koma á fram- færi í blað yðar, fyrir hönd barn- anna, þökkum til þeirra mörgu, sem gerðu þessa dvöl svo ánægju- lega, eftirminnilega og árangurs- ríka, sem raun ber vitni. Hvar sem við komum var okkur tekið með vináttu og gestrisni allra, sem við hittum. Við viljum sérstaklega þakka Hjálparstofnun kirkjunnar, hjálparsjóði kaþólskra safnaða á Norðurlöndum og öllum öðrum félögum, samtökum og ekki sizt einstaklingum, sem með fórn- fúsum gjöfum gerðu þéssa dvöl að veruleika. Eins og s.I. ár heiðraði forseti íslands, hans góða kona og biskup Islands hóp okkar með nærveru sinni. Við þökkum þeim í ein- lægni vinsemd og hlutdeild. Við þökkum einnig Páli Braga Kristjónssyni, framkvæmdastjóra Hjálparstofnunar kirkjunnar, séra Rdbert Jack, séra Georg f Landakoti, séra Ingólfi Guð- mundssyni og Eiríki syni hans, frú Hrefnu Tynes, Brian Holt og konu hans, forráðamönnum og starfsfólkinu i Leirárskóla, prestshjónunum í Saurbæ og mörgum í prestakallinu, prófasts- hjónunum á Akranesi og öllum öðrum vinum þar og í Borgarnesi, Egilsdóttur svo og öllum þeim mörgu, er hér verða ekki taldir, en áttu þátt í að gera dvölina ógleymanlega með gjafmildi og gestrisni. Sjálfum var mér mikil gleði að hitta aftur svo marga vini, er ég eignaðist hér með fyrri hópnum 1972. Ég sendi þeim beztu kveðjur og óskir. Að lokum vil ég láta í ljós þá von mina og bæn, að dvöl barn- anna á islandi, hafi hjálpað þeim til að skilja hina sönnu þýðingu góðvilja og bræðralags. Að þau, að þessari reynslu fenginni, þar sem mótmælendur og kaþólikkar dvöldu saman i sátt og samlyndi á islandi, útbreiði þann sannleika, að aðeins með vináttu og sam- vinnu er unnt að endurvekja þann frið og þá hamingju, sem við öll óskum að geti rikt á ný í okkar ástkæra landi. Guð blessi islendinga. Fyrir hönd barnanna Belfast og Derry, Gerry O’Kane, leiðtogi. frá Acta Botanica r Islandica komin út 2. hefti tímaritsins, Acta Botan- ica Islandica 1973, sem er rit um fslenzka grasafræði er nýútkomið hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs. Ritstjóri tímaritsins er Ilörður Kristinsson. 1 tímaritinu eru greinar á íslenzku, ensku, frönsku og þýzku. Hörður minnist Helga Jónas- sonar frá Gvendarstöðum í byrj- un heftisins og gefur yfirlit á ensku yfir nýleg rit um íslenzka grasafræði í lokin. Islenzkir greinahöfundar eru Helgi Hall- grimsson, Öskar Ingimarsson og Sigurður Jónsson, sem skrifar í samvinnu við Bernadette Caram. Aðrir útlendingar, sem í heftið skrifa eru T.W. Johnson jr., K.L. Howard, D. Padgett og G. Ruck ert. Stafa- og vísna- kver eftir Herdísi isafoldarprentsmiðja hefur sent frá sér Stafa- og vísnakver eftir Herdísi Egilsdóttur. Fjöldi mynda er í bókinni, sem er byggð „á hinum vinsælu sjónvarpsþátt- um um stafrófið eftir Herdísi Egilsdóttur" eins og segir á bók- arkápu. Ljóðin og myndimar eru eftir Herdísi, en lagið er eftir Sigurð Rúnar Jónsson. gæðamunur svona mikill? Fjölskylda yöar getur sparaö mikiö fé árlega, ef hún notar Jurta á brauö og kex. Ótrúlegt, en satt. Dæmiö er einfalt. Þér skuliö sjálf reikna. 500 gr Jurta kosta 77 krónur. En dýrasta feitmetið kostar 156 krónur 500 gr. Meira en helmings munur! Jurta-neyzla landsmanna vex meö hverjum deginum sem líður. Enda nota þúsundir íslendinga Jurta á brauð og kex. Viö fengum nýtt tæki inn í sjálfvirku samstæöuna okkar, sem beinlínis fram- leiöir betra smjörlíki. Jurta er fyllra og þéttara, en áöur. Þess vegna er auðveldara aö smyrja meö Jurta. Þannig nýtist Jurta betur og sparar enn meira. Jurta geymist betur. Öll fituefnin eru úr jurtaríkinu. Jurta er hollt og bragðgott. Ef reiknað er meö aö neyzla á meðal heimili sé 6 kg. á hvern mann á ári, má til gamans athuga eftir- farandi dæmi: Rmm manna fjölskylda Jurta: 60 stk. (500 gr) x 77 kr. pr. stk. kr: 4.620.00 Dýrasta feitmetid: 60 - (500 gr) x 156 - - - - 9.360.00 SPARNAÐUR: kr: 4.740.00 Fjögurra manna fjöiskylda Jurta: 48 stk. (500 gr) x 77 kr. pr. stk. kr: 3.696.00 Dýrasta feitmetid: 48 - (500 gr) x 156 - - - - 7.488.00 SPARNAÐUR: kr: 3.792.00 Þriggja manna fjölskylda Jurta: 36 stk. (500 gr) x 77 kr. pr. stk. kr: 2.772.00 Dýrasta feitmetið: 36 - (500 gr) x 156 - - - - 5.616.00 SPARNAÐUR: kr: 2.844.00 Ert þú hagsýn húsmóðir, sem tekur verö og gæði meö í reikninginn? smjörlíki hf. gott veró/gott bragó JOLAFUNDUR HVATAR veröur I kaffllerlunnl Glæsibæ Drlðludaglnn 4. desember ki. 20:30. Dagskrá Séra Þórir Stephensen flytur hugvekju Ómar Ragnarsson syngur gamanvísur Jólahappdrætti Kaffi Allar sjálfstæðiskonur velkomnar. Stjórnin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.