Morgunblaðið - 04.12.1973, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1973
Er ísöld í aðsigi?
Island kemur við sögu í Hvem, hvad, hvor
13
Þjóðsögur Jóns Arnasonar
r
koma út hjá Isafold
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
frá Politikens forlag bókin Syng
og spil folkemusik, 150 söngvar
frá 28 löndum. Meðal þeirra eru
35 söngvar í danskri þýðingu
Benny Anderssen, Niels Lund og
Halfdan Rasmussen. í bókinni
eru myndir, textar og nótur.
Söngvar eru á fjölda mála, en þó
ber þess að geta, að enginn er á
íslenzku. Bókin er 285 bls. að
stærð.
Þá hefur Morgunblaðinu einnig
borizt frá sama forlagi Hvem,
hvad, hvor 1974. Bókin er 511 bls.
að stærð. í henni er allviða getið
fslenzkra máefna. Sérstök opna er
um eldgosið í Heimaey með
kortum og litmyndum og auk þess
er landhelgismálið rakið þar sem
það kemur við sögu í tímaröð
heimsviðburða. Sérstakt litakort
er af íslandi, þar sem sýnd er
gamla 12 sjómílna fiskveiðilög-
sagan og svo einnig hin nýja 50
sjómílna lögsaga.
Margt fleira er að sjálfsögðu í
þessari nýju útgáfu af Hvem,
hvad, hvor, yfí'rlít yfir heims-
atburði, sérstakir kaflar um
Grænland og Færeyjar, lífið í
náttúrunni, nýja bíla, visindi,
bókmenntir og listir og önnur
menningarmál, varnarmál og
efnahagsmál. Sérstakur þáttur
um Picasso með litmyndum af
verkum hans, Iþróttir, kvik-
myndir, leiklist, svo að ekki sé
talað um eilífðarmál eilifðarmál-
anna: stjórnmálin.
í þessu nýja riti af Hvem,
hvad, hvor vekur sérstaka athygli
grein, sem heitir: Er ný isöld í
aðsigi? Þar er m.a. bent á, að
yfirvofandi sé, að þorskstofninn
við Grænland hverfi af miðunum
þar vegna hitabreytinga í sjónum,
Norður-Atlantshafið hafi kólnað
um hálfa gráðu og haldi sú þróun
áfram. Margt fleira er í þessum
kafla, sem Islendingum hlýtur að
verða ærið íhugunarefni. Ein
kaflafyrirsögn þessarar greinar
nefnist Danmörk flytzt 1000 km
norður á bóginn, önnur
minnkandi sólarorka og sú þriðja
Hvað getum við lært af rekisnum
við Grænland?, svo að dæmi séu
nefnd.
MORGUNBLAÐINU hafa
borizt tvö bindi af
Þjóðsögum Jóns Árnasonar,
ævintyri, sem isafold gefur út. Á
bókarkápum segir um efni
þessara tveggja binda: „Björn
Jónsson, ritstjóri Isafoldar, hóf
árið 1901 að gefa út urval hins
mikla safns Jóns Ámasonar í
handhæeum bókum, sem einkum
voru aptlaðar börnum og ung
lingum. Þessar bækur eru löngu
uppseldar og hafa þjóð-
sögurnar ekki verið fáanlegar i að
gengilegri útgáfu um langt skeið.
ísafoldarprentsmiðja hefur nú
hafið endurútgáfu þessara vin-
sælu bóka. sem ungir og aldnir
hafa lesið upp til agna í bókstaf-
legri merkingu allt frá þvi, að
þ jóðsagnasafnið fyrst var
prentað árið 1862. Alls verða
bækurnar 9 að tölu og eru þegar
komnar út fjórar bækur, þ.e.
huldufólkssögur, galdrasögur,
útilegumannasögur og drauga-
sögur. Nú koma út tvö bindi ævin-
týra og er þar að finna flest hinna
vinsælustu og þekktustu ævintýra
íslenkra þjóðsagna. Ævintýri
þessi eru síðan talin upp og þ.á.m.
eru Búkolla, Grámann og sagan af
Hlyna kóngssyni. Öskar Halldórs-
son, lektor hefur umsjón með
þessari útgáfu, en Halldór
Pétursson listmálari
myndskreytiV bækurnar.
Utsölustaðir
utan Reykjavíkur:
Versl. Örin,
Akranesi.
Versl. Stjarnan,
Borgarnesi.
Vesturljós,
Patreksfirði.
Versl. Einars
Guðfinnss.,
Bolungarvík.
Versl. Póllinn,
Ísafirðí.
Versl. Hegri,
Sauðárkróki.
Kaupfélag Eyfirðinga
Akureyri.
Versl. Askja h.f.,
Húsavík.'
Versl. Mosfell,
Hellu.
Kaupfélagið Höfn,
Selfossi.
Stapafell,
Keflavík.
Útsölustaðir
í Reykjavík:
Heimilistæki,
Hafnarstræti,
Rafiðjan h.f.,
Vesturgötu 11,
Raftorg,
Kirkjustræti.
Raflux.
Austurstræti 8.
Raforka,
Grandagarði,
Jón Loftsson,
Hringbraut 121.
Á þessari mynd eru öll þau heimilistæki, sem við höfum
upp á að bjóða, og á þessari mynd eru flest þau heimilis-
tæki, sem gera má ráð fyrir að heimili hafi þörf fyrir.
Kæliskápar, frystiskápar, frystikistur. Hraðsuðukatlar, brauðristar, vöfflujárn
Eldavélar, eldavélasamstæður, grillofn- Pottar, kaffikvörn, sjálfvirk kaffikanna.
ar. Uppþvottavélar, þvottavélar, strau- Rafmagns brauð- og skurðhnífar.
vélar. Hrærivélar ásamt fylgihlutum. Rafmagnsbrýni, rakvélar o. fl.
Hvað sem þig vantar af heimilistækjum, þá liggur leiðin í Heklu
miðstöð með úrval heimilistækja á hagstæðu verði.
tfenwood
Laugavegi 170-172. Sími 21240 og 11687
MKyzm.
í
p i I
1111.11] - '■'*