Morgunblaðið - 04.12.1973, Blaðsíða 19
MORGUNBLÁÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1973
19
Guðmundur H. Garðarsson:
Hreinsanir
og að kætast
yfir óförum annarra
Málgagn kommúnista á
tslandi, Þjóðviljinn, birti
25. nóvember s.l. grein
merkta dþ, þar sem því er
sérstaklega fagnað, að nú
séu vestræn velferðarríki
að komast á heljarþröm-
ina, „þökk sé olfubanni
arabísku ríkjanna gagn-
vart Vestur-Evrópu, Norð-
ur-Ameríku og Japan“.
Grein dþ er að hluta byggð á
fréttaefni úr vestur-þýzka timarit-
inu Der Spiegel og það tekið, sem
best hentar kommúnistum I
áróðri þeirra gegn því þjóðskipu-
lagi, vestrænu lýðræðisskipulagi,
sem hefur fært öllum almenningi
mikla velmegun og margsannað
yfirburði sína yfir kommúniskt
þjóðskipulag. dþ fer þó greinilega
mest á eigin kostum og er erfitt
fyrir lesendur, sem ekki hafa
þýzku greinina við höndina að
gera sér grein fyrir, hver sé túlk-
un hins þýzka blaðs á illum afleið-
ingum neikvæðra aðgerða Araba-
rikjanna gagnvart vestrænum
ríkjum eða hverjar séu skoðanir
dþ. En inn á milli birtir greinar-
höfundur ótviræðar eigin skoð-
anir, sem eru þess eðlis, að satt að
segja er það hörmulegt, hversu
fáir iandsmenn fá sig til að lesa
þetta islenzka kommúnistablað
Þjóðviljann, svo þeir fái séð, hvað
þar er boðið upp á og hvert að-
standendur blaðsins stefna. Það
fer nefnilcga ekki á milli mála,
að eftir þvf sem fleiri Islendingar
legðu það á sig að lesa þau haturs-
skrif í garð vestrænna þjóða, siða
þeirra og lifnaðarhátta, sem oft á
tíðum birtast f Þjóðviljanum,
mundu augu æ fleiri opnast fyrir
þvf, hvflík hætta stafar af völdum
og áhrifum kommúnista á
tslandi.
Dæmi skal tekið úr umræddri
grein í Þjóðviljanum: „Það
verður ekki sagt, að valdhafar
Vesturlanda horfi björtum
augum til framtíðarinnar þessa
dagana. Við íslendingar megum
þakka fyrir okkar olíusamninga
við Sovétríkin, þótt það að vfsu
komi ekki i veg fyrir, að við verð-
um fyrir óþægindum af oliu-
kreppu Vestur-Evrópu. Og svo
sannarlega höfum við ekki
ástæðu til annars en að gráta
þurrum tárum yfir þeim hörm-
ungum og vandræðum, sem vald-
hafarnir þar eiga nú f vændum.
Síðan fiskveiðilandhelgin var
færð út í 50 mflur hafa EBE-rikin
með Bretland og VesturÞýzka-
land í broddi fylkingar komið
fram sem svarnir óvinir okkar og
gert fruntalegar tilraunir til þess
að gera að engu viðleitni okkar til
þess að tryggja framtíðarvelferð
og sjálfa tilveru íslenzku þjóð-
arinnar. Við höfum þvf ekki
ástæðu til annars en að fagna þvf,
að þeim siðvillta auðvaldsskrfl,
sem enn ræður lögum og lofum f
Vestur-Evrópu, skuli nú kólna á
klóm.“
Ennfremur: „Sá hroki og fjand-
skapur gagnvart Islendingum,
sem þessi afstaða (Innskot:
þ.e.a.s. í sambandi við tollafríð-
indi á fiskafurðum í Efnahags-
bandalagslöndunum) lýsir, sýnir,
að ekki er ástæða til annars en að
við lítum á EBE-ríkin sem óvipa-
ríki okkar og f samræmi við það
erum við í fullum rétti með að
kætast af einlægni yfir þeim
hrellingum, sem nú ganga yfir
þau.“
Ekki er ástæða til að vanþakka
tímabundna oliusamninga við
Sovétríkin né ágæt viðskipti Is-
lendinga við þessa þjóð á um-
Iiðnum árum. En Sovétríkin hafa
einnig notið góðra viðskipta við
íslendinga. Mætti í því sambandi
nefna, að á tímum stöðugra verð-
hækkana á sjávarafurðum bæði i
Vestur-Evrópu og Bandarikjun-
um, eins og átt hefur sér stað á
yfirstandandi ári, hafa Sovét-
menn búið við þau ágætu kjör, að
hafa fastan eins árs samning með
óbreyttu verði á samningstíma-
bilinu á þeim vörum, sem þeir
hafa keypt frá íslandi. Sem dæmi
mætti nefna, að verð á hraðfrystri
ufsablokk til Bandaríkjanna
hefur hækkað úr 30 centum pund-
ið i 55 cent per pund á rúmu ári,
en á sama tíma hefur útflutnings-
verð á ufsaflökum til Sovétrikj-
anna verið óbreytt þ.e.a.s. á yfir-
standandi samningstimabili.
Skyldi íslenzkum sjómönnum,
útgerðarmönnum, verkafólki og
fleirum ekki hafa komið það vel,
að á aðeins þremur árum hefur
útflutningsverð hraðfrystra
sjávarafurða til Bandaríkjanna
rúmlega þrefaldast.
Skyldi það ekki vera íslenzku
fólki þóknanlegt, að stórlega auk-
inn kaupmáttur almennings i
Vestur-Evrópu og Bandaríkj-
unum hefur tryggt því hæstá
verð, sem nokkru sinni hefur
fengizt fyrir sjávarafurðir i
þessum löndum? Og þar með
skapa hérlendis mjög góð lifs-
kjör?
Skyldi það vera tslcndingum
fagnaðarefni eða eitthvað til að
kætast yfir, ef kreppa skyldi
skella yfir beztu viðskiptaþjóðir
þeirra með þar af leiðandi minnk-
andi kaupgetu almennings og
versnandi viðskiptakjörum?
Skyldi ekki Þjóðvíljinn og að-
standendur hans vera i miklum
minnihluta um þá skoðun, að lifs-
kjör séu nú svo góð að það sé
beinlínis æskilegt og tilhlökk-
unarefni að kreppa verði í
Vestur-Evrópu og Bandaríkj-
unum.
Lftum i eigin barm. Þótt ís-
lendingar búi við góð Kfskjör,
sem er fyrst og fremst því að
þakka, að við eigum viðskipti við
velferðarríki vestursins, þá fer
þvf víðs fjarri í dag, að ekki þurfi
að bæta kjör alls almennings.
Kröfur verkalýðshreyfingarinnar
hafa aldrei verið meiri. Sannar
það á órækan hátt þarfir fólksins
og það í stjórnartíð vinstri ríkis-
stjórnar, sem setti sér það að
markmiði, að tryggja hag fjöld-
ans!
Skrif dþ I Þjóðviljanum sýna
bezt skilningsleysi þessara aðila á
þörfum fólksins og afstöðu komm-
únista yfirleitt til þróunar vel-
ferðarrikisins, þar sem þarfir ein-
staklingsins, efnahags-, félags- og
menningarlegar, eru hafðar í
fyrirrúmi.
í Þjóðviljanum er ekki vitnað í
þann hluta greinarinnar í Der
Spiegel, sem fjallar um það hvað
snýr að verkalýðnum, ef kreppa
hlýzt af aðgerðum Araba. Þar
segir meðal annars, að þessar að-
gerðir, sem má likja við hernaðar-
aðgerðir, muni hafa stórkostlegar
verðhækkanir í för með sér sér-
staklega á vörum og íbúðarhús-
næði. Það mun gera það óum-
flýjanlegt, að verkalýðshreyf-
ingin krefjist mikilla kauþhækk-
ana, en í hinu þýzka blaði segir,
að í þeim efnum verði að hafa
mikla aðgát af ótta við hugsanlegt
atvinnuleysi vegna skorts og mik-
illa verðhækkana á hráefnum og
öðrum nauðsynlegum hjálpar-
efnum í mikilvægum iðngreinum.
Setur það verkalýshreyfing-
unni ákveðin takmörk í kröfu-
gerðinni. I Der Spiegel segir einn-
ig, að hinn almenni borgari muni
fara verst út úr olíuhernaðarað-
gerðum Araba. Afleiðingar
þeirra, sem birtast í tvöfaldri
hækkun bensinverðs, þrefaldri
hækkun olíuverðs, hráefnisskorti
í mikilvægum iðngreinum, hættu
á atvinnuleysi og svo framvegis,
er ekkert til að kætastyfir, hvorki
fyrir Islendinga né aðra Evrópu-
búa.
Það þarf mikið kommúnistaóf-
stæki til að segja, eins og gert er í
Þjóðviljanum orðrétt:
„Hann hcfur s.int þér, maður,
hvað er gott; og hvcrs annars
krcfst Drottinn af þ£r cn ástund-
un rlttlætis og kæricika, og fram-
göngu í Iftillæti fyrlr (iuði þfn-
um?“
Ég var að lesa 2. grein Baldurs
Hermannssonar, sem birtist f
Morgunblaðinu hinn 4.11. sl. und-
ir fyrirsögninni: „Fóstureyðingar
og tilraunir á fóstrum". Um
þriggja til sex mánaða gamla sam-
borgara, sem spriklandi, pissandi
og grátandi eru snúnir úr háls-
liðnum, drekkt í sjóðandi vatni
eða kæfðir f handklæði af starfs-
fólki sjúkrahúsa, sem áður hafa
numið þá brott úr öryggi móður-
kviðar.
Sannast sagna verð ég að viður-
kenna, að í huga mínum hefur
orðið fóstureyðing, hreint ekki
framkallað neina mynd líka
þeirri, sem að framan greinir. Og
einhvern veginn býður mér í
grun, að ekki sé ég nein undan-
tekning í okkar ,,siðmenntaða“
þjóðfélagi, sem hefur svo háan
meðalaldur þegnanna, hvað þetta
„Við höfum þvf ekki ástæðu til
annars en að fagna þvf, að þeim
siðvillta auðvaldsskrfl, sem enn
ræður lögum og lofum f Vestur-
Evrópu, skuli nú kólna á klón-
um.“
Þarna er ekki verið að hugsa
um verkalýðinn — almenning — í
Vestur-Evrópu, né það, að jafn-
aðarmenn stjórna f mörgum
helztu iðnaðarríkjum álfunnar
svo ekki sé á það minnzt, að lýð-
ræðissinnuð verkalýðshreyfing er
mjög öflug og sterk i Vestur-
Evrópu. Því má bæta við, að
meirihluti hennar er að vísu mjög
harðsnúinn í andstöðu sinni við
kommúnista. Verkalýðurinn og
sérstaklega jafnaðarmenn i
Evrópu muna örlög lýðræðissinn-
aðra forustumanna i verkalýs-
hreyfingu þeirra landa, sem hafa
fallið undir hramm kommúnism-
ans.
Niðurlag greinarinnar um
„manneskjulegra þjóðskipulag"
og „að vonandi sé ekki langt að
bfða þeirrar blessuðu stundar að
við hér uppi á tslandi gætum
hreinsað af þjóðarlfkamanum
sálufélaga vestur-evrópska auð-
valdsins, okkar eigið fhald“
minnir á orðalag valdamanna
kommúnistaríkjanna, þar sem
hreinsanir hafa verið fram-
kvæmdar í verki.
Hver man ekki örlög bænda í
Rússlandi eftir byltinguna 1917?
En þá var milljónum sjálfseigna-
bænda hreinlega útrýmt.
Hver man ekki eftir hreinsun-
unum í Eystrasaltsríkjunum? Þá
voru heilar þjóðir teknar upp og
sinnuleysi um verknaðinn fóstur-
eyðingu varðar.
Um það að sannleikur-
inn um fóstureyðingar er að
verða mér raunverulegri,
rekst ég á grein í
norska ritinu Norkontakt, sem
gefið er út af „Direktoratet for
utviklingshjelp". Þar segir m.a.,
að í portúgölsku Angóla sé ung-
barnadauðinn 125 af hverjum
1000 fæddum börnum. Jafnframt
er þess getið, að meðalaldurinn sé
35 ár.
Er það furða að hugsunin læðist
að mér: Hverjir kalla hverja sið-
menntaða, hverjir ákvarða af
hverju skuli tekið mið, hverjir
ákvarða, hvernig meðalaldur
skuli reiknaður út, þ.e. hvaða
þegnum skuli sleppt f útreikn-
ingnum?
Við, sem viljum gera allt til
þess að jafnvel foreldralaus ung-
börn, sem fædd eru inn I heim
hvers kyns sjúkdóma, hættu og
nánast takmarkalausra erfiðleika
i hinum svonefndu „þróunarlönd-
urn, fái lifað, fái a.m.k. tækifærið
fluttar nauðungarflutningum yfir
í aðrar heimsálfur.
Hver man ekki hreinsanirnar í
Tékkóslóvakíu eftir valdatöku
kommúnista 1949? Þá voru á
annað hundrað þúsund manns
hreinsaðar. Þar af rúmlega 20
þúsund líflátnir.
Hver man ekki hreinsanirnar í
Tékkóslóvakíu 1968 eftir að
f relsisbarátta Tékka mistókst?
Þegar kommúnistar tala um
hreinsanir, hefur sagan sýnt, að
um getur verið að ræða:
1. Lfflát andstæðings.
2. Fangelsun.
3. Vist á geðveikrahæli.
4. Frelsisskerðingu í ýmsum
myndum.
Það er tími til kominn, að Is-
lendingar hætti að haga sér eins
og strúturinn, að stinga höfðinu í
sandinn þegar hætta steðjar að.
Skrif Þjóðviljans og framkoma
valdamanna Alþýðubandalagsins
gefur fulla ástæðu til að sagt sé:
Á meðal Islendinga eru
kommúnistar, sem munu einskis
svffast fái þeir'tækifæri og stuðn-
ing til þess að framkvæma áform
sín og hreinsanir. Þaðeróhæfa að
hafa i ríkisstjórn ráðherra, sem
styðjast við málgagn, sem flytur
boðskap á borð við það, sem að
framan greinir.
Stuðningsmenn frelsis og lýð-
ræðis á tslandi eiga að taka hönd-
um saman og setja kommúnista
til hliðar, svo þeir fái ekki mögu-
leika né tækifæri til að fram-
kvæma óhæfuverk sfn á fslenzku
þjóðinni.
Guðm. H. Garðarsson.
til þess að reyna, sviptum sum
börn í okkar „siðmenntaða“,
tæknivædda og aflögufæra þjóð-
félagi því samatækifæri.
Illýtur ekki ástæðan til þess að
beitt sé slíkum aðferðum og f upp-
hafi er lýst að vera óstjórnlega
mikil? Og getur hugsazt, að hægt
sé að tala um eitthvað frjálsara
eða jafnvel frjálst f slfkum efn-
um? HvfHkt er það frelsi — hvers
réttlæti?
Sumir virðast kunna illa biblíu-
tilvitnunum, og kjósa að kalla
slíkt „sambland fordæminga og
óskadrauina". Birtist þar ekki
einmitt þessi tilhneiging manns-
ins að setjast sjálfur i öndvegi í
stað Guðs, að vilja láta Guð ganga
í lítillæti fyrir manninum og
gegndarlausum kröfum hans um
síminnkandi sjálfsaga og sjálfsaf-
neitun.
Það skyldi vera, að við hefðum
reitt öxina að rótum eigin grund-
vallar?
Reykjavík, 7.11. ’73.
Guðmundur Einarsson,
æskulýðsfulltrúi.
Líf 1 hvers hendi?