Morgunblaðið - 04.12.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.12.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1973 SKÁKBÓK A.B. Jón Þ. Þór skrifar um: UTGÁFA skákbóka á íslenzka tungu hefur því miður aldrei ver- ið ýkja fjölbreytt, þótt þær bæk- ur, sem gefnar hafa verið Ut hafi flestar verið vel úr garði gerðar; Nú hefur ein bók bætzt í safnið, Skákbók A.B., eða Fischer gegn Spassky. Bókin fjallar um einvigi aldar- innar, eins og titillinn ber með sér, og skiptist hún f tvo höfuð- þætti. Fyrri þátturinn fjallar um sögu heimsmeistaraeinveígisins í skák 1972 og er ritaður af Freysteini Jóhannssyni ritstjóra, en hinn síðari er nákvæm fræði- leg rannsókn á skákum einvigis- Freysteinn Jóhannsson ins, og er hann ritaður af Friðrik Ólafssyni stórmeistara. Freysteinn Jóhannsson starfaði sem blaðafulltrúi Skáksambands Islands á meðan á einvíginu stóð og hafði þvi mjög góða aðstöðu til þess að fylgjast með atburðarás- inni. Hann hefur frásögn sína á því er stjörn Skáksambandsins kom saman til fundar 30. október 1971 til þess að ræða hugsanlegt einvígishald á íslandi. Frásögn Freysteins fylgir síðan tímaröð at burða allt til þess er einvíginu lauk með krýningu Fischers. Ýmsum atburðum eru gerð ræki- leg skil, t.d. hinum erfiðu samn- ingaviðræðum í Amsterdam, þref- inu milli aðstandenda einvígisins og lögfræðinga Fischers, deilun- um um kvikmyndatöku Fox og siðast en ekki sízt hálfvitagangin- um í Bandaríkjamanninum Fred Cramer, sem kom til skiptis fram sem fulltrúi Fischers og FIDE, sennilega jafnmikið í óþökk beggja. Frásögn Freysteins er víða greinargóð, en hins vegar fer það aldrei framhjá lesandanum, að það er blaðamaður, sem heldur á penna. Stíllinn er lipur, vel læsi- legur og oft skemmtilegur, en rís aldrei upp af jafnsléttunni. Ýmislegt finnst mér að vanti í bókina og skulu hér talin upp örfá atriði. Fyrst ber þá að nefna alla vitleysuna í sambandi við komu Fischers til Islands. Hvers vegna dró Fischer svo lengi að koma? Voru það bara peningarnir, sem hann var að hugsa um? Það held ég ekki. I greininni, „The day Bobby blew it“, sem bandaríski blaðamaðurinn Brad Darrach rit- aði í timaritið Playboy í júlí 1973, er þetta mál rakið rækilega og minnir sú frásögn helzt á sögu eftir Ágötu Christie. Þar kemur fram, að Fischer hafði að visu áhyggjur af peningamálunum, en það virðist ekki heldur fara á milli mála, að sálarástand hans var ekki mjög gott þá dagana. Spenningurinn var nefnilega engu minni þjá Fischer en blaða- mönnunum og kannski hefur Jim Slater hitt naglann á höfuðið, þeg- ar hann sagði Fischer að tefla, ef hann væri ekki hræddur við Spassky. Annað atriðið, sem mér finnst höfundur ekki gera nógu rækileg skil er stemmning almennings á íslandi fyrir einvíginu. Ég efast um, að landsmenn hafi nokkurn tima verið svo spenntir vegna íþróttaviðburðar og þéir voru á meðan á einvíginu stóð. Á hverju götuhorni ræddu menn einvigið, gang mála og einstakar skákir. Stemmingin i Laugardalshöllinni var einnig mjögskemmtileg. I kafla, sem ber yfirskriftina „Sprengjan mikla“ og fjallar um rannsóknina á síól Spasskys kem- ur ýmislegt merkilegt fram. Það var sem sagt munur á röntgen- myndunum, sem teknar voru. Einhvern veginn finnst mér, að þarna hefði Freysteinn átt að reyna að gefa meira tæmandi nið- urstöðu, t.d. umsögn sérfræðings eða eitthvað þvíumlikt. Kaflinn er skemmtilegur og lesandinn fer ósjálfrátt að spyrja sjálfan sig: Gekk Geller þá eitthvað meira’til en stríðni við Cramer? Var eitt- hvað óhreint við þetta allt saman? En svo dettur þarna allt niður, þegar botninn er sleginn í kafl- ann með því að birta vandræða- lega yfirlýsingu frá stjórn Skák- sambands islands. 'Hér hafa nú verið rakin nokkur atriði, sem mér finnst, að höfund- ur hefði mátt gera betri skil. Þegar á heildina er litið, tel ég hins vegar að Freysteinn eigi tvi- mælalaust hrós skilið fyrir sinn þáttf bókinni. Eftir lesturinn eiga menn mun auðveldara en áður með að líta einvígið í réttu ljósi. Allmikið er af myndum í bók- inni og eru þær flestar ágætar þótt ein beri af öðrum. Það er myndin af þeim Fischer og Sæmundi Pálssyni í Hafnarstræti. Ef dæma má af svipnum á þeim félögum, gæti manni dottið í hug, að þeir væru að koma beint úr Gjaldheimtunni. Þáttur Sæmund- ar Pálssonar er annars kapituli út af fyrir sig og honum hafa aldrei verið gerð nægileg skil. Ég hygg, að aðstandendur einvígisins standi í mun meiri þakkarskuld við Sæmund en ýmsa, sem hærra hafa látið. Þá er komið að þætti Friðriks Ólafssonar og verður ekki annað sagt en að hann sé frábær. Friðrik tekur einvígisskákirnar til mjög ítarlegrar rannsóknar og endur- mats. Allar skýringar eru mjög nákvæmar og tæmandi. Leyfi ég mér að fullyrða, að þetta séu lang- beztu skákskýringar, sem nokk- urn tima hafa verið gefnar út hér á landi og sömuleiðis eru þetta tvímælalaust beztu skýringar, sem ég hef séð við einvígisskák- irnar. Þá er það einnig mikill kostur, að skýringarnar eru byggðar upp á mjög einfaldan hátt svo að allir, sem á annað borð kunna að tefla upp skákir geta haft af þeim bæði gagn og gaman. Þætti Friðriks lýkur á bókarauka, þar sem birtar eru 80 skákir, þar Friðrik Oiafsson sem sömu byrjunum er beitt og í einvígisskákunum. Þannig geta þeir, sem vilja kynna sér skák- byrjanir, haft mikið gagn af bók- inni. Þegar bókin er skoðuð sem heild verður ekki annað sagt en að hún sé mjög góð. Ég held bezta skákbók, sem gefin hefur verið út á íslenzku til þessa. Frágangur bókarinnar er einnig mjög snyrti- legur og hún er 365 bls. að stærð. Sem sagt góð lesning fyrir alla skákunnendur og vonandi lætur Almenna bókafélagið ekki hér við sitja í útgáfu skákbóka. Of mikið af öllu má þó gera Jón Kr. ísfeld: Gamli niaðurinn og gangastúlkan Bókaforlag Odds Björnssonar — Akureyri 1973 SÉRA Jón ísfeld er maður hálf- sjötugur. Hann er Austfirðingur að ætt og uppruna og vann á bernsku og unglingsárum almenn störf á sjö og landi. Hann tók stúdentspróf á Akureyri tuttugu og fjögurra ára gamall árið 1932 og svo kennarapróf tveimur árum síðar. Hann var síðan kennari á Seyðisfirði og í Loðmundarfirði í sex ár, en stundaði jafnframt nám í guðfræði, eftir því sem hann fékk því við komið, og var honum falið predikunarstarf i Sandfells- prestakalli í Öræfum sumarið 1941, þótt ekki tæki hann guð- fræðipróf fyrr en vorið eftir. Hann var síðan prestur á Hrafns- eyri og Bíldudal í hartnær tvo áratugi, en sinnti jafnframt kennslustörfum og bar mjög fyrir brjósti hollustu, söm félagsstörf barna og unglinga í sóknum sín- um. Síðan hann fór frá Bíldudal hefur hann stundað jöfnum hönd- um prestsþjónustu og kennslu og er nú sóknarprestur í Búðardal. Hann hefur ritað greinar um ýmis efni í blöð og tímarit og staðið að útgáfu tímarita og árs- rita, var til dæmis í átján ár rit- stjóri hirinar fróðlegu Arbókar Barðastrandarsýslu. Það er næsta eðlilegt, að svo vel ritfær maður og ötull barna- fræðari sem séra Jón ísfeld, fyndi hvöt hjá sér til að skrifa sögur handa börnum, enda hafa slíkar bækur komið frá hans hendi. Ég hef hér fyrir framan mig tvær þeirra. Heitir önnur Bakka- Knútur, en hin Litla lambið, og þó þær séu næsta ólfkar, tel ég þær báðar í hópi hinna beztu bóka, sem ritaðar hafa verið handa börnum á íslenzka tungu. Bakka-Knútur er spennandi saga og ævintýraleg og gerist bæði á sjó og landi. Auðvitað endar hún með sigri hins góða, en samt sem áður er hinn siðferðilegi boðskapur ekki svo áberandi og áleitinn, að hann spilli sögunni sem skemmtilegri og haglega saminni drengjabók, þar sem baráttan milli ills og góðs sé þannig háð, að persónurnar verði hvorki englar né púkar. Litla lambið er falleg og nær- færin dýrasaga, þar sem kemur hvort tveggja greinilega í ljós: hugur skáldsins til dýranna og sá unaður, sem íslenzk náttúra veitir honum. En nú er komin frá hendi séra Jóns skáldsaga, sem er ekki skrifuð fyrst og fremst handa börnum og unglingum. Sagan heitir Gamli maðurinn og ganga- stúlkan, og fitjar höfundur þannig upp, að það vekur vonir um, að þarna hafi lesandinn í höndum sögu, sem sé að sínu leyti engu síðri en Bakka-Knútur, hin skemmtilega frumsmíði séra Jóns. Á elliheimilið Friðheim flytur gamall og geðfelldur maður, sem efnazt hefur á útgerð, á kvæntar dætur, en kýs þó heldur að dvelja á hælinu en á vegum þeirra. Hann er frekar fálátur, en þó enginn gikkur gagnvart vistfólkinu, sem er blandaður kór kvenna og karla af ýmsum stéttum og margvíslegu tæi. Brátt fer hann að gefa sig að ungri og geðslegri gangastúlku, sem er þannig í skapi og fram- komu, að hún nýtur almennra vinsælda. Hann kallar hana á eintal og fer fram á það, að með þeim takist vinátta og trúnaður, því að hann þurfi á að halda stúlku, sem hann geti rætt við í einlægni og treyst til að gera sér ýmiss konar greiða. Stúlkan tekur vel tilmælum gamla mannsins, en biður þó um frest til umhugsunar. Lfður svo ekki á löngu, unz hún kemur til hans og segist hafa ákveðið að verða við beiðni hans, því að henni lítist þannig á hann, að hann hafi ekki annað en gott eitt í huga. Gamli maðurinn bregst glaður við, enda er honum ekki aðeins hugleikið að eignast stúlkuna að vini, heldur þarf hann að láta hana annast fyrir sína hönd ýmis erindi, jafnvel áríðandi bréfaskriftir, þar eð hann hefur enn yfirumsjón með útgerð sinni og fjárreiðum, því að hann hefur talið sér það nauðsyn- legt til þess að hann hafi eitthvað um að hugsa og verði ekki að eins konar viðundri veraldar. Honum og stúlkunni fellur mætavel. Hún er honum bæði til gagns og skemmtunar, og brátt tekur hún að kalla hann afa. Engu af vistfólkinu dylst það, hve dátt er orðið með stúlkunni og gamla manninum, og brátt er tekið að ræða um hið nána sam- band þeirra. Sumt af vistmönnun- um telur vfst, að hún muni ekki einungis vera honum góðvinur og þarfur sendiboði, en til er þó fólk í hinum stóra hópi, sem finnst ekkert athugavert við vináttu þeirra. Samt kemst það í hámæli, einnig utan hælisins, að stúlkan sé viðhald gamla mannsins — og gangi henni það til að sælast eftir eígnum hans. Og þá er hann gefur henni dýra og myndarlega gjöf, keyrir um þverbak. Hún er trúlofuð pilti, sem er að aldri til við hennar hæfi. Slúðrið berst honum, og svo fær hún þá frá honum bréf, þar sem hann bregður henni um tryggðarof, enda að hann telur fullnægjandi sannanir fyrir hendi. Hann kveðst kveðja hana „með nístandi söknuði“ og segir, að þegar hún fái bréfið, muni hann horfinn og láti hvorki hana né aðra frekar frá sér heyra. Og víst reynist það svo, að maðurinn er horfinn, og hefur enginn minnstu hugmynd um, hvað af honum hefur orðið. Stúlkan og gamli maðurinn verða bæði harmi slegin, og þö hefur dusilmennið, sem sé kærastinn, aldrei haft orð á því við stúlkuna, að hann hafi nokkuð misjafnt um hana heyrt, en samt verið eitt- hvað daufur í dálkinn upp á síð- kastið, þegar fundum þeirra hefur borið saman. En gamli mað- urinn hefur síður en svo orð á því við vinkonu sína, að slíkur maður sé henni lítt eftirsóknarverður lífsförunautur, heldur sparar nú hvorki fé né fyrirhöfn til að hafa uppi á manntetrinu. Ferill hans er loks rakinn til Noregs, og þangað sækja þau „gripinn," sá gamli og stúlkan, og síðan fellur allt i svo ljúfa löð, að fágætt mundi við svipaðar aðstæður! Eins og Ijóst má verða, af þess- um stutta útdrætti úr efrii sögunnar, fær höfundurinn ærið mörg tækifæri til eftirminnilegra mannlýsinga, þar sem eru vist- mennirnir á hælinu og starfs- fólkið þar. En hann lætur þau tækifæri ónotuð. Við vitum aðeins í sögulok, að sumt af fólkinu er verr innrætt en annað, en engin tilraun gerð til að festa lesandanum einn eða neinn í minni. Kærastinn verður okkur heldur ekki nein merkispersóna. Sögulokin sýna hann sem sama Jón Kr. Isfeld dusilmennið og roluna og hann verður strax f okkar augum, þegar hann trúir illmælinu á stúlkuna og strýkur á brott, án þess að hafa tal að henni og freista að komast að raun um, hvað er satt og hvað slúður og álygar. Og þekking okkar á gamla manninum og stúlkunni verður þannig í sögulok, að bæði séu þau hálfgildings auðtrúa fáráðar, þar eð þau telja framtíð hennar borgið við hlið „strokumannsins". I þessari sögu, sem sumir munu segja að sé „falleg", enda „fari hún vel“, hefur hinn velviljaði og vandaði fræðari og prestur haldið um pennan og trúlega með þessari sögu sinni viljað á tímum svartsýni á mannlegt eðli, öfga í málflutningi og sóðaskapar og svaðamennsku í oft háttlofuðum skáldskap sýna íslenzkum lesend- um hinar björtu og fögru hliðar mannlegs lífs, en ekki verið þess nægilega minnugur, að jafnvel sjálfur hinn mikli meistari sýndi í verki og orði, að góður málstaður krefst þess gjarnan, að stundum sé beitt svipunni og jafnvel sagt: Vei yður, þér hræsnarar! Guðmundur Gfslason Ha'galín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.