Morgunblaðið - 04.12.1973, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.12.1973, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1973 31 MAIGRET OG SKIPSTJORINN Framhaldssagan eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi — Veit ungfrú Any um það, sem systir hennarsagði yður? — Já. — Hvað segir hún við því? — Hún segir ekki neitt.Hún er mjög menntuð, en hún er þegjandaleg og ólík öðrum ungum stúlkum... — Er hún ljót? Það var furðulegt, hve spurningar lögregluforingjans virtust hafa undarleg áhrif á Hol lendinginn, hann hrökk við í hvert sinn, sem Maigret bar fram spurningu . . . — Tja... hún er ekki falleg... — Hún er sem sagt ljót! Og þér sögðuð að hún... — Hún ætlar að finna morðingjann... Hún vinnur að þvi öllum stundum og hún hefur beðið um að fá að lesa skýrslurnar. Það var einskær tilviljun, að ung stúlka kom i sömu andrá inn með tösku undir hendinni. Hún var svo látlaust klædd, að það virtist jaðra við smekkleysi. Hún gekk rakleitt til lögreglu- mannsins frá Groningen og gaf sig áfjáð á tal við hann.. . án þess aðgefagaum að gestinum. Hollendingurinn roðnaði og tvísté, leit frá Maigrets til stúlkunnar, hagræddi skjölum á borðinu og reyndi að gefa henni merki með augunum um nærveru Maigret. En hún virti hann ekki viðlits. Hollendingurinn sagði að lok- um örvæntingarfullur. — Hún segir, að samkvæmt lög- um getið þér ekki haldið rannsóknum yðar áfram á hollenzku yfirráðasvæði. — En þetta ungfrú Any? Hún hafði óreglulega andlits- drætti. Munurinn var alltof stór, tennurnar skakkar og fram- stæðar, en hefði það ekki verið þá hefði hún svo sem ekki verið óásjálegri en gengur og gerist. Hún var flatbrjósta, hafði ákaf- lega stóra fætur og sjálfstraustið lýsti af henni langar leiðir. — Já, vel kann að vera, að hún hafi á réttu að standa að sumu leyti, en svar mitt er, að það sé venja... annars hygg ég nú, að ungfrúin skilji frönsku mætavel? — Jú, þaðheld ég.. . Engin svipbreyting var séð á ungu stúlkunni, meðan mennirnir ræddu saman og af svi'pmóti hennar varð ekki sú ályktun dreg- in, að málið kæmi henni hið minnsta . — Kæra ungfrú, sagði Maigret, yfirmáta kurteislega. — Ég er yðar undirdánugur þjónn... Maigret lögregluforingi. Ykkar vandamál er auðleyst aðokkar mati, kæru hjón. Það eina, sem mig til að vita er, hvaða skoðun þér hafið á ungfrú Beetje og sambandi hennar við Cornelius.. . Hún reyndi að brosa.. . vand- ræðalegu og þvinguðu brosi. Fyrst leit hún á Maigret og síðan á landa sinn og stamaði síðan á léiegriirónsku: — Ég.. . ég skil ekki.. . Og þessi áreynsla virtist vera svo mikil, að hún roðnaði út að eyrum. 3. kapituli Rottuklúhburinn á hafnargarðin- um Þeir voru allmargir saman, allir klæddir þykkum bíáum treyjum, með derhúfur á höfði og tréskó á fótum. Sumir stóð og hölluðu sér upp að staurum eða girðingum, sumir stóðu þarna bara teinréttir. Þeir reyktu, tuggðu skro og spýttu langar leiðir. Öðru hverju sagði einhver fáein orð og hinir ráku upp hrossáhlátur og slógu sér á lær. Skammt frá voru bátarnir bundnir. Og siðan tók við útsýnið til bæjarins, umlukið síkjum og skurðum á alla vegu. Enn legra í burtu*at að líta kolaskip, sem ver- ið var að afferma með stórum krana. I fyrstu virtist þessi hópur ekki veita Maigret athygli, hvar hann , kom gangandi i hægðum sínum eftir bryggjunni, svo að lögreglu- ‘ foringjanum gafst gott tækifæri ! til að virða þá fyrir sér. Hann vissi, að í Delfzijl gekk þessi hópur undir nafninu Rottu- klúbburinn á hafnargarðinum. Þó að hann hefði ekki vitað um þessa nafngift fyrirfram, hefði hann sennilega getað getið sér til um, að lungann úr deginum stóðu þeir þarna á sama stað, hvort sem rigning steyptist úr loftinu eða i sólin varpaði geislum sínum á þá, og þeir drápu timann með þvi að rabba um allt og ekkert og óhreinka næsta nágrenni með tó- bakshrákum. Einn þeirra átti þrjá gullfallega seglbáta og einn þeirra var ein- mitt á þessari stundu á Ieið upp Ems og myndi brátt léggjast að I bryggju. Flestir voru líkast til ekki mjög stöndugir. En í miðjum hópnum stóð maður, sem ósjálfrátt skyggði á alla hina. Ekki aðeins vegna þess, að hann var stærri og feitari og rauðbirknari í andliti, heldur vegna þess, að hann bar . með sér sterkan persónuleika. Hann var í tréskóm, sjóara- | peysu og á höfði hafði hann ■ splunkunýja derhúfu, sem hafði * enn ekki lagað sig eftir höfðinu I og var því dálitið spaugileg. Þetta var Ooosting, sem gekk I undir nafninu Baesen. Hann stóð ! þarna og reykti krítarpípu og I hlýddi á það, sem hinir höfðu til | málanna að leggja. Hartn brosti stöku sinnum dauf- ■ lega, tók út úr sér pípuna og lét * reykinn liðast út um munninn. | Hann virtist harðsoðinn og | ruddalegur, en engu að síður var ■ augnaráð hans iðulega milt og ■ vingjarnlegt. Hann einblíndi á bát, fimmtán | metra langan, sem lá bundinn við ■ bryggjuna, Það var hraðskreið, ■ falleg skúta, en óhrein og illa hirt. | Þessa skútu átti hann og hand- I an hennar mátti greina Emsána ! sem var þarna tuttugu kilómetra I breið og i fjarska blikaði á Norð- | ursjóinn, þar sem var eyjan l Workum — ríki Ooostings. Sólin var að ganga til viðar, ■ rauðum bjarma stafaði frá hníg- | andi sól, svo að hafið virtist loga. Baesen hvarflaði augum í J kringum sig og hann greip einnig I Maigret inn í það, sem hann | skynjaði. Augun voru grænblá á ■ lit og hann horfði lengi á lög- ■ regluforingjann, svo tók hann | pípuna út úr sér, sló úr henni við I tréskóinn, spýtti duglega, þreifaði J f vasa sinn eftir tóbakspung úr I svinslæri og siðan hallaði hann | sér makindalega upp að veggnum. . Frá þessari stundu fann Mai- ■ gret augnaráð hans hvíla á sér án | þess að hvika. Það var hvorki ■ þrjóskulegt né reiðilegt, heldur J aðeins rólegt og íhugandi, eins og I hann væri að velta þessum gesti | fyrir sér. Maigret hafði verið fyrstur til ■ að fara frá lögreglustöðinni eftir | að svo hafði talast til milli hans og i hollenzka lögreglumannsins, sem J hét Pijpekamp, að þeir hittust I bráðlega aftur. Any var enn á stöðinni, þegar ■ hann fór, en skömmu síðarskund- J aði hún fram úr honum. Hún I gekk hratt og hélt á skjalamöpp- | unni undir hendinni og var dálít- ■ ið hokin, eins og sá, sem ekki * hefur áhuga á, hverjir eru nálæg- | ir né heldur hvað fram fer um- I hverfis. I I Úlla horfir á heiminn Ný barnabók eftir Kára Tryggvason Komin er út ný barnabók eftir Kára Tryggvason, og nefnist hún (Jlla horfir á heiminn. tsafoldar- prentsniiðja h/f hefur gefið bók- ina út. Kári Tryggvason hefur sent frá sér fjölda bóka, Ijóð og barnasögur, í fyrra gaf hann út bókina Skemmtilegir skóladagar (2. útgáfa) og til uppsprettunnar, Ijóð, en fyrsta bók hans Fuglinn fljúgandi, barnaljóð, kom út 1943. I þessari nýju bók Kára Tryggvasonar eru myndir eftir Sigrid Valtingojer, sem einnig teiknaði kápuna. Úlla horfir á heiminn er48bls. að stærð. Á bókarkápu segir: „Hér er sagt frá litilli stúlku, sem „horfir á heiminn“ með augum barnsins — og verður margs vfsari um lífið og tilveruna. Inn i frásögnina fléttast nokkrar skrýtnar sögur, því að auðvitað vill Ulla litla hlusta á sögur og ævintýri. Þessi bók Kára Tryggvasonar verður ái-eiðanlega vinsæl, eins og fyrri bækur höfundarins." Volvakandi svarar I sinia 10- 100 kl. 10.30—11.30. tri mánudagi til föatudaga. 0 Hvers eiga bíleigendur að gjalda? Henrik Jóhannesson, Varmalandi, Sandgerði, skrifar: „Kæri Velvakandi. Viltu gjöra svo vel og birta þessarlínurí dálki þínum: Hvers eigum við eigendur Moskvits bíla að gjalda? Ég er einn af þeim mörgu, sem keyptu nýja bíla af Moskvits-gerð 412, og keypti ég bílinn i júli siðatliðnum. í bvrjun október varð ég fyrir þvi óláni að lenda í árekstri og klesstist bíllinn mikið að framan, aðallega bretti, „húddgrill“, stuðari og fleira. Kom ég síðan bilnum á verkstæði og var hringt í umboðið og varahlutir pantaðir. Viti menn, svarað var stutt og laggott: Því miður ekki til, en við eigum von á sendingu um miðjan nóvember. Aftur var hringt um miðjan nóvember og spurt uni vara- hlutina, en svarið var á sömu leið, — því miður, en við eigum von á þeim. Ekki sagðist þó sá, sem fyrir svörum varð, geta ábyrgzt, að enda þótt varahlutirnir kæmu, yrðu þar á meðal allir þeir hlutir, sem ég þyrfti að fá i minn bíl. Góð þjónusta það. Nú hefur bíllinn staðið í einn mánuð á verkstæði, og er útlit fyrir, að hann verði þar fram yfir áramót, og ryðgi jafnvel niður. Þetta er ntjög bagalegt fyrir mig, þar sem ég nota bílinn til að komast til og frá vinnu, en það er um 40 knt leið. Því miður er ég ekki sá eini, sem situr meö sárt ennið. Nú spyr eg: Hvenær koma þessir varahlutir? Er treystandi á það, að varahluta- þjönusta þessi verði betri i fram- tíðinni? Vona ég, að hlutaðeigendur svari þessu. Með þökk fyrir birtinguna. Henrik Jóhannesson.“ 0 Framsóknar afrekin „Húsmóðir" skrifar: „Nýlega var mikinn fróðleik að finna i Tímanum, þar sem Frani- sóknarflokknum voru þakkaðar allar framfarir í landinu síðan þessi flokkur kom fyrst fram á sjónarsviðið. Ég er nú ein af Grimsbylýðnum svokallaða i Reykjavik, en það er sannast sagna, að það sem Fram- sóknarflokkurinn hefur gott gert i þessu þjóðfélagi tollir ekki á handarbaki minu. Mig langar til að rifja upp sáralítið af afreks- verkum Framsóknarflokksins. Honum tókst að sigra í kosning- unum 1927 af því að Ihalds- flokkurinn gekk klofinn til kosn- inganna. Foringjar Framsóknar- flokksins vissu það, að ef þeir ættu að halda völdum sínum til frambúðar, þá þyrfti að styrkja stöðuna á ýmsum vfgstöðvum, og þess vegna var byrjað á þvi að gera kaupfélögin sterk með skatt- fríðindum m. a. Sú sterka aðstaða, sem Framsóknar- flokknum tókst að komast i að þessu leyti, var ekki nógu sterk, heldur varð lengi vel að halda í rangláta kjördæmaskipan. Rang- lætið kom m.a. fram í þvi, að sumstaðar á landinu þurfti ekki nema eitt atkvæði á móti ellefu i Reykjavik. Þetta dugði vel i sveitunum, en þá þurfti að snúa sér að byggðum við sjávarsiðuna, og eru margar sögur til um tilburði Framsóknar- flokksins við að leggja allar þær hömlur og höft á útgerðina, sem hægt var, og er þétta kunnara en frá þurfi að segja. 0 Flokkurinn og orkumálin Síldarútvegurinn var Fram- sókn þyrnir i auga, og ekki mátti byggja sildarverksmiðjur, þvi að þá var viðbúið, að „Ihaldið" græddi, og það mátti auðvitað ekki. Loks í ársbyrjun 1939 bað Framsókn Sjálfstæðisflokkinn um aðstoð, en þá voru fjárreiður ríkisins þannig, að tekjur rikis- sjóðs voru um 22 milljónir, en sluldirnar rúmar 40 milljönir. Svo segja núverandi spekingar Framsóknarflokksins, að allt gott í þessu landi sé Framsókn að þakka. Eftir strið kom þar að, að Fram- I sóknarflokkurinn vildi ekki vera | i stjórn, aldrei þessu vant. Þá var ■ þó talsvert til í rikiskassanum, en ■ varla til nokkur haffær togari, | sama og ekkert hafði verið byggt I af ibúðarhúsnæði um árabil, og _ fyrir lá að gera stórátak i skóla- og I sjúkrahúsmálum. Tryggingar | máttu þeir ekki heyra á minnzt, ■ en þegar ellilifeyririnn kom, þá J var Framsókn ekki sein á sér að I skattleggja hann, þannig að I tryggt væri að hann yrði fólkinu J ekki til ills eins, likt og þegar I Castro tók upp matarskömmtun, | til þess að fólk æti ekki yfir sig. | Þá er ekki úr vegi að lita dálitið | á frammisöðu Framsöknar- i flokksins í orkumálum. Allir J muna eftir því, hvernig þessi I flokkur barðist gegn Búrfells- | virkjun og Stóriðju, en nú hefur ■ Magnús Kjartansson Sem betur J fer snúið frá villu sfns vegaf i I þeim efnum, síðan hann varð | sjálfur iðnaðarráðherra, og kemst ■ ekki lengur hjá því hagræði í J þessu, en Framsókn situr uppi | með skömmina af sínum af- | skiptum af þessum málum. Eitt hofur fylgt Framsóknar- ■ flokknum allt frá árinu 1927, ■ þegar flokkurinn tók við stönd-1 ugum rikiskassa: Peningar hafa alltaf orðið að . litlu sem engu í höndum ■ þessa flokks. Eins og fóstra min blessuð sagði ■ oft: „Þetta för allt til skrattans." Húsmóðir.“ I Ný bók eftir Benny Andersen Morgunblaðinu hafa borizttvær bækur f rá Borgens Forlag í der blev ældre og ældre eftir Benn.v Andersen og segir höfundur í formála, að i bókinni séu einnig endurminningar, fjallað um mál, börn o.fl. Bókin er 124 bls, að stærð og á bókarkápú virðist vera heilsiðumynd af höfundi barn- ungum. Hin bókin frá Borens Forlag heitir Vesterud eftir Knud Andersén. Ilann er nú 83ja ára gamall, þjóðkunnur i Danmörku fyrir bækur sinar um sjó og sjó- mennsku. Hann segir í formála að þessari nýju bók, að hún sé öðrum þræði endurminningar. Fremst eru nefndar bækur sama höf- undar og verða þær ekki taldar i einum eða tveimur tugum, heldur fjórum eða fimm, svo afkastamik- ill hefur þessi aldni höfundur verið. t. .1 ■ i■ m m.m •> m m m m m » m m » m m m-m m m m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.