Morgunblaðið - 12.12.1973, Síða 3

Morgunblaðið - 12.12.1973, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1973 3 Síldveiðum lokið í Norðursjó: Aflaverðmætíð helmingi meira en 1 fyrra HELGA Guðmundsdóttir frá Patreksfirði var síðasta skipið, sem seldi sfld í Danmiirku á þessu hausti. Helga seldi tæpar 9 lestir 4. desember, fyrir 307 þús. kr., og var meðalverðið kr. 35.55. Fjörir aðrir bátar seldu I síðustu viku og komst meðalverðið f kr. 38.97, sem er hæsta verð, sem fengizt hefur á þessu hausti. Fyrstu íslenzku síldveiðiskipin hófu veiðar i Norðursjó og á Hjaltlandsmiðum að þessu sinni síðast í maímánuði, og hafa því veiðarnar staðið yfir í tæpa 7 mánuði. Alls öfluðu þau 43.860.3 lestir, sem seldust fyrir 1.122.163.677 kr., meðalverð fyrir hvert kíló var kr. 25.58. I fyrra veiddu skipin samtals 37.558.1 lest, sem seldist fyrir 561.226.655 kr. og þá var meðalverð fyrir hvert kg aðeins kr. 14.94. Afla- verðmæti skipanna er því helm- ingi meira nú en í fyrra. Þrjú aflahæstu skipin nú voru: Loftur Baldvinsson frá Dalvík með 2.433.7 lestir, sem ældust fyrir 65.8 millj., Guðmundur, Reykjavík með 2.011.9 lestir, sem seldust fyrir 51.9 millj. og Súlan, Ákureyri með 1.811.0 lestir, sem seldust fyrir 45.3 millj. kr. Akstur Kópavogs- vagnanna um jólin AKSTUR vagnanna um jól og ára- mót verður sem hér segir: Laugardaginn 22. desember aka vagnarnir til kl. 01.00 eftir mið- nætti. Frá kl. 13.00—01.00 á hálf- tíma fresti í hvorn bæjarhluta (eins og venjulega frá 13.00—20.00). klukkutíma fresti (á heila tíman- um) i báða bæjarhluta, fyrst í Austurbæ síðan í Vesturbæ. Eftir kl. 18.00 er ekkert fargjald greitt. Á jóladag er ekið frá kl. 14.00—24.00. A annan í jólum er ekið frá kl. 10.00—24.00. Þorláksmessu (sunnudag) ekið eins og venjulega sunnudaga frá 10.00—00.30. Aðfangadag (mánudag) ekið eins og venjulega til kl. 17.00. Eftir það er ekið frá kl. 18.00—22.00. Verður ekið á Á gamlársdag er ekið frá kl. 6.45—17.00 og enginn akstur eftir það. Á nýársdag er ekið frá kl. 14.00—24.00. Strætisvagnar Kópavogs. Atvinnuleysi meir en tvöfaldaðist i nóvember ATVINNULEYSI á landinu fór vaxandi í nóvember. í lok mánaðarins voru 485 manns skráð atvinnulaus á öllu landinu, en í lok október voru atvinnulausir aðeins 174. Aberandi er, hve miklu fleiri konur eru atvinnulausar en karl- menn, og bendir margt til þess, að þar sé einkum um að ræða konur, sem hafa unnið í frystihúsum. t kaupstöðum landsins eru 307 atvinnulausir, en voru 139 i október. Ekkert atvinnuleysi er f 4 kaupstöðum, þ.e. Seyðisfirði, Neskaupstað, Vestmannaeyjum og Kópavogi. í kauptúnum, sem hafa 1000 íbúa eða fleiri, eru 46 atvinnulausir, en enginn var skráður í október, og í öðrum kauptúnum ðru 132 atvinnu- lausir, en i lok október voru atvinnulausir þar 35. Þorbjörn Karlsson HJARTAVERND BERST STÓRGJÖF GUÐRUN Bjarnadóttir frá Bjarn- e.vjum í Breiðafirði afhenti ný- lega Iljartavernd kl. 100.000 - til minningar um systur sinar, | Magdalenu Bjarnadóttur, f. 31/8 ' 1899, d. 15/6 1973, og Sigríði Bjarnadóttur, f. 1903, d. 1952. Vegna þessarar höfðinglegu gjaf- ar vill Hjartavernd koma á fram- færi þökkum til frú Guðrúnar. Guðrún býr nú með manni sínum. Kristjáni Sveinbjarnarsyni, að Mýrargötu 14, Reykjavík. Þorbjörn Karlsson prófessor við H I FORSETI fslands hefur aðtillögu menntamálaráðherra skipað Þor- björn Karlsson verkfræðing, pró- fessor i véla- og skipaverkfræði við verkfræði- og raunvísinda- deild Háskóla íslands frá 1. janúar 1974aðtelja. Þorbjörn Karlsson er fæddur 25. mái árrð 1927. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1946 ogf.hl. prófi í verkfræði frá Hí 1948. BS-prófi í vélaverkfræði frá IIT, Chicago, III., 1950, MS-prófi frá California Institute of Technol- ogy, Pasadena, Cal., 1951 og ME- prófifrá samaskóla 1952. Eftirað námi lauk hefur Þorbjörn stundað verkfræðistörf bæði hér heima og í Bandarfkjunum, og eftir hann liggja fjölmargar rit- gerðir og skýrslur um verkfræði- leg efni. Minnispen- ingur L.Í.F. LANDSSAMBAND fslenzkra frí- merkjasafnara hefur gefið út minnispening I tilefni 100 ára af- mælis fslenzka frímerkisins. Upphaflega var ráðgert, að minnispeningurinn kæmi út I maf s.l., en af óviðráðanlegum ástæðum varð að fresta útgáfu hans þar til nú í desember. Minnispeningurinn er gefinn út í gulli. silfri og kopar. Gefnir eru út 105 gullpeningar og eru þeir allir löngu pantaðir, 500 silfur- peningar og200 koparpeningar. Á framhlið minnispeningsins stendur „íslenzka frímerkið 100 ára“ og ártölin 1873 1973 og póst- lúður, á bakhlið er merki L.Í.F. Stansinn fyrir minnispeninginn er gerður i Danmörku, en þeir eru slegnir hér á landi. Eins og áður er getið, eru allir gullpeningarnir pantaðir og margir á biðlista, ef einhverjir verða ekki sóttir. Nokkur eintök eru enn óseld af silfurpeningnum og af koparpeningnum. Verð gullpeningsins er kr. 6000, silfurpeningsins kr. 1000 og kop- arpeningsins kr. 800. Dreifingu fyrir L.Í.F. atinast F ri nterkj am i ðst öði n, S kól a vörðtt- stig 21a, og Frímerkjahúsið, Lækjargötu 6a. (Fréttatilk.) FURÐUVERKIÐ sýnt á Klaustri og Vík í Mýrdal B ARN ALEIKRITIÐ Furðuverk ið, sem sýnt hefur verið að utidan förnu á kjal larasviði Þjóðleik hússins, verður sýnt úti á landi á næstunni, á Kirkjubæjarklaustri n.k. sunnudag og daginn eftir f Vfk í Mýrdal. i siðustu viku var leikurinn sýndur tvisvar sinnum sama dag- inn f.vrir nemendur Digranesskól ans f Kópavogi og á næstunni verður hann sýndur i fleiri skól- um. Segir i frétt frá Þjóðleikhúsinu. að ef skölastjórar hafi hug á að láta sýna Furðuverkið fyrir nem- endur sina þá séu þeir vinsamleg- ast beðnir að hafa satnband við aðgöngumiðasölu Þjóðleikhúss- ins. Léku borðtennis 1 gróðurhúsi Hveragerði, 11. desember. KlNVERSKA landsliðið í borð- tennis kom hingað til Hvera- gerðis i gærmorgun. Fyrst skoð- uðu þeir kauptúnið, en á eftir bauð hreppsnefnd Hveragerðis þeim í mat í Náttúrulækninga- hælinu. Að þvf loknu héldu. þeir i gróðurhúsið Eden, og beið þar þeirra mikill mann- fjöldi, enda var þetta milli kl. 12 og 13. 1 gróðurhúsinu léku Kín- verjarnir listir sinar í eina klukkustund. Fannst þeim mikið til koma að leika þarna og sömuleiðis fannst þeim gróð- urinn i Eden tilkomumikill. Frá Hveragerði héldu þeir til Gullfoss og Geysis. Myndirnar sýna Kínverjana koma úr matarboðinu i Náttúrulækningahælinu og að leik loknum í Eden.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.