Morgunblaðið - 12.12.1973, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.12.1973, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1973 7 Bjartara útlit í laxveiði- málum Vestan- hafs MUN betur horfir nú um Atlantshafslaxastofninn vest- an hafs en «ert hefur um árabil o« á austurstriind Banda- l íkjanna og Kanada voru í ár nær tvöfalt stærri göngur og afli en á sl. ári. Þetta þakka menn banni vi3 laxveiðum í sjó og stórfel Idu átaki f fiskrækt. Fyrir tveimur árum benti allt til þess, að kanadíski laxa- stofninn væri hreinlega að deyja og svipaða sögu var að segja af þeim bandaríska. Þá Loftmynd af stærstu fiskeldisstiið Bandaríkjanna í Buhl í Idaho fylki. gerðist það í febrúar á sl. ári að Danir og Bandaríkjamenn komust að samkomulagi um bann við laxveiðum i sjó við Grænland, utan 1100 lesta, sem grænlenzkir veiðimenn mega veiða, en árið 1976 verða þeir að taka þennan afla innan 12 mflna landhelgi Grænlands. Tveimur mánuðum eftir þetta samkomulag f.vlgdu K:nada- menn fordæmínu óg bönnuðu laxveiðar í sjó á svæðum úti af New Brunswick, úti af strönd- um Nýfundnalands, Nova Seot- ia og Quebeck. Batin þetta gild- ir í 5 ár, en þá verða ákvæði þess tekin til endurskoðunar. Kanadastjórn hefur í ár greitt rúmar 2 milljónir dollara i skaðabætur til fikimannanna, sem stunduðu laxveiðar í sjó. iMiög strangt eftirlit er haft með stangveiði og takmörk fyr- irþví hve marga laxa mádraga á dag og eru mörkin yfirleitt sett við 2 laxa á stöng. Þess ber þó að gæta, að á áðurnefndum bannsvæðum eru enn nokkur hólf, þar sem veiða má lax i sjó, en nú eru uppi ráðagerðir um algert bann. þrátt fvrir mikil útgjöld, sem kanadíska stjórnin verður að taka á sig vegna skaðabótagreiðslna. Hins vegar er á það litið, að hver lax veidd- ur á stöng færir Kanadamönn- um miklu meiri tekjur en lax, sem tekinn er í sjö. Bannið við sjóveiðunum hafði það í för með sér, að verð á laxi hækkaði úr 200 kr. kílóið i 340 kr. kílóið. Áhrifa bannsins gætti þegar í ár í ám í Kanada og í New Brunswick veiddust 32 þúsund laxar, en aðeins 19 þúsund á sl. ári. Kanadastjórn hefur , auk þess aukíð mjög eigin rekstur laxeldisstöðva og fyrirgreiðslu til einkaaðila á sama sviði. Nú eru starfræktar 8 slíkar stöðv ar. Ein stærsta er ríkisstöðin Mactaquac i St. Johnfljótinu í New Brunswick, sem getur alið um 3 milljónir silungsseiða á ári, en er nú eingöngu notuð til að ala laxaseiði. Þar sem laxinn krefst miklu meiri umönnunn- ar eru aðeins framleidd 250 þúsund sjógönguseiði á ári. Þar er eingöngu um að ræða 2ja ára seiði. Heimtur hafa þó ekki verið eins góðar og menn höfðu vonað, því að þær hafa verið innan við 3%, tæpir 7500 laxar. Chris Frantsi er fisksjúkdöma- sérfræðingur við ríkisstöðina og hann segir „laxaseiði eru mjög næm fyrir sálrænum áhrifum. Ef þú gengur að eldis- tjörn, þar sem silungsseiði eru geymd, elta seiðin þig í von um að fá fæðu. Komirðu hins vegar að tjörn með laxaseiðum þjóta þau strax í burtu. Laxinn venst aldrei fólki. Við höfum nú bqnnað allar ferðir gesta um stöðina, því að við erum að reyna að gera aðstæður sent eðlilegastar. Þegar ég kem í aðra laxeldisstöð og mér er sýnd útitjörn, þar sem mikill seiðadauði hefur átt sér stað, kemur nær alltaf í Ijós, að við þá eða þær tjarnir er mest um mannaferðir." Það er hins vegar engin alls- herjarlausn að stunda fiskrækt, því að þó að seiðin séu sterk og af mjöggóðum stofnum er mjög misjafnt hvernig þeim reiðir af, er þeim er sleppt í ár, aðrar en þær, sem undaneldisfiskarnir komu frá. Hver á hefur sinn eigin laxastofn og undirgreinar frá honum eru í þverám. Bandaríkjamenn segja, að þegar stofninn í Connecticut- fljóti hafi dáið út, hafi þar með dáið sá stofn, sem var búinn að fá í sig erfiðaeinkenni um- hverfisins i ánni. Þetta á auð- vitað við um aðrar ár, en Connecticutfljótið er nær- tækasta dæmið. Mjög erfiðlega hefur gengið að rækta upp nýjan stofn þar, en nú telja kandadískir og bandarfskir fiskifræðingar sig hafa fundið stofn, sem geti byggt ána á nýj- an leik og í vor var sleppt 50 þúsund slíkum seiðum í fljótið. Mikill áhugi er nú í Banda- rikjunum og Kanada á þvi að endurreisa þær glæsilegu lax- veiðiár, sem þar voru, en sem hafa orðið mengun. ofveiði eða laxveiði í sjó aðbráð. Opinberir aðilar og félagssamtök áhuga- manna vinna nú i sameiningu að verkefni, sem þeir kalla Laxarannsóknamiðstöð N- Ameríku. Er verið að safna 2,4 milljó'num dollara, til þess að reisa eldisstöð við Chamcook Creek í St. Andrews. Dr. John Calaprice, frægur fiskerfða- fræðingur hefur verið ráðinn forstöðumaður og standa vonir til, að hægt verði að sleppa fyrstu seiðunum úr stöðinni árið 1976. Ein af ástæðunum f.vrir þessari auknu áherzlu á laxeldi er stóraukin eftirspurn eftir laxveiðileyfum og svo það, að Bandaríkjamenn eru farnir að þreytast á því að sækja lax- veiðar til útlanda og greiða morðfjár f.vrir ferðir og veiði- leyfi. Telja tnargir það mun betri fjárfestingu að leggja peningana í það, að skapa aftur aðstæður til laxveiða í heima- landinu Fiskifræðingar benda hins vegar á það, að menn verði að sýna þolinmæði og ekki búast við að geta gengið að ám og mokveitt þótt um tnikla ræktun sé að ræða, því að utn leið og la.xastofnarnir hafi horfið, hafi veiðivenjur lfka gle.vmzt. Menn séu búnir að gleyma hyljunum og hvernig eigi að bera sig að því. að retina fyrir fiskinn í ánum. Hins vegar eru þeir ekkert leiðiryfir þvi, þvi að þetta gefur stofnun- um betri tækifæri til að vaxa og dafna i friði. Úr laxeldisstöð kanadfska rfkisins í Mactaquac við St. Johnfljót. VÖRUBIFREIÐ Til sölu vel með farin Mercedes Benz 1513, árg '71 Ekin 96 þús. km. (með turbinu). s.v. 2291 1 og s.h. 71336 BROTAMÁLMUR Kaupi allan brotamálm lang- hæðsta verði Staðgreiðsla Nóta- túni 27. simi 25891 TAKIÐ EFTIR Úrvals svanadúnssængur, taka fram beztu æðardúnssængum Þetta er sannlerkur, trúið honum Simi 92-6517 TILSÖLU VW árg. '61 (Óskoðaður '73) Góð vél 8 dekk öll á felgum Útvarp Toppgrind Þarfnast við- gerðar Sími 71 727. HJÚKRUNARKONA MEÐ 2 BÖRN óskar eftir 2ja til 4ra herb ibúð Fyrirframgreiðsla. Uppl. i sima 42341. ANTIK HÚSGÖGN! Borðstofusett, sófasett, stakir stól- ar og skápar. Selst á sanngjörnu verði Upplýsingar i sima 20738 milli kl. 1 —6 SCOUT800 Til sölu Scout '66 Upplýsingar í sima 81 240, JÓLATRÉ sigræn og sáldfri jólatré Einnig sáldfrítt greni Fjallafura og Silkt- fura. Jólatréssalan, Drápuhlið 1. ÍBÚÐ ÓSKAST íbúð 3ja — 4ra herb. íbúð óskast sem allra fyrst. Upplýsingar í sima 1 2053 milli kl. 7 og 9 á kvöldin. HÁRGREIÐSLUSTOFA Af sérstökum ástæðum er hár- greiðslustofa i fullum' gangi til letgu nú þegar. Sala kemur til greina. Tilboð merkt „Góður stað- ur 4843" sendist afgreiðslu Mbl fyrir 14. desember. GERUM HREINAR ÍBÚÐIR og stigaganga Gerum tilboð ef óskað er. Svavar, simi 43486 TILSÖLU RAKARASTÓLL, sem nýr, einnig Ijósaskilti rakara. Tækifærisverð Uppl i sima 1 5774 fyrir hádegi og milli kl 5—7 eh. STÓR TEPPALÖGÐ STOFA til leigu að Hringbraut 50, Kefla vik Upplýsingar i dag og næstu daga á staðnum 22 ÁRA maður meðstúdentspróf og bílpróf óskar eftir atvinnu strax Upplýs mgai i sima 19298 HAFNARFJÖRÐUR OG NÁGRENNI Jólabangikjötið úrbeinað á 495 kr. kg. Svinakjöt. steikur. ham- borgarahryggir. kótilettur, úrbein- aðir léttreyktir bógar. lágt verð Kjötkjallarinn, Vesturbraut 12. HAFNARFJÖRÐUR OG NÁGRENNI Úrbemuð dilka hamborgaialæn. með spekki á 495 kr kg Dilka hamborgarahryggir ódýrir. Rúllu- pylsur 275 kr st Saltað og nýtt hrossakjöt Kjötkjallarinn, Vesturbraut 12 RICOMAC VERÐ KR. 24.900.00 % SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. & Hverfisgötu 33 Sími 20560 - Pósthólf 377

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.