Morgunblaðið - 12.12.1973, Síða 26

Morgunblaðið - 12.12.1973, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1973 Elísabet Davíðs- dóttir — Minning Fædd 20.8 1889. Dáin 5.12 1973. IlUN var fædd að Eyjakoti — nú Syðri-Ey í Ilúnavatnssýslu. Foreldrar hennar voru Sigríður Jönsdóttir, að mestu alin upp hjá Jóni Skúlasyni, Haukagili í Vatns- dal, og Davíð Jónatansson frá Marðarnúpi í Vatnsdal. — Þau eignuðust 4 börn. Elzt þeirra var Sigurveig, síðar húsfreyja að Hraunsmúla í Kolbeinsstaða- hreppi í Mýrasýslu, þá Elísabet, næstelzt, Steingrímur skólastjóri á Blönduósi, en yngstur Lúðvik D. Norðdal læknir á Eyrarbakka, síðar á Selfossi. — Steingrimur lifir nú einn þeirra systkina. Elisabet fór ung að heinian, dvaldi hjá Sigurbjörgu móður- systur sinni á Hamri i Borgar- firði, sem þá var mikið og mann- margt rausnarheimili. Sfðar dvaldi Elísabet hér og hvar við ýmis störf. Hún giftist árið 1910 Jóhannesi Kr. Jóhannessyni frá Sveinseyri við Tálknafjörð. Veturinn 1909 hafði hún verið í húsmæðraskólanum í Iðnó hjá fröken Ingunni Hólmfríði Gisla- dóttur, sem á þeirn tima kenndi verðandi húsmæðrum af sinni al- kunnu reisn og myndarskap. Jóhannes hafði lokið nánti í t Faðir okkar ANDRÉAS AIMDERSEN, Barmahlið 50 lézt að morgni 10. þm. Anna Andréasdóttir Kristjana Andréasdóttir t MESSINA GUÐMUNDSDÓTTIR lézt aðfaranótt þriðjudags að Elli- heimilinu Grund Fyrir hönd ættingja Sölvi Jónsson. t Maðurinn minn og faðir okkar GUNNARJÓNSSON, lögmaður, andaðist í Borgarspítalanum, mánudaginn 10 desember Aðalheiður Sigurðardóttir, Edda Gunnarsdóttir Rowland, Valgarður Gunnarsson, Drifa Gunnarsdóttir. húsasmíðum úti i Danmörku og fengið sín meistararéttindi, enda hinn mesti völundur í sinu fagi. Hann byggði síðan hér mörg hin veglegustu og vönduðustu hús sem bera honunt vitni enn þann dag í dag. Þau reistu sér heimili á Bergstaðastíg 41 hér í borg. Jóhannes varð fyrir því slysi að falla niður úr stiga árið 1921, er hann var að vinna við húsbygg- ingu, þá á tindi lífs síns. Þaðan í frá má segja, að hann hafi aldrei náð fullri heilsu, enda læknis- fræðin ekki komin á það stig, sem nú er. Þau Elísabet og Jóhannes eignuðust 6 börn: Sigríði, fædd 26.8. 1911. Dáin 7.12. 1925. Aðal- heiði, fædd 21.4. 1913. Giftist Guð- mundi Jenssyni loftskeytamanni, dáin 13.4. 1953. Þau eignuðust 4 börn, sem öll eru uppkomin. Lúð- vik Astvaldur, fæddur 19.12. 1915, síðar framkvæmdastjóri Bflasmiðjunnar hf., dáinn 10.8. 1971, kvæntur Ingibjörgu Vil- hjálmsdóttur. — Þau eignuðust 5 börn og er eitt látið, en hin upp- komin. Ragnar Jón framkvæmda- stjóri, fæddur 26.1.1918, kvæntur bandarískri konu Stasiu. fæddri Gogatz. Þau eiga 3 börn, öll upp- kotnin. Konráð Davíð fæddur 12.11. 1922, kvæntur Páldísi Eyjólfz. Þau eiga 3 dætur. Yngst- ur er Olafur, fæddur 13.11. 1924. Dáinn 23.5. 1929. Nú þegar Elísabet kveður hefur hún lifað mann sinn og fjögur af sex börnum sínum. — Ilún fékk f vöggugjöf þann arf, sem hefur dugað henni alla hennar ævi, and- lega og líkamlega hreysti. Áttatíu og fjögurra ára stóð hún óbuguð eftir mikla lifsreynslu, ástvina- missi og sorgir. Hún stóð af sér élin, sem einatt var skammt á milli, og ströng. Eljusöm, sterk og óbuguð. Yfir 30 ár vann hún utan sfns heimilis, fyrst hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur, síðar hjá Mjólkur- samsölunni, við afgreiðslustörf, lengst á Hverfisgötu 59, síðast á Laufásveginunt, þá á áttræðis- aldri. Trúmennska hennar og ávekni var vel metin af þessu fyrirtæki, og var henni eftir 30 ára starf sýnd viðurkenning á t Frænka okkar BJARNFRÍÐUR EINARSDÓTTIR, andaðist að morgni 1 1 desember í Landspítalanum Aðstandendur t Ástkæri eigmmaður minn og sonur t Erginkona min BJARNI JÓN ÞORVALDSSON GUÐNÝ EYJÓLFSDÓTTIR, frá Blönduósi, Digranesvegi 115, Bergstaðastræti 31A, andaðist í Landspilalanum, aðfaranótt 9. des Fyrír hönd systkina og annarra vandamanna lézt aðfaranótt 1 1 desember að Landspitalanum Ágústa Linda Ágústsdóttir, Þorvaldur Þorláksson. Ottó Bjarnason. t Móðir mín LINGNY SIGURÐARDÓTTIR t Innilegar þakkir sendi ég öllum er sýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför bróður mins, frá Þorvaldsstöðum, SIGURÐAR SIGURBJÖRNSSONAR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 1 4. des kl 3. bókbindara í Borgarnesi. Sérstaklega vil ég þakka þeim hjónum, Önnu Gestsdóttur og Magnúsi Thorvaldssyni fyrir þeirra hlýhug og miklu aðstoð, sem þau hafa veitt okkur bræðrum. Þóra Guðmundsdóttir. Gunnar Sigurbjörnsson. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför GUÐMUNDU LÁRU GUÐMUNDSDÓTTUR. Miðhúsum, Breiðuvik, Snæfellsnesi. Fyrir hönd barna okkar, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna, Georg Ásmundsson. t Alúðar þakkir til allra er sýndu okkur samúð viðandlát og útför HARALDAR BJÖRNSSONAR, Brautarholti, Borgarnesi. Þökkum sérstaklega læknum og starfsfólki Sjúkrahúss Akreness Sigrún Jónsdóttir, börn, tengdasynir og barnabörn. t Innilegar þakkir færi ég öllum þeim mörgu sem sýndu hlýhug og virðingu við útför systur minnar, SIGRÚNAR GEIRU ÁRNADÓTTUR, fv. kaupkonu, Álfaskeiði 72, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færi ég vinafólki hennar i húsinu og Karcher hjónunum fyrir ótal gleðistundir henni veittar og hjálp síðustu stundirnar, einnig starfsfólkinu í Sólvangi hjálpsemina siðustu mánuði. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna Sigriður Árnadóttir. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar HALLDÓRU BERGSDÓTTUR frá Efri-Ey. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar fyrir góða umönnun i veikindum hennar Bergur Ingimundarson Ingibjörg Ingimundardóttir Sigriður Ingimundardóttir Ingimundur Ingimundarson Halldór Ingimundarson Vigfús Ingimundarson Ólafur Þ. Ingimundarson Vigdis Ingimundardóttir tengdabörn og barnabörn. veglegan hátt. Hugur hennar var ávallt hlýr í garð þeirrar stofn- unar og samstarfsfólksins. Sl. 20 ár hefur hún dvalið á heimili sonar síns Lúðviks og eftir andlát hans hjá mér, ekkju hans. Ég hlýt að láta fylgja henni að sfðustu fáein orð sem þakklætisvott fyrir hönd barnanna minna, fyrir ástúð hennar til þeirra og umhyggju- semi fyrr og síðar og góðar gjafir, sömuleiðis þakkir frá barnabörn- um mínum tveim. Margs er að minnast frá sl. 20 árum. Ég vil þakka þann styrk, sem hún veitti mér með æðruleysi sínu og þreki, þegar maðurinn minn dó, langt fyrir aldur fram — og var hann þó hennar sterkasta stoð í hárri el li. Guð blessi hana á landi lifenda, þar hljóta að hafa verið hlýjar móttökur. I.V. Fndurminning- ar fyrrum eigin- konu Krags „Eg vil iifa á ný“ eftir Birgit Tengroth er komin út í fslenzkri þýðingu Guðrúnar Guðmunds- dóttur. Birgit Tengroth er sænskur rit- höfundur og þekkt leikkona. Hún hefur skrifað 10 skáldsögur, en bókin, sem hér birtist, er endur- minningar úr hjónabandi höfund- ar og Jens Otto Krag, fyrrv. for- sætisráðherra Danmerkur. Birgit Tengroth hefur verið borið það á brýn, einkum f dönskum blöðum, að rnyndin, sem hún dregur upp af fyrrverandi eiginmanni sínum, sé heiftúðug, bókin sé einhliða varnarskjal. „En sú heita tilfinn- ing, sem við nefnum gjarna ást, gægist stöðugt út á milli lfnanna og lætur hlutlausan lesanda ekki ósnotinn." segir á kápusíðu. Bókin er 175 bls. að stærð. Ul- gefandi ei' Setberg. Richard Beck. Undir haust- stirndum himni Ný ljóðabók eftir Richard Beck MORGUNBLAÐINU hefur borizt Ijóðabókin Undir hauststirndum himni eftir Richard Beck, sem alþjóð er kunnur. Hefur hann skrifað mikið um bókmenntir og menningarmál auk þess sem Ijóð hans hafa á undanförnum árum birzt á víð og dreif í íslenzkum ritum. Höfundur segir, að öll ljóðin f bókinni hafi verið ort á s.l. 14 árum eða frá því kvæðabók höf- undar Við ljóðalindir kom Ut 1959. Er hér um að ræða úrval úr kvæðum höfundar d umræddu tímabili. Höfundur tileinkar konu sinni þessi ljóð sfn. Undir hauststirndum himni «r 69 bls. að stærð. Útgefandi er prentsmiðjan Leiftur. SKILTI Á GRAFREITI OG KROSSA Flosprent s.f. Nýlendugötu 1 4, sími 1 6480.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.